Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. febrúar 1977 23 20.25 tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.40 tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.40 <Jr tónlistarlifinu Þor- steinn Hannesson stjórnar þættinum. 21.10 Fagottkonsert i C-dúr ■ eftir Johann Baptiste Vahnal Milan Turcovic og Eugéne Ysaye hljómsveitin leika, Bernhard Klee stjórn- ar. 21.30 Ctvarpssagan: „Lausn- in” eftir Árna Jónsson Gunnar Stefánsson les (15). 22 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma hefst Lesari: Sigurkarl Stefánsson fyrr- um yfirkennari. 22.15 Kristnilif Umsjónar- menn þáttarins: Jóhannes Tómasson blaðamaöur og séra Jón Dalbú Hróbjarts- son. 22.45 Kvöldtónleikar 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 6. febrúar 16.00 Húsbændur og hjú Breskur myndaflokkur. Nýr maöur. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannlifið. Forystuhiut- verkiö. Reynt er aö lýsa þeim eiginleikum, sem for- ystumenn verða aö hafa til að bera, hvort sem er i striöi eða friði. Þýðandi og þul- ur óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar. Sýndar veröa myndir um Kalla i trénu og Amölku. Siðan er mynd um Rönku, sem er aö fara á dagheimili i fyrsta skipti, og loks verður sýnd- ur þriðji og siðasti þátturinn úr myndaflokknum „Meöan pabbi var i Grini-fangelsi.” 19.00 Enska knattspyrnan. Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Barnasýning I Fjölleika- húsi Billy Smarts. Breskur þáttur frá fjölleikasýningu, þar sem börn og dýr leika margvislegar listir. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Evróvision — BBC) 21.25 Jennie Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur i sjö þáttum um ævi Jennie Jerome, móöur Winstons Churchills. Handrit Julian Mitchell. Leikstjóri James Cellan Jónes. Þýðandi Jón O Edwald. 22.15 Spekingar spjalla. Hringborðsumrasöur Nóbelsverðlaunahafa i raunvisindum áriö 1976. Þýöandi Jón O. Edwald. (Evróvision — Sænska sjón- varpiö) 23.05 Aö kvöldi dags. Séra Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur i Reykjavík, flytur hugvekju. 23.15 Dagskrárlok. Mánudagur 7. febrúar 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 íþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 21.20 Miöillinn. Breskt leikrit úr sjónvarpsmyndaflokkn- um „Vicotian Scandals”, en leikritiö Portland-milljón- irnarsem sýnt var 17. janú- ar sl., er einnig úr þessum flokki. Þýöandi Kristmann Eiös- son. 22.10 Angóla vorið 1976. Bresk heimildamynd. Myndin var tekin undir lok borgara- styrjaldarinnar, en eftir aö MPLA-hreyfingin hafði náð undirtökunum og byltíngar- stjórn hafði verið komið á fót i landinu. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 23.05 Dagskrárlok. Hinrik konung konur hans Eftir Paul Rival ið samþykkja lög/ sem afnámu yfirheyrslur hinna ákærðu og vitnaleiðslur, með þessu hafði Cromwell sparað ríkinu stórútgjöld, þar sem vitni er dýr liður, eins og alkunna er. Og hvað þýddi líka að leyna hinum ákærðu að tala, þeir reyndust oft óforskammaðir við þá, sem ætluðu sér að drepa þá, þeir áttu líka til, að Ijósta upp atriðum, sem voru fullkomið feimnismál. Cromwell hafði einnig lagt niður íhutun dómstólanna og dóm- nefndarmanna, hann hafði ákveðið að þegar um drott- insvik var að ræða, skyldu báðar þingdeildir ganga til at- kvæða um málin og dæma þau. Þessi heppileg aðferð, var þegar í stað notuð gegn upphafsmanni þessa laga- kerf is, sem Hinrik, ákærði f yrir að vera villutrúarmaður og fyrir að hafa misnotað eigið vald. Hinrik lagði þessa ákæru fyrir báðar þingdeildir. Cromwell hafði skólað þessa menn, undanfarin tíu ár, þeir risu nú upp, sem einn maður og lýstu hann svikara. Atkvæði beggja þing- deilda voru samhljóða, og Cromwell var fenginn konungi í hendur, hann gat gert við hann, það, sem honum þóknaðist. Cromwell reynir að verja sig. En þó málin væru komin í þetta horf var Cromwell ekki búinn að missa kjarkinn, hann var of vil jasterkur til aðgefast uppá meðan hann dró andann. Hann gat gripið til allra ráða, jafnvel hinna fyrirlitlegustu. Hanngrétog sárbað hann skammaðist sín ekki fyrir að lítillækka sig, ef stundarniðurlæging gat orðið til þess, að hann sigraði. Ef til vill má telja það hinn mesta kjark ef hugrakkur maður lætur aðra halda hann ragan. Cromwell þekkti Hinrik og hina stórkostlegu sjálf selsku hans, hann þekkti líka tauganæmi hans, hann vissi að hann var glataður ef hann þagði og leyfði Hinrik að undirbúa aftökuna, án þess að reyna að verjast. Með angistarveinum og að leika hræðslu, sem hann fann ekki f yrir, gat vel svo far- ið að tækist að gera konung miður sín og koma honum í það skelfingarástand, sem hafði gripið hann, fyrir tutt- ugu árum, þegar Buckingham var tekinn af líf i. Að vísu var þetta veik von, en þó sú eina leið sem hugsanleg var. Cromwell átti ekki annarra kosta völ . En hvernig átti Cromwell að láta heyra til sín? Hann var lokaður inni. Ekki var ólíklegt að hann yrði fyrir aðsókn allra þeirra sem hann hafði sent í hið skuggalega fangelsi til að kveljast og deyja. Fjöldi fórnarlamba Cromwells hjörðu enn í fangelsisklefunum, þar mátti nefna hina öldnu Lady Salisbury, en Cromwell hafði látið myrða bæði son hennar og sonarson, svo voru þrír kaþólskir prestar enn á líf i þar í Tower, einnig einn af skriftafeðrum Katrínar af Aragon, sem Cromwell hafði látið dæma fyrir land- ráð. Sá prestur beið nú hengingar og sundurlimunar. En þetta hafði engin áhrif á Cromwell, hann hafði ekkert ímyndunarafI, hann varð því ekki fyrir óþægindum af því tagi. Mótmælendurnir yfirgáfu Cromwell, þeir földu sig. Þeir óttuðust að vekja á sér athygli, sem gæti leitt af sér ákærur fyrir villutrú eða trúleysi, þeir fundu lyktina af bálinu, sem ef til vill beið þeirra og þeim var alveg sama um Cromwell. Hann hafði verið bandamaður þeirra, en aldrei vinur, þeir vissu að hann gat selt allt, fyrst eigin sál, svo bandamanna sinna og að síðustu dæmda skrokka þeirra. Cranmer fannst það skylda sínað gera tilraun til að bjarga líf i fyrrverandi félaga,hann ættist því niður til að skrifa konungi. Caranmer skalf bæði líkamlega og andlega. Skapgerð þessa biskups var sveigjanleg eins og reyr, hann var einnig seinlátur og latur. Hann þorði ekki að lýsa yfir því að Cromwell væri ekki svikari, en hann skrifaði, að ef svo væri, þá vekti það honum furðu: „Hann átti allt sitt undir yðar náð... hann elskaði yður eins og Guð... hann hugsaði aldrei um annað en óskir yð- ar og að gera yður til hæfis... hann var vitur, iðinn, tryggur og reyndur maður... eða það hélt ég... slík var mín auðmúk skoðun... ég elskaði hann sem vin, en mest vegna þess að ég taldi hann elska yðar hátign... En þar, sem hann er orðinn uppvís að svikum, harma ég að hafa nokkurn tíma treyst honum og þótt vænt um hann og það gleður mig að svik hans komust upp, í tæka tíð." Þessi djarflega vörn var sú eina, sem fram kom í máli Crom- wells, og hinn mjúklyndi Carnmer, hélt ekki fast á mál- inu og að síðustu greiddi hann atkvæði með aftöku hans, eins og allir hinir. Cromwell var þó ekki líflátinn þegar í stað. Hinrik þurfti að r.ota hann til að staðfesta nokkra reikninga, en hann þarfnaðist hans þósérstaklega til að losna við önnu af Cleves. Þegar á allt var litið, taldi Hinrik skynsam- legra að víkja Önnu f rá, heldur en taka hana af líf i. Öxin hefði vakið undrun og hneyksli. Þar að auki hefðu báðar aðferðir veriðtímaf rekar og þar, sem Hinrik var hrif inn af Katrínu, ætlaði hann ekki að bíða lengi. Skilið viðönnu af Cleves. Ellefta júlí, sendi Hinrik tvo vini sína til Önnu. Hann kaus Brandon til fararinnar, vegna þess að hann var kominn ávirðulegan aldur og hafði skegg, hinn sendi- maðurinn var Risley, hann var einn af skrifurum kon- ungs og kaþólskur maður. Risley var farið að miða áfram á framabrautinni. Hann var slægvitur, um það svipaði honum til Cromwells. Þegar Anna af Cleves sá menn þessa þóttist hún vita að þeir væru komnir til að taka hana höndum og loka hana inni í Tower. Þótt Anna væri kröftug, þá steinleið yfir hana. Sendimennirnir kölluðu í þjónustumeyjar hennar, sem tóku til við að núa hendur hennar, losa um lífstykkið og reimá frá henni treyjuna, á meðan hughreystu þeir Brandon og Risley hana. Þeir sögðu henni, að konungur bæri til hennar hlý- hug og hefði engin áform um að stytta hið virðulega líf hennar, hann ætlaði aðeins að skilja við hana og leyfði sér að vona að hún samþykkti það. Niðurlæging og dauði Katrínar af Aragon, ætti að vara hana við að sýna mót- þróa, enda líka konungum allar leiðir færar. önnu var þetta Ijóst, hún ætlaði ekki að stofna til vandræða, hún var ekki ánægðari í hjónasænginni en bóndi hennar. Anna átti sínar minningar frá æskudögunum, hún var orðin leið á þessu jómfrúarhjónabandi. En þrátt fyrir það setti hún ákveðin skilyrði. Hún ætlaði sér ekki að fara aftur heim til Cleves, hún var dauðleið á öllu þar heima, þar á meðal Svanafellinu. Hún vildi fá að búa á Englandi, f.á aðsetursstað og fastar tekjur og haga sér eftir eigin geðþótta. Hún gat líka gert sér í hugarlund, hvernig yrði tekið á móti henni, heima að Cleves, bróðir hennar mundi ásaka hana og móðir hennar barma sér, hún vildi ekki hverfa til síns fyrra jómfrúarlífs og eyða því, sem hún átti ólifað við hannyrðir og hússtjórn. Hún var búin að vera gift kona, — að nafninu til — þeim réttindum ætlaði hún sér að halda. Brandon og Risley, lofuðu henni að Hinrik yrði örlátur og Anna þakkaði þeim með sínu bezta brosi. Þetta kvöld lagðist Anna til hvíldar einmana en róleg, hún var þrjátíu og fimm ára og henni fannst líf ið hafa upp á nóg að bjóða. Báðar deildir þingsins og klerkarnir, létu ekki biða með að ganga f rá skilnaðinum. Átyllan, sem þeir notuðu, var hin fyrri trúlof un önnu og hins unga prins af Lorra- ine. Þeir bentu á, að hjónaband önnu og Hinriks væri „Mamma?.... er allt I lagi ab trufla einhvern, þegar enginn hlustar á mann?” DENNI DÆAAALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.