Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 6. febrúar 1977 37 Steinunn Sigríður Magnúsdóttir Fædd 10. nóv. 1894 Dáin 6. des. 1976. Steinunn Magnúsdóttir var fædd aö Gilsbakka i Hvitársiöu 10. nóv. 1894. Foreldrar Stein- unnar voru Magnús (f. 30.6. 1845, d. 31.7. 1922) prestur aö Gils- bakka, prófastur og alþm., And- résson bónda aö Syöra-Langholti i Hreppum, Magnússonar bónda þar, Andréssonar, og kona hans Sigríöur (f. 15.6. 1860, D. 24.8. 1917) Pétursdóttir verzlunar- manns hjá Lefoli á Eyrarbakka, en þar fæddist Sigriöur, og siöan bónda að Höfn i Melasveit, Sigurðssonar, Bjarnasonar ridd- ara Sivertsen, hins þekkta at- hafnamanns i Hafnarfiröi. Steinunn var hiö fimmta i röö átta barna, er þau Magnús og Sigriður eignuöust og á legg komust, en þau voru Andrés (f. 11.6.83, d. 10.6.16). Sigriöur (f. 10.7.1885) barnakennari og for- stöðukona barnaheimila, Pétur (f. 10.1. 88, d. 26.6.48) lögfræð- ingur, bankastjóri, alþm. og ráö- herra, Katrin (f. 1.2.90) d. 7.6.72), er lengi starfaði viö bæjarbóka- safn Reykjavikur, Steinunn, Guðrún (f. 16.3.96, d. 9.9.43), hús- freyja að Gilsbakka, Ragnheiður (f. 17.8.97) húsfreyja aö Skelja- brekku og siðar Hvitárbakka i Borgarfiröi og Sigrún (f. 19.4.99) hjúkrunarkona og forstöðukona Heilsuverndarstöövarinnar i Reykjavik. Steinunn ólst upp i föðurhúsum til 20 ára aldurs er hún þ. 27. júni 1915 giftist frænda sinum As- mundi (f. 6.10.’88, d. 29.5.’69) Guðmundssyni prests aö Reyk- holti i Borgarfiröi, Helgasonar bónda I Birtingarholti, Magnús- sonar, bónda i Syöra-Langholti i Hreppum, Andréssonar. Hjóna- vigslan fór fram í Reykjavik og gaf séra Kjartan Helgason, fööur- bróðir Asmundar þau saman. Þremur dögum áöur haföi As- mundur verið vigöur aöstoöar- prestur til séra Siguröar Gunnarssonar 1 Stykkishólmi. Þau Asmundur og Steinunn flutt- ust þegar til Stykkishólms og bjuggu þar til vorsins 1919 er As- mundur var skipaður fyrsti skólastjóri hins nýstofnaða alþýöuskóla á Eiöum. í Stykkishólmi höfðu þeim hjónum fæðzt tvö börn, Andrés og Þóra, og Steinunn gekk nú með þriðja barn sitt. Frá Stykkishólmi fór f jölskyldan á skipi til Reykja- vikur. Þaðan fór Asmundur austur aö Eiðum, en Steinunn fór I máimánuöi meö börnin sjóleiðis upp i Borgarnes og var sótt þangaö á hestum frá Gilsbakka. Þar dvaldist hún svo um veturinn 1919-20. Þar eignaðist hún um sumarið dóttur, sem skirö var Sigriöur eftir móöurömmu sinni, er látin var tveimur árum áöur. Til þessarar litlu dótturdöttur sinnar geröi séra Magnús þessa visu. Litla Sigga barniö bezt bliða gæfu finni. Ö, að hún likist æ sem mest ömmu og nöfnu sinni. Steinunn dvaldi með börn sin að Gilsbakka þennan vetur. Þar var þá bústýra hjá séra Magnúsi hin elzta af dætrum hans, Sigrlður. Heima I föðurhúsum var þá af dætrunum einnig Guðrún, en Ragnheiður og Katrin dvöldu þennan vetur i Danmörku og Sigrún var hjúkrunarnemi á Laugarnesspitala, þá aö hefja hjúkrunarferil sinn. Sumariö eftir fór Ásmundur, maöur Steinunnar, I feröalag um Noröurlönd aö kynna sér stjórn og starfshætti alþýðuskóla erlendis. Dvaldist hann meöal annars viö lýðháskóla I Dan- mörku og viö alþýöuskóla i Sig- túnum i Sviþjóö. Steinunn fór utan nokkru á eftir Asmundi og feröaöist meö honum bæöi um Sviþjóö og Danmörku, en hélt heim aftur frá Kaupmannahöfn i byrjun ágústmánaöar, áöur en hann haföi lokiö erindum sinum. Uröu þær systur, Steinunn og Ragnheiöur, þá samskipa heim frá Höfn. Siðari hluta ágúst- mánaðar flutti svo fjölskyldan austur aö Eiöum. A Eiöum voru þau hjónin I átta ár. Asmundur var i niu ár skóla- stjóri Eiöaskóla, en snemma árs 1928 var hann settur dósent i guö- fræöi viö Háskóla Islands frá 1. april aö telja. Varö hann þá aö fara suöur þetta snemma vors þar sem aökallandi var, aö hann kæmi þá þegar til kennslustarfa og prófa i guðfræöideildinni, en hann tók þar við af Haraldi Nfels- syni, sem þá var nýlega látinn. Að lokinni vorönn i háskólanum fór Asmundur aftur austur að sækja fjölskyldu sina og búslóö. Þau Asmundur og Steinunn höföu áunnið sér miklar vinsældir aust- anlands þau ár, sem þau voru aö Eiöum og var þeim sýndur mikill vottur þessa er þau nú kvöddu skólann og héraðiö. Vináttubönd höfðu veriö knýtt, sem héldust ævilangt bæði viö Héraösbúa og við „Eiðamenn”, en svo hafa þeir veriö nefndir, sem á Eiöaskóla höföu gengiö. NU voru börn þeirra Steinunnar og Asmundar oröin sex aö tölu, hiö yngsta ársgámalt. Meö þeim aö austan flutti einnig Sigriöur, systir Steinunnar. HUn haföi um tima verið kennari I hannyrðum viö Eiöaskóla, en lét nú af þvi starfi. Þaö var i byrjun septem- bermánaðar, sem þessi stóra fjöl- skylda flutti meö búslóð sina á bilum frá Eiðum niöur á Reyðarfjörö og steig samdægurs á skipsfjöl strandfeöaskipsins. í Reykjavik haföi Asmundur tekiö á leigu húsið Laufásveg 25, en ekki bjó fjölskyldan þar nema einn vetur. Þau hjónin hófust þá um veturinn þegar handa um að byggja yfir sig. Ariö 1928 gerðist Helgi, bróöir Ásmundar, verzlunarerindreki Islands á Spáni. Helgi haföi áöur fest sér lóöina á Laufásvegi 75, en afsalaöi sér henni nú til Ásmund- ar bróöur sins og Magnúsar Helgasonar fööurbróður þeirra, skólastjóra Kennaraskólans. Sigurður Guömundsson, arkitekt, hafði teiknaö fyrir Helga ein- býlishús til að byggja á lóðinni, en breytti nú teikningunum þannig að tvær ibúöir fengjust i þvi. Byrjaö var aö grafa fyrir grunni þessa húss vorið 1929 og inn i þaö fluttu þau Asmundur og Steinunn með allan barnahópinn á far- dögum að hausti sama ár. Magnús Helgason átti efri hæð þessa húss og bjó þar til dánar- dags árið 1940. Asmundur keypti þá efri hæöina, og var Laufás- vegur 75 heimili þeirra hjóna allt til æviloka. Þegar Steinunn var á barns- aldri var skólaskylda ekki komin i lög hér á landi. Þá var að visu i gildi konungsbréf frá 1790 um iestur bama og fræöslu þeirra og lög frá 1880 um „uppfræöing barna i skript og reikningi” en i báðum var i rauninni heimilunum ætluö fræöslan, en prestum faliö eftirlit með framkvæmd hennar. Enskólaskyldankom ekki fyrr en með fyrstu „fræöslulögunum 1907. Barnaskólum haföi aö visu veriö komiö á allviöa I kaup- stööum og kauptúnum töluvert fyrr (barnaskólinn á Eyrar- bakka, þar sem móöir Steinunnar var f ædd, var stofnaöur áriö 1852) en i strjálbýli var ekki um sér- staka barnaskóla aö ræöa og varla um skipulega farkennslu fyrr en eftir 1907. En á Gilsbakka hjá sr. Magnúsi Andréssyni fór alla vetur fram undir hans hand- leiðslu barna- og unglinga- fræösla, sem segja má aö nálg- aöist reglubundinn skólarekstur. Var þar bæöi um aö ræða upp- fræöslu barna hans sjálfs og barna, sem komiö var til hans frá öðrum bæjum, og svo sú kennsla sem hann veitti piltum til undir- búnings undir Latinuskólann. Þeir voru margir, sem sr. Magnús „kenndi undir skóla” eins og þessi undirbúningsfræðsla oft var nefnd. Hann hóf þetta fræðslustarf sitt þegar á biskups- skrifaraárum sinum I Rvk. 1877- 1881 og hélt þvi áfram alla prest- skapartið sina aö Gilsbakka. Faöir þess, er þetta ritar, var einn þeirra er naut þessarar fræöslu sr. Magnúsar I Reykja- vik. Var sr. Magnús dáöur og virtur af öllum sem kennari og fræöari. Svo tamt var honum aö miöla öörum af fróöleik sinum aö hann lagði i vana sinn aö ganga um gólf i baöstofu á vökunni og segja fólkinu frá ýmsu þvi mark- verðasta er hann hafði fæözt um eöa haföi fréttir af, þar á meöal nýjungar i tækni og verklegum umbótum. Steinunn og systkini hennar hlutu þannig I heimahúsum mjög fullkomna uppfræöslu og sjálf- sagt á vissan hátt fullkomnari en nútima barna- og unglingaskólar veita þrátt fyrir bókaflóö og kennslutækni vorra tima. Auk þessa las Steinunn aö staðaldri alla ævi mikiö, bæöi fróöleiks- bækur alls konar og skáldskapar- rit. Ljóöelsk var hún og átti mjög létt meö aö læra ljóð, kunni ótrú- legan fjölda kvæöa utanaö. í heimahúsum lærði Steinunn sem unglingur aö leika á orgel. Unglingarnirá Gilsbakka læröu einnig sund, stúlkur jafnt sem drengir, og iðkuðu Möllers- æfingar og böð, tiöum alköld böö til hreystiauka. Var þaö I anda ungm ennafélagshrey f ingarinnar, sem þá var i örum uppgangi um Borgarfjörð og Mýrar eins og viðair. Aður en Steinunn og Ásmundur giftust, veturinn 1914-15, var Steinunn á hússtjórnarskóla Hólmfriðar Gisladóttur I Þing- holtsstræti. Heima á Gilsbakka tók Steinunn i bernsku og unglings- árum þátt i heimilis- og bústörfunum eins og I sveitum tiökast. Hún haföi gaman af aö umgangast skepnurnar og sóttist sem unglingur eftir þvi aö fá aö mjólka bæöi ær i kvium og kýr i fjósi. Hún var strax sem ung- lingur mjög vinnusöm.Astóru búi var þaö margt og margvíslegt sem taka þurfti hendi til og á Gilsbakka aðstoðuðu ungling- arnir fulloröna fólkiö i hvlvetna. Þaö var smalamennska, mjaltir, heyskapur, sláturgerð, sem jókst mikiö á þessum árum, þegar frá- færur voru aö leggjast niöur, o.fl. o.fl. A veturna var svo tóvinnan og alls konar hannyröir. Systurnar á Gilsbakka uröu allar mjög leiknar I slikum handfðum. Steinunn hafði siöan alla ævi prjónaskapinn mjög sér til af- þreyingar þær stundir, sem hún haföi frá önnum heimilisins og sameinaði þá iðju lestri góöra bóka. Hún var mjög gjöful á þær fallegu flikur sem hún þannig framleiddi og margir eru þeir ættingjar hennar, vinir og kunn- ingjar sem státaö hafa í þeim klæöilegu, hlýju og þægilegu prjónaflikum frá hennar hendi, þar á meöal sá er þetta ritar. Þaö lætur aö likum, aö Steinunn vann ekki neitt er heitiö gæti „úti” eins og núer aö oröi komizt, á sinum langa lifsferli. Hún giftist tvitug aö heiman, varð fyrst prestskona og siöan skólastjóra- frú á stórum heimavistarskóla i sveit þar sem mjög var gest- kvæmt á heimili skólastjóra. Eignaöist á þeim tima stóran barnahóp. Varö svo húsmóöir á margmennu heimili háskóla- kennarans, æðimiklu risnubúi, og loks biskupsfrú, þegar maöur nennar, Asmundur, var vigöur biskup sumariö 1954. 1 Stykkis- hólmi á fyrstu búskaparárum sinum starfaöi Steinunn þó sem kennari við barnaskólann þar. Ekki tók Steinunn, mikinn þátt i félagsstarfsemi, og hefur þar sjálfsagt komið að nokkru til meöfædd hlédrægni. Meðan hún var heimasæta i Hvitársiöu tók hún þó af miklum áhuga þátt I ungmennafélagsstarfseminni þar og eftir að hún var orðin biskups- frú stofnaði hún með öðrum prestkonum Prestkvennafélag íslands og var i fyrstu st jórn þe ss. Beint og óbeint studdi Steinunn mann sinn i félagsstarfsemi hans með þvi m.a. aö hafa heimilið alltaf opið til fundarhalda og með móttöku gesta meö mikilli risnu og hlýju og glaðlegu viðmóti. Hlédrægni Steinunnar fylgdi það, a- hún var mjög heimakær. Þó gerðihún á langri ævi all viðreist. Auk endurtekinna feröa- laga um Norðurlönd, fór hún með mannisinum til Rússlands og þau feröuöust um þaö riki sem gestir rússnesku kirkjunnar, og siöar fórhún i fylgd með dóttur sinni til Ameriku aö heimsækja Tryggva son sinn, sem þar var spitala- læknir um tima. Um Island ferðaðist Steinunn all viöa, bæöi um byggöir og óbyggöir. Aö upplagi var Steinunn, eins og áöur er aö vikiö, hlédræg og tróð sér ekki fram fyrir aöra eöa lét á sér bera. Hins vegar vakti friðleiki hennar og meöfætt tigu- legt yfirbragð, sem hún hafði til aö bera strax sem ung kona og á efri árum, ósjálfrátt athygli þeirra sem hana litu. Nánari kynni sögöu manni fljótt, aö þarna var á ferðinni kona góöum gáfum gædd, skarpri greind, hlýju hjarta og léttri lund og um leið búin hreinnri og sterkri skap- gerö. Hún myndaöi sér ákveðnar skoðanir á málefnum mannanna og geröum þéirra og lét þær skoðanir einarölega i ljósi þegar tilefni var til, en varaöist jafn- framt óþarfa afskiptasemi af málefnum annarra. En umhyggja hennar fyrir heimilinu, eiginmanni, börnum og siðan tengdabörnum og barnabörnum var mikil og góö. Eftir að hafa sem tengdasonur þekkt Steinunni i 30 ár, geymi ég i huga mér þá mynd af henni, að hún hafi verið hin f ullkomna húsmóðir, móöir og uppalandi. 1 uppeldi barna sinna voru hjónin samhent og er mér i þvi sambandi ofarlega i huga þaö einkenni góös heimilis, sem strax vakti athygli mina, aö heimilið var og haföi einatt veriö opiö öllum vinum og kunningjum barnanna og börnunum fannst alltaf sjálfsagt að koma meö þá heim til sin. Steinunn var trúuð kona, en talaði ekki mikið um trúarlegar tiifinningar sinar. 1 þjóöfélags- málum var hún ákveðinn stuön- ingsmaöur borgaralegs lýðræöis i þess beztu mynd og fylgdi sjálf- stæöisflokknum aö málum. Þeim hjónum Ásmundi og Steinunni varö sjö barna auöiö. Sonur þeirra Guömundur lög- fræðingur fórst af slysförum árið 1965. Hann var kvæntur Hrefnu Kjærnested. Hin systkinin sex lifa öll, Andrés, læknir i Reykjavik, sér- fræöingur i skurðlækningum, fæöingarhjálp og kvensjúk- dómum, kvæntur Þorbjörgu Pálsdóttur, myndhöggvara, Þóra, deildarstjóri i bréf- ritunardeild Útvégsbanka Islands i Reykjavik, ógift: Sigriður, húsmóöir, gift Jakobi Gislasyni, fv. orkumálastjóra, Aslaug, fulltrúi hjá Rafmagns- veitum rikisins i Reykjavik, ógift, Magnús, læknir við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, sérfræöi lyflækningar, kvæntur Katrinu Jónsdóttur, sjúkraliöa og Tryggvi, læknir viö Land- spitaiann og Vifilsstaðaspitala, sérfræöingur i lungnasjúkdóm- um, kvæntur öglu Egilsdóttur, hjúkrunarkonu. Barnabörn eru nitján aö tölu, barnabarnabörn átta. Allir sem þekktu Steinunni Sig- riöi Magnúsdóttur minnast hennar með viröingu og hlýjum hug. Jakob Gislason CONCERTONE Fyrsta jflokks AAAERÍSKAR „KASETTUR' d hagstaeðu verði: C-90 kr. 580 C-60 kr. 475 ___ Sendum gegn ■póstkröfu hvert id land sem er ARAAULA 7 - SIAAI 84450 L-... m m Staður hinna vandlátu I leigjum. glæsilega veizlusah fyrir hvers konar mannfagnað, svo sem: ársháfíðir, fundi, ráðstefnur, skemmtanir o. fl. hvort sem er að degi til eða á kvöldin. Upplýsingar í símum 2-33-33 & 2-33-35.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.