Fréttablaðið - 28.01.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 28.01.2006, Síða 8
8 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR Nýr, fallegri og miklu betri Opel. ���������������� ����������������� ��������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� �������������������������� 1.550.000,- Ekki hugsa of lengi! Verð áður 1.790.000,- Mánaðargreiðsla 18.583,-* TILBOÐSVERÐ Aðeins 9 bílar í boði!!! ������������������������������������������������������������������� DÓMSMÁL Íslenska ríkið var í gær dæmt skaðabótaskylt gagnvart erfingjum konu vegna sýkingar sem hún varð fyrir sökum yfir- sjónar starfsfólks Landspítala 1997. Hæstiréttur staðfesti þar með fyrri úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl síðastliðn- um þar sem ríkið var einnig fund- ið skaðabótaskylt. Var Hæstirétt- ur sammála mati héraðsdóms að með viðeigandi rannsóknum á konunni hefði mátt koma auga á meinsemd þá er síðar varð til þess að hún var lögð inn á sjúkra- hús og varð fyrir varanlegu lík- amstjóni. - aöe Hæstiréttur Íslands: Ríkið dæmt skaðabótaskylt VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða samtök sigruðu í kosningun-um í Palestínu? 2Hvað hafa stjórnkerfisbreytingar Reykjavíkurborgar kostað? 3Hvaða Norðurlandaþjóðum leikur íslenska fótboltalandsliðið gegn í undankeppni EM? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 RANNSÓKNIR Fyrirtækið Lyfjaþró- un hlaut allnokkrar viðurkenning- ar og fjárstyrki vegna þróunar- og rannsókna sinna á notkun nefúða til bólusetningar. Vísindasiða- nefnd og Lyfjastofnun skoða nú hvort verið geti að átt hafi verið við niðurstöður þær er gáfu rann- sóknum fyrirtækisins byr undir báða vængi í upphafi. Eins og skýrt var frá í Frétta- blaðinu í gær leikur nægur grun- ur á að átt hafi verið við fyrstu niðurstöður rannsóknanna og Vísindasiðanefnd í samvinnu við Lyfjastofnun yfirfer nú frumnið- urstöður þær eru kynntar voru af hálfu Sveinbjörns Gissurarssonar, stofnanda og framkvæmdastjóra Lyfjaþróunar um aldamótin. Gáfu þær niðurstöður afar góða raun en í kjölfarið hafa farið fram tvær aðrar rannsóknir sem gáfu allt aðrar og verri niðurstöður og var nefúðarannsóknum fyrirtækisins hætt í kjölfarið. Hlaut verkefnið talsverðan fjárstuðning. Tæknisjóður styrkti rannsóknir Sveinbjörns og kollega hans um tæpar níu milljónir á fjögurra ára tímabili og fyrir- tækið hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs árið 2004. Þá fékk fyrirtækið fjögur alþjóðleg einkaleyfi auk þess sem fleiri umsóknir um einkaleyfi voru í burðarliðnum. - aöe FRÁ RANNSÓKNARSTOFU LYFJAÞRÓUNAR Bólusetning með nefúða hefur alla tíð verið megin viðfangsefni fyrirtækisins en verkefnið vakti mikla athygli á sínum tíma. Myndi er úr safni og viðkomandi tengist ekki fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nefúðarannsóknir Lyfjaþróunar: Fengu milljónir króna í styrki SVEITARSTJÓRNARMÁL Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður á Akureyrarflugvelli, væntir þess að félagatal VG á Akureyri allt að því tvöfaldist í tengslum við þátt- töku hans í forvali flokksins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Baldvin stefnir á að leiða fram- boðslistann og velta þar með Val- gerði H. Bjarnadóttur, oddvita VG á Akureyri og eina bæjarfulltrúa flokksins, úr fyrsta sætinu. „Valgerður hefur unnið gott verk í gegnum tíðina í jafnréttismálum en hún hefur ekki staðið sig nægi- lega vel varðandi kjör láglauna- fólks. Það hafa aðrir forustumenn flokksins á Akureyri heldur ekki gert og almennt séð finnst mér forystan ekki nægilega vinstri- sinnuð,“ segir Baldvin. Forvalið fer fram í dag og taka níu manns þátt í því. Valgerður og Baldvin sækjast eftir fyrsta sæti en Dýrleif Skjóldal Ingimarsdótt- ir stefnir á fyrsta til þriðja sæti. Wolfgang Frosti Sahr sækist eftir öðru sæti en Jón Erlendsson, varabæjarfulltrui VG á Akureyri, hefur sett stefnuna á annað til þriðja sæti. - kk Mikil liðssöfnun vegna forvals Vinstri grænna á Akureyri: Félagatalið hugsanlega tvöfaldað BALDVIN H. SIGURÐSSON Forysta VG á Akureyri er ekki nægilega vinstrisinnuð að mati Baldvins og því stefnir hann á að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnar- kosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/KK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.