Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 1
Iðnaður í Borqarnesi — bls. 16 ÆNGIRf j Áætlunarsfaöir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur : Súgandaf jörður * Sjúkra- og leiguflug um allt land \ ' Símar: 2-60-60 oq 2-60-66 r 30. tölublað— Sunnudagur 6. febrúar 1977 —61. árgangur '----- ■ ■ Verslunin & verkstæðiö ^ FLUTT á Smiðjuveg 66 Kóp. (Beint andspœnis Olís i neöra Breiöholti - pú skilur?) Síminn er 76600 LflNPWÉUWHF. . Ekki er ofsögum sagt, aö veöurfariö hér á landi i janúar og þaö sem af er febrúar hafi veriö mis- skipt og sé þaö enn. Sunnanlands spókar fólk sig f sólinni, Noröanlands og vestan er ekki um annaö aö ræöa en vaöa snjó, og á Austurlandi er allra veöra von.-Vonandi slappa menn þó vel af um helgina hvar á landinu sem þeir er eru. Timamynd Kóbert. Talsverður jafnfallinn snjór norðaustan lands JH-Reykjavik. — Hér um slóöir hefur veriö talsverö snjókoma, meö nokkrum hléum þó, siöustu tiu daga, sagöi Þormóöur Jóns- son, fréttaritari Tfmans á Húsa- vfk. Snjór er mjög jafnfallinn, þótt skaflar séu inni á milli húsa hér i bænum, þvl aö oftast hefur veriö mjög lygnt, og veöriö yfir- leitt veriö ákaflega milt, þrátt fyrir fannkomuna, og varla frost aö heitiö geti. Cti fyrir hefur aftur á móti veriö talsvert hvasst, svo aö gæftir hafa veriö slæmar. Svipaöa sögu mun aö segja um veöurfar annars staöar á Noröur- og Noröausturlandi. Ekki er þó svo aö skilja, aö kominn sé fjarskalega mikili snjór, miðað við mikla snjóavetur, en viö- brigöin eru mikil frá í fyrra, þeg-. ar snjólaust mátti heita lengst af. — Þaö er þungfært hér um bæ- inn, sagði Þormóður, og unnið viö að ryöja aöalgötur svo til hvenær sólarhrings sem er, ef hlé gefast. Þrátt fyrir þetta hafa mjólkur- bílarnir tveir komizt leiðar sinnar fram i Reykjadal og Mývatns- sveitog Báröardal, enda stórir og traustir, og tafir á mjólkurflutn- ingum ekki oröiö svo miklar, aö mjólk hafi ónýtzt. Aætlunarbill komst um Dalsmynni lil Akur- eyrar á miðvikudaginn, en var mjög lengi á leiöinni, hér austur undan eru vegir aftur á móti tepptir. Flugsamgöngur hafa verið mjög stopular, og var flugvöllur- inn i Aðaldalshrauni lokaöur frá fimmtudegi nú fyrir rúmri viku til siðasta fimmtudags. Nú er okkur Þingeyingum i mun aö flug en frost dkaflega vægt og veðrið yfirleitt milt i vikulokin falli ekki niöur, þvi aö skiöamótunglinga er fyrirhugaö i Húsavikurfjalli um helgina, og viö eigum von á talsvert mörgu skiöafólki aö sunnan. Brekkurnar i Húsavikurf jalli eru ákafiega fal- legar i augum skiöafólks þessa dagana, og áreiöanlega unun aö renna sér þar. — Eins og ég gat um áöan, sagöi Þormóöur aö lokum, eru gæftir stirðar þessa daga, og þó að bátar hafi komizt i einn og einn róður, hefur aflinn veriö tregur. Ekki hefur nýi togarinn okkar heldur komið meö mikinn afla aö landi enn sem komiö er. Hann hefur fiskaö fremur ilia, og af- leiðingin af þessu tvennu er sú, aö vinna hefur verið stopul i verkunarhúsum fiskiðjusamlags- ins. Sjúkrahúsið á Selfossi sparar 100 milljónir JH-Reykjavík— I síðasta tölublaði ÞjóðólfS/ sem gefinn er út austan fjalls skýrir Hafsteinn Þorvalds- son, ráðsmaður sjúkrahússins á Selfossi/ frá þvi, að legudagur þar hafi í lok síðasta árs kostað átta þúsund krónur, en á átjánda þúsund i Landspítalanum i Reykjavík. Þetta þýöir aftur á móti, aö sjúkrahúsiö á Selfossi hefur sparað rikinu eitt hundraö milljóair króna siðast liöið ár. Er þá gengið út fra því, að sjúklingar á Selfoss-sjúkra- húsinu hefðu veriö sendir I Landspitalann eða annaö sjúkrahús, sem er jafndýrt i rekstri. Svo einkennilega vill til, aö þessi f járhæö er nákvæmlega hin sama og lögö er til frekari bygginga i sambandi við Selfoss-sjúkrahúsiö. Þess ber að sjálfsögöu aö geta, aö þjón- ustusviö sjúkrahússins á Selfossi er þrengra en hinna stóru sjúkrahúsa i Reykjavik. En það breytir engu um þaö, hvaöa sparnað hér- aðssjúkrahús hafa i för meö sér. ‘-- Rafmagn frd Andakílsd á Strandir JH-Reykjavík. — Nú er lægra í Þyrilsvallavatni i Steingrimsfirði en nokkru sinni hefur áður verið síðan Þverárvirkjun tók til starfa. Orsökin er óvenjulegt tiðarfar. Þurrviðri hafa verið mikil, en mestu veldur, aö frost komu snemma á auða jörð. — Viö getum ekki haft i gangi nema aðra af tveimur vélasamstæöum Þverárvirkjun- ar vegna vatnsþurröarinnar, sagöi Þórarinn Reykdal ólafsson, rafveitustjóri á Hólmavik, er Timinn sneri sér til hans. Vatnsborðiö er þó ekki komiö nema fáa sentimetra niöur fyrir það, er þaö hefur mest sigiö áöur. Raf- magnsþurrö er þó ekki enn, og hefur aöeins , þurft aö nota disilstöðina á Drangsnesi aö hluta, en ekki stöövarnar aö Reykhólum, Brunná i Saurbæ og i Búðardal. Það er aftur á móti mjög mikilvægt, aö disilstööin á Drangsnesi sé jafnan tiltæk og þá fyrst og fremst, ef haíis ræki inn, þvi aö þá er hætta á, aö sæstrengurinn yfir Steingrimsfjörð fari I sundur. — Það sparar okkur rekstur disilstööva, aö fyrir siöustu helgi var rafmagni frá Anda- kilsárvirkjun veitt hér norður og vestur gegnum Búöardal, sagði Þórarinn enn fremur, og munu þaö vera þrjú hundruö kiló- vött, er koma þaðan inn á kerfiö. Þetta raf- magn ódrýgist aö visu á langri leiö, og flutn- ingsgeta linunnar er ekki heldur mikil. En þetta nægir i bili til þess að firra okkur aukn- um tilkostnaði. ---------' Carlsen, skipstjórinn heimskunni — bls. 14-15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.