Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 6. febrúar 1977 menn og málefni AAikill sigur réttargæzlunnar Frá blafiamannafundinum, þar sem skýrt var frá nifiurstöfium rannsókna á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Fyrir enda borösins sitja örn Höskuldsson, sakadómari, Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari, Karl Schutz og Pétur Eggerz, ambassador, sem veriö hefur túlkur og aöstoOarmafiur þýzka rannsóknarlögreglu mannsins þann tfma er hann vann afi lausn málsins. — Timamynd Róbert. Kviksögurnar um Geir- finnsmálið Fyrir réttu ári hvildi Geirfinns- máliö svonefnda eins og mara á þjófiinni. Ungmenni þau, sem nú hafa játafi á sig moröiö, höföu þá látiö uppi, aö þau heföu vitneskju um þaö, og jafnframt bent á fleiri menn sem aöila aö þvl. Getgátu- menn gáfu þeim sögum vængi, aö hér væri risinn upp glæpahringur, sem fengist viö hvers konar ólög- mæta starfsemi, eins og smygl og fikniefnasölu, og kynni þaö aö hafa ráöiö örlögum Geirfinns Einarssonar, aö hann heföi dreg- izt inn i eitthvert slikra mála og þvi þóttráölegast aö ryöja honum úr vegi. Þeim sögum var meira aö segja komiö á kreik, aö einn stjórnmálaflokkanna og ráöa- menn hans væru a.m.k. óbeint bendlaöur viö máliö. Allur þessi söguburöur stuölaöi aö þvi aö skapa óhug og vantrú til dóms- málakerfisins, sem haföi reynzt vanmáttugtumaö upplýsa máliö. Sem betur fer, hefur þetta allt snúizt á betri veg. Starfsmenn sakadóms Reykjavikur, sem unn- iö hafa aö rannsókninni, hafa unniöfrábærtstarf. Þeim varþaö aö þakka, aö „komizt var á spor- iö,” sem leiddi til þess, aö máliö upplýstist. Þó er ekki vist, aö gát- an heföi ráöizt, ef Ólafur Jó- hannesson dómsmálaráöherra heföi ekki átt frumkvæöiö að þvi, aö reyndur þýzkur rannsóknar- lögreglumaöur var fenginn þeim til ráöuneytis og aöstoöar og jafn- framttryggt nægilegt starfsliö til aö vinna aö rannsókninni. Þessi starfshópur hefur vissulega unniö vel og á skiliö miklar þakkir. Honum er þaö aö þakka, aö þetta hörmulega mál, sem áöur var huliö alls konar grunsemdum og kviksögum, hefur nú veriö upp- lýst. Sigur réttar- gæzlunnar Áreiöanlega er þetta mikill létt- ir fyrir þjóöina. Rannsókn Geir- finnsmálsins sýnir, aö dómskerf- inu má treysta, þegar fullnægj- andi er búiö aö þvi. Þaö er enn- fremur upplýst, aö hér var ekki á ferö viötækur glæpahringur, sem gæti orðiö upphaf eins konar glæpaaldar 1 landinu, eins og margir voru farnir aö óttast. Geirfinnsmálið er þó eigi aö siöur sönnun þess, aö nauösynlegt er aö vera á veröi, þvi aö alltaf geta komiö til sögu ólánsmenn i þess- um stil. Þó er þaö, aö máliö upp- lýstist, slikum mönnum til mikill- ar viövörunar. Menn geta áreiöanlega gert sér i hugarlund, hvernig nú væri ástatt, ef máliö heföi ekki veriö upplýst. Þá heföu kviksögurnar fest rætur og saklausir getaö ver- iö dæmdir af almenningsálitinu. Trúin á réttarfarskerfiö heföi oröiö fyrirmiklu áfalli. t kjölfariö heföi getaö fylgt upplausn og aga- leysi. Uppljóstrun Geirfinnsmáls- ins er sannarlega mikill sigur fyr- ir réttargæzluna, álit hennar og tiltrú. En þaö er ekki nóg aö fagna þessum sigri, heldur veröur aö fylgja honum eftir. Þetta hefur dómsmálaráöherra skiliö manna bezt. Hann hefur ekki aöeins lagt fram góöan skerf til þess aö Geir- finnsmáliö upplýstist, eins og áö- ur er vikiö aö. Hann hefur haft forgöngu um aö rannsóknarstarf- iö veröi stórlega eflt með stofnun sérstakrar rannsóknarlögreglu rikisins. Nú er þaö fjárveitinga- valdsins aö sjá ujn, aö þessi nýja stofnun fái nægilegt starfsfé til aö geta valdiö verkefni sinu. Þeirra oröa hins þýzka sérfræöings, sem svo miklu góöu hefur komiö hér til vegar, skyldu menn einnig minnast, aö hann heföi sjaldan kynnzt eins duglegum lögreglu- mönnum og hérog aldrei eins lágt launuðum. Til lengdar helzt ekki á góöum starfsmönnum, nema þeir séu launaöir aö veröleikum. AAerk ræða um dómsmál Bænarskráin, sem Gylfi Þ. Glslason flutti á Alþingi fyrsta þingdaginn eftir jólaleyfiö, gaf Ólafi Jóhannessyni dómsmála- ráöherra tilvaliö tækifæri til aö rekja gang þeirra dómsmála, sem mest höföu veriö á dagskrá aö undanförnu. Ráöherra vék fyrst að morö- málunum. 011 morö, sem hefur orðiö uppvist um á siöasta ári, hafa veriö upplýst. Til viöbótar hafa svo Guömunarmáliö og Geirfinnsmáliö veriö upplýst. Þá vék ráöherra aö nýjustu málunum, sem hafa veriö til um- ræöu. Afplánunarmálinu svo- nefnda og Guöbjartsmálinu. Þaö væri rétt, aö hann heföi veitt Hall- grími Jóhannessyni hlé á afplán- un tiltekinn tima til þess aö hann gæti veriö hjá konu sinni og ungu barni, er illa stóö á. Þetta væri fullkomlega löglegt og heföi margoft veriö gert undir svipuð- um aöstæöum. Hér væri um mannúöleg sjónarmiö aö ræöa og yröi þeim fylgt áfram meöan hann væri dómsmálaráöherra. Um Guðbjartsmáliö væri þaö aö segja, aö þaö væri oröiö tvö mál. Annaö máliö væri handtökumál- iö, en bllstjóri sá, sem ók Guö- bjarti, heföi kært vegna meintrar ólögmætrar handtöku. Slik mál væri skylt aö rannsaka, en Hauk- ur Guömundsson heföi dregizt inn i þaö og veriö lögum og venjum samkvæmt leystur frá störfum á meðan og greidd hálf laun. Ekk- ert væri óeölilegt viö þessa máls- meðferö. Hitt máliö væri svo mál Guöbjarts Pálssonar sjálfs, en þaö væri nú i rannsókn hjá ágæt- um og röggsömum dómara. Næst vék ráðherrann aö mál- um, sem talin eru lúta aö fjár- málalegu misferli. 1 Klúbbmálinu svonefnda væri búiö aö fella undirréttardóm og væri máliö komiö til úrskuröar hæstaréttar. Málflutningur væri aö hefjast i Jörgensens-málinu, en þaö væri elzt þessara mála og væri ekki sizt forsaga þess lærdómsrik. Grjótjötunsmáliö væri komiö til rikissaksóknara til úrskuröar. (Þaö hefur nú veriö úrskuröaö þar). Vátryggingarfélagsmáliö, sem er flókiö og viöamikiö mál, hefur veriö á döfinni siöan 1972, en er nú komiö til saksóknara, og veröurafgreitt þaöan innan nokk- urra mánaöa. Rannsókn i Al- þýöubankamálinu er einnig lokiö og er þaö nú hjá saksóknara. Þetta er stórt mál og getur tekiö tima aö afgreiöa þaö, þar sem þaö er nýrrar tegundar og gæti þvf oröiö fordæmismál. Seinvirk, en vönduð t lok ræöu sinnar, vék dóms- málaráöherra aö ávisanamálinu svonefnda og deilum, sem heföu risiö milli rannsóknardómara og sakadómara um þaö, hvort tak- marka ætti máliö meö því, aö falla frá ákærum á einhvern þeirra 17 manna, sem Seðlabank- inn heföi kært. Ráöherrann sagöi þaö skoöun sina, aö ekki ætti aö takmarka rannsóknina, heldur aö láta mál allra umræddra manna ganga til dóms og fá þannig full- komlega úr þvi skorið, hvort þeir hafa unniö til sektar eöa ekki. Eftir þetta yfirlit, vék ráöherr- ann nokkrum oröum aö þeim árásum sem dómstólar heföu oröiö fyrir aö undanförnu. Hann kvaöst viöurkenna, aö málsmeö- feröin væri allt of þunglamaleg og þyrfti a ö veröa skilvirkari og taka skemmri tima. „En ég held”, sagöi ráöherrann, „aö hún sé vönduö og aö menn geti treyst þvi, aö saklausir menn veröi ekki dæmdir hér á landi og þaö er höfuöatriöiö.” Þaö væri illt verk aö reyna aö veikja traust manna á réttarkerfinu og dómstólakerf- inu. Hitt væri nauösynlegt, aö reyna aö styrkja dómstólana og gera þeim auöveldara aö leysa hin ábyrgöarmiklu störf þeirra af hendi. ,,Þaö er veröugt markmiö aö keppa aö,” sagöi ráöherrann. „Ég tel mig hafa verið aö vinna aö þvi.” Á villigötum Fyrir nokkru birtist I VIsi at- hyglisverö grein eftir Hörö Einarsson hæstaréttarlögmann, sem staöiö hefur framarlega i félagsstarfi Sjálfstæöismanna i Reykjavik. Hann ræöir þar eink- um ásakanir, sem hefur verið beint aö undanförnu gegn þeim Einari Agústssyni og Ólafi Jó- hannessyni i sambandi viö af- plánunarmál Hallgrims Jó- hannessonar. Hér aö framan er vitnaö til ummæla, sem ólafur Jóhannesson lét falla um þetta mál á Alþingi. Heröi Einarssyni farast svo orö um þá ákvöröun Ólafs aö veita hlé á afplánun vegna veikinda á heimili, aö hún sé I „samræmi viö framkvæmd margra dómsmálaráöherra, m.a. framkvæmd þeirra fyrirennara Ólafs i dómsmálaráöherrastarfi, sem enginn bregöur nú um óhlut- vendni.” Einari Ágústssyni sé hins vegar gefiö þaö aö sök, aö hann hafi fariö þess á leit aö af- plánun væri frestaö i tvo daga, vegna sérstakra aöstæöna Hall- grims. Höröur Einarsson segir, aö ekkert sé viö þessi afskipti Einars aö athuga og færir fleiri ástæður þvi til sönnunar. Höröur segir i greinarlokin, aö þaö sé uggvekjandi, aö þaö séu slikar ásakanir og brigzl, sem beri nú einna mest á I umræðum um is- lenzk þjóöfélagsmál. Hann kallar lika grein sina: Stjórnmálabar- átta á villigötum. Afskipti Einars Höröur Einarsson færir eftir- greind rök fyrir þvi, aö umrædd afskipti Einars Agústssonar hafi ekki veriö neitt athugaverð: „I fyrsta lagi er ekki annaö aö sjá en viökomandi yfirvald hafi veriö búiö aö ákveöa aö veita einnar viku viöbótarfrest á af- plánuninni, sem ekki var liðinn, þegar Einar Agústsson baö um tveggja daga frestinn. I ööru lagi var Einari Ágústs- syni, þó aö hann sé utanrlkisráð- herra, þaö fullheimilt sem hverj- um öörum borgara, er vildi veita ólánsmanni nokkurt liösinni, aö snúa sér til þess yfirvalds, sem meö málefni hans haföi aö gera I þvi skyni aö biöja honum tíma- bundinnar vægöar, ef þaö ekki skaöaöi almannahagsmuni. Og þó aöyfirvaldiö heföioröiö viö beiöni utanrikisráöherra, heföi ekkert þurft aö vera viö þaö aö athuga. Viökomandi yfirvaldi var þaö i sjálfsvald sett hvort þaö sinnti beiðninni eöa ekki, en á þaö virö- ist ekki einu sinni hafa reynt i þessu tilviki. Þeir menn, sem ekki hafa bein I nefinu til aö segja hik- laust „nei” viö ráöherrabeiöni, semþeir telja óeölilega, eiga ekki aö sitja i ábyrgöarstöðum, sizt af öllu I dómarasætum. 1 þriöja lagi hefur þvi ekki einu sinni verið haldiö fram, aö af hálfu Einars Agústssonar hafi nokkrum þrýstingi veriö beitt, er hann bar fram erindi sitt, heldur aöeins, aö hann hafi boriö fram tilmæli. 1 fjóröa lagi ætti svo ekki aö skaða, aö menn leiddu almennt hugann aö þvi, hvort nokkuö sé viö þaö aö athuga, aö stjórnmála- menn frekar en aörir reyni aö greiöa götu náunga sins. 1 þessu efni er aö visu sem oft endranær vandrataö meöalhóf, og stjórn- málamenn veröa sérstaklega aö gæta þess, aö ekki veröi af þeirra hendi um óeölilega ivilnun eöa mismunun aö ræöa. Og vissulega erþaömanneskjulegri framkoma aö rétta þeim samborgurum hjálparhönd, sem i erfiðleikum eru staddir, heldur en aö nota áhrifastööur sinar til aö níöast á samborgurum sinum. Hinum mörgu litilmögnum i þjóðfélaginu — og oft jafnvel öörum — hvar i stjórnmálaflokki sem þeir standa, veitir sannarlega oft og tiöum ekki af þvi aö geta leitaö liösinnis hjá þeim, sem meira mega sin”. Tekjuskatts- frumvarpið Rétt fyrir jólin lagöi rikis- stjórnin fram á Alþingi frumvarp til nýrra tekjuskattslaga, sem Matthias Mathiesen haföi látiö undirbúa. Frumvarp þetta felur i sér margar breytingar frá nú- gildandi lögum. . Margar þeirra eru vafalitiö til bóta, en aörar ekki. Sökum þess, aö rétt þótti aö leggja þaö fram fyrir jólin, vannst rikisstjórninni ekki timi til aö taka afstööu til ýmissa þátta þess og heldur ekki þingmönnum stjórnarflokkanna. Frumvarpiö var þvi flutt meö fyrirvara um mörg atriöi bæöi af hálfu rikis- stjórnarinnar sjálfrar og þing- flokkanna. Þess vegna er enn ósýnt hver veröa afdrif margra þeirra breytinga, sem felast i þvi. Ýmsir kunna að telja þaö óeölileg vinnubrögö, aö rikisstjómin og flokkar hennar hafi ekki fast- bundið öll meginatriöi frum- varpsins áöur en þaö er lagt fram, en slikt væri þó hvorki lýöríeöislegt eöa þingræöislegt. Þegar um slik stórmál er aö ræöa, er eðlilegt aö almenningisé gefinn kostur á að kynna sér meginþætti þeirra og segja álit sitt á þeim áöur en þeim hefur veriö ráöiö til lykta og þingmenn geti haft hliðsjón af þvi áöur en þeirtaka endanlegar ákvaröanir. Einnig er rétt, aö stjórnarand- staöan fái nægan tima til aö kynna sér málavexti, en æskilegt er aö um mál, eins og beina skatta, geti náöst sem viötækast samkomulag, svo aö ekki sé veriö að hringla meö þau viö hver stjórnarskipti. Þess vegna var vafalitiö rétt ráöiö aö leggja frumvarpiö fram fyrir jólin, þótt mörg atriöi þess séu enn ekki endanlega ákveöin. Þetta hefur lika þegar borið þann árangur, aö komiö hafa fram ýmsar athyglis- veröar athugasemdir og ábend- ingar og er vafalitiö von á fleiri. Skattar og láglaunafólk Umræöur þær, sem uröu um skattamálin á siöastliönu sumri eftir aö skattskrámar voru birt- ar, sýndu ótvirætt aö mikil þörf er á lagfæringum á tekjuskattslög- unum. Þrátt fyrir allar aögerðir af hálfu löggjafans og skattayfir- valda, hefur meira og meira sótt i það horf, aö tekjuskatturinn væri fyrst og fremst skattur á launa- mönnum. Erfiöleikarnir viö aö koma I veg fyrir þaö viröast alltaf aukast. Ólafur Jóhannesson for- maöur Framsóknarflokksins, hefur flestum fremur vakiö athygli á þessari staöreynd. 1 nýja skattafrumvarpinu er enn reynt aö ráöa nokkra bót á þessu, enþauákvæöi frumvarpsins, sem miöa aö þvi, hafa sætt hvaö mestri gagnrýni. Þáö er þvi hætta á, aö áfram leggist tekjuskattur- inn einkum á launamenn. Framhjá þessari staöreynd er ekki lengur hægt aö ganga. Meö þessu er ekki veriö aö segja aö tekjuskattinn eigi aö leggja niöur, en i heild veröur aö haga skattakerfinu þannig, aö launa- menn séu ekki verr settir en aör- ir. Bæöi af þeirri ástæöu og fleiri er vafalitiö kominn timi til, aö róttæk athugun veröi gerö á öllu skattakerfinu, sem aö verulegu leyti varö til, þegar þjóöfélags- hættir voru aörir en nú. Þaö þarf vel aö athuga, hvernig skattbyrð- amar ná sem réttlátlegast til allra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.