Fréttablaðið - 02.01.2006, Page 57

Fréttablaðið - 02.01.2006, Page 57
Lost-stjarnan Michelle Rodriguez er í vondum málum. Hún var handtekin á dögunum fyrir ölvun við akstur og hefur með því líklega brotið skilorð að mati lögreglunnar. ,,Við teljum að með þessu umferðarlagabroti sínu hafi hún brotið skilorð. Þetta getur þýtt að hún þurfi að dúsa í fangelsi í um 18 mánuði,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Los Angeles. Leikkonan Christina Applegate er komin með nýjan kærasta upp á arminn. Sá heppni heitir Lee Grivas og er ljósmyndari og sjómaður. Hittist parið í gegnum sameiginlegan vin. ,,Við erum mjög ánægð með hvort annað. Við tökum bara eitt skref í einu. Við njótum félagsskaps hvors annars og það er nóg í bili,“ sagði leikkonan að lokum. Ljósmyndarinn sem klessti á bíl Lindsay Lohan fyrr á árinu hefur verið sýknaður af öllum ákærum. Komst dómari í Kaliforníu að því að ljósmyndarinn hefði ekki gert neitt af sér. ,,Áreksturinn var ekki af neinum ásetningi, þetta var hreint og beint slys,“ sagði saksóknarinn William Hogdmann við fjölmiðla. Lohan sagði að áreksturinn hefði átt sér stað þegar hún var að reyna að stinga ljósmyndarann af á bíl sínum. FRÉTTIR AF FÓLKI Lokað í dag 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.