Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. febrúar 1977
5
Kolanámu-
verka-
madurinn
vinsæli.
Það er auðvelt að útskýra
framgang Paul Newmans
og Robert Redfords f
kvikmyndaheiminum.
Töfrar þeirra eru aug-
ljósir. En öðru máli gegn-
ir um Charles Bronson.
Þessi fyrrverandi námu-
verkamaður frá Pennsyl-
vaniu hefur vissulega
ekki friðleikann til að
bera og úrvals leikari er
hann ekki, þótt hann
komist yfirieitt vel frá
hlutverkum sfnum. Samt
leikur hann I einni mynd-
inni á eftir annarri. Hvað
veldur? Vinsældir hans
hafa verið skýrðar þann-
ig, að ekki þurfi honum
nema rétt að bregða fyrir
á tjaldinu, þá viti áhorf-
endur að þar fer — karl-
maður—. Enda var það
svo til skamms tima, að
frægir karlleikarar þorðu
ekki að leika á móti hon-
um, af ótta við að hann
myndi algerlega yfir-
skyggja þá. Charles
Bronson, eða Couchinski,
eins og hans rétta nafn er,
ólst upp I námuhéraði I
Pennsylvaniu. Þetta var
harðneskjulegur heimur,
þar sem þau börn, sem
ekki kunnu að berjast,
urðu útundan. Má merkja
áhrif þessa uppeldis á
Bronson enn þann dag I
dag. Sextán ára hóf hann
störf I kolanámunum til
að létta undir með fjöl-
skyldunni. En hvert högg
var andleg þjáning fyrir
hann, og hét hann þvi aö
losna þaðan við fyrsta
tækifæri. Tækifærið kom
svo I seinni heims-
styrjöldinni, þegar hann
var kvaddur I herinn. Ár-
in eftir strlð þvældist
hann um Bandarlkin og
vann ýms störf. Hann var
I Fíladelflu, þegar hann
kom fyrst fram sem leik-
ari. Fyrstu ár sin sem
sllkur átti hann mjög
erfitt uppdráttar, og liðu
mörg ár áður en hann gat
lifað á þvI.Nú þarf hann
ekki að hafa áhyggjur af
verkefnaskorti á þvl sviði
og hefur honum fénazt vel
á kvikmyndaleik sfðustu
árin. Bronson er mjög
heimakær og kýs að eyða
fristundum sinum meö
fjölskyldunni. Tómstund-
um sinum eyðir hann við
að mála, en hann þykir
góður málari og hefur selt
talsvert af málverkum.
Núverandi kona Charles
Bronson er leikkonan Jill
Ireland, og á hann með
henni tvö börn og önnur
tvö með fyrri konu sinni,
Harriet Tendler.
Myndirnar eru af Bron-
son I hlutverkum slnum I
myndunum St. Ives og
The Streetfighter, og með
konu sinni Jili i — From
Noon Till Three.
MEÐ
MORGUN-
KAFFINU
Og nú koma úrslitin úr ensku knattspyrn-
unni. '
1 alv<*ru Jón, þá er ekki um það að ræða hvort
ég sé góöurbilstjórieöa ekki, heldur hvort þú
elskar mig.
Þú getur verið ánægöur, átt bara eina
tengdamúttu. En ég á eina I hverri höfn.