Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 28.01.2006, Qupperneq 30
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR30 Steinsnar frá Laugalandi við Ísafjarðardjúp, fæðingar-stað Steins Steinarr, býr nú hagyrtur bóndi sem er boðinn og búinn að opna hirslur sínar fyrir lesendum Fréttablaðsins. Þetta er hann Indriði Aðalsteinsson frá Skjaldfönn. „Ég vil setja allan fyrirvara við það að ég sé skúffuskáld því að það er langt síðan ég fór að gera mig merkilegan á opinberum vettvangi sem vísnasmiður,“ segir bóndinn hagmælti. „En skáld er ég varla og enn síður skúffuskáld því þau fara venjulega með veggjum í þessum efnum, oft full af van- mati á hæfileikum sínum. Slíkir mannkostir hafa aldrei íþyngt mér enda kominn af Þingeyingum í móðurætt og í föðurættina tók Steinunn Jónsdóttir á Skjaldfönn, langamma mín, nágranna sinn, Sigvalda Kaldalóns tónskáld, í kennslustund í vísnagerð.“ Óhætt er að segja að snemma beygist krókurinn. „Ungur byrj- aði ég að kvelja sveitunga mína á þorrablótum með annálsgerð, oft meira og minna í bundnu máli. Kvað svo rammt að þessu að þeir sem vissu upp á sig skömmina létu ekki sjá sig á blótinu fyrr en annálsflutningi var lokið.“ Og enn er bóndinn við sama heygarðshornið. „Að mínu viti á vísnafólk að vera andsnúið vald- inu „og því aldrei til þægðar“ líkt og Steinn Steinarr orðaði það. Þess vegna gat ég ekki orða bund- ist þegar ríkisstjórnin lækkaði tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt meðan þeir vega svo að þeim sem minna hafa handa á milli: Ógeðfelld er okkar stjórn, ei má leyna slíku. Snauða lætur færa fórn fyrir hina ríku.“ Indriði segist hafa fengið mörg bréf frá froðufellandi þingmönn- um þar sem honum er hótað mein- yrðamálssókn og því þorir blaða- maður ekki öðru en að stoppa skúffuskáldið af í þessum ham og beinir athyglinni að raunum bænda. „Já, það er ekki alltaf auð- velt að vera útkjálka- og afdala- bóndi. Það er til dæmis enginn hægðarleikur að finna sér konu við hæfi og mörg magalendingin áður en úr rætist,“ segir bóndinn og kveður um raunir sínar: „Hjá Inndjúps bændum er allt á iði því náttúran lætur þá naumast í friði. Ráðskonubransinn er böl og þraut, því langar þá suma í lífsföru- naut. En þá er betra að vanda valið, svo vistist ei hjá þér kvenfólk galið og sjálfsmorð að lenda því sumu á. Ég segja vil minni reynslu frá. Að einhver sérviska sæki á hug ég snarlega vísa því á bug því ein var mögur og önnur feit og þriðju fannst engin framtíð í sveit. Sú fjórða við Bakkus batt sitt ráð og bokkunni var‘ún orðin háð. Þó bráði af henni kvöld og kvöld. Ég kvadd´ana svo um töðugjöld. Sú fimmta var yndisleg álfa- mær, allt frá hvirfli og niður á tær en eyddi og sóaði öllu burt svo ekki vildi ég hana um kjurt. Sú sjötta var haldin kynlífs- kláða, það hvatti mig svona fyrst til dáða, en kvölds og morgna og miðjan dag mér fannst of krefjandi hátta- lag. Í tóbakssvælu ei sitja vil og svoddan fávisku ekki skil, svo elskan sjöunda út því hrökk og umbreyttist þar í reykjarm- ökk. Sú áttunda tók mig á „teppið“ sitt. Treg var þó til að gera hitt, því þó hún kysi mig víst að vini var hún höllust að eigin kyni. Sú níunda kom með í búið börn bæði hávær og ærslagjörn og eitt er að þola afkvæmi sín en annarra frekjugang og hrín. Sú tíunda ljómandi lagleg var, líka af dug af flestum bar. Kosti mína þó aldrei fann en ágirntist hinsvegar nágrann- ann. Tæmandi raunar ekki er upptalning sú er líkur hér. Legg mig enn fram af lífi og sál að leysa bústýruvandamál.“ Við svo kveðið er skynsamlegast að kveðja bóndann á Skjaldfönn enda óvær mjög þegar búið er að hrella hann með tveimur tíkum; nefnilega pólitík og erótík. Bóndi í bústýruvanda INDRIÐI AÐALSTEINSSON FRÁ SKJALDFÖNN VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP Indriði er ekkert lamb að leika við þegar pólitík og erótík eru annars vegar. SKÚFFUSKÁLDIÐ } INDRIÐI AÐALSTEINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.