Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 6. febrúar 1977 25 Bandalag háskólamanna: Athugasemdir um skattamál I frumvarpi um tekjuskatt og eignaskatt, sem lagt var fram i desember s.l. virðist reynt að koma til móts við þá gagnrýni, sem uppi hefur verið. Þessari gagnrýni verður þó ekki mætt með breytingum á skattalögum eingöngu, heldur fyrst og fremst með stórauknu skattaeftirliti. Tekjuskattur hefur aö verulegu leyti brugöizt sem tekjujöfnunar- tæki vegna skattsvika, skattfrels- is veröbólgugróða og aðstöðu- munar skattgreiðenda skv. skattalögum. BHM telur þvi óhjá- kvæmilegtviö óbreyttar aðstæður að minnka vægi tekjuskatts i tekjuöflun hins opinbera. Eðlileg- ast er að minnka vægi tekjuskatts á þann hátt að hækka verulega skattleysismörk. Ein veigamesta stefnubreyting nýja frumvarpsins er að sameina álagningastofn útsvars og tdcju- skatts og veröur það aö teljast æskilegt. Sú leið er valin I frum- varpinu aö færa tekjuskattsstofn nær útsvarsstofni. Viö skattlagn- ingu ber að leggja greiðslugetu til grundvallar, og er þvi skatt- stofn, sem liggur nær núverandi tekjuskattsstofni eðlilegri. 1 greinargerö frumvarpsins kemur fram, að stefnt er að ein- földun skattalaga og álagningar- reglna, þó slikt sé æskilegt má það ekkivera á kostnaö réttlætis. Þá meginkröfu verður aö gera til skattalaga, aö þau deili skatt- byrðinni sem réttlátast á þegnana þannig, aö þeir, sem meiri greiöslugetu hafa, greiöi meira. BHM leggst gegn þeirri stefnu skattalagafrumvarpsins að breyta frádráttum i afslætti. Dregur bandalagiö 1 efa, að um- rædd breyting sé til þess að ein- falda skattalögin, eða sé nauð- synleg forsenda þess að taka megi upp staðgreiðslukerfi skatta. BHM er þvi mótfallið aö breyta flestum gildandi frádrátt- arliðum i einn staðlaðan launaaf- slátt. Vill bandalagið vekja at- hygli á þvi að hér er i raun aöeins um dulbúna breytingu á skatta- stiganum aö ræða sem opnar leið til niðurfellingar allra frádráttar- liða. Tilgangur frádráttarliða er aö öllu jöfnu sá, að taka tillit til greiöslugetu skattþegnanna og telur BHM þvi, að þeir hafi flestir átt fullan rétt á sér. Rétt er aö benda á að verulegri einföldun má ná í framtölum, þótt allir frádráttarliðir giidandi laga séu látnir haldast. Þetta má gera með þvi að taka upp staðalfrá- drátt þannig að sé summa ein- stakra frádráttarliöa lægri eða jöfn staðalfrádrætti skal hann tal- inn fram, en einstökum liöum sleppt. Veröi summan hins vegar hærri en staðalfrádrátturinn megi telja einstaka liði fram. Varöandi niðurfellingu ein- stakra frádráttarliða vill BHM vekja athygli á eftirfarandi varð- andi námskostnað og vexti: a) I frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að námsfrádráttur vegna náms eftir 20 ára aldur falli niður. Þetta getur BHM ekki sætt sig viö. Ljóst er, aö námsmenn hafa verulegan kostnaö af námi sinu og er þaö að miklu leyti fjármagnað með verðtryggð- um lánum. Að loknu námi þurfa þeir að greiöa niöur lán- in og er óviðunandi, að slíkt flokkist undir venjulega neyzlu. b) Skv. frumvarpinu verður veittur vaxtaafsláttur i stað vaxtafrádráttar áður og nem- ur hann 25% af vaxtakostnaði. Ljóst er, aö i þeim tilvikum sem vaxtafrádráttur áöur nýtt- ist i hæsta skattaþrepi, sem er 40%, veröur aukning álagðs tekjuskatts 15% af vöxtum. Með skeröingu á frádráttar- bærum vaxtakostnaði mun flestum reynast erfitt ef ekki ómögulegt að fjármagna eigiö ibúðarhúsnæði. BHM telur þvi aö vextir eigi almennt að vera frádráttar- bærir sem áöur, en skattaaf- sláttur vegna þeirra skuli ekki tekinn upp. BHM tekur afstöðu gegn þeirri aðferö við skattlagningu hjóna sem er að finna i frumvarpinu. BHM telur óviðunandi og óviðeig- andi, að á sama ári og samþykkt voru lög um jafnstöðu karla og kvenna, skuli lagt fram frum- varp, sem eykur almennt skatt- byröi hjóna þar sem bæði afla tekna og mun þvi fyrirsjáanlega letja konur til að afla tekna og þá um leiö liklega til að afla sér menntunar. Einnig vill BHM benda á, aö tekjuhelmingaskipti koma fyrstog fremst til lækkunar skatta hátekjumanna, þar sem konan aflar ekki tekna utan heim- ilis. Hvetur bandalagið til þess að i staö tekjuhelmingaskipta verði tekin upp sérsköttun séraflafjár með millifærslu ónýtts persónu- afsláttar. Viðurkenndur og sann- anlegur kostnaöur við öflun tekna veröi frádráttarbær. Bandalagið hvetur til að barnaafsláttur veröi hækkaður verulega en það mun koma öllum foreldrum vel hvort sem báðir eöa annar afla tekna. 50% frádráttur tekna eiginkonu hefur veriö gagnrýndur talsvert, enda getur hann i sumum tilfell- um veriö mjög óréttlátur. Sé ekki talið fært að taka upp sérsköttun að svo stöddu, mætti e.t.v. halda 50% reglunni, en sniba af henni vankantana. Ekki er samræmi I meðferð frumvarpsins á verðbólguágóða. I vissum tilvikum er skattaðiium leyft að njóta hans án þess að til skattlagningar komi en i öðrum er hann skattlagður óbeint. Þegar hagnaður af sölu fast- eignar er reiknaður skv. frum- varpinu er tekiö tillit til verð- breytinga og þannig komið i veg fyrir aö skattþegn þurfi að greiða skatt af óraunverulegum ágóða og er þaö vel. Hins vegar er ekki tekið tillit til þess hvort fjár- mögnun fór fram meö verð- tryggðum eða óverötryggðum hætti, en það skiptir öllu máli 1 út- reikningi á raunverulegum ágóöa. Skv. frumvarpinu er söluverö lausafjár fært til lækkunar á bók- færöu veröi, sem siðan er stofn til útreiknings afskrifta. Með þess- um hætti er söluhagnaður skatt- lagöur óbeint i formi lækkaöra af- skrifta. Sá söluhagnaöur getur verið bæöi raunverulegur og óraunverulegur og fer þaö eftir fjármögnun. BHM vill benda á, að vandamál vegna áhrifa veröbólgunnar er ekki hægt aö leysa meö ákvæöum um afskriftir. Hvetur bandalagið til þess að afskriftir veröi sem eðlilegastar og tekiö veröi tillit til verörýrnunar skulda. Frumvarpiö gerir ráð fyrir, að þeim einstaklingum, sem stunda eigin atvinnurekstur eöa sjálf- stæða starfsemi skuli reiknuö laun, aö þvi marki, sem þeir hefðu haft ef þeir hefðu starfað hjá óskyldum aöila. Meb þessum hætti á að tryggja að allir ein- staklingar með atvinnurekstur greiöi tekjuskatt. Ljóst er að þessihátturskiptirengu máli fyr- irþá, sem taisveröar tekjur hafa ár hvert af rekstri sinum. Hins vegar hlýtur aö teljast vafasamt að reikna einstaklingi tekjur og láta hann greiða skatt af þeim, þó sannanlega hafi hann engar tekj- ur haft. Ljóst er að sá vandi sem við er aö etja veröur ekki leystur meö þessu ákvæði. Að framanrituöu má ljóst vera að BHM getur ekki mælt með samþykkt frumvarpsins enda þótt einstök atriði, svo sem aö flokka skattsvik með öðrum auðgunarbrotum, séu til bóta. SeiRUM Slitnir dempa geta kostað þig meira en peninga Akið ekki á slitnum dempurum - þeir eru hættulegir: AUGLJÓS HÆTTUAAERKI: Lauur festingar. Lekir demparar. Rispaftar og tæröar stimpilstangir. Bognar stimpilstangir. —13LOSSB— Skipholti 35 * Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa' Sólus votheysvagn með grindum og mykjudreifara og sláttu- kóngur með sýrudreifingar útbúnaði, sem nýtt. Upplýsingar i sima 12983. ( Verzlun & Þjónusta ) fÆ/Æ/Æ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR t t Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, % borun og sprengingar. Fleygun, múr- 5 2 brot oa röralaanir 5 2 r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/j^ f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æj'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ brot og röralagnir. Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 'i l 1 2 2 2 5 2 \ i Blómaskreytingar pípulagningameistari t t .« .... , Símar 4 40 94 & 2 67 48 J J Vlð Oll tæklfæri uúiannii. n , *• 'i \ Blómaskáli Brev,m9ar í. | MICHSLSEN l Y , - V Y ^ ^ Hveragerði • Sími 99-4225 ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/á ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Vanc/fdf/rblECh v ve,/° jack Þessar fróbæru snyrtivörur fást í öllum helztú verzlunum landsins Efnaverksmiðjan Atlas h.f. Sími 2-70-33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.