Fréttablaðið - 28.01.2006, Side 35

Fréttablaðið - 28.01.2006, Side 35
LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 5 Ímyndum okkur að við séum að horfa undir dæmigerðan jeppa. Undir bílnum, um það bil á milli framsætanna, er gírkassinn og fyrir aftan hann, oft aðeins til hlið- ar, er millikassinn. Úr honum fara tvö drifsköft. Annað í framhás- inguna og hitt í þá aftari. Þar sem drifsköftin tengjast hásingunum eru stórar kúlur. Inni í þeim eru mismunadrif sem gegna þríþætt- um tilgangi: Miðla vélaraflinu til hjólanna, gíra niður snúnings- hraða og, síðast en ekki síst, leyfa hjólunum að snúast mishratt, til dæmis í beygju. Án mismunadrifs væri nánast ómögulegt að beygja bíl án þess að brjóta eitthvað. Til að leyfa hjólunum að snúast mishratt eru mismunadrif hönnuð til þess að dreifa togi vélarinnar jafnt á hjól- in. Byrji annað hjólið á hásing- unni að spóla, til dæmis á ís, þarf ekki nema örlítið tog til að halda áfram að spóla. Þar sem hjólin fá alltaf jafnmikið tog er líklegt að hitt hjólið snúist ekki. Það þarf nefnilega meira tog til að byrja að snúa hjólinu en til að spóla á ís. Jeppafólk og aðrir sem ferðast mikið að vetri til vita að það getur verið erfitt að losna úr slík- um aðstæðum. Þá kemur driflæsingin til sögunnar. Með því að ýta á rofa innan í bílnum getur bílstjórinn læst drifinu á þann hátt að hjólin snúast jafnhratt, hvað sem á bját- ar. Algengast er að pinni gangi inn í drifið með aðstoð rafmagns eða loftþrýstings, læsi því og komi í veg fyrir að hjólin geti snúist óháð hvoru öðru. Með öðrum orðum eru öxlarnir á hjólunum tengdir saman þannig að þeir snúast sem einn. Driflæsingar eru eingöngu ætlaðar til aksturs við erfiðar aðstæður, svo sem í ís, sandi eða snjó, og flestir hafa fyrir sið að nota þær eingöngu til að losa sig úr festum eða komast yfir stutt- an og erfiðan kafla og forðast að beygja mikið. Akstur á malbiki með læst drif er ekki ráðlegur þar sem viðnám hjóla við jörðu er mikið og kallar á að hjól geti snú- ist mishratt. Saab 9-3 Sport Sedan hlaut hæstu einkunn fyrir öryggi hjá bandarísku stofnuninni Highway Loss Data Institute, HLDI. Í nýjustu skýrslu HLDI, þar sem teknar eru fyrir 371 bílategundir á bandarískum vegum á árunum 2002-2004, fær Saab 9-3 Sport Sedan hæstu einkunn. Þetta er í fyrsta skipti sem bíllinn er með í árlegri úttekt á tryggingabótum, sem gefin er út af HLDI. ,,Þetta er frábær fyrsta nið- urstaða í HLDI-könnuninni fyrir 9-3 Sport Sedan,“ segir Thomas Fritzon, verkfræðingur á sviði öryggisþróunar hjá Saab. ,,Öflug- ar þjófavarnar voru hannaðar í þennan bíl frá upphafi og við ráð- færðum okkur við sérfræðinga í tryggingamálum á meðan á þró- unarferlinu stóð. Öll þessi vinna hefur skilað sér í niðurstöðunum frá HLDI. Það er einnig ánægju- legt að sjá að árekstraröryggi okkar skuli áfram vera svona árangursríkt á vegum úti þar sem það skiptir mestu máli að vernda raunverulegt fólk í raunveruleg- um slysum.“ Saab 9-3 Sport Sedan fær öryggisviðurkenningu Eins og flestir aðrir sænskir bílar þykir Saab 9-3 einstaklega öruggur bíll. Driflæsingar eru hentugar til að losa bíla úr slæm- um festum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM HVAÐ ER... DRIFLÆSING? X4 frumsýnir í dag nýja Möz- du Speed 6. Bílasalan X4 mun í dag frum- sýna glænýja Mözdu Sport 6 sem margir hafa beðið með þónokkri eftirvæntingu. Speed 6 er vel búinn og rúmgóður fjölskyldu- bíll. Hann er fjórhjóladrifinn og hefur þar að auki mjög stóra og kraftmikla vél sem skilar heilum 274 hestöflum. Frumsýningin mun standa frá klukkan 13 til 17 í dag hjá X4 á Malarhöfða en meðal ann- ars verður fólki boðið upp á að reynsluaka bílnum. Mazda Speed 6 frumsýnd Mazda Speed 6 er kraftmikill fjöl- skyldubíll sem verður frumsýndur hjá X4 á Malarhöfða í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.