Fréttablaðið - 02.01.2006, Page 25
MÁNUDAGUR 2. janúar 2006 5
Augun sjá það sem þau sjá
en það er heilinn sem dregur
ályktanir um hvað það er sem
á er horft. Huganum getur þó
skjátlast enda er ekki allt sem
sýnist.
Að vera ferðamaður í framandi
landi getur leikið augað grátt.
Oftar en ekki stendur maður
eins og galgopi með myndavél og
smellir mynd af stórbrotnu mann-
virki. Heimamenn ganga fram hjá
og hugsa „af hverju er verið að
mynda hundabyrgið?“
Vissulega getur gests augað
verið glöggt en auðvelt er að ætla
miklum fjölda fermetra og stór-
brotinni byggingarlist einhverju
öðru en það er.
Ekki er allt sem sýnist
Þetta gæti verið einhvers konar kastali úr ævintýri eða völundarhús. Byggingin kallast
GUM, sem gæti staðið fyrir tyggjóverksmiðju, svipaða sælgætisverksmiðju Willi Wonka.
Raunverulegri ágiskun væri að þetta væri kauphöll þar sem viðskiptajöfrar keyptu hlutafé í
kakóbaunum og tóbaksframleiðslu. Þarna inni má reyndar kaupa tyggjó, sælgæti, kakó og
tóbak enda er þetta GUM-verslunarmiðstöðin í Moskvu.
Þegar gengið er niður stigana í þennan glæsilega sal tekur þú í hönd manneskjunnar sem
stendur þér við hlið, þið hneigið ykkur og stígið léttan vínarvals eftir marmaralögðu gólfinu
þveru og endilöngu. Dansinum lýkur þó um leið og neðanjarðarlestin rennur í hlað, dans-
félaginn hverfur um borð og þú manst að umhverfið er neðanjarðarlestarstöð í Moskvu.
Þessar húsaraðir mynda ferhyrningslaga
torg sem kallast Plaza Mayor og er í Madr-
íd. Við innkomu á torgið réttir maður úr
bakinu enda væntanlega í návist ráðherra
og mikilvægra manna í spænskri stjórn-
sýslu. Við nánari athugun kemur þó í ljós
að á jarðhæð við torgið eru sölubúðir og
veitingahús, á öðrum hæðum byggingar-
innar búa kennarar, píparar, nemar eða
lestarstjórar, bara venjulegir Spánverjar.
Þegar þessi bygging blasir við ókunnugu auga veltir maður fyrir sér hvort þarna búi konungserfingi eða hvort þingfundur standi yfir. Þarna
gæti líka lögreglan verið til húsa eða leyniþjónustan. En svo er nú víst ekki. Byggingin er í Madríd, kallast Palacio de Comunicaciones, eða
það sem Íslendingar kalla í daglegu tali pósthús.
Ef stjórnarráðinu væri lýst með orðum er
ekki útilokað að húsinu gæti verið ruglað
saman við Menntaskólann í Reykjavík.
Kannski eru nokkrir ferðamenn með
myndir af MR í myndaalbúminu sínu eftir
Íslandsferð og undir myndinni stendur
„Iceland‘s stjornarrad.“
Stjórnarráð Íslands er glæsilegt og fagurt
hús. Hinsvegar er ekki víst að margir
ferðamenn í leit að merku stjórnarráði
átti sig á því að húsið er beint fyrir framan
nefið á þeim, enda eru margar opinberar
byggingar erlendis æði stórar.
VEGGFÓÐUR
MÁNUDAGA KL 21.00
FYLGSTU MEÐ!
VALA OG HÁLFDÁN KYNNA FYRIR OKKUR
ÞAÐ FERSKASTA Í HÖNNUN OG LÍFSSTÍL
AF ALKUNNRI SMEKKVÍSI.
NFS ER Á VISIR.IS
NFS í beinni á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja
fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV
frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima
og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu.