Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. febrúar 1977 15 — Vertu sæll, skipstjóri. Ég hef ekki frá neinu nýju eöa markverðu að segja. Þakka þér fyrir það, sem þú hefur lagt á þig, og skilaðu kveðju til kunn- ingjanna. Loks tókst björgunarskipi að koma dráttartaug i Flying Enterprise, og með mestu var- færni nálguöust skipin strönd Suður-Englands. En svo slitnaöi dráttartaugin, og þegar jafn- framt hvessti til muna enn einu sinni, var einsýnt, að skipinu yrði ekki bjargað. Þá gat Carl- sen ekki þverskallazt lengur. Hann viöurkenndi, að hann ætti ekki annars völ en að yfirgefa skip sitt. Með dagbækur og skipsskjöl innan undir björgunarvesti sinu stökk hann af reykháfnum, sem hallaðistút yfir sjávarflötinn út I sjóinn. Fjörutiu minútum sfðar sökk Flying Enterprise. Sextán daga baráttu var lokið. Margir veltu vöngum yfir þvi, hvers vegna Carlsen þraukaði svona lengiá skipi sinu. Þá voru meðal annars nefnd hugsanleg björgunarlaun. Yfirgefið skip er stjórnlaust rekald, hver, sem hefði oröiö til þess að draga það að landi, hefði fengið milljónir i þóknun, umfram það er borgað er fyrir að bjarga skipi, sem ekki er mannlaust. A það var einnig að lita, að fremur var von til þess að bjarga skipi, sem enn var maður á til þess að festa dráttartaugar.Sumir létu sér til hugar koma, að farmur skipsins hefði verið verðmætari heldur en upp hafði verið gefið — þar átti meðal annars að vera evrópskur búnaöur 1 fyrsta kjarnorkukafbátinn, Nautilus. Carlsen sagði á sinum tima: — Hefðu mér boðizt einhver björgunarlaun, hefði ég hafnað þeim. Það er einfaldlega skip- stjóraskylda að reyna að bjarga skipi á meðan von er til þess, að það geti flotiö, og koma þvi til hafnar, ef þess er nokkur kost- ur. Ég gerði það, sem ég gat, en atvikin báru mig ofurliði. Hann sér þetta af sama sjónarhóli nú — að tuttugu og fimm árum liðnum. Frammi- staða hans gerði hann frægan, og það var ausið yfir hann alls konar virðingartáknum. En með í kaupinu fylgdi lika öfund og baktal, ónæði og ásókn á heimili hans, svo að nálgaðist ofsóknir. Jafnvel börn hans urðu fyrir verulegum óþægind- um i skólum. Beiðnum um kvik- myndagerð og bókagerð rigndi yfir Carlsen, þótt hann hafnaði öllu sliku staðfastlega. — Fólk hélt, að ég geymdi i skúffum nokkrar millj., sem ég heföi fengið fyrir þess konar vik. Fæstir gátu látið sér skilj- ast, að ég hafði neitað öllu sliku umstangi. Ég hef aldrei látið þennan atburð rugla mig i rim- inu né breytt háttum minum hans vegna. Carlsen hafði siglt fjörutiu sinnum umhverfis jörðina, þeg- ar útgerðarfélagið veitti honum eftirlaun. Nú er hann skipstjóri á litlum farþegabát, em gengur á milli smáhafna i New Jersey, þar sem hann á heima. Hann á i miklu striði við skipstjórasam- tökin á austurströnd Bandarikj- anna, þvi að hann telur, að þau hafi svikið sig um 18 starfsár, er útgerðarfélag lsbrandtsens var sameinað American Export Lines. Þess vegna fær hann ekki þaðan nema sex þúsund dali á ári. — Ég hef alltaf verið gætinn með peninga, segir hann, og viö komumst svo sem af. En þarna hef ég verið beittur ranglæti. Auðvitað á ég þessar orður þarna I skápnum, en seint get ég sezt niður og étið þær. Það fer ekki milli mála, að komið er á skipstjóraheimili, þegar litið er inn til Carlsens. Skipslikönin eru alls staðar — seglskip með rá og reiða og alls konar raftæki undir glerhjálm- um. Þetta eru handaverk hans sjálfs. Þarna eru líka áttavitar, loftvogir og margt fleira af þvi taginu. Matborðið er gamalt stýrishjól með glerplötu á, og i einu horninu er skipsklukka. t kjallaranum er sendiherbergi með ýmsum tækjum og verk- stæði, þar sem hann smiðar og lóðar saman alls konar fjar- skiptatæki. — Ef ég vildi selja þetta dót, sem ég bý til, rynni það auðvit- að út, segir hann. Og radióama- tör á vinium allan heim. Ég hef til dæmis talað við Feisal kon- ung — einu sinni vildi hann láta mig aðstoða sig við að kaupa lystisnekkju. Agnes heitir eiginkonan, og hún hefur á langri ævi lært að bjarga sér sjálf. Maðurinn hennar hefur ekki alltaf setiö á Kurt Carlsen og Agnes hans búa á kyrrlátum stað I New Jersey. En sjórinn hefur enn sama aödráttarafl rekkjustokknum hjá henni. Tuttugu og þrjú jólakvöld hefur f hún verið ein heima. Tvisvar hefur hún orðið að leita tauga- lækna. 1 fyrra skiptið var það á striðsárunum, þegar Carlsen sigldi I skipalestum yfir At- lantshfið og blöðin fluttu i sifellu fregnirum skipatjón. Ekki kom það hvað sizt illa við hana, þeg- ar Þjóðverjar sökktu skipum vina og kunningja og engin vit- neskja barst um það langtímum saman, hverjir hefðu farizt og hverjir bjargazt. 1 seinna skipt- ið var það, þegar tvisýnast var um afdrif Carlsens á Flying Enterprise. — Nú er hann heima langtim- um saman, segir hún.á hverju ári. Þegar ég er orðin gamalvön þvi að sjá hann aðeins endrum og sinnum, þá er langferðum hans lokið. Ég hefði þó fremur þurft aðhafa hann heima, þegar börnin voru litil. Reyndar kunni ég á fjarskiptatækin, svo að við gátum oft talað saman. En svo er þetta með Carlsen — hann unir sér ekki vel á þurru landi. Ég er fljót að finna muninn — röddin verður til dæmis miklu glaðlegri, þegar hann kemst á sjó. Reyndar auðnaðist Agnesi af bjarga lifi Carlsens fyrsta sumarið, sem þau þekktust. Hann var þá á milljónera- snekkju úti fyrir Skodsborg i Danmörku, og honum haföi ver- iðskipað aðlosa akkeri, er orðið hafði fast i botni. Hún stóð á ströndinni og sá, að hann kafaði. En hann kom ekki upp aftur. Þá synti hún út i smábát og reri á staðinn, þar sem hún lagði hönd að þvi, ásamt öðrum, að losa til- vonandi eiginmann sinn og draga hann upp úr sjónum, áður en það var um seinan. — Þetta glæsilega sófasett bjóðum við bæði leðurklætt og með vönduðu áklæði eftir eigin vali VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN AÐ LÍTA Á ÞAU Sófasettið er til sýnis hjá i verzlun okkar, Skeifuhúsinu við Smiðjuveg. KJORGARÐI m SMIDJUVEGl 6 SÍMI 44544 2. flokkur Endurnýjun^iU^ 9 á 1.000.000 — 9 — 500.000, 9.000.000 4.500.000 9 — 200.000,— 1.800.000 — 126 — 100.000,— 12.600.000 — 306 — 50.000 — 15.300.000,— 8.163 — 10.000 — 81.630.000 — 8.622 124.830.000 — 18 — 50.000,— 900.000 — 8.640 125.730.000 — Þeir, sem misstu af miðakaupum í byrjun janúar hafa ennþá möguleika á að eignast miða. Gleymið ekki að endurnýja tímanlega. Dregið 10. febrúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS ________________________Tvö þúsund milljónir í boði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.