Tíminn - 06.02.1977, Page 32

Tíminn - 06.02.1977, Page 32
iH 32 Sunnudagur 6. febrúar 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu nokkurn mann, og allir gististaðir eru okkur ókunnir”. „Ég hef þegar fengið fyrirmæli um að aka ykkur beint i sendiráðið og svo látum við gamla greifann ráða fram úr þessu. En segið mér eitt”, sagði Alexej, og leit á Berit sinum skæru, glampandi augum, „getið þér ekki hætt að titla mig og nota þessi hátiðlegu ávörp? Viltu ekki bara kalla mig Alexej? Nú erum við farin að þekkjast svo vel. Það myndi gleðja mig mikið”. „ Jú, það vil ég”, svar- aði Berit brosandi. „Mér þykir það lika alltof hát- iðlegt, þegar þú kallar mig ungfrú Stuart. En þú verður þá lika að kalla mig Berit. Viltu gera það?” „Hvort ég vil”, svar- aði Alexeij brosandi. í þvi óku þau gegnum borgarhliðið i Teheran. Þetta var hinn 26. mai 1913. IV. HAMINGJUDAGAR 1. Fyrstu áhrifin sem þau Arni og Berit urðu fyrir við komu sina i höfðuðborg Persiu, voru ekki eins góð og þau höfðu búizt við. Alexej hafði þó búið þau undir það, að þau mættu ekki vonast eftir miklu. Hann sagðist álita, að i borginni blönduðust sið- ir Austurlanda og vest- ræn menning á miður heppilegan hátt. En þrátt fyrir þetta hafði Berit ekki hugsað sér, að borgin gæti verið svona óskipuleg. Hér blandað- ist saman gamalt og nýtt, fallegt og ljótt. Hlið við hlið stóðu gamlar, austurlenzkar glys- vörubúðir og nýtizku verzlunarhús og þröng- ar götur við hliðina á tvisettum nýmóðins göt- um með viðum torgum. StraxogArni kominn i borgina, tók hann eftir þvi, að viða runnu smá- lækir gegnum borgina, sums staðar voru þeir yfirbyggðir, en annars staðar opnir. Seinna heyrði Arni talað um það að þessir lækir ættu upptök sin i stóru fljóti, sem kæmi norðan úr hinum snæþökktu Elbr- usfjöllum, en utan við borgina væri fljótið stifl- að og greint i litla straumharða læki og þeim veitt viðsvegar um borgina. Arið 1913 var þetta eina vatnsveitan um borgina, og jafn- framt afrennslið eða skólpleiðsla. Úr þessum lækjum tóku ibúarnir drykkjarvatnið. Þarna böðuðu þeir sig og þvoðu fötin sin, og jafníramt fluttu lækirnir það, sem venjulegar skólpleiðslur flytja. Það var ekki undarlegt, þótt Teheran væri þá talin eitt mesta pestarbæli veraldar. Evrópumenn, sem þarna áttu heima, kusu helzt að búa nyrzt i út- jaðri borgarinnar, þvi að þar var vatnið hreinna og ekki eins ó- heilnæmt. I þessum hluta borg- arinnar var líka heimili rússnesku sendisveitar- innar. Stóð húsið á dálit- illi hæð i stórum trjá- garði. Þessi fagra bygg- ing var úr hvitum marmara. Bygginging liktist fremur ævintýra- höll en bústað venju- legra, dauðlegra manna. Um aldamótin siðustu hafði þessi höll verið byggð af bróður „sheiksins” (æðsti valdsmaður Persiu), en árið 1909 hafði rússn- eska rikið keypt höllina og gert hana að bústað sendiherrans. Garður- inn var talinn einn af þeim fegurstu i Persiu Upp að höllinni á tvo vegu lágu fögur steinrið, með mörgum stiga- þrepum. Hvert stiga- þrep var svo stór flötur, að fjöldi fólks gat dans- að þar á hlýjum sumar- kvöldum. Um leið og bifreiðarn- ar beygðu upp að höll- J barnatíminn inni, kom sendiherrann sjálfur að taka á móti þeim. Greifinn var prúð- menni i framgöngu og fas hans og klæðnaður var i fullu samræmi við þessa virðulegu stöðu. Þrátt fyrir aldurinn bar hann sig vel, og hvitt skeggið var klippt að frönskum hætti. Greifinn tók þeim með ástúðlegu viðmóti. Hann sagðist óska éftir að þau yrðu gestir sinir meðan þau dveldu i Teheran og hann sagði að þau hjónin myndu gera allt sem i þeirra valdi stæði til þessaðþeim þyrftiekki að leiðast. Greifafrúin beið þeirra i skrautlegri gestastofu. Hún bauð þau hjartanlega vel- komin. Búningur henn- ar og framkoma öll var alveg samkvæmt þeirri lýsingu, sem Alexej hafði gefið. Þrátt fyrir það að hún var allmikið komin yfir sextugt, klæddi hún sig eins og ung stúlka. En eitt var það, sem Alexej hafði aldrei getað lýst og naumast er hægt að lýsa, en það voru hin undurfögru augu frúar- innar og geislandi tillit. Berit var strax hug- fangin af framkomu hennar. Hún gleymdi öllu, sem hún vissi um greifafrúna, hún gleymdi stöðu hennar og Mík HÍYR'IST RO DÚFU UKÍ IsEL V/'O ÚMiÐflS'tTTÍÐ 56M flúN FBKK T''MmmGUUuR . ..1 metorðum, en henni fannst hún vera glæsi- legasta kona, sem hún hefði nokkurn tima kynnzt. Lifsfjör hennar var ótæmandi, og hún gat aldrei verið i kyrrð. Og þegar hún hreifst af einhverju — og hún var aUtaf hrifin, — þá var eins og þessi fagra, smávaxna kona væri hlaðin rafmagni, og lokkarnir dönsuðu á höfðu hennar. Þennan dag var greifafrúin einmitt mjög önnum kafin. Franskur leikflokkur var nýkominn til borg- arinnar og ætlaði að halda fyrstu leiksýning- una um kvöldið. Leik- ritið, sem hann ætlaði að sýna var „Kamiliufrú- in” eftir Alexander Dumas. Greifafrúin tók það strax fram að þessir gestir sinir yrðu að vera við leiksýninguna i kvöld. Hún vildi ekki hlusta á neinar mótbár- ur. Hún sagði, að þetta yrði ógleymanlegt kvöld. Eftir leiksýning- una átti að hafa kvöld- boð og dansleik fyrir leikendur og nokkra boðsgesti. Frú Curgon svaraði að það væri þeim sönn gleði að þeim gæfist kostur á að taka þátt i þessum hátiðahöldum, en það væri þvi miður útilokað, þar sem þau ættu engin föt, nema sem þau stæðu i. Allur farangur þeirra væri i skipinu sem átti að flytja þau til Indlands. Greifafrúin sagði að þetta gerði ekkert til. Væri ekki neitt annað til fyrirstöðu, þá skyldi hún ráða fram úr vanda- málinu. Klukkan væri enn ekki orðin fimm, en leiksýningin byrjaði ekki fyrr en klukkan niu. Hér væri þvi nógur timi til umráða. Hún sagði- að hér I borginni væru margar ágætar sauma- stofur og fataverzlanir. Hún sagðist geta simað i allar helztu kjóla- verzlanirnar og látið þær senda hingað alla sina fallegustu kjóla, og það gæti varla brugðizt, að þær gætu valið sér kjóla sem hentuðu vel i kvöld, — og áður en frú Curgon gafst timi til svars, var greifafrúin þotin út úr stofunni, en

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.