Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 6. febrúar 1977 33 hárið þyrlaðist á höfðu henni. . Eftir litinn tima var komið mikið úrval af kjólum og tilheyrandi fatnaði. Berit valdi strax fallegan siðkjól úr ágætu efni. Kjóllinn gerði hana fullorðins- legri i útliti. I þessum búningi leit hún eins og ung, fullþroskuð stúlka, en henni fannst það ekk- ert verra, — og ef hún vildi vera hreinskilin, þá fannst henni það ákaf- lega gaman. Hún fékk lika silkisokka og silfur- lita skó. Þegar Berit hafði lok- ið við að klæða sig, kom greifafrúin inn með dýr- mætan „keip” á hand- leggnum. „Ég fór að hugsa um að oft kólnar hér á kvöldin og þá væri gott að hafa þennan feld á herðunum”, sagði greifafrúin „Ég þarf. ekki að nota hann, og mér þætti bara vænt um að þú vildir nota hann meðan þú dvelur hér i Teheran”. Berit fannst hún verða hálffeimin, að fara að nota þennan dýra feld, en með sjálfri sér fann hún það, að ef hún neit- aði, þá þætti greifa- frúnni það miður, og vissulega væri það gam- an að búast slikum skartklæðnaði, svo að hún þakkaði frúnni inni- lega fyrir. Og þegar hún sá sjálfa sig i speglinum, með þetta „herða- djásn”, þá fannst henni sem hún hefði aldrei verið fallegri. 1 kvold yrði sönn hátið. Greifafrúin hafði lika séð fyrir Arna. Hún fól yfirþjóninum að útvega honum „smókingföt”, og það tókst honum á ! þessum stutta tima, og 1 allt sem þessum klæðn-, aði tilheyrði, svo sem skyrtu bindi, sokka og „lakkskó”. Þá var Arni lika kominn i hátiða- klæðnað. 2. Hjá Berit leið kvöldið i eins og i draumi. Það var þó ekki leiksýningin sjálf, sem hún hreifst mest af. Leikritið var sorglegt og ekki reglu- lega vel leikið. En það var veizlan á eftir, sem hreif hana mest. Þegar sendiherrahjónin og gestir þeirra óku heim um miðnættið var höllin sjálf og trjágarðurinn ■ upplýst með marglitum rafljósum og ljóskastar- ar sendu geisla sina um nágrennið. Meðfram trjágöngunum, og hér og þar i garðinum, sátu kósakkar i hvitum ein- kennisbúningi á strið- öldum gæðingum og heilsuðu hátiðlega með hermannakveðju, þegar sendiherrahjónin og gestir þeirra óku fram hjá. Heiman frá höllinni barst til þeirra ómur af lokkandi hljóðfæra- slætti. Berit fannst þetta allt likjast ævintýri. Hún gat helzt hugsað sér að svona hefði allt litið út i veizlunum hjá kon- ungunum i hinni fornu Babýlon. I geysilega stórum borðsal var matur fram- reiddur fyrir um hundr- að manns. Uppi á svöl- unum i salnum sat hljómsveitin. Þegar sezt var að borðum varð Berit fyrir óvæntri gleði, er hún varð þess vör, að Alexej var sessu- nautur hennar. Með sjálfri sér hafði hún von- að það, en von hennar gat brugðizt.Hér var svo mikið af öðru kvenfólki. Konur bæði fallegri og hærri að metorðum, en litil, foreldralaus norsk stúlka. En allt kvöldið leit -svo út, sem Alexej sæi hana eina. Hann sat hjá henni, talaði við hana og dansaði við hana meira en allar aðrar. Og hvilik unun að dansa við hann! Margir þessir rússn- esku dansar voru Berit ókunnir og sumir mjög margbrotnir, en þegar Alexej stjórnaði henni i dansinum, hurfu allir erfiðleikar eins og dögg fyrir sólu. Þau svifu létt yfir gólfið, og Berit undi sér vel i traustum örm- um Alexej. Svifléttur siðkjóllin sveiflaðist i dansinum. Berit gaf sig gleðinni á vald. Hún beygði sig og teygði i dansinum og geislaði af hamingju. Henni fannst lifið dásamlegt. Hún gat hugsað sér að dansa við Alexej allt lifið og um alla eilifð. Svona gat það verið yndislegt að lifa. Aldrei fyrr hafði hún verið svona ham- ingjusöm. Sólin var komin hátt á loft, er Berit vaknaði næsta dag. Þau systkin- in höfðu fengið tvö stór og vistleg herbergi á annarri hæð i höllinni. Voru þau eftir nýjustu tizku með baði og öðrum þægindum. trr gluggun- um var fagurt útsýni yf- ir trjágarðinn og borg- ina með öllum sinum turnbyggingum og hvelfingum. 3. Þegar systkinin komu niður til morgunverðar, sagði greifafrúin þeim, að þau hefðu þegar feng- ið mörg heimboð, þar á meðal hjá sendiherra Englands og sjálfum konungi (sheik) Persiu. Sjálf sagðist greifafrúin ætla að halda grimu- dansleik hér heima i höllinni i næstu viku. En merkustu fréttirnar voru þó, að sjálfur Caruso væri á leiðinni til Teheran, og honum til heiðurs ætti að setja á svið merkan söngleik i konunglega leikhúsinu, og ætti Caruso að syngja i aðalhlutverkinu. Hvilikur heimur! hugsaði Berit. Fyrst öll þessi hátiðahöld og auk þess grimudansleikur og söngleikur með Caruso i aðalhlutverki. Liklega yrði Alexej við öll þessi hátiðahöld. Já, áreiðan- lega yrði hann með. Berit fann til svima af hreinni sælu. Allt i einu varð Berit dálitið hugsandi. Hún yrði að ná tali af Árna i einrúmi. „Heyrðu Árni”, sagði hún. „Hvað finnst þér? Getum við tekið á móti öllum þessum heimboð- um?” „Ég veit ekki”, svar- aði Árni. „Það er svo að sjá, að þau greifahjónin láti sér ekki detta i hug, að við þurfum að halda áfram. Þeim finnst það vist sjálfsagt, að við verðum hér kyrr eina eða tvær vikur, eða ef til vill mánuð”. Hún gæti sagt okk- ur þaö Barin, ef viö ráöum bugá tungur málaerfiöleikunum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.