Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 21
Sunnudagur 6. febrúar 1977 21 n sem niðar Rætt við Braga Árnason efnafræðing aö vísu misjafnlega langt aö. Þannig er heitt vatn i Rauöu- kömbum i Þjórsárdal komiö úr Hofsjökli, og hefur þvi runniö um þaö bil niutiu km neöanjaröar. Heitavatniö i Biskupstungum er aftur á móti ættaö Ur miðjum Langjökli eða úr Kjalhrauni. Heita vatnið i Borgarfiröi er allt ættaö úr Langjökli eða nágrenni hans. Svo virðist, sem úr sunnan- og vestanveröum jökl- inum liggi viöáttumikill djúp- vatnsstraumur til suðvesturs, i átt til strandar. Auk hveranna i Borgarfjarðardölum er heitt vatn i holúm á Leirá i Leirársveit og á Akranesi einnig komiö úr þessum djúpvatnsstraumi. Or noröanveröum Langjökli og svæðinu þar noröur af liggur svo einnig djúpvatnsstraumur til noröurs.Til hans má rekja hveri i Húnavatnssýslum. Um jarðhitann I Skagafiröi, Eyjafiröi og Suöur-Þingeyjar- sýslu er lika sögu aö segja. A þessum stöðum er hveravatniö að mestu komið innan af miðhálendi. Vatniö i Skagafiröi og Eyjafirði að öllum likindum úr Hofsjökli eöa svæöinu noröur og norö- austur af honum, en vatnið i Suöur-Þingeyjarsýslu úr norðan- veröum Vatnajökli. Djúpvatn innan úr landi finnst i Vestmannaeyj- um. Jarðhitinn á Reykjanesskaga erað þvileytióvenjulegur, að þar er hluti hveravatnsins sjávar- vatn. Enda þótt myndin af jarö- hita Reykjanesskagans sé hvergi nærri fullmótuð, hafa tvivetnis- rannsóknir þegar veitt haldgóöar upplýsingar. Ot eftir skaganum endilöngum streymir heitt ferskt vatn á miklu dýpi, liklega svo sem þrem kilómetrum undir yfir- boröi jarðar. A leið sinni blandast þetta ferska vatn smám saman sjó, sem á einn eða annan hátt kemst niður i djúpvatnsstraum- inn. 1 Krisuvik er sjávarblöndun- in enn ekki nema tæp fimm prósent, i Svartsengi eru tæp fimmtiu prósent af vatninu sjór, og yzt á Reykjanesskaganum er hlutur sjávarvatnsins oröinn fimmtiu og fimm af hundraöi. t Vestmannaeyjum höfum við athyglisvert dæmi um að ferskt djúpvatn innan úr landi geti streymt langa leiö út frá strönd landsins, langt neöan sjávar- botns, án þess aö blandast sjó svo nokkru nemi. t um fimmtán hundruð metra djúpri holu á Heimaey er heitt vatn. Saltmagn þess er nokkuð hátt, eða um helmingur þess sem er i sjó. En samkvæmt tvivetnisrannsóknun- um er hins vegar ekki hægt aö skýra uppruna þessa vatns ööru visi en að þarna sé á feröinni svo til eingöngu ferskt vatn innan úr landi, liklega úr Eyjafjallajökli eöa Mýrdalsjökli. A leiö sinni út til Vestmannaeyja hefur þaö treymt um gömul sjávarset, þar sem það hefur leyst upp talsvert magn af salti. Eru ekki rannsóknir á hinum ýmsu jarðhitasvæöum misjafn- lega langt á veg komnar? — Jaröhitinn 1 Reykjavik og Mosfellssveit er liklega sá, sem bezt hefur veriö rannsakaður, aö minnsta kosti aö þvi er varðar tvivetnisrannsóknir. Samkvæmt þeim rannsóknum höfum viö nú fengið allgóöa mynd af þessum vatnskerfum. Ofan af Mosfellsheiöi liggur all- mikill djúpvatnsstraumur. Vestustu borholurnar við Suöur- Reyki í Mosfellssveit og syöstu borholurnar i Elliöaárdalnum i Reykjavik fá vatn úr þessum Onniö viö tvlvetnisrannsóknir. djúpvatnsstraumi. I Laugamesi i Reykjavik og á Noröur-Reykja- um i Mosfellssveit er hinsvegar dælt upp vatni af allt öörum upp- runa. Það vatn kemur úr djúp- vatnsstraumi, sem er upprunninn á Botnssúlusvæðinu, eöa á svæðinu norður af Þingvalla- vatni. Þriðja heita vatnskerfið á þessu svæöi finnst svo yzt á Seltjarnarnesi og uppi i Kolla- firði. Þaö vatn er komið úr sunn- anveröum Langjökli. Kenning Trausta Einarssonar markar timamót. — Eru menn búnir aö gera sér einhverja samfeilda heildarmynd af heitum vatnskerfum á islandi? — Já, segja má þaö, og i stór- um dráttum litur sú mynd út eitt- hvaö á þessa ieið: I flestum tilfellum er um aö ræða úrkomu, sem falliö hefur á háiendi landsins. Þar nær Urkom- an að seytla djúpt niður i bergiö, liklega allt niöur á þriggja kiló- metra dýpi. Hinn almenni varmastraumur Oergsins hitar' vatnið, og ræöst hitastigið af þvi, hversu djúpt vatnið kemst, en berghitinn vex, eftir þvi sem neðar kemur. Vatnið streymir siöan neðanjarðar, oft um langan veg, niöur til láglendis, eöa jafn- vel all-langt tii hafs undir sjávar- botni, unz þaö leitar aftur upp um sprungur og misgengi, eöa viö ganga i berginu. Svo viröist sem vatniö streymi i allar áttir Ut frá hálendinu án tillits til sprungu- stefna i yfirborðsbergi. — Er ekki stutt siöan menn komust aö þessum niöurstööum? — Nei, það er ekki hægt aö segja að þessi heildarmynd af jarðhita landsins sé alveg ný af nálinni. Trausti Einarsson prófessor setti þessa kenningu fram þegar áriö 1942, en hann byggði reyndar á allt öörum forsendum, fyrst og fremst ýms- um orku-Utreikningum. Aö minu áliti markar kenning Trausta timamót i sögu jarðhita- rannsókna, þá er i fyrsta skipti sett fram sú nútimalega mynd, sem viö höfum af uppruna og eðli jarðhitans. Kenning Trausta var að visu lengi mjög umdeild, en nú má telja, aö meö þeim rannsókn- um, sem ég hef verið aö tala um, sé hún fullsönnuð. Eru þetta regndroparn- ir, sem bleyttu i fýrstu landnáms mönnum islands? — Samkvæmtþvísem þú segir, Bragi, þá er nú hægt aö fylgja slóö vatnsins djúpt i jöröu, getið þiö þá kannski llka mælt hversu lengi þaö er aö fara leið sina? — Allt fram á siðustu ár hefur litið sem ekkert verið vitað um aldur grunnvatns á íslandi. Þetta er þó að breytast, og nú er svo komið aö við vitum talsvert um aldur vatnsins. Sú vitneskja byggist á mörgu, og má þar eink- um nefna tvivetnisrannsóknir, rannsóknir á geislavirkum sam- sætum i vatni, rannsóknir á vatnsleiöni bergs, einkum þriggja jarðhitasvæða i Reykjavik og Mosfellssveit, og loks fræöilega útreikninga. Ég ætla ekki að skýra hér nánar, hvernig við getum notað þessar upplýsingar til þess að ákveöa aldurs gtunnvatns, en ég skal nefna nokkur dæmi. Rétt er þóað taka fram, að þærtölursem ég nefni eru mjög ónákvæmar og ber að taka þeim með mikilli varúð. Vatn i köldum lindum er að öll- um likindum aðeins fárra ára- tuga gamalt, jafnvel aðeins fárra ára. Til dæmis hefur vatn i lind- um i Dettifossgljúfri verði tiu ár aö renna þangaö sunnan úr Vatnajökli. Þegar vatnið, sem kemur upp i borholum á Suður-Reykjum i Mosfellssveit hefur runniö þangaö ofan af Mosfellsheiöi, um fimmtán kilómetra leið, er þaö liklega um fimmtiu ára gamalt. Þegar þetta sama vatn kemur niöur i Elliöaárdalinn i Reykjavik hefur þaö hins vegar veriö um það bil sex aldir á leiðinni. Vatnið i honunum i Laugarnesi i Reykja- vik, sem er ættaö af Botnssúlu- svæðinu, er nokkru eldra eöa um þúsund ára gamalt aö meöaltali. Samkvæmt þessu ættinokkur hlut af baðvatniokkar Reykvikinga aö vera sömu droparnir og féllu i höfuð landnámsmanna, þegar þeirkynntust fyrst islenzkri rign- ingu. — Hvar myndi þá ver elzta vatn á íslandi? — Þaö er án efa það vatn, sem hefur runnið lengsta leiö neðan jarðar. Hugsum okkur Urkomu, sem fellur á Vatnajökul. Þar get- ur húnhæglega gleymzt i eitt þús- und ár, og streymt siöan neðan jaröar allt til hafs, til dæmis norður i Skjálfanda. 1 holum á Húsavik og á Hafra- læk, sem er skammt suður af Húsavik, finnst heitt vatn. Sé það ættað úr Vatnajökli, hefur þaö runnið allt að 150 km leiö neöan- jarðar, og ætti samkv. út- reikningu okkar aö vera eldra en tiu þúsund ára gamalt. Hér ætti þvi að vera á ferðinni Urkoma frá isöld. Þetta staöfesta reyndar tvi- vetninsmælingarnar, en þær segja, aö þegar vatniö rennur framhjá Laugum i Reykjadal i Suður-Þingeyjarsýslu, sé þaö um átta þúsund ára, en þegar það kemur norður til HUsavikur, sé það að minnsta kosti tiu þúsund ára gamalt. Eru orkulindirnar óþrjótandi? — Þessar rannsóknir á heitu vatni og köldu, aldri þess og leiö þess um jarölögin — veita þær nokkrar upplysingar um vatns- magnið sj'álft, og þar meö hvort hin svokallaöa varmaorka okkar eróþrjótandi, eða hvort hún getur gengið til þurröar eins og aðrar auölindir? — Það er rétt að viö skiljum nú orðið uppruna og eðli jarðhitans. Um magn jarðhita á tslandi vit- um við hins vegar sáralitið, en það er einmitt sú spurning, sem við hljótum að leita svara viö i næstu framtið. Þaö, sem ég hef veriö að tala um hér, er að sjálfsögðu aðeins einn þáttur jarðhitarannsökna hér á landi. Aörir þýðingarmiklir þættir eru, svo nokkuð sé nefnt, rannsóknir á gerð jarðskorpunn- ar undir landinu, rannsóknir á hitastigul bergsins, rannsóknir á efnasamsetningu vatns, og al- mennar jarðfræðirannsóknir. Ég hygg að þegar rannsóknir okkar, asamtöllum þeim þáttum sem ég nú nefni, ná að mynda samræmda heild i næstu framtið, muni það leiða til allhaldgróðra upplýsinga um heildarvarmaorku á íslandi. — Þetta snertir einmitt spurn- ingu, sem freistandi væri aö bera fram, svona undir lokin: Hvaöa hagnýtt gildi hafa þær rann- sóknir, sem þú hefur veriö aö lýsa? — Það er vitað og viöurkennt, að varmaorka og vatnsorka eru dýrmætustu orkulindir okkar Is- lendinga. Til þess að geta nýtt þessar orkulindir á sem farsæl- astan hátt, hljótum við að leggja okkurfram um að skilja sem bezt eðli þeirra. Ef viö gerum það ekki er hætta á, aö ýmislegt fari miður en skyldi i orkubúskap okkar, og I sumum tilellum gæti jafnvel orðið um að ræða rán- yrkju á orkulindunum. —VS Köld grunnvatnskerfi á noröurhluta vatnasviös Þingvallavatns. Jafn- gildisllnurnar sýna tvfvetnismagn f úrkomu, svörtu punktarnir sýna þá staöi, þar sem sýnum hefur veriö safnaö úr köldum lindum. Grunn- vatnsskil eru sýnd sem linur af hringjum, örvarnar tákna grunnvatns- rennsli. Af myndinni er augljóst, aö vatnasviöiö nær allt upp I Lang- jökul. Vestustu lindirnar viö noröanvert vatniö draga vatn af Botns- súlusvæöinu og fjöllunum noröur af vatninu. Lindir viö suðausturhorn vatnsins fá vatn ofan af Lyngdalsheiöi. Ofan úr Langjökli rennur ioks allmikill straumur, sem klofnar um hálendiö noröan Lyngdalsheiöar. Vestari hluti þessa straums skilar sér í lindum viö noröanvert vatniö, meöan annars f Vellankötlu, en eystri hluti hans myndar Ljósuár í Laugardal og upphaf Brúarár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.