Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 6. febrúar 1977 Jónas Jónsson: SSSi Ibiiöarhúsiö I Sandfellshaga f öxarfiröi. — Ljósmynd: Jónas Heyskapurinn er undirstaöa búskapar á Islandi. Æ meiri hluti af vetrarfóöri og Deit fæst nú af ræktuöu landi. — Ljósm.: Jónas. VERDLAG - LÁN í síðustu grein i þess- um flokki, sem byggir á efni úr skýrslu um þróun landbúnaðar og hugleiðingum út frá þvi, var skýrt frá verð- lagningu landbúnaðar- vara, hvernig hún færi fram og hvaða þættir réðu endanlegu verði til neytandans. Þar kom m.a. fram, að það er margt annað, sem ræður verðinu, en það hvað bóndanum er ætl- að. Launaliöur verðlagsgrund- vallarins er nú aöeins tæp 50% af gjaldahlið grundvallarins, en þar i eru öll laun til fjölskyld- unnar aðkeypt vinna, orlof, sjóðagjöld og friðindi, sem bændum er áætluð. Þaö væri bæöi bændum og neytendum mjög i hag ef hægt væri aö lækka aðra kostnaðar- liði við framleiðsluna og vinnslu og dreifingu hennar til neyt- enda. Aðrar þjóðir, sem ætla mætti að heföu möguleika til að framleiða landbúnaðarvörur á ódýrari hátt en við, sjá sér hag i þviaö beitaýmsum ráðum til að lækka verð þeirra til neytenda I löndum sinum. Þar á meöal er mikið um beina framleiðslu- styrki og niöurgreiöslur á frum- stigi framleiðslunnar. 1 þeim sömu löndum heyrast þó hvorki slikar raddir, sem hér hrópa si- bylju um ónytjungsskap bænda- stéttarinnar né það, aö landbún- aöarframleiðslan sé þjóðinni ó- hagkvæm. Útúrdúr um verðlag hér og þar Hér er sifellt verið aö tala um, aö landbúnaðarvörurséu dýrar. Sjaldnast er reynt að rökstyöja þærfullyröingar. Nú er þaö auð- vitaö álitamál, hvaö er dýrt og hvað ekki. Gera má margs kon- ar samanburði i þvi tilliti. Er mjólkin dýr boriö saman viö aöra drykki, þó að ekki sé nú tekið tillit til hollustu og næring- ar? Nú kostar litri af mjólk frá 66-75 kr. hver litri eftir umbúð- um. Niðurgreiöslur erukr. 37.30 eða kr. 103.30, 112.30, ef ekki væru niðurgreiöslur. „Kók” mun hins vegar kosta i matar- búö frá 143-165 kr. litrinn. 1 Dan- mörku kostaöi mjólk, sem svar- aði um 85 kr. litrinn fyrir siöustu jól. Þar munu ekki vera niður- greiðslur á mjólk. Islenzkir bændur eiga nú aö fá tæpar 75 krónur fyrir litrann af mjólk- inni. Siðar þegar grundvallar- verö á mjólk var ákveðiö til norksra bænda vorið 1976, áttu þeirað fá minnstum 58 kr. fyrir litrann. Þaö er þeir bændur, sem framleiða mest eða yfir 30 þús. lltra á ári og búa við bezt skilyrði til mjólkurframleiöslu. Verö til þeirra, sem minna framleiða og/ eöa búa viö verri skilyrði, fer svo hækkandi, allt upp i um 86 kr. litrann. Auk þess greiðir rikiö niður flutnings- kostnað á mjólk í verulegum mæli (varði til þess 3400 millj. kr. á sl. verðlagsári) og þar til viðbótar geta norskir mjólkur- bændur fengið framlag til vot- heysgerðar, til að nota kartöflur til fóðurs, og aö vissu marki ó- dýrara kraftfóður. Niður- greiðslur eru svo allverulegar á mjólk til neytenda. I Sviþjóö var verð á neyzlumj- ólk frá mjólkurbúum eftir verð- ákvörðun i júni sl. um 113 kr. litrinn, en þá greiddi rikið verð- ið niður um 49 kr. á litra á mjólk með 0,5-3% fitu, en með 54 kr. hvern litra af undanrennu. Veröiö til bænda hefur svo fariö eftir þvi hvaö búin þurftu I vinnslukostnað, en væntanlega ekki verið lægra en þaö, sem is- lenzkir bændur fá nú. Það mætti lengi rekja dæmi svipuö þessu. Þau sanna ekki mikið hvert fyrir sig, þvi að til þess þyrfti að taka ótal marga þætti aðra, svo sem fjármagns- kostnað, verð á rekstrarvörum o.fl. Ef bera á saman hlutina frá siónarmiði n“vtandans. byrfti að lita á timalaun, skatta og tryggingarmál o.fl. o.fl. Dilkakjötið er okkar aðalkjöt- framleiðsla og bezta neyzlu- vara. A sl. hausti áttu bændur hér að fá fyrir það kr. 478.98 hvert kg. af fyrsta flokki. Um svipað leyti var verð til bænda I Vestur-Þýzkalandi um 520-550 kr./kg. Þá greiddu islenzkir neytendur fyrir islenzka kjötið 497 kr./kg., fyrir heila skrokka 679 kr./kg., fyrir framparta og læri kr. 776 hvert kg., en á sama tima þurftu neytendur i Ham- borg, ef þeir vildu gæða sér á nýjuþýzku lambakjötiaö greiöa frá 1408-1920 kr./kg. fyrir læri eða hrygg og frá 768-1168 kr./kg. fyrir frampart. Þeir gátu um svipað leyti einnig fengiö frosið nýsjálenzkt kjöt fyrir um 396- 556kr./kg. framparta og 534-716 kr./kg. læri. Freistandi væri aö nefna hér enn fleiri tölur, en nú skal stað- ar numið og vikið að þvi, sem átti að vera aöalefni þessarar greinar, svolitiö meira úr skýrslu um þróun landbúnaöar. Framlög og lán til landbúnaðarins Það viröist mjög útbreiddur misskilningur, að framlög til landbúnaðarins séu hér mjög mikil og margháttuð borið sam- an viö það, sem annars staðar tiðkast. Auðvitað getur þaö ver- iö matsatriði eins og svo margt annað, hvað séu mikil framlög og hvaða framlög eigi rétt á sér. Hitt er svo vist, að siöan jarö- ræktarlögin voru fyrst sett 1923, hafa framlög samkvæmt þeim stuðlað að aukinni ræktun og bættum húsakosti og þar með aukinni framleiöni i landbúnaö- inum, sem jafnt og þétt hefur komiö neytendum til góða 1 hlutfallslega læKKuou voru- verði. Eins er það ljóst, aö þeg- ar litið er yfir lengra timabil, hefur það farið furðu nærri, að framleiðslan hafi fylgt innan- landsþörfum. Hér hefur- ekki veriö um verulega offram- leiðslu að ræöa, ef það er litiö á það sem offramleiðslu, sem þarf að flytja út. Sveiflur I framleiðslunni eftir árferöi og árstimum (mjólkurframleiösl- an) hljóta að verða það miklar, aö erfitt er að fullyröa, aö hér hafi verið fylgt rangri stefnu eöa stefnu, sem hvettitilof mik- illar framleiðslu.Viö þettabætast svo verð og markaðssveiflur er- lendis, sem erfitt er að ráða viö FJÁRMUNAMYNDUN í SVEITUM ÁRIN 1955-1975 Milljónir króna * Ræktun & girðing Útihús Vélar & tæki Fjármunara. samt.veról. hvers árs Fjármunam. samt.veról. árs.1969 1955 32,9 64,4 24,7 122,0 548,4 1956 44,0 62,9 23,4 130,3 503,2 1957 47,6 74,8 24,2 146,6 522,2 1958 52,3 82,8 36,7 171,8 . .. 568,3 1959 62,4 82,4 37,5 182,3 550,1 1960 68,5 93,6 38,3 200,4 501,0 1961 82,0 94,9 53,1 230,0 502,8 1962 85,3 133,7 70,0 289,0 ■ 601,1 1963 103,2 132,3 111,0 346,5 718,0 1964 159,0 175,8 106,2 441,0 816,2 1965 148,6 234,7 149,6 532,9 902,9 1966 140,9 237,1 175,3 553,3 ' 872,1 1967 196,2 259,5 129,0 584,7 866,7 1968 236,5 261,4 130,0 627,9 .. 779,6 1969 209,6 210,0 .81,4 501,0 501,0 1970 255,4 204,1 182,0 641,5 570,0 1971 323,9 298,2 271,8 893,9 720,2 1972 329,4 487,0 411,3 1227,7 883,1 1973 405,9 833,3 533,2 1772,4 981,2 1974 549,3 1387,2 810,6 2747,1 . 1076,3 1975 917,5 1350,8 1210,0 •3478,3 926,0 V S) Megniö af þessari fjárfestingu I landbúnaöi er til oröiö fyrir sparnaö og vinnu bænda. Þeir, sem notiö hafa mestra lána i þjóöfélaginu.hafa hagnazt á veröbólgunni á kostnaö þeirra, sem spara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.