Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 27

Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 27
Sunnudagur 6. febrúar 1977 27 hans sem hafa séð blakkt og lltt læsi- legt brot af islenzkri skinnbdk, kunna að meta, hve aðdáanlega kotungsskapur sögustaðanna, einsniðurniddirog þeir eru nií á dögum, kemur fram i liking- unni. Nýjum hugsjónum skýtur uppi kvæðum Einars —ekki sizt hinum fyrstu, og óviðjafnanleg litfegurð er yfir Lágnættissól: „Á unnar varir eldveig dreypist, um axlir hæða skariat steypist”. Flestir íslendingar hafa séð öldurnar hniga sem rauðagull og um hásumar séð fjöllin steypa yfir sig skarlatsskikkju. En enginn gat lýst þessari dýrð fyrr en Einar kom. Ekkert is- lenzkt kvæði lýsir hljóðfæra- slætti eins og Disarhöll Einars. Við Einar vorum stundum sam- an i London — og fórum við nokkrum sinnum saman i Queen’s Hall til þess að hlusta á þann bezta hljóðfæraslátt, sem þá var til á Englandi. „Bumba erknúð og bogi dreginn”. Hljóðfall orðanna fellur furðulega saman við hljómfall hins mikla hljóðfærasláttar. Is- lenzkt mál hefur ekki náð þessu áður — og vist hefur Einar auðgað málið. bá er kyngikraftur Einars — hin undursamlega innlifun i anda ferlegrar þjóðtrúar, sem fram kemur i kvæði eins og Hvarf séra Odds á Miklabæ. Solveig — með blóðbununa blæðandi úr hálsinum — vefst fyrir séra Oddi. svo að hann fer villur vegar: „Dunar hátt i svellum, dæmdur maður riður”. Enginn getur lesið þetta kvæði, svo að ekki fari um hann hrollur. Engiendingar kalla Einar Benediktsson þann kraft, sem fram i þvi kem- ur, „demonic”. Ég kom stundum i London snemma morguns til Einars og Valgerðar. Valgerður var kom- in á fætur og var ævinlega ljúf- mannleg. Ég settist þá á rúm- stokkinnhjáEinari, er hann var að yrkja. Morgunstundin i rúm- inu var þá bezti kveðskapartimi hans. Hann haföi stundum yfir ekki fullgert kvæöi, og ég lagði svoorð i belg. Ég vissi þvi betur en flestir aðrir, hvernig kvæði varð til hjá Einari. Hinn demón- iski kraftur Einars kemur lika fram i kvæði eins og Skýjafar. Rómverjar senda Hannibal höfuð Hasdrúbals, bróður hans. Einar lýsir þvi þannig: Tunglið „skyggnist fram og grimu lyftir, bleikt sem höfuð Hasdrúbals”. Einar bindur bagga sina öðr- um hnútum en samferðamenn, og það er ekki öllum fært að leysa hnúta hans. Einar er oft i seinni kvæðum sinum panþeisti (algyðismað- ur). Guð er eins i neösta djúpi og i hæstu hæð, i dýrð náttúrunnar og i örbirgð hennar. ósýnilegir þræðir tvinna allt saman. Einar var lengi hrifinn af kenningu Nietzsches um, að allt mannkynið ætti að lúta úrvals- mönnum, sem væru skapaðir til þess að stjórna. Einstaka af hin- um þungskildu kvæðum Einars eru lik kvæðum Brownings, og eins og ég þegar hef á drepið, mun Browning hafa haft mjög mikil áhrif á hann, þ.e. áhrif Brownings orðið Einari mikil- væg undir niðri, verið mikilvæg fyrir hann jafnvel þar, sem hann hafði ekki hugmynd um það. Ég veit, að Einar dáðist mjög að ýmsum af hinum miklu kvæðum stórskáldsins enska, og við sum þeirra tók hann ást- fóstri. Þau voru raunar svo mörg og það svo margþætt, sem Einar sagði um þau, að of langt yrði hér um það að fjalla. i Bókmenntafélagsins þeirra sé þetta drjúgum betur ljóst en henni. Það skiptir ekki litlu máli. Heimildargildi Landnámu Sveinbjörn Rafnsson skrifar um aðferðir og viðhorf I Land- námurannsóknum. Segir hann að grein sin sé tekin saman i til- efni af grein Jakobs Benedikts- sonar I Skirni 1974, en tiletni þeirrar greinar var doktorsrit Sveinbjarnar. Eðlilega ræðir Sveinbjörn um aldur og uppruna Landnámu, en hann telur að til hafi verið eldri Landnáma sem nú sé týnd og töpuð að öllu leyti en þvi sem efni hennar sé i hinum yngri gerðum. Hann telur að Land- náma hafi fyrst verið rituð fyrir 1104. Sveinbjörn segir m.a.: „Landnámabók hefur ekki heimildagildi fyrir fyrstu bygg- ing Islands.” Þetta munu flestir kalla að af- neita sögulegu eða sagnfræði- legu heimildagildi þó að bók- menntir hafi alltaf margháttað heimildagildi um aldafar þegar þær eru ritaðar. Hvers vegna segir lærður maður, að bók um landnámið, skrifuð 200 árum eftir landnám, hafi ekkert heimildagildi um það? Hann efast um að orðið land- nám hafi verið til fyrr en farið var að skrifa Landnámabók. Auðvitað er torvelt að finna upphaf orða fyrir ritöld. En trú- lega hafa menn haft eitthvað orðalag um það að taka sér ból- festu i nýju landi og helga sér það. Þaö var svo merkur at- buröur i sögu lands og manna, að um það hlaut að vera talaö. Ersennilegra að þaö hafi veriö kallað eitthvað annað en að nema land? Hverjar likur eru til þess að menn hafi þurft nýtt orð um athöfnina þó að farið væri a ð skrifa um hana? Ósköp hefur þetta fólk á 11. og 12. öld verið ólíkt þvi sem hér var á siðustu tveimur öldum, ef það hefur ekki varðveitt neinar sagnir um landnám og land- námsmenn. Ef við eigum að trúa þvi, þyrfti aö segja hvenær slik gjörbreyting varð á þjóðinni og helzt af hverju. Sr. Böðvar Bjarnason varð prestur á Hrafnseyri 1901, aðkominn maður. Hann sat staðinn i 40 ár. Eftir að hann lét af prestskap og fór frá Hrafns- eyri skrifaði hann bók um sögu staðarins. Þar getur hann munnmæla frá tið sr. Hallgrims Jónssonarsemá Hrafnseyri var 1723-1768. Finnst mér rétt að taka frásögina orðrétta úr bók sr. Böðvars: „Sagt er að i tið sr. Hallgrims Jónssonar á Hrafnseyri hafi komið fyrir atburðir þeir' sem nú skal greina. Bóndi á Gljúfurá, Ivar að nafni, gat barn við stjúpdóttur sinni, sem Ólöf hét og var Jóns- dóttir. Barnið fæddist á laun. Þau tóku það af lifi og földu lik- ið. Nokkru siðar fór sá orðróm- ur að berast um sveitina að ekki mundi allt með felldu á Gljúf- urá. Ólöf, sem vitanlega hafði verið þunguð, virtist nú orðin léttari. En hvar var barnið? spurðu menn. Nokkru siðar var hafin réttarrannsókn i máli þessu samkvæmt kröfu prest- ins. Fannst þá barnslikið falið úti i skemmu á Gljúfurá. Ivar og Ólöf meðgengu glæp sinn. Voru þau nokkru siðar tekin af lifi á þingi að Auökúlu og dysjuð þar saman. Dysin er i litlum hvammi upp með gildragi, rétt ut af þurrabúðinni Tungu. Dysin er að mestu úr grjóti. Það er i frásögur fært að séra Hallgrimur hafi sótt það mjög fast að þau Ivar og Ólöf yrðu tekin af lifi. Full skjalleg sönnun hefur ekki fundizt fyrir atburðum þessum, þvi að dómsmálabók Isafjarðarsýslu frá þessum tima er ekki til. En Ivar Jónsson er meðal þingvitna i Auðkúlu- hreppi 1759. 1 sálnaregistri ung- dómsins i Hrafnseyrarsókn 1758 er nefnd Ólöf Jónsdóttir 18 ára, les á bók, confirmeruö 1758, kann catechismus, uppáboðnar spurningar, bænir og sálma, þénar hjá stjúpföður sinum Ivari Jónssyni á Gljúfurá, hegð- ar sér vel og frómlega. Arið eftir er hún talin hjá foreldrum sinum á Gljúfurá. 1 sömu skrá eru taldir Jón Jónsson, 15 ára, hjá stjúpföður ívari Jónssyni og Jón Ivarsson, 9ára, hjá foreldr- um á Gljúfurá. 1759 eru-þau öll talin á sama stað. Engin skrá er til frá 1760 en 1761 eru Jónamir taldirhjá móður á Gljúfurá ólöf erekkinefndþaðár.l bændatali frá 1762 segir að á Gljúfurá búi Ingibjörg Jónsdóttir, 57 ára. Siðari manntöl sýna að Ingi- björg er móöir Jónanna, Jóns- sonar og Ivarssonar. — Þetta bendir ótvirætt i þá átt að sagan muni herma rétt frá atburðum og hafa þeir þá gerzt um 1760.” Sr. Böðvar kannaði heimildir um fólk i sveitinni til aö finna hverjar likur styddu munnmæl- in. Þegar bók hans kom út 1961, átta árum eftir lát hans, var þar neðanmálsgrein á þessa leið: „Skjöl i þjóðskjalasafni sanna munnmælin. Þakka má Bjarna Vilhjálmssyni skjalaverði að þau urðu notuö hér. Samkvæmt þessum gögnum varð Ólöf á Gljúfurá þunguð sumarið 1759. Barnið fæddist andvana, en þau Ivar leyndu fæöingu þess og voru þannig sek um dulsmál auk sifjaspella. En allt komst upp. Sigurður Sigurðsson sýslu- maður (skuggi) dæmdi þau stjúpfeðgin til lifláts á Auðkúlu- þingi 16. mai 1761. Hann taldi sér ekki fært að flytja sakamennina til alþingis. Var þá Davið Scheving sýslumanni i Haga boðið að halöa aukálög þing til þess aö úrskuröa dóm- inn. Var dómur sýslumanns samþykktur á aukalögþingi i Selárdal 31. ágúst 1761. Samþykki konungs þurfti þá til liflátsdóms. Hæstiréttur staö- festi dóminn i nafni konungs 16. desember 1762. Er sá dómur til. Aftan á hann hefur Sigurður sýslumaöur skrifað að dómnum hafi verið fullnægt 22. ágúst (1763) „udi overværelse af mangé’ folk”. Saga sú sem sr. Böðvar skráði þarna var meira en 180 ára gömul. Gögn sem heimildar menn höfðu enga hugmynd un: sanna hana. Munnmælin vori rétt. Þau voru góð heimild. Hif eina sem I milli ber er hvorl barn ólafar fæddist með lifi eöa ekki. Úr þvi hefur sennilega verið erfitt að skera eftir af rannsókn málsins hófst, en vera má að munnmælin bendi til þess að fólk hafi grunað að barnið hafi fæðzt með meira lifi en þau stjúpfeðgin vildu vera láta. En þegar við höfum heimildargildi þessara munnmæla fyrir augurh, og þau eru alls ekki eins dæmi, vaknar spurningin. Hvernig geta menn Imyndað sér aö engar sagnir hafi mynd- azt um landnámið og geymzt fyrstu hundrað árin? Hafi sama ætt búið i sveitinni er blátt áfram óhugsandi annað en slik- ar sagnir hafi lifað. Slikt gleymist ekki strax þar sem hver kynslóð tók viö af annarri með sögusviðið að athafna- svæði. Þar viö kunna að hafa bætzt ýmsar ástæöur til þess að menn vildu festa vissan fróðleik á bækur. Þó hef ég ekki trú á þvi að Landnáma hafi átt að vera einhvers konar þinglýstur mál- dagi. Liggur ekki beint við að hún hafi verið skrifuð til aö varöveittist á bókfelli það sem sagt var til fróðleiks og skemmtunar? Voru ekki skrif- aðar hér á landi sögur af Nor- egskonungum og margs konar ævintýrum islenzkra manna með þeim? Þegar munnmæli og heimildir þraut, bjuggu menn til sögur til skemmtunar. En það hefur verið allt annað mannfólk á Islandi á 12. öld en hinni 19. ef stætt hefur verið á þvi að rita og birta landnámabók án þess aö taka tillit til arfsagna og munn- mæla. Þegar ég var ungur sagði gamla fólkið frá mönnum og at- burðum frá æsku sinni og eldri timum. Svo mun það hafa verið frá.þvi land byggðist. En það er eins og sumir hinir lærðustu menn viti þetta ekki. Um það mætti segja að margt hafi þeim verið sagt minna reið á að vita. Meira um fornsögur Enn er i Skirni sitthvaö sem vekja mætti skemmtiiegar umræöur. Peter Hallberg skrifar um aldur Fóstbræðra- sögu og Jónas Kristjánsson læt- ur andsvar fylgja. Fer vel á þvi i ársriti að viömælendur séu samferöa. Að venju eru nokkrir ritdóm- ar i Skirni. Jakob Benediktsson skrifar um útgáfu á endurskoö- aðri doktorsritgerð Bjarna Einarssonar: Litterære Forudsætninger for Egils saga, enBjarni varð doktor I Osló 1971 enstofnun Arna Magnússonar á Islandi geíur ritíð út. Það verð- ur sennilega lengi nokkur ráð- gáta hvað höf. þessa sérstæða listayerks lá einkum á hjarta þegar Egilssaga varð til. Þaö mun flestum meira og skemmtilegra viðfangsefni en hvaðan honum komu föng til sögunnar. Ætlaöi hann að lýsa þjóðareðli Islendinga þegar hann skrifaði um Egil þar sem saman fléttast villimannlegur tröllskapur og andagift skáld- spekingsins? Var honum efst i huga sjálfstæðisþrá litiilar þjóð- argagnvarterlenduvaldi? Ekki má gleyma uppgjöri hetjunnar við örlög sin. Margs er aí spyrja. Laxnessfræði að lokum Mesti Laxnessfræðingur sem uppi er, Peter Hallberg, skrifar bæði um Sjö erindi um Halldór Laxness og i 1 túninu heima. Hann niinnist þess, að viöa sé að þvi vikið i erindunum að viðhorf skáldsins sé breytt frá fyrri árum ævinnar. En það er eins og honum finnist að hann hafi þar nokkru við að bæta. Þvi skrifar hann: Þróun sú, sem við erum vitni að gefurþá litla ástæðu til bjart- sýni og trúar á það óskiljanlega kvikindi „sem oft er talað um i Danmörku og kallað sam- fúnnet.” Það er ekki óliklegt að hún hafi átt mikilvægan þátt i vonbrigðum Halldórs Laxness, eins og annarra. Andúö á öllum „kerfum”, „heilbrigð skyn- semi”, „mannúðarstefna ”, „taiosmi” og fullkomnun list- arinnar verða viðbrögð skálds- ins við okkar heimi eins og hann er.” Hér kemur fleira til. Það hlýtur að valda vonbrigðum að trúa þvi að skipulag og reglur geti leyst allan vanda. Sitthvað mætti rifja upp af orðræðum manna á fjórða tug aldarinnar þegar trúin á lögin og skipulagið var i hámarki og byggði upp flokka til hægri og vinstri. Hin blinda trú á Marxismann hlaut að hefna sin með vonbrigðum. Svo eru þess ýmis dæmi að efnamenn kveinki sér undan þeirri tilætlunarsemi þjóðfé- lagsins að þeir beri byrðar fyrir velferð annarra. Rithöfundar sem heimta sem sjálfskyldu framlög úr almannasjóðum meðan þeir eru ungir, efna- lausir og tekjulitlir sjá þjóöfé- lagið kannski i öðru ljósi þegar þeir eru orðnir efnaöir betri borgarar. Samt sem áöur vita menn hvað þjóðfélagið er. Það er samébyrgð okkar allra, til- raun aö halda uppi lögum og rétti, þeim lögum að við virðum rétt allra og rækjum skyldur okkar. Það eru svo margir sem brestur manndóm til aö sinna skyldunum þó að þeir hafi ein- urð til að heimta réttinn. Sá kjaftháttur sem nú er viða uppi hafður um „kerfi” þykir mér hvimleiður. Sjaldnast held ég að menn viti hvað þeir eiga við þegar þeir nota það orð. Af þvi sem nú er sagt má ljóst vera að fjarri fer þvi að ég sé sammála öllu sem i Skirni stendur. Það er heldur ekki aðalatriði. Mest er um það vert að allt er þetta efni til umræðu og umhugsunar. Þannig hygg ég að þetta rit geri sitt til að vekja og viðhalda umræðum um marga þætti bókmenntanna, eldri og yngri, og þar með sögu okkar og mannllfið sjálft. Um allt efni Skirnis að þessu sinni get ég sagt, að betra þykir mér lesið en ólesiö. Og er þá ekki ritið á réttri leið? H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.