Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 16
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR Emilíana Torrini vann til þrennra verðlauna á hátíð Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem afhent voru í Þjóð- leikhúsinu í vik- unni. Hún var valin besta söngkonan, plata hennar Fisher- man‘s woman var valin besta platan og myndbandið við lagið Sunny road var valið það besta í sínum flokki. Þrátt fyrir að vera innan við þrí- tugt hefur Emelíana verið í „bransanum“ í meira en áratug. Hinn 16. maí 1977 fæddist Emilíana þeim Önnu Stellu Snorradóttur og Salvatore Torrini. Hún sleit barnskón- um í vesturbænum í Kópavogi, gekk í Kársnesskóla, Þingholtsskóla og M e n n t a s k ó l a n n í Kópavogi. Hún byrjaði snemma að tala og syngja og var í kór Kársnes- skóla frá sjö ára aldri fram á ferm- ingaraldur. Fjórtán ára gömul komst hún í Söngskólann í Reykjavík á undan- þágu vegna aldurs og má segja að þá hafi ekki verið aftur snúið. Hún vakti athygli fyrir frammistöðu sína í Söngvakeppni framhalds- skólanna þegar hún keppti fyrir MK og henni bárust tilboð um að syngja í ýmsum hljómsveitum. Hún gekk að lokum til liðs við poppsveitina Spoon sem gat sér nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir tilstilli Emilíönu. Þegar hún skildi við hljóm- sveitina tók við farsælt samstarf við Jón Ólafsson píanóleikara sem leiddi af sér tvær plötur sem voru gefnar út undir hennar nafni. Eng- inn velktist í vafa um sönghæfi- leika hennar, en Emilíana hafði líka metnað sem lagahöfundur og flutti til Bretlands skömmu fyrir aldamót til að fylgja tónlistarferli sínum frekar eftir. Hún gaf út plöt- una Love in the time of science árið 2000 og sýndi þar að hún er ekki síður hæfileikaríkur lagasmiður en söngkona. Hróður hennar á því sviði hefur vaxið mjög undanfarin ár og frægir tónlistarmenn hafa leitað á náðir hennar eftir lögum. Í fyrra gaf hún út plötuna Fis- herman‘s woman sem sýndi í eitt skipti fyrir öll að hún er orðinn fullþroska listamaður. Emilíana þykir þægileg í umgengni; hún er hreinskilin og fólk veit hvar það hefur hana. Vinir hennar lýsa henni sem lífsglaðri og örlátri manneskju og miklum húmorista, en út á við getur hún oft virkað hlé- dræg og jafn- vel feimin. Þeir sem til hennar þekkja segja að hún sé með ein- dæmum uppá- tækjasöm og hafi sífellt feng- ið hugmyndir að einhverju nýju til að gera, sem sjaldan röt- uðu þó í fram- kvæmd. Sumum gæti jafnvel virst hún vera sveimhugi sem mun þó vera fjarri sanni, því hún hefur að sögn báða fætur á jörðinni og horfir til fram- tíðar. Vegur hennar hefur aukist mjög á undanförnum árum en Emilí- ana hefur ávallt haldið sér til hlés og tranar sér ekki fram í fjölmiðlum. vill hafa sitt í friði og ber til- finningar sínar ekki á torg. K u n n u g i r segja að Emil- íana sé mikill fagurkeri hafi unun af öllu sem fallegt er, hvort sem það eru föt, innan- stokksmunir, hús og svo fram- vegis. Hún er líka mikill matgæð- ingur og segja vinir hennar að fátt sé skemmtilegra en að fara á veitingahús með Emilíönu, sem er óþreytandi að kynna sér framandi matargerð og nýja strauma. Emilíana er listamaður af lífi og sál; hún er sögð ósérhlífin og gera miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún er jafnvel sögð með snert af fullkomnunaráráttu og er sinn harðasti gagnrýnandi, sem getur jafnvel þvælst fyrir henni á stund- um. Hún er aftur á móti sögð afar auðmjúk og finnst starf sitt ekki merkilegra en annarra. MAÐUR VIKUNNAR Listamaður af lífi og sál EMILÍANA TORRINI TÓNLISTARMAÐUR Í nýafstöðnu prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi var augljóslega mikið lagt í auglýs- ingar og kynningarbæklinga. Fallegir pésar voru sendir inn á hvert heimili í Kópavogi, eins var auglýst verulega í blöðum og á vefmiðlum. Það er skiljanlegt að fólk sem er í framboði reyni að koma sér á framfæri með ein- hverjum hætti en maður hlýtur að setja spurningarmerki við auglýs- ingaflóð eins og var fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Það er ekki eftir miklu að slægjast í launaumslagið fyrir bæjarfull- trúasæti í bæjarstjórn Kópavogs. Í því samhengi er erfitt að skilja hvers vegna lagt er út í svo mikinn fórnarkostnað fyrir próf- kjör af þessu tagi. Sjálfsagt er ekki hægt að amast út í þennan kostnað ef fólk leggur út fyrir þessu úr eigin vasa. Mönnum er jú frjálst að ráðstafa sínum pen- ingum í það sem það vill, þó getur ekki verið mikil skynsemi að baki í þessu tilfelli. Eina raunhæfa skýringin á þessu auglýsingaflóði er að frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafi verið styrktir verulega af fyrirtækjum í bænum. Það ætti að vera opinbert öllum bæjarbúum ef einstaklingar, sem bjóða sig fram í almannaþágu eru styrktir af fyrirtækjum. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að almenningur viti um fjárhagsleg- ar styrkveitingar frá fyrirtækjum til frambjóðenda. Það er ekki eðli- legt að menn eða konur komist til áhrifa á fjármagninu einu saman. Það er lýðræðinu mjög hættulegt og það getur markað mikilvægar ákvarðanir í þeim tilfellum þar sem hagur fólksins og fyrirtækj- anna fer ekki saman. Einstaklingur sem býður sig fram til starfa á vettvangi sveitastjórnarmála má ekki vera háður einum eða neinum. Allra síst fyrirtækjum eða fjármagni. Bæjarfélag er ekki hlutafélag fyr- irtækjanna, fyrirtækin eiga ekki að eiga fulltrúa í sveitarstjórnum. Því miður lítur málið þannig út á meðan frambjóðendur geta þegið ótakmarkað fjármagn frá fyrir- tækjum. Stóra spurningin í mínum huga er þessi. Hversu marga bæjarfull- trúa í bæjarstjórn Kópavogs eiga fyrirtækin í Kópavogi eftir kosn- ingarnar í vor? Höfundur sækist eftir 1.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hverra fulltrúi eruð þér? UMRÆÐAN PRÓFKJÖR SAM- FYLKINGARINNAR ARNÞÓR SIGURÐSSON Einstaklingur sem býður sig fram til starfa á vettvangi sveitarstjórnarmála má ekki vera háður einum eða nein- um. Allra síst fyrirtækjum eða fjármagni. H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag Síðustu orð Júlíu Júlía Bergmanns-dóttir lést á mið-vikudaginn eftirlanga og erfiðabaráttu við krabba-mein. Skömmuáður en Júlía léstsvaraði hún spurn-ingum blaðamannsHelgarblaðs DV enhenni þótti mikil- vægt að koma reynslu sinni áframfæri öðrum til aðstoðar. Bls. 20–21 Flottustu pörinSTJÖRNUR MEÐ STJÖRNUM DAGBLAÐIÐ VÍSIR 24. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 Helgarblað Friðrik Ómarætlar að taka Eurovision Danskar og þýskar buxnadragtir Verð 13.800 og 19.600 Bls. 32-33 Idol-stjarnan DavíðSmári Yfir sig ástfanginn af Maríusem er 10 árumeldri 30 kíló farin Ragnheiður Guðfinna Opinskáum kynþokka íslenskra karla Borgar- fulltrúinn Anna Kristinsdóttir JÁKVÆÐ LÍFSREYNSLAAÐ EIGA FATLAÐ BARN Júlía Bergmannsdóttir Fædd 10. júní 1963 Dáin 25. janúar 2006 SIGGA OG SAMKYN-HNEIGÐIR ÁNÆGÐMEÐ HALLDÓR Bls. 36 Bls. 64 Bls. 44–45 Bls. 26–27 Bls. 22–23 ? Júlía lýsti dauðastríði sínu áður en krabba- meinið tók hana á miðvikudaginn helgar augl - 27.1.2006 20:36 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.