Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 50

Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 50
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR20 Osim fótanuddtæki Áður 35.0 00 k r Nú 2 9.75 0 kr Bjóð um l éttgr eiðsl urVISSIR ÞÚ... ...að fyrsta teiknimyndin var Fant- asmagorie eftir franska leikstjórann Émile Cohl? Myndin kom út 1908. ...að ein af fyrstu teiknimyndunum með hljóði var Steamboat Willie sem kom út árið 1927? Aðalhlut- verkið var í höndum hins eina sanna Mikka Músar. ...að árið 1931 kom út fyrsta teikni- myndin í fullum litum (Techni- colors)? Það var Flowers and Trees úr smiðju Walt Disney. ...að Disney á líka heiðurinn að fyrstu víðóma teiknimyndinni? Hún kom út árið 1941 og hét Fantasia. ...að frá 1937, þegar Mjallhvít og dvergarnir sjö litu dagsins ljós, hefur Disney gefið út 44 handteiknaðar teiknimyndir í fullri lengd? ...að þær verða ekki fleiri því Disney hefur lokað allri aðstöðu sinni sem ætluð var til þessara verka? Nú eru allr myndir unnar í tölvu. ...að önnur leið, svokölluð Claym- ation, eða leirmynd, er eignuð Will Vinton? ...að þá eru tekin myndskeið af leirpersónunum, leikmynd o.s.frv, og stoppað milli ramma og leirnum breytt þannig að persónur sjást hreyfast þegar kvikmyndin er sýnd? ...að venjuleg kvikmynd sýnir 24 myndramma á sek? ...að þegar gera á leirmynd er yfirleitt ekki stoppað nema milli annars hvers ramma? ...að þrátt fyrir það þarf 64.800 stopp til að búa til 90 mín mynd? ...að þessi vinnuaðferð hefur skilað myndum eins og Chicken Run, stutt- myndum um Wallace & Gromit (sem unnið hafa til Óskarsverðlauna) og meistarastykki Tim Burtons Nightmare Before Christmas og The Corpse Bride. Hvönn við Þingvallavatn að vetrarlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÓNARHORN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.