Fréttablaðið - 28.01.2006, Side 26

Fréttablaðið - 28.01.2006, Side 26
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR26 1 Fuglaflensu-sprauta. Fólk verður orðið ansi skelkað yfir fuglaflensufaraldin- um og lyfjafyrirtæki munu keppast um að framleiða mótefni. Hverjir verða tískustraumarnir í ár? Fólkið, bæk- urnar, plöturnar, bíómyndirnar, tæknin, viðskipt- in, maturinn, tai-chi og tequila í augað. Hér eru 15 heitustu tískufyrirbrigði ársins. Tekið saman af Önnu Margréti Björnsson. 2Argentína. Þetta er nýjasti áfangastaður- inn fyrir vel stæða Íslendinga sem allir virðast á leiðinni þangað. Nautasteikur, tangó, rauðvín, vina- legt fólk og ótrúlegt landslag. 3 Jafnvægisíþróttir. Fólk hættir að hamast jafn mikið í ræktinni og fer austrænu leiðina. Tai-chi, jóga, pilates og bosu-boltar koma sterkt inn. 4 Berlín. Ungt lista- og tón-listarfólk heldur áfram að flytja búferlum til Berlínar þar sem listalífið, elektró-rokkið og sköpunargleðin blómstra. Svo er víst svo ódýrt að lifa þarna... 5Drykkir. Retro-drykkir snúa aftur. Heilsið upp á gamla kunningja eins og Malibu, Archers og Campari. Kokkteill með nafninu Tequila Suicide er líka að slá í gegn ytra, en þar drekkur maður tequila-skot, sýgur salt upp í nefið og kreistir lime í augað. Heitt árið 2006 6Alvöru matur. Fusion eldhúsið er búið. Burt með skreytta diska og flókinn mat. Franskur klassískur matur með tilhneigingu til sveitamatar kemur í staðinn. New York Times kallar nýju stefn- una „fine casual“. Veitingastaðir fara líka að breytast í þá átt að fólk situr saman við stór borð. Sniðug leið til að hitta nýtt fólk. 7Útrás. Ísland verður áfram í sókn. Danmörk fer brátt að verða nýlenda Íslands. En menn bíða spenntir eftir fyrstu merkjum rekstrarárangurs ytra. 8Asía. Með geishu-mynd Rob Marshalls koma austurlensk áhrif aftur í tísku. Allt frá fatnaði upp í innanhúsmuni og naumhyggjulegan japanskan stíl. 9Tónlistin. Mammút gæti mögulega verið bjartasta vonin á árinu. Stjarna Jakobínurínu mun þó halda áfram að skína skært. Erlend- is er það hljómsveitin Arctic Monkeys sem er að gera allt vitlaust. Rapp, hipp hopp og danstónlist. Kemur aftur sterk inn í bland við indí- rokkið og elektróníkuna. 10 Podcasting. Nú getur þú hlaðið niður lögun-um þínum af i-podin- um og útvarpað þeim á netinu. Gæti hafið internet- útvarps- bylgju sem kæmi til bjargar íslensku útvarpi sem er upp til hópa skelfilegt. 11Artífartí sjónvarpsþættir. Hnakkavæð-ing Sirkus fór með þjóðina. Í ár kemur inn sterk andspyrna við hnakkasjónvarp- ið og ungt fólk vill fá gáfulegra efni. „Move over Keflavík“ og hin sanna 101 Reykjavík valtar yfir appelsínugula liðið. Sirkus barinn fer inn á Sirkus sjónvarpið. 12Kvikmyndir. Broke-back Mountain er án efa mynd ársins en Da Vinci Code mun fylgja fast á hæla hennar. Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdon lofar góðu. 13Rithöfundar. Andri Snær Magnason á eftir að gefa út mjög athyglisverða bók innan skamms með hárbeittri þjóðfélagsádeilu. Stefán Máni og Eiríkur Guð- mundsson munu líklega koma með einhverja snilld á árinu. 14 Leikhús. Ólafur Egill Egilsson verður skær-asta stjarna ársins. 15Tískan. Kvenlegar kúrfur hafa aldrei verið heitari. Hönnuðir eins og Yves St. Laurent, Roland Mouret og Eley Kishimoto boða allir þröngar flíkur í anda sjötta áratugarins. Karlmenn fá sér „flat top“ hárgreiðslu eins og sést utan á nýjasta hefti I-D.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.