Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 19
L%iTíl[‘.l[j1 Sunnudagur 6. febrúar 1977 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. 7 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason.Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargölu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Stífla í uppsprettu Vafalaust hefur smygl tengzt Keflavikurflugvelli frá upphafi vega. Nú i seinni tið hefur hann og kom- ið mjög við sögu i fikniefnamálum, þótt mest hafi það verið haft á orði meðal almennings eftir brott- hlaup höfuðpaurans úr ankannalegri gæzlu hjá varnarliðinu i herstöðinni á vellinum og langa leit að honum, unz hann fannst loks á dögunum i matar- búri hersins. En það er lika opinbert leyndarmál, að misferli með gjaldeyri hefur lengi átt sér stað i kring um varnarliðið. Fullyrt er, að hverjum þeim, sem nokkuð þekkir til, sé auðveldur leikur að sækja stór- ar fúlgur bandariskra dala til þeirra, sem hand- gengnir eru hermönnum eða starfsmönnum hjá varnarliðinu gegn hærra gjaldi i islenzkum pening- um en nemur skráðu gengi. Kemur hér meðal ann- ars til, að fjöldi varnarliðsmanna hefur búið i leigu- húsnæði utan flugvallarins og trúlega greitt húsa- leigu i bandariskum gjaldmiðli, að minnsta kosti oft, en hitt torvelt eftirlits, hvort slikt leigufé kemur allt til skila með eðlilegum hætti. En vitaskuld getur gjaldeyrir runnið ólöglega um marga aðra farvegi frá varnarliðinu i hendur islenzkum mönnum, úr þvi að bandariskir dalir eru sá gjaldmiðill, er varnarliðsmenn nota i viðskiptum sinum. Nú eru uppi athuganir á þvi, hvernig stemma skal stigu við þessu misferli i gjaldeyrismálum. Alllangt mun siðan Ólafur Jóhannesson bankamálaráð- herra átti viðræður um þetta við forráðamenn Seðlabankans, og fór hann þá þess á leit, að kannað yrði, hvort ekki væri ráðlegt og haganlegt að taka upp islenzkan gjaldmiðil á umráðasvæði hersins á Miðnesheiði. Hefur Seðlabankinn unnið að athugun á þessu, ásamt varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins. Jafnframt er verið að athuga, hvort jafntryggt geti verið, eða haganlegra, að sérstakur verðmiðill, sem ekki er gjaldgengur annars staðar, verði tekinn upp á umráðasvæði setuliðsins, i stað hinnar banda- risku myntar. Keflavikurflugvöllur mun að visu ekki eina upp- sprettan, sem nærir svartamarkaðsbrask með gjaldeyri. En tæpast mun leika vafi á þvi, að þaðan kemur ein af meginkvislunum. Það er með öllu óviðunandi, og er gott til þess að vita, að nú skuli gerð gangskör að þvi að kveða þennan ósóma niður Auk annars ætti nýr gjaldmiðill á hersvæðinu á Miðnesheiði að verða einhver hemill á eiturlyfja- smygl, þar eð útlendur gjaldmiðill til kaupa á eitur- efnunum i öðrum löndum lægi ekki eins á lausu eft- ir slika breytingu. Austfirzkt langlundargeð Upp á siðkastið hafa borizt heldur slæmar fregnir af Austurlandi. Hvað eftir annað hefur orðið þar rafmagnslaust á stórum svæðum — ekki aðeins Austfirðingum sjálfum til stórtjóns og mikilla óþæginda, heldur alþjóð til skaða, þegar veiga- mestu verkstöðvar verða óvirkar, þegar sizt skyldi. Stofnlinur rafmagnskerfisins hafa slitnað, og disilstöðvar verið bilaðar eða ekki tiltækar, þegar á reyndi. Simasamband hefur rofnað, og á sjónvarp og útvarp þarf ekki að minnast, svo oft sem útsend- ing er i ólagi þar eystra. Austfirðingum er mikið langlundargeð gefið, ef þeir una þessu. —JH 19 ERLENT YFIRLIT Young er líklegur til að reynast vel Afríkumenn fagna honum sem sendiherra Andrew Young SIÐASTLIÐINN mánudag gerðist sá atburöur i höfuð- stöövum Sameinuðu þjóö- anna, aö blökkumaöur tók viö starfi sendiherra Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóöun- um. Þaö vakti þó ekki mesta athygli, aö hér var um blökku- mann að ræöa, heldur hitt, aö hinn nýi sendiherra þykir lik- legur til aö láta verulega aö sér kveöa. Hann mun þó vart gera þaö meö miklum ræöu- höldum, þótt hann sé ágætur ræðumaður, heldur frekar meö viöræðum aö tjaldabaki, en hann hefur þaö orö á sér aö vera laginn samningamaöur, enda þótt hann þyki halda fast á málum. Hann hefur lært I mörgum og erfiðum samningaviöræöum, sem hann hefur átt viö fulltrúa hvitra manna i Suðurrikjun- . um aö nauösynlegt er aö skilja afstöðu þeirra, sem samið er viö,og taka sanngjarnt tillit til hennar. Þess vegna hefur fá- um oröiö meira ágengt en hon- um iáðurgreindum viöræöum. Þaö þykir styrkja mjög áhrifastööu þessa nýja banda- riska sendiherra, aö Carter forseti á honum forsetastarfiö sennilega meira aö þakka en nokkrum manni öörum. Hann varö einna fyrstur til aö lýsa yfir stuöningi viö Carter og vann siöan öfluglega aö sigri hans, bæöi i prófkosningunum og forsetakosningunum. Athuganir þykja hafa leitt i ljós, aö Carter hafi fengiö um 80% af atkvæöum blökku- manna, sem tóku þátt i for- setakosningunum, og þaö tryggöi honum sigurinn. Meirihluti hvitra kjósenda er talinn hafa kosiö Ford. CARTER stendur þvi ekki i litilli þakkarskuld viö Andrew Young, en hann er maöurinn, sem hér er rætt um. 1 stuttu máli er æviferill Youngs sá, aö hann er 44 ára, sonur lyfsala i New Orleans. Hann læröi ung- ur guöfræöi og geröist prestur fyrst i Alabama og siöan i Georgiu. Á þessum árum kynntist hann Martin Luther King og varöum nokkurt skeiö nánasti sam verkamaöur hans. Hann geröi þá ýmist aö skipuleggja mótmælagöngur eöa aö standa i samningum um réttindi blökkumanna og þótti reynast vel i báöum til- fellum. Þó fór mest orö af hon- um viö samningaboröið, en þar virtist hann njóta sin bezt og kann þaö aö stafa af þvi, aö hann er i eöli sinu hlédrægur og hefur sig ekki I frammi aö óþörfu. Arið 1970 ákvaö Young aö leggja prestskapinn á hill- una og bauö sig fram til full- trúadeildar Bandarikjaþings i kjördæmi i Georgiu. Hann féll þá, en reyndi aftur 1972 og náöi þá kosningu. Hann var þá fyrsti blökkumaöurinn frá Suöurrikjunum, sem haföi átt- sæti I fulltrúadeildinni um 100 ára skeiö. Hann hlaut þá 53% greiddra atkvæða, en 1974 hlaut hann 74% greiddra at- kvæöa. Svipaö fylgi hlaut hann i kosningunum á siöastl. hausti. Þó eru hvltir menn i meirihluta i kjördæmi hans. ÞeirCarter og Young kynnt- ust rétt eftir aö Carter haföi veriö kosinn rikisstjóri I Georgiu og Young haföi náö kosningu til fulltrúadeildar Bandarikjaþings. Fljótlega tókstmeö þeim góð samvinna, sem hefur haldizt siöan. Young lýsti stuöningi sinum viö Carter strax og hann gaf kost á sér sem forsetaefni og heimsótti siban blökkumenn i flestum rikjum Bandarikj- anna til þess aö vinna aö sigri hans. Þessi stuöningur reynd- ist Carter ómetanlegur, þvi aö Young var þá búinn aö vinna sér þann oröstir i fulltrúa- deildinni.að vera áhrifamesti fulltrúi blökkumanna þar, vegna þess að honum tókst meö lagni aö þoka áfram mál- um þeirra þar. Þá strax var farið aö tala um Young sem ráöherraefni, ef Carter næði kosningu sem forseti, 'en Young sagöi þá, aö hann hefði meiri áhuga á þingmennsku en ráöherradómi. Hann mun lika hafa hafnaö boöi Carters um ráöherraembætti. Sendi- herrastarfiö hjá Sameinuöu þjóöunum freistaöi hans meira, enda mun hann hafa talið, aö hann gæti á þeim vettvangi látiö meira til sin taka varöandi málefni þróun- arlandanna, en hann hefur mikinn áhuga á þeim. YOUNG hefur þegar látiö i ljós, aö hann ætlar sér aö eiga þátt I mótun stefnu Bandarikj- anna á vettvangi Sameinuöu þjóöanna. Hann hefur lýst yfir mikilli andstöbu viö yfir- drottnun hvitra manna i Suö- ur-Afriku. Hann hefur lýst þeirri skoöun sinni, aö Banda- rikin eigi aö hætta mótspyrnu sinni gegn aöild Vietnams aö Sameinuöu þjóöunum. Hann segistætla aö hafa mikil sam- ráö viö stéttarbræöur sina hjá Sameinuöu þjóöunum. Fyrsta starfsdag sinn þar nóf hann meö þvi aö heimsækja sendi- herra Israels. Siðan tók hann á móti fulltrúum frá Afriku- rikjunum, sem komu i bæki- stöðvar Bandarikjanna hjá S.þ. til þess aö bjóöa hann vel- kominn. Aö þvi loknu heim- sótti hann sendiherra Sovét- rikjanna, og lauk svo deginum meö þvi aö heimsækja sendi- herra Bretlands. Daginn eftir hóf svo Young tiu daga feröalag um Afriku. Hann heimsækir aöeins tvö lönd þar aö þessu sinni. Tanzaniu og Nigeriu. Vafa- laust vill hann árétta tengsl sin viö þjóöir Afriku meö þvi aö láta hana vera fyrstu heimsálfuna, sem hann sækir heim eftir aö hann tók viö sendiherraembættinu hjá S.þ. Þ.Þ. Young i höpi fulltrúa frá Afriku, sem eru aö bjóöa hann velkominn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.