Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 6. febrúar 1977
hann um árabil og vann þar mjög
gott starf.
Kennarasamtökin nutu krafta
hans, óspart og svo var um fleiri
félög, þegar deild úr Norræna fé-
laginu var stofnuð á Reyðarfiröi á
s.l. ári þótti hann sjálfsagður til
forystu og hafði þegar unniö þar
gott brautryöjendastarf. Hug-
stæðast er mér í dag starf hans
fyrir Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi og allt okkar góða
samstarf á þeim vettvangi.
Þar varð okkar samstarf nán-
ast og bezt. Þar naut hann sin vel
i hjálparstarfi fyrir þá vanmátt-
ugu i þjóöfélaginu og við öll nut-
um þar skipulagshæfileika hans
og dugnaöar, enda völdum viö
hann á liönu hausti til að taka af
okkar hálfu sæti I stjórn Þroska-
hjálpar, landssamtaka um mál-
efni þroskaheftra. Styrktarfélag-
iö eystra þakkar allt hans ágæta
starf I þágu skjólstæðinga sinna,
þar var hin gróna hjartahlýja
og rika réttlætiskennd sem réði
feröum eins og I fleiru.
Upptalning á öllum störfum
Kristjáns verður ekki framin hér,
heldur ekki rakin ætt hans eða
æviskrá.
Áhugamálin voru mörg, skap-
lyndi hans og kappsemi, aö
ógleymdum fjölþættum gáfum,
gerðu hann hæfan á nær hvaða
vettvangi sem var. En ljósust er
mér nú sú dapra staöreynd, að
góöur vinur er genginn, að hans
mun sárlega saknað af mörgum,
ástvinir hans eiga þar sárast um
að binda, en i margra hugum er
harmþrunginn tregi eftir góðan
dreng, einlægan félaga. Kristján
var einlægur trúmaöur, kreddur
allar voru honum viðs fjarri.
Hafi honum oröið aö trú sinni
um eiliföarlandið handan vitund-
ar okkar þá veit ég hann á þar
góða heimvon, þar sem gleðin og
einlægni hjartans munu I öndvegi
svo sem alltaf áður.
- A hverfulli tið ertu kvaddur
héöan úr heimi, minning þin
merlar i þökk og angurbliöum
trega, þegar hugurinn hverfur til
liðinna stunda.
Eftirlifandi konu hans og börn-
um þeirra og ástvinum öðrum
sendi ég einlægar samúðarkveðj-
ur frá mér og fjölskyldu minni i
vissu þess að mætar minningar
muni verða viss harmaléttir og
huggun.
Svo alltof fljótt var för þin hér á
enda, / svo fjarska margt, sem
beiö þin vinur kær. / Og nú ég hlýt
þá hinztu kveðju að senda, / að
himinn þinnar bernsku sé þér
nær. / Og samfylgdin skal ávallt
þökkuð þér. Nú þerra vinir tár af
augum sér.
Blessuð sé þin bjarta minning.
Helgi Seljan.
Kristján Ingólfsson
8.10. 1932 — 31.1. 1977
Kveðja frá bekkjarsystkinum i
Kennaraskóla íslands.
Berst okkur aö eyrum
ógnandi vindahvinur,
flytur hann fregn sára:
Fallinn er hlynur.
Skjól og varnir hann veitti
vorgróðri á svalri njólu
svo lyft fengju litlir sprotar
laufum mót sólu.
Rikir nú sorg I rjóðri,
þar reis áöur hlynur,
ljóssprota lifs og mennta
leiðtogi og vinur.
Sigurður Ó. Pálsson,
Kveðja frá
Landssamtökun
um Þroskahjálp
Kristján Ingólfsson, fræðslu-
stjóri, sem nú er látinn fyrir aldur
fram, beitti sér um árabil fyrir
málefnum þroskaheftra.
Hann var einn af stofnendum
Styrktarfélags vangefinna á
Austurlandi og i stjórn þess frá
upphafi. Vann hann þar mikið og
óeigingjarnt starf.
A sl. hausti voru Landssamtök-
in Þroskahjálp stofnuð með 13
aðildarfélögum, viös vegar aö af
landinu. Kristján var einn af
helztu hvatamönnum að stofnun
samtakanna og átti drjúgan þátt i
að móta lög þeirra og stefnu.
35
RlKHARÐUR JÓNSSON
myndhöggvari og myndskeri
Fæddur 20. september 1888.
Dáinn 17. janúar 1977.
Þótt Island hafi nú orðið að sjá
af einum snjallasta myndhögg-
vara og myndskera þjóðarinnar,
er þaö þó „huggun harmi gegn”,
hve mikið liggur eftir hann af
listaverkum, sem tvimælalaust
munu halda nafni hans I heiðri og
minningu, meðal núlifandi Is-
lendinga og eftirkomenda þeirra,
um árþúsundir.
Rikarður fæddist aö Tungu 1
Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans
voru Ólöf Finnsdóttir og Jón Þór-
arinsson, bóndi og smiður, er siö-
ast bjó aö Strýtu við Hamars-
fjörö. Ólöf móöir Rikarðs, var af-
komandi sr. Einars i Heydölum.
Hún var ellefti liður frá honum.
Séra Einar var tvikvæntur. Siðari
kona nans hét Ólöf. Ekki hefur
mér unnizt timi til aö athuga
hvort ólafarnafnið er gegnum-
gangandi i ættliðunum. Ef til vill
hefur skáldskaparæöin ráöið þar
meira rikjum. Að minnsta kosti
var Rikarður prýðilega hagmælt-
ur.
1 föðurætt var Rikaröur kominn
af langafa sinum Richard Long,
verzlunarstjóra á Eskifirði, sem
var enskur að ætterni. Segir svo
frá i Ættum Austfirðinga, I lik-
ræðu, sem haldin hafi verið um
hann látinn, að hann hafi verið
fæddur I Englandi 1782, af borg-
araættum. Siðan kemur stutt á-
grip af ævi hans. Samkvæmt þvi
hafi hann, á tólfta ári, farið til
sjós, sem káetudrengur, á norskt
skip, sem hafi lent i hendur
franskra sjóræningja. Hann þar
verið hertekinn og dvalið með
þeim um hrið. Litlu siðar urðu ör-
lög ræningjaskipsins þau, að það
strandaði við Jótland. Mannbjörg
varð, að minnsta kosti einhver.
Varð Richard þá eftir hjá héraðs-
dómaranum i Lemvig, er Lindahl
hét. Þar lærði hann að skrifa á-
gæta rithönd, ennfremur að
reikna og fleira. Þar dvaldist
hann siðan I sjö ár, sem skrif-
stofuþjónn og reyndist bæöi dug-
legur og áreiðanlegur. Þá var
hann fenginn til Andreas Kyhn
kaupmanns, en hann gerði
Richard að verzlunarstjóra á
Eskifirði. Fyrst var hann þó að-
eins undirkaupmaöur þar. Verzl-
unarstjórastöðuna missti hann
þegar Kyhn varð gjaldþrota.
Litlu siðar kvæntist hann Þórunni
Þorleifsdóttur Björnssonar i
Krossanesi og Stóru-Breiðuvik
við Reyöarfjörö. Hún var áttundi
liöur frá Ólafi presti Guðmunds-
syni á Sauðanesi. Bjuggu þau
fyrst á Eskifirði, þar sem
Richard var enn við verzlunar-
störf. Siðar bjuggu þau við lítil
efni á Höfðahúsum við Fáskrúðs-
fjörö, og þar dó Richard árið 1837,
þá 54 ára. Hann var smiður og
góöur starfsmaður, greindur vel
og skemmtilegur. Börn hans og
Þórunnar eru talin 1816: Maria
Elizabet (er siðar giftist Christen
N. Beck, verzlunarmanni á Eski-
firöi), Þórunn (gift Þórólfi Jóns-
syni, bónda og hreppstjóra, i
Arnagerði við Fáskrúðsfjörð),
Jón (bjó ekki. Var kvæntur Ásdisi
Eiriksdóttur), Matthias (kvæntur
Jófriði Jónsdóttur. Meðal barna
þeirra var Sigmundur Long
fræðimaður, er um tima rak
bókaverzlun og veitingasölu á
Seyðisfirði. Fór að lokum til
Kom par ser vel löng reynsla
hans af þátttöku i félagsmálum.
Erfiðiega gekk að finna félaginu
nafn, er öllum þótti henta, þar til
Kristján kom með tillögu um að
nefna það Landssamtökin
Þroskahjálp. Voru þá allir sam-
mála um, aö rétta nafnið væri
fundið. Kristján var á stofnfundi
kosinn i aðalstjórn samtakanna,
en örlögin höguöu þvi svo, að
starf hans varö styttra en skyldi.
Ég vil fyrir hönd samtaka okkar
bera fram þökk fyrir hans fórn-
fúsa starf. Aöstandendum hans
votta ég dýpstu samúð.
Gunnar Þormar
Ameriku og dó þar), Georg
(sigldi til Danmerkur og kvæntist
á Sjálandi).
Launsonu tvo taldi prestur að
Richard hefði átt við Kristinu
Þórarinsdóttur i Brekkuborg i
Breiðdal. Þeir hétu Kristján og
Þórarinn.Tæplegaer rétt, að tala
hér um launsyni, þar eð Richard
er ekki kvæntur þegar sá fyrri
fæöist, en hinn sið'ari fæðist sama
ár og faðir hans kvænist.
Kristján Richardsson kvæntist
Elenóru Sigurðardóttur beykis.
Þau eignuðust eina dóttur, er ‘
Þórunn hét.
Þórarinn Richardsson bjó á
Núpi á Berufjaröarströnd. Kona
hans var Lisibet Jónsdóttir frá
Núpshjáleigu. Börn þeirra voru: (
Jón, Hjörleifur, Einar, Arni, Þór-
dis, Kristln, Asdis. Rebekka og
Þórunn.
Jón Þórarinsson kvæntist fyrst
Rebekku Þorvarðsdóttur frá
Streiti. Þeirra börn dóu öll ung.
Meöan Jón var við verzlunarstörf
á Papaósi voru þó börnin á lifi.
Slðari kona Jóns var ólöf Finns-
dóttir frá Tunguhóli. Meðal barna
þeirra var Rikaröur, sem nú hef-
ur kvatt þetta jarðlif, saddur lif-
daga.
Rikarður kvæntist Mariu Ólafs
dóttur frá Dallandi i Húsavik
eystra. Hún var afkomandi Þor-
steins Finnbogasonar sýslu-
manns i Hafrafellstungu I öxar-
firði og einnig af Bustarfellsætt.
Ekki minnist ég þess, aö faðir
Rikarðs, Jón Þórarinsson bæri
mér fyrir sjónir. Aftur á móti sá
ég oft fööurbræður hans, Hjörleif
og Einar. Siðast hitti ég Einar ár-
ið 1918, er ég var á ferð um Aust-
urland. Þá var ég staddur á
Djúpavogi. Einar var þá enn jafn
snar og kempulegur, sem hann
átti vanda til.
Rikarði kynntist ég heldur ekki,
meöan hann dvaldi á Austurlandi
ungur að árum, þvi bæði var
fjörður og vik milli vina.
Snemma var þaö ljóst, hve
miklar hagleikshendur voru á
Rikarði. Það mun þvi hafa verið
fullráöið, strax um fermingarald-
ur hans, að senda hann 1 útskurð-
arnám til Stefár.s Eirlkssonar
myndskuröarmeistara sem einn-
ig var ættaður af Austurlandi.
Þetta var þó ekki framkvæmt
fyrr en Rikarður var orðinn 17
ára. Helztu hvatamenn foreldra
hans, að koma honum til náms,
voru þeir Páll H. Gislason, sem
var önnur hönd Stefáns Guö-
mundssonar verzlunarstjóra á
Djúpavogi og heiöursmaöurinn
GIsli Þorvaröarson I Papey, sem
auk þess veitti Rikarði talsverðan
fjárhagslegan stuðning. A þvi
timabili var ekki um að ræða að
menn væru styrktir til náms af
opinberu fé. Auk áðurgetinna
manna, hafði Georg læknir á Fá-
skrúðsfirði séð smiðisgripi eftir
Rikarð. Leizt honum vel á hand-
bragð hans. Pantaði hann frá
Danmörku skurðjárnasamstæöu
og sendi Rikarði að gjöf.
Vorið 1905 lagði Rikarður leið
sina til Reykjavikur. Þegar kom-
ið var á legu Reykjavikurhafnar,
sótti verðandi meistari hans, Ste-
fán, hann um borö, ásamt vini
sinum Jóni Halldórssyni i Gamla
kompaniinu. Þar með var hann
oröinn innlyksa hjá Stefáni. Undi
hann nú hag sinum hið bezta.
Fljótlega varð honum ljóst, að
Stefán var söngvinn og unni söng.
Þar var Rikarður einnig með á
nótunum. Stefán feRk Rikarö oft
með sér á samkomur i K.F.U.M.
og „Silóam”, sem þá var bæna-
hús Daviðs Ostlunds, til styrktar i
söngnum. Rikarður kom einnig
nokkrum sinnum i Melsteðshús i
Hafnarstræti, þar sem sr. Friðrik
Friöriksson haföi samkomur fyr-
ir unga menn. Þar lenti hann eitt
sinn i tuski við Ólaf Thors, sem
harðnaði svo er á leið, aö sr. Frið-
rik varð að ganga á milli og sætta
þá. Eftir þau átök uröu þeir
mestu mátar og mun svo hafa
verið ávallt siðan.
Þegar Rikarður kom til náms
hjá Stefáni Eirlkssyni, hafði
hann meöferðis allmikiö safn
steinsmiða og aðra muni, er hann
hafði smiöað undanfarin ár. Þetta
voru aöalverðmætin, sem hann
flutti meö sér til höfuðstaðarins.
Honum reiö þvi á að geta komiö
einhverju af þessum gripum sin-
um i verð.
Þetta vor var i undirbúningi
dönsk sýning i Kaupmannahöfn,
þar sem íslendingum var boöin
þátttaka i. Aðalsýningarnefndin
hér á landi var vitanlega i höfuð-
staðnum, með frú Jónassen i
broddi fylkingar. Til hennar hafði
Rikaröur bréf frá smánefnd
eystra, um það, að aöalsýningar-
nefndin liti á tálgusmiðar hans,
sem allar voru gerðar fyrir ferm-
ingaraldur. Þau tvö ár, sem liöu
frá fermingu hans ogþartil hann
hóf útskurðarnám i höfuðstaön-
um, var hann vinnupiltur og
smali á Hafranesi við Reyðar-
fjörð, skar hann sama sem ekkert
út, en var öllum stundum I smiðju
Nielsar móðurbróður sins. Járn-
aði þá hákarlavaði og ýmislegt
fleira.
Tveim dögum eftir komuna til
Reykjavikur var hann boðaður
yfir i Jónassenshúsið i Lækjar-
götu. Sjálfum farast honum svo
orð um komuna þangað, i skjali
til Thorvaldsens félagsins, á 85
ára afmæli þess árið 1960:
„Stefán meistari minn, bar
með mér steintöskuna, kynnti
mig fyrir frú Jónassen, I gangin-
um, og afhenti bæði mig og grjót-
ið. Hún bauö mér strax inn I stóra
stofu, sem mér virtist bókstaflega
sneisafull af glæsilegasta kven-
fólki á jörðu. Allt var það i is-
lenzkum búningi og forgyllt frá
hvirfli til ilja, og svo mikilúðlegt,
að mér lá við aösvifi af undrun og
skelfingu. Þetta leið þó furðu
fljótt frá, þvi aö þessar glæsilegu
kvinnur vóru hver annarri alúð-
legri við snáðann.”
Af öllum þeim aragrúa muna,
sem Rikarður tók upp úr tösku
sinni, voru honum minnisstæöast-
ir ljón og fálki, og siðast, en ekki
sizt, heilt manntafl (32 taflmenn).
Að stundu liöinni kallaði frú
Jónassen nokkrar af konunum á
fund I ööru herbergi. Þeim fundi
lauk á þann veg, að þær keyptu
alla smiöisgripina á þvi verði sem
Stefán Eiriksson hafði verðlagt
þá. Meginið af smiðisgripunum
fór á sýninguna i Kaupmanna-
höfn. Þó ekki fálkinn, þvi hann
hafði barón von Jader. tengda-
bróðir dr. Helga Pjeturss, keypt
og gefið á safn i Dresden.Ljóninu
mætti hann löngu siðar I Kaup-
mannahöfn, hjá foreldrum skóla-
bróður sins. Vildi hann kaupa
það, en eigandinn vildi alls ekki
selja. Taflmennina tókst honum,
aftur á móti að eignast siðarmeir.
Þeir eru nú ásamt fjölmörgu
öðru, i minjasafni hans á Grund-
arstignum.
Arið 1920 brá Rikarður sér 1 för
til Italiu. Fullnægöi hann þá
sterkri útþrá, sem honum haföi i
blóði brunnið undanfarin ár.
Hann kom konu sinni og börnum
fyrir i átthögunum eystra. Dálit-
inn rikisstyrk hlaut hann til þess-
arar farár. 1 för þessari kynntist
hann listaverkum suðrænna
meistara, sem höfðu sterk og
djúptæk áhrif á hann. Einna helzt
verk italska myndhöggvarans
Donatello.
Veruleg kynni tókust ekki með
okkur Rikarði fyrr en nokkru eftir
heimkomu hans úr Italiuförinni.
En þvi nánari og innilegri urðu
þau, sem við urðum eldri og sam-
rýndari. Ekki spillti það heldur
fyrir nánarikynnum, að kona min
og hann voru þremenningar. Við
leiðarlok þökkum við hin marg-
þættu hlýju kynni og órofa tryggð
frá hendi hans, ásamt minnis-
gripum, sem prýða húsakynni
okkar.
Astvinum hans sendum við hin-
ar hlýjustu samúðarkveðjur.
Jón Þóröarson.
Allan Sátherström
Fæddur: 22.3 1906
Dáinn: 12.11. 1976
Þann 23. nóvember s.l. var Is-
lands-vinurinn Allan Sátherström
til moldar borinn frá örgryte
gamla kyrka i Gautaborg.
Hann var fæddur og uppalinn i
Gautaborg. Tvitugur að aldri
geröist hann starfsmaður hjá
Otto Zell, sem þá var eitt stærsta
skipaafgreiðslufyrirtæki Gauta-
borgar. Þar starfaði hann óslitið i
tæp 45 ár.
Þegar Otto Zell — fyrirtækið
tók aö sér afgreiðslu Eimskipafé-
lags Islands i Gautaborg fyrir um
>að bil 40 árum, féll það i hlut All-
ins Sátherström að annast þá
ýrirgreiðslu. Þvi starfi gegndi
íann af einstakri alúð og trú-
mennsku eins og honum var lag-
ið, þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1971 — Eimskip
hefur heiðrað minningu Allans
með sérstakri minningargjöf til
liknarstarfa.
Allan Sátherström var viö-
mótshlýr drengskapármaður og
með afbrigðum félagslyndur.
Meöal annars tók hann virkan
þátt i félagssamtökum frimerkja-
safnara i 48 ár. Um árabil og allt
til dauðadags var hann virkur i
tjórn Farmannaklúbbsins í
Gautaborg.
Island og Islendingar áttu þar
traustan og trygglyndan vin. Það
kom skýrt i ljós, þegar Sænsk-is-
lenzka félagiö var stofnað hér i
Gautaborg fyrir nær 25 árum. All-
an var einn af aðalhvatamönnum
þeirrar félagsstofnunar og gjald-
keri félagsins frá upphafi til
dauðadags. Gjaldkerastarfið var
hin sfðari ár orðið býsna erilsamt,
þar sem tala félagsmanna er yfir
400. Fáir hafa af meiri alúð og
fómarlund unniö að félagsmálum
Islendinga hér á vesturströnd
Sviþjóðar, en heiðursmaðurinn
Allan Sátherström. Þess munum
við lengi minnast.
Eftirlifandi eiginkona Allans er
Hilda Sátherström.
Kungalv i janiiar 1977.
Magnús Gislason.