Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 6. febrúar 1977 Og þá var mengun lesendur segja fyrst fiski að fjörtjóni í íslenzku fjallavatni Samkvæmt tlmatali manna var áriö llklega 1949. Seint I ágústmánuði. Hann hafði gengið á meö suð-austan skúr- um siðustu daga og það var drjúgt vatn I Kópavogslæknum. Mönnum var það hulið hvaðan hún kom. Ef til vill hefur hún svamlað um sundin og Fló- ann frá árinu áður, sjóbirtings- torfan, sem þennan dag fékk boð frá forystu-birtingnum, um aö gjöra skyldi innrás upp I land, um ljúfan, ferskan straum einhverrar ár eða lækjar. Forystufiskurinn var vel á sig kominn og fagur, góð tvö pund. Hinir flestir eða allir um pund, gott eða slakt. Stefnan var tekin á landið og forlögin höguðu því þannig að Kópavogslækuririn varð fyrir valinu. Torfan svamlaöi I fyrstu ofurlitiö f blöndunni við ósinn en svo kom kallið frá foringjanum frækna og rennt var upp i strauminn. Um nokkurn tima undi torfan sér vel i læknum. Ef til vill voru það tvö dægur, eða þrjú, sem lifsins var notið. En þá uröu fyrstu birtingarnir varir við breytingu. óvinur þrengdi sér að og náði heljartökum, án þess að gera boð á undan sér og án þess að sýna nokkur þau vopn er þekkjast mættu. Þeim fór að daprast sundið. Það varð erfitt að ná lofti I gegnum tálknin og magnleysi setti að. Loks uröu birtingarnir að gefast upp I baráttunni við strauminn, leita sér að lygnum vikum viö landið og setjast þar að til hinztu ból- festu. - Daginn þann þóttust manna börn hafa himinn höndum tekið, þegar þau gátu tlnt silfraða sjó- birtinga úr læknum, með hönd- unum einum saman. Fjörutfu voru dregnir á land upp, þar á meðal foringinn! En mannanna börn eru jafnan forvitin og þau vildu ekki aðeins njóta happsins, heldur einnig leita orsaka þess að birtingarnir glötuöu lífi sínu, án sýnilegra ástæðna. Þvi var komið boðum um undur þaö sem mennirnir kalla sfma, til manns, er kom- inn var til þroska og ætlað var að gæti leyst úr. Þegar á staðinn kom var maður sá í fyrstu jafn ráðvilltur og börnin, en þar sem I augum lá uppi að eitthvað verulegt hafði fariö úrskeiðis, lyfti hann birtingi einum og tók til nánari skoðunar. Ekkert var að sjá að utan, sem bent gæti til dauðaorsakar. Ekkert heldur f kjafti, Það var ekki fyrr en kjamma fisksins var lyft og tálknin skoðuð, að gátan var ráðin. Tálknin voru full af hvftum kornum, sem maðurinn gat siðar rakið til Eiskvinnslustöðvar, sem þá nafði, ekki alls fyrir löngu verið íomið fyrir skammt frá lækn- jm. Þar leyndistóvinurinn, sem íæddist að birtingnum og drap in miskunnar og markmiðs, ijörutlu glæsta fiska. Það var I fyrsta sinn að meng- m I vatnsfalli á Islandi varð 'iski aö bana, en ekki hið slð- ista. Og nú er deilt um þaö, meðal nanna, sem frá örófi alda hafa I iroka sínum tekið sér vald yfir irlögum annarra dýra, hvort lafi meiri rétt á ánum við Eteykiavík, Elliðaánum, fiskur- inn eða maöurinn. Þar svamlar laxinn að landi jg stefnir upp I strauminn. Þar íafa margir átt ánægjustundir, t gllmu við frækinn fisk. Þar oefur laxinn átt llfsrétt til þessa. En þar hefur einnig verið gerð innrás, þvl maðurinn hefur komið auga á nýtt notagildi við ósa ánna. Þar tróna bátar og sigla um. Skiptir þar mennina engu þótt þeir fæli laxinn á brott, þvi maðurinn hefur tekiö sér réttinn, sem þó var gefinn laxinum af þeim sem skóp bæöi menn og lax. Er þess engin von að árnar þær arna fái að halda sér? Er þess engin von að mað- urinn stfgi eitt augnablik ofan af hrokastalli sínum og hugi að umhverfi sfnu? Er markmið það eitt að útrýma? Eitt af stórskáldum mann- anna, Matthias Jochumsson, orti eitt sinn: Þrumu volegir á virkis-tindi hamra hersis haukur og örn,- slitu höggdofa og úr háfjalli p fyrir flugbjarg að foldu steyptust J Þangað, er snúðhart sneru laxar stóriðu vað stæltum sporði en kastharðan, kvikan fisk hremmdi hræmár með heiftarkló. Hræmárinn beitti heiftar- klónni sér til llfsviðurværis, samkvæmt lögmálum náttúr- unnar. En heiftarkló sú er mað- urinn beitir við Elliðaár, er I hróplegu ósamræmi við þau lög- mál. Er ekki mál að linni? — Hjalti — Bagginn á þjóðfélaginu Þetta er ljót setning sem oft heyrist sögð um bændastéttina. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað hjá þeim, sem þannig tala. Þeir virðast einbllna á það, aö bændur fái styrki til alls og ég tala nú ekki um öll lánin. Bændur fá lán, vlst er það, en þiö skuluð ekki láta ykkur dreyma um að það þurfiekki að endurgreiða þau. Og sá bóndi sem hefur staðið I framkvæmd- um og fengiö lán, en getur svo ekki staðið f skilum með afborg- anir, fær að finna fyrir þvf, eins og hver annar. Nú berjast bændur fyrir bætt- um kjörum og hefði sú barátta mátt hefjast fyrr — en betra er seint en aldrei. Frá mlnum bæjardyrum séö, eru það fyrst og fremst stjórnvöld, sem eiga að móta landbúnaöarstefnuna svo að til sllkrar baráttu þurfi ekki að koma. Þvi hvar væri islenzka þjóðin stödd ef engir bændur væru. Það ætti að vera stolt og metnaðarmál stjórnvalda og al- mennings, aö þeir fáu bændur, semílandinu eru, framleiða all- ar þær landbúriaöarvörur, sem þjóðin þarf, og hægt er að fram- leiða hér á landi — en það er meira en sagt verður um marg- ar aðrar þjóöir. Takmarkið hjá þeim þjóðum, er aö geta það enda er ekki litið á bændur þar sem einhverja ómaga. Þar er það virðingarstaða að vera bóndi — en hér er hann bara bóndi. Heyrzt hefur að bezt væri að leggja bændastéttina niður. En hvað yrði þá um þessi 70-80% þjóðarinnar, sem vinna beint og óbeint I sambandi við land- búnaðinn? Ég er hrædd um aö öngþveiti mundi heldur betur skapast á vinnumarkaöinum. Það er tlmi til kominn að kaupstaöarbúar geri sér grein fyrir þvi, að án landbúnaðar þrífst ekkert þjóöfélag. Og um fram allt, að hafa það I huga að það er fleira sem flutt er út en fiskur. Hvað um alla skinna og ullarvöruna sem flutt er út, full- unnin og skapar gjaldeyris- tekjur fyrir þjóðina? En þvi miöur eru skinn og ull flutt út óunnin, og á það ekki — að mlnu mati — að eiga sér staö. Við eigum að fullvinna alla þá vöru, sem seld er til Utlanda. Enda vita allir og fer ekkert á milli mála að islenzkar skinna- og ullarvörur eru á heimsmæli- kvarða — og sést það bezt á verði þeirra erlendis. Hvað er það svo sem bændur fá fyrir að framleiöa þessi verð- mæti: Þeir fá 5-600 kr. fyrir 1 stk., gæru og rúmar 400 kr., fyrirhvertkg. af ull. Þetta er að sálfsögðu til háborinnar i skammar fyrir þá sem ákveöa verð á landbúnaöarvörum. Þeir eiga fyrst og fremst að hugsa um hag bænda, þvl af bændum eru þeir kosnir til að sjá um hagsmunamál sln. En þvf miður finnst mér þeir ekki starfi slnu vaxnir. Þvl að bændur fá ekki þau laun sem þeir eiga að fá, samkvæmt lögum, vegna þess að alltaf er látið undan. Það á að lækka kjötverðið en hækka verð á gærum og ull, og umfram allt að draga úr milli- liðakostnaði. Margir neytendur halda að bændur mali gull. Svo kann að vera að vissu marki, rétter það. Þeir eru sjálfs sin húsbændur, yrkja sitt land njóta náttúru- fegurðar lands sins, eru ekki háðir ysi og þysi bæjarlifsins, og þar af leiðandi lausir við þann menningarsjúkdóm, sem heitir streyta. Þetta er gulls igildi. Enda ekki ófyrirsynju að borgarbúar keppast við að koma út I sveitirnar f frlum sín- um. En ekki er nú llf bænda ein- tómur dans á rósum f hinni guðsgrænu náttúru, þvi fer fjarri. Bændur þurfa nefnilega lika að lifa eins og þeir I kaupstööunum. Hrædd er ég um að kaupstaðarbúa þætti mikið að greiða frá 10-15% hærra vöruverö en hann greiöir nú. En þetta má nú margur bóndinn búa við. Svo það er kannski ekki óeðli- legt aö þeir vilji fá það kaup sem þeim ber að fá. Og eitt er vist að engin stétt I landinu mundi láta það viðgangast að haldið væri eftir af launum þeirra 20-30% eins og átt hefur sér staö um áraraðir hjá bænd- um. 1 dag eru bændur uggandi vegna þess, hve gffurlega kostnaöur við búin hefur aukizt svo að endar ná vart saman. Þyngsti bagginn er áburðar- kaupin, en áburður hefur marg- faldazt I verði undanfarið. Annar þungur baggi er fóður- bætirinn. Og verður hann sjálf- sagt mörgum bóndanum öþæg- ur ljár i þúfu, þetta árið eftir alla óþurrkana I sumar. Hins vegar verður það aldrei ofbrýnt fyrir bændum að verka meira I vothey en gert hefur verið og mundu þeir þá sjá að fóðurbætisbagginn yröi ekki eins átakanlegur og hann er um þessar mundir hjá þeim, sem eru með illa verkuð þurrhey. Þarna tel ég að ráðunautar þufi að koma miklu meira við sögu en þeir hafa gert. Kynna bændum á sinum umráða- svæðum votheysgerð og sýna fram á reynslu þeirra, sem heyjað hafa á þann hátt árum saman. Þvl oft má læra af reynslu annarra. Ég hef áður ritaö pistil um votheysverkun og ætla þvi ekki að fara frekar út I þá sálma hér. Að lokum þetta: Mig langar til að beina þvl til stjórnvalda, að þau efli land- búnaðinn á Islandi eins og frek- ast er kostur og þar má ekkert til spara, svo er þaö stjórnvalda aðkveða niður raddir, sem vilja landbúnaðinn feigan. Þvl hvað er þjóð án öflugs landbúnaðar? — Ekkert — Bændastéttin er ekki baggi á þjóðfélaginu, heldur máttarstólpi þess. Veöurbarin bóndakona úr Dölum Útgófa skipstjóra- og stýrimannatals NO hefur veriö hafin undir- búningur að útgáfu skipstjóra- og stýrimannatals, er mun miðast viö stofnun Stýrimannaskólans I Reykjavlk 1891 og fiskimanna- próf þau, er Fiskifélag lslands sá um frá 1918 til 1938, ásamt þeim er útskrifazt hafa frá Stýri- mannaskólanum í Vestmanna- eyjum frá stofnun hans. Nokkuö hefcr undanfariö verið skrifað um útgerð og aflabrögö hér á landi, svo sem Sjómanna- sögu eftir Vilhjálm Þ. Glslason, er skráð var I tilefni af 50 ára af- mæli Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Aldan. Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson, rithöfund. Skipstjórar og skip eftir Jón Eiriksson, skipstjóra, ásamt fleiru, þar sem getið er merkra skipstjórnarmanna, er voru tengdir skipstjóm og útgerð. Reiknað er með, aö rit þetta geti orðið nokkurs konar upp- sláttarrit, er verði skráð eftir stafrófsröð, með formála um leið- sögu á fyrri tíð, áttavitanum og aödraganda að stofnun Sjó- mannaskóla Islands. Sendir hafa verið út spurninga- listar til flestra skráðra meðlima I skipstjóra- og stýrimannafélög- um landsins, og hafa nú þegar verið skráð 570 nöfn. Ljóst er, aö það verður mikið starf, sem ligg- ur á bak við útgáfu sem þessa, og má ekki seinna vera, þvf alltaf verður erfiöara um gagnasögnun eftir þvl sem timar llða: Það ættu allir, er þetta mál skiptir að leggjast á eitt um aö létta undir um fyrirgreiðslu og framgang þessa máls, þar sem hér er um að ræða mjög merkt framtak, er mun geyma góðar heimildir fyrir sjómannastéttina. Að útgáfunni standa Ægisútgáf- an, Guðmundur Jakobsson og Guðmundur H. Oddsson, skip- stjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.