Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. febrúar 1977 n Þróun landbúnaðar IV Ræktun beitilands á láglendi hefur vaxiö ört. Framræsla mýra og áburður á úthaga auka afrakstur landsins verulega. Myndin erfrá beitartilraunum I Alftaveri. — Ljósm: Jónas. Ný hlaba. Bændur reisa nú stærri og vandabri byggingar en ábur, enda þörfin ab sama skapi meiri. — Ljósmynd: Jónas. .. ..... . H FRAMLÖG eða sjá fyrir. Hvort sú stefnir til of mikillar framleiðslu eins og ýmsir óttast, skal svo ósagt látið, en augljöst er að gagn- vart þvi væri eölilegra aö beita öðrum ráðum en að draga úr þeim stuðningi við ræktun og aðra undirstöðu framleiðslunn- ar á venjulegum fjölskyldubú- um. 1 eftirfarandi kafla eru rak- in i stuttu máli hvaða framlög það eru, sem landbúnaðurinn * nýtur svo og hvaða lánamögu- leika bændur hafa: Framlög og lán til landbúnaðarins Fra m lög e ru veitt t il j arða- og húsabóta samkvæmt ákvæöum jaröræktarlaga (nr. 79/1972). Framlögin eru bundin verðlagi og hækka annað hvort eftir visi- tölu er sýnir breytingar á til- kostnaði viðkomandi fram- kvæmda, jarðræktarvisitölu og visitölu fyrir byggingarkostnað útihúsa, eða þau eru ákveöinn hundraðshluti kostnaðarverðs, Framlög sem eru ákveðinn hluti kostnaöar eru: Vélgrafnir skurðir, 70% viðurkennds kostn- aðar, plógræsi 75%, vatnsveitur 50% kostnaöar. Rikisstuðningur við vatns- veitur i þéttbýli hefur lengi ver- ið veittur á vegum félagsmála- ráðuneytis. Það var eftir langa baráttu, að hliðstæður stuðning- ur til vatnsveitna á sveitabæi fékkst með breytingum á jarð- ræktarlögum 1972. Til ræktunar svo sem nýrækt- ar, endurvinnslu túna, grænfóð- urræktar og hagaræktar og girðinga eru framlög bundin visitölu. Þau framlög nema frá ca. 10-38% af áætluðum meöal- framkvæmdakostnaöi, en hann er mjög breytilegur eftir-að- stæðum. Framlög tilhúsabóta eru veitt út á: þurrheyshlöður, votheys- hlööur, áburðargeymslur, garð- ávaxtageymslur, verkfæra- geymslur og súgþurrkunar- kerfi. Framlög þessi nema eftír áætlun Byggingastofnunar frá 5-30% af meðalkostnaðarverði. Til byggingar ibúðarhúsa á lög- býlum er veitt framlag að upp- hæð kr. 120.000. Lán til framkvæmda i land- búnaði eru veitt af Stofnlána- deild landbúnaðarins, sem starfar eftir lögum nr. 68/1973. Upphæð lána má vera allt að 60% af áætluðu kostnaðarverði. Njóti framkvæmd framlags samkvæmt jarðræktarlögum, lækkar lánið sem svarar fram- laginu. Lánakjör á helztu fram- kvæmdum eru sem hér segir: Fjós og fjárhús 60% af mats- verði, lánað mest til 20 ára með 10% ársvöxtum. 1/4 lánsupp- hæðar er verðtryggður með visitölu byggingakostnaðar. Til haughúsa og áburðarkjallara eru lánuð 40% og 30% af mats- verði. Til mjaltakerfa og mjólk- urtanka eru lánuð 50% af mats- verði til 8 ára, en það eru einu lánin sem veitt eru til vélbúnað- ar i þessum útihúsum. Þurr- heyshlöður, 55% lán til 20 ára, 25% verðtryggt og 10% vextir. Votheyshlööur, 50% lán með sömu skilmálum og þurrheys- hlöður. Hesthús, gróðurhús, svínahús og hænsnahús með búrum njóta 50% lána, verð- trygging er á 1/2 láni til þriggja þeirra siðasttöldu. Út á nýjar dráttarvélar er lánað 40% af kostnaðarverði til 6 ára, að hálfu gengistryggt. Takmörk eru á þvi hvaö bændur fá oft lán til dráttarvélakaupa. Lánað er 30% verðs út á þungavinnuvélar til 6 ára, lánin eru aö 1/4 verð- tryggð og aö 1/4 gengistryggö. Vextireru 10% af verðtryggðum lánum. Til ibúðarhúsa eru veitt lán, sem bundin hafa verið við sömu upphæð og lán Húsnæðismála- stjórnar, nú 2,3 milljónir (1976). Verðtrygging (byggingarvisi- tala) er á 40% lánanna. Þau eru lengst veitt til 27 ára. Hliðstæö lán eru veitt til stækkunar og meiri háttar viðgerða á eldri húsum. Lifeyrissjóður bænda veitir núsjóðfélögum 600.000 kr. lánút á ibúðarhús á lögbýlum. Bústofnslán eru veitt til kaupa á sauðfé og nautgripum allt að 200 kindum eða 10 kúm, til 6 ára. Lánsupphæð er miðuð við skatt- matsverð. Fjármagn kemur úr lifeyrissjóði bænda. Jarðarkaupalán eru veitt af Veðdeild Búnaðarbankans og er hámark þeirra nú kr. 800.000. Astæöa er til að benda á, aö lán og stuðningur til ibúðarhúsa i sveitum, þ.e. á lögbýlum, þar með töldum iönaðar- og þjón; ustubýlum, koma úr sjóðakerfi landbúnaðarins og eru þvi talin með þegar rætt er um hlutdeild atvinnuvegarins i fjárfestínga- lánum þjóöarinnar. Þessu er hins vegar ekki svo farið um aöra atvinnuvegi. Búvörugjald að upphæð 1% af grundvallarverði er tekið af tekjulið bænda og svarar það til 4-5% hærri raunvaxta, sem bændur greiða af lánsfjár- magni. A mynd 21 er sýnt hver hlutur rikisframlaga og lána frá Stofn lánadeild landbúnaðarins hefur verið i f jármunamyndun i sveit- um á árabilinu 1955-1975. Tafla 3 sýnir fjármunamyndunina. Framleiðnisjóöur landbúnað- arins var stofnaður með lögum árið 1966. Hlutverk sjóðsins skyldi vera að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar i landbúnaði og til atvinnurekstrar á bújörðum. Mátö jöfnum höndum styrkja rannsóknir og framkvæmdir er miðuðu að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar. Fyrstu fjögur árin, sem sjóð- ^urinn starfaði veitti hann lán og styrki til kaupa á kælitönkum, sem var liður i að styrkja tank- væðingu á mjólkurflutningum. Stvrkir og lán voru þá einnig veitt til tæknivæöingar i slátur- húsum. Siðan hefur sjóðurinn einkum veitt fyrirgreiðslu við uppbyggingu sláturhúsa sam- kvæmt sérstakri áætlun. Veitt hafa verið framlög, sem nema 33% af byggingarkostnaði og kostnaði við tæknibúnað til sjö sláturhúsa. Nokkrir styrkir hafa veriö veittir úr sjóðnum til bútæknirannsókna. Byggðasjóður lánar ekki al- mennt til landbúnaðarins. Lán- veitingar úr sjóðnum hafa verið háðar þvi að fyrir liggi áætlun um framkvæmdir á ákveðnum svæðum eða þá áltlun um á- kveðin verkefni. Byggðasjóður hefur veitt bændum á tilteknum svæðum viðbótarlán vegna byggingar útihúsa, sem nemur 15% af kostnaðarverði. Hann hefur lán- að 25% af kaupverði véla og kostnaðárverði ræktunar. Þess- ar lánveitingar hafa verið bundnar þvi skilyrði að fyrir liggi áætlun um framkvæmdir og sýnt sé fram á þörf þeirra til að viðhalda byggð. Aætlanir sem sjóðurinn hefur lánað til eru fyrir Inndjúp við Isafjörð, Árneshrepp á Ströndum, Hóls- fjöll og Möðrudal. Af heildarlánveitingum Stofn- lánadeildar og Byggðasjóðs, sem taldar eru fara til landbún- aðarins, hefur 1/6-1/7 hluti farið til vinnslustöðva landbúnaðar- ins undanfarin ár. Afurðalán vegna óseldra birgða af landbúnaðarvörum eru veitt hliðstæð og með hlið- stæðum kjörum og til annarra framleiðsluatvinnuvega. Lánin eru veitt söluaðilum skömmu eftir að birgðir myndast og ganga til að greiða áfallinn vinnslukostnað og hluta af- urðaverðs til bænda. Rekstrarlán hafa undanfarna áratugi veriö veitt á vordögum vegna sauöfjárframleiðslunnar. Þau hafa verið ákveðin af Seðlabanka tslands sem ákveð- in upphæð út á hvern væntan- legan dilk til innleggs. Um ára- bil stóð þessi upphæö óbreytt, en siðustu ár hafa þau verið hækk- uð. Lánhafaaukþessverið veitt til fóðurkaupa, áburðarkaupa oguppgjörs á sauðfjárafurðum. Algengter, að þeir, sem tala um mikil framlög til landbúnað- arins, tiundi öll útgjöld, sem skráð eru á landbúnaðarráðu- neytið i fjárlögum, sem styrki tilbænda og bæta svo þar á ofan niðurgreiöslum á vöruverði. Þetta leiðir kannski af vanþekk- ingu og misskilningi, sem þó ætti ekki að koma til, ef sæmi- legri athygli og velvilja er beitt. Rannsóknarstarfsemi er rekin i þágu landbúnaöarins eins og annarra aðalatvinnuvega okk- ar. Hennar njóta allir jafnt i auknum framförum. Bænda- skólarnir heyra undir landbún- aðarráöuneyti, en nær allt okk- ar skólakerfi er annars undir menntamálaráðuneyti. Mönn- um kann að þykja skólakerfið dýrt og dýrt að mennta unga fólkið, til að það verði fært um að gegna vel sifjölþættari störf- um i þjóöfélaginu. En hvar stæðum við, ef þaö væri ekki gert og ekki er búfræðimenntun dýrari eða ógagnlegri en annað nám, bema siður væri. Land- græðsla rikisins og Skógrækt rikisins vinna svo sannarlega gagnleg störf fyrir landbúnað- inn, en ekki siður fyrir þjóðina i heild. Engum dettur vist i hug að telja kostnað af landhelgis- gæzlunni framfærslustyrk til sjómanna. FiÁRWÓONUN FJÁJtMUNAMYNOUNAR I «*«TUN. ÚTIHÚSUM vlLUM OO MSUM I SVIITUM AUK •OSTOFNSUITTINSA ÁIIN IMS-1971 TÖiUK FTIIK ÁKIN 1971 -1971 IKKI Tll. «M TOO 80- AUKNING ANNAIKA SKUIOA OO HOID 7IAMLAO 1855 '56 '57 '58 '58 «0 H ® 13 Myndin sýnir glöggt, aö bændur hafa allt þetta ttmabil oröiö aö leggja fram megniö af framkvæmdakostnaöinum sjálfir, þetta frá 60-66%. Þeir hafa komið upp húsum, ræktaö og aflað sér véla meö eigin sparnaöi og vinnu. „Lán og styrkir” hafa slzt veriö meiri en til annarra atvinnuvega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.