Fréttablaðið - 28.01.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 28.01.2006, Síða 54
Hvað sem ykkur finnst um Johnny Cash þá má hann eiga það að hann var auð- mjúkur og heiðarlegur þegar hann dó. Hann hafði djúpa, magn- þrungna en brothætta söngrödd sem ekki allir þola að hlusta á. Hún var þó engri annarri lík og gaf honum svo sterkt séreinkenni að það er ómögulegt að ruglast á honum og öðrum. Drungi hennar er líka slíkur að það færir aukna dýpt í stórkostlega texta hans sem voru oftast í söguformi. Helstu umfjöllunarefni Cash voru morð, ást og trú á Guð. Þó svo að textarnir hafi oft verið skáldskapur og fjallað um hluti sem hann hafði kannski ekki upplifað af eigin raun var hann alltaf mjög sannfærandi sögu- maður. Eins og maður sem hafði fallið til heljar og flúið til baka til þess eins að segja sögu sína. Að vissu leyti var það einmitt það sem hann gerði. Um það ferðalag fjallar einmitt kvik- myndin Walk the Line, sem skart- ar Joaquin Phoenix í hlutverki söngvarans. Sú mynd segir sögu Cash frá árinu 1944, þegar Cash var 12 ára, en það ár dó annar eldri bróðir hans af slysförum. Sá viðburður átti eftir að setja langvarandi skugga á sálaríf hans. Í myndinni er stuttlega farið yfir það hvernig J. R. Cash, eins og hann var kallaður fyrstu 23 ár ævi sinnar, varð að atvinnu- tónlistarmanninum Johnny Cash. Það gerðist eftir að hann náði að fanga athygli Sams Phillips, upp- tökustjóra og eiganda Sun-útgáf- unnar í Memphis árið 1955. Það var uppástunga Sams að skipta út upphafsstöfum John Ray í John- ny. Í fyrstu var Cash ekkert sér- lega hrifinn af hugmyndinni, þar sem honum fannst viðurnefnið Johnny of barnalegt. Aðalþráður myndarinnar er þó ást hans á söngkonunni June Carter, sem er leikin af Reese Witherspoon, og amfetamínfíkn- in frá tónleikaferðalögum sínum um Bandaríkin sem gerði honum lífið leitt. Það er farið ansi snar- plega yfir söguna, margt einfald- að og öðru hreinlega sleppt. Johnny og June Áður en Johnny kynntist June hafði hann dáðst að söng hennar þegar hann var í bandaríska flug- hernum á tímum Kóreustríðsins. Þau kynntust svo í júlí árið 1956 á Grand Ole Opry, vinsælli tónleika- röð Nashville Ryman Auditorium sem var útvarpað beint viku- lega. The Carter Sisters höfðu verið fastur liður á dagskránni í þónokkurn tíma þegar Johnny Cash fékk boð um að koma fram, enda hafði fjölskylda þeirra þá verið þekktir skemmtikraftar í rúman áratug. Þá voru þau bæði gift öðrum. Hún var þá gift Carl Smith sem var einn vinsælasti kántrísöngvari Bandaríkjanna. Hann var giftur Vivian Liberto, elskunni sem hann hafði skrifað daglega meðan hann starfaði á herstöð í Þýskalandi við það að hlusta á útvarpssendingar rúss- neska hersins. Bæði áttu þau líka dætur, hann tvær og hún eina. Þó að þau hafi bæði orðið hrif- in við fyrstu kynni, þá höguðu þau sér nokkuð sómasamlega í lengri tíma. Fyrst og fremst var það ævilöng vinátta sem hófst við þeirra kynni. Saga þeirra er vissulega mögnuð og gott efni í kvikmynd. Johnny og amfetamínið Önnur ást í lífi Cash var amfetam- ín. Sagan segir að þau kynni hafi átt sér stað þegar söngvarinn var á tónleikaferðalagi með Jerry Lee Lewis, Carl Perkins og Elvis sem átti að hafa notað efnið reglulega. Tvennum sögum fer reyndar af því máli. Hvernig sem því líður þá varð Cash háður þeim, og var kominn það langt ofan í gryfjuna að hann gat ómögulega haldið út heilan dag án þeirra, hvað þá stig- ið á svið. Neysla Cash kostaði hann hjónabandið, sem var þá hvort eð er orðið þurrt og ástarlaust. Vivian var líka alla tíð öfundsjúk út í óvenjulega vináttu Johnny og June sem komu mikið fram á tón- leikum saman, og kannski með réttu. Það sem verra var að neyslan kostaði hann nánast ferilinn. Hann átti erfiðara og erfiðara með að viðhalda vinsældum sínum og ekki hjálpaði til að hann var hand- tekinn í Sao Paulo í október 1965 með amfetamín og verkjalyf falin í gítar sínum. Eftir að hafa ráfað um blindur í nokkur ár í ruglinu var það loksins June Carter sem vísaði honum réttu leiðina. Með hennar hjálp náði hann að slíta sig frá amfetamíninu og finna Guð á nýjan leik. Cash hafði feng- ið mjög strangt kristilegt uppeldi og var alla sína ævi mjög trúað- ur maður. Fyrir honum var það því ekkert nýtt að sækja styrk til æðri máttarvalda. Myndin endar þannig á hápunkti á ævi Johnny Cash, eftir að hann nær bata við fíkn sinni, í febrúar 1968 nokkrum dögum eftir að hann tók upp metsöluplöt- una Live in Folsom Prison, þegar hann biður June Carter um að giftast sér upp á sviði á tónleik- um í London. Hvað gerðist svo? Í myndinni er stundum farið frjálslega með staðreyndir, til dæmis um tilurð lagsins sem myndin er nefnd eftir, I Walk the Line. Þar er látið eins og Cash hafi samið lagið eftir skammarræðu frá June sem átti að hafa verið langþreytt á drykkjuskap kapp- ans. En svo var ekki, því Cash var þegar búinn að semja og gefa út lagið þegar hann hitti June fyrst á Grand Ole Opry. Það er heldur ekkert minnst á þá staðreynd að þegar hann tók upp tónleika sína í Folsom-fangelsinu, hafði hann þegar haldið tvenna tónleika í San Quentin-fangelsinu. Myndin endar því á ánægju- legum kafla í ævi söngvarans sem gefur áhorfandanum ham- ingjusaman endi. En líf Cash var enginn dans á rósum eftir að hann og June giftust loksins í mars 1968. Ferill hans fór hnign- andi og plöturnar seldust minna og minna. Í þrjú ár stjórnaði hann sínum eigin sjónvarpsþætti fyrir ABC-sjónvarpsstöðina sem mörgum aðdáendum kappans þótti rýra ímynd hans. Hann byrjaði aftur að drekka og nota eiturlyf skömmu eftir að hann gaf út fyrstu ævisögu sína, Man in Black árið 1975. Í það skiptið var hann í neyslu í átta ár áður en hann sneri við blaðinu. Á þeim tíma sem hann var kom- inn með nóg af tónlist tók hann upp á því að leika í kvikmyndum en fékk aðallega bara hlutverk í sjónvarpsmyndum. Fyrsta hlut- verk hans í Hollywood-mynd var árið 1971 þar sem hann lék á móti Kirk Douglas í myndinni A Gun- fight. Síðustu árin Vinsældir hans fóru það mikið dvínandi á níunda áratugnum að Columbia-útgáfan ákvað að bjóða honum ekki nýjan samning eftir að fyrri samningur hans rann út árið 1986. Þá hafði Cash gefið út plötur undir merkjum fyrirtækis- ins í 28 ár. Hann samdi við Mer- cury-útgáfuna, en sá samningur entist aðeins í 7 ár og jók ekki á hróður söngvarans. Það var ekki fyrr en hann kynntist upptöku- stjóranum Rick Rubin árið 1994 að ferill hans öðlaðist nýtt líf. Sá hafði m.a. unnið sér það til frægð- ar að hafa gert plötur með Red Hot Chili Peppers. Cash samdi við American-útgáfuna og saman gerðu þeir fjórar plötur sem kom yngri hlustendahóp aftur í kynni við söngvarann. Cash var m.a. tilnefndur til MTV-verðlaunanna fyrir myndband lagsins Hurt, sex mánuðum áður en hann dó. Heilsa Cash byrjaði að gefa sig á níunda áratugnum. Hann lagð- ist oft inn á spítala, með alls kyns kvilla. Allt frá blæðingu í görn- um, hjartaaðgerða og lungnasjúk- dóma. Spítalavistir voru fastur liður síðustu tíu árin sem hann lifði. Hann var þó iðinn við vinnu þess á milli, hvort sem það var hljóðversvinna eða við tónleika- hald. Það kom því mörgum á óvart þegar June lést á undan eigin- manni sínum. Það greindist leki í annarri hjartaloku hennar í okt- óber 2002 og hún dó svo sjö mán- uðum síðar eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð í von um að bjarga henni. Eftir aðgerðina féll hún í dá og nokkrum dögum síðar var það staðfest að hún hefði hlot- ið það mikinn heilaskaða að hún myndi aldrei vakna aftur. Það var Cash sem þurfti að heimila læknum að taka vélarnar sem héldu í henni lífi, úr sam- bandi. Hann var gjörsamlega eyðilagður maður enda höfðu þau eytt flestum stundum saman frá því að þau giftu sig. Nokkrum dögum síðar krafðist hann þó að halda áfram að vinna. Fjórum mánuðum síðar lést hann með brostið hjarta eftir að hafa verið lagður inn á spítala vegna öndun- arerfiðleika. biggi@frettabladid.is 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR34 Sannleikurinn um svartklædda manninn JOHNNY OG JUNE June Carter hjálpaði Cash að takast á við vímuefnafíkn sína sem fór margoft úr böndunum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Á næstunni verður kvikmyndin I Walk the Line frumsýnd. Hún fjallar um ævi og ástir kántrí- söngvarans Johnny Cash. Birgir Örn Steinarsson fer stuttlega yfir ævi söngvarans. JOHNNY CASH Cash hljóðritaði vinsælasta lag sitt, Ring of Fire, árið 1963. JOHNNY CASH Það skiptust á skin og skúrir í einkalífi þessa mikla kántríkappa, eins og kemur fram í myndinni Walk the Line. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.