Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.01.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 28.01.2006, Qupperneq 66
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR46 utlit@frettabladid.is Ekki veit ég hvort félagar mínir eru almennt svona þunglyndir eða hvort þetta er bara svona undarlegur janúar. Meira að segja „hressu týpurnar“ hafa átt í vandræðum með hið innra sjálf og „ljótan“ hefur herjað á marga. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirbærið þá er það alþekkt meðal kvenna. Þetta er andlegt ástand. Auðvitað væri best að heim- sækja sálfræðing einu sinni í mánuði, en það er ekki á allra færi. Það getur verið erfitt að drífa sig af stað og fólk lumar á milljón ástæðum til að slá því á frest. Það getur þó verið svolítið flókið að fóta sig í tilverunni þegar „ljótan“ ræður ríkjum, sérstaklega þar sem aðrir koma ekki auga á hana. Marg- ar konur bregða á það ráð að eyða peningum þegar „ljótan“ bankar upp á. Auðvitað er hægt að gleðjast yfir nýjum stígvélum eða glossi sem stækkar varirnar. Þegar öllu er á botninn hvolft læknar þetta þó ekki „ljótuna“, en getur haldið henni í skefjum í ákveðinn tíma. Mislangan þó. Af hverju haldið þið að konur sturlist á útsölum? Þegar „ljótan“ yfirtekur líf mitt þá tek ég til í fata- skápnum mínum. Sortera hið liðna frá því sem mér líkar og vil eiga áfram. Oft breyti ég fötum til að endurlífga þau, stytti, þrengi eða skreyti. Um daginn fann ég til dæmis nokkurra ára gamlar svartar sparibuxur inni í fataskáp. Þegar ég var komin í þær við háhælaða skó og skyrtu leið mér eins og ég væri í einkennis- búningi. Fannst ég eins og bitur miðaldra leið- indaskjóða. Þegar ég girti þær hinsvegar ofan í stígvélin þá voru þær flottar og minntu ekki vit- und á einkennisbúning. Þarna eignaðist ég því splunkunýjar buxur án þess að taka upp veskið. Það er ein af þessum fullkomnu aðferðum til að drepa „ljótu“. Stundum er þetta líka spurning um að raða eftir litum í fataskápinn svo fötin virki girnileg á slánni líkt og gert er í kvenfatabúðum. Sundferðir gera líka drepið „ljótu“ ásamt jógatímum og trimmferðum út í náttúruna. Svo má líka taka Siennu Miller á þetta. Skipta algerlega um hárgreiðslu, henda öllum gömlu föt- unum sínum og birtast á ný eins og endurgerð af Díönu prinsessu. Það getur varla klikkað! Nú er farið að birta til í tísku-verslunum bæjarins enda útsölurnar brátt á enda. Nýju vörurnar koma með kærkominn og ferskan blæ í búðirnar enda eflaust flestir orðnir leiðir á gömlu haust- vörunum. Þegar nýju flík- urnar eru skoðaðar og búðirnar þræddar er áberandi hversu róm- antískt yfirbragð sumar- flíkurnar hafa. Blúndur og útsaumur allsráðandi ásamt perlum og slaufum. Litirnir sem greinilega verða vin- sælir í sumar eru fölbleikur, fölgrænn, gráblár og bein- hvítur. Það eru augljóslega bjartir tímar framundan og þó að sumarið sé langt í frá komið þá er dásam- legt að geta klætt sig í fallegar og rómantískar flíkur eins og þessar núna í janúar hinum dimma. Anna Sui virðist hafa hitt nagl- ann á höfuðið með sumarlínu sinni fyrir þetta árið, enda ein- kennir þessi litasamsetning fötin frá henni, flæðandi sumarkjólar og róm- antísk blómamunst- ur. Slíkar flíkur voru líka áberandi hjá hönnuðum eins og Phoebe Philo hjá Chloé, Dolce & Gabbana og Celine. Til að ná þessu rómantíska og örlítið sveitalega útliti er málið að hafa hárið sem náttúrulegast. Fermingargreiðslur eða stífur hnútur í hár- inu eru á bannlistanum en frjálsir lokkar og örlítið tjásulegt hár er það sem koma skal. Förðunin er náttúruleg og látlaus. hilda@frettabladid.is Ferskir straumar í tískunni MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA MARÍA FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Nei, ekki í dægursveiflur en í stærra samhengi. Ég hef alltaf haft áhuga á fallegri hönnun. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Sportlegur, einfaldur, í besta falli klassískur, nokkuð kæruleysislegur og tímalaus. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Coco Chanel er sá hönnuður sem mér hefur þótt mest til koma. Hún var ekki bara hönnuður heldur tískuhugsuður. Flottustu litirnir? Ég hugsa meira um efni og snið en liti. Ég hugsa um liti út frá fötunum sjálfum. Hallast almennt að dökkbláu og dökkum litum en vil hafa hvítt með. Svo er það eitthvað með gráar peysur... Hverju ertu veikust fyrir? Fallegum efnum (kasmír, silki og rúskinni) og einföldum sniðum. Öllu sem er notalegt að vera í. Stór- um peysum, skyrtum, gallabuxum, jökkum og leðurstígvélum og ljósum karlmannleg- um rykfrökkum. Á einn svoleiðis frá afa. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Það sem er flott er flott, algerlega óháð tísku. Uppáhaldsverslun? Í Reykjavík finnst mér skemmtilegast að fara í búð í Bankastræt- inu. Sævar Karl mætti gefa mér afslátt fyrir að segja þetta. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ég kaupi ekki föt í hverjum mánuði. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Brúnu kaðlapeysunar minnar sem ég keypti í Stokkhólmi fyrir 20 árum. Uppáhaldsflík? Fimmtán ára gömul, vaxborin Barbour-úlpa sem krakkarnir eru búnir að banna mér að ganga í. Mér finnst hún töff. Flottustu fötin eru þau sem maður getur notað árum saman. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Dettur helst í hug „eighties eróbikk“-bún- ingur. Herdís dóttir mín og Margrét Edda vinkona hennar vöktu mig um miðja nótt um daginn til að leita að honum og nota hann eina ferðina enn fyrir einhverja uppákomu í MR. SMEKKURINN HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR, PRÓFESSOR VIÐ LAGADEILD Á BIFRÖST Coco Chanel var tískuhugsuður PRJÓNAPEYSA í dýrðlega sægrænum lit. Vila. TUÐRA Stílhrein og flott taska sem rúmar allt. Úr Vila. STUTTBUXUR Flottar stutt- buxur eru algjör nauðsyn í sumar og sóma sér vel með sokkabuxum og stígvélum. Úr Oasis. STUTT fölbleik peysa úr Oasis sem færi vel við sætan sumarkjól. SUMARLEGUR Ómót- stæðilegur toppur úr Oasis. FRÉTTABLAÐ- IÐ/PJETUR MEÐ FYLLTUM HÆL Sætir háhælaskór úr Bossanova. RYKFRAKKI Þeir verða svakalega flottir í sumar að því er tískufræðingar segja. Þessi er úr Vila. PERLUR Fara þær einhvern tíma úr tísku. Þessar fást í Oasis. NÆLA Í skemmtilega gamaldags stíl. Úr Oasis. FÍNLEG Blússa í blágrænum lit frá Oasis. POSTULÍN Sætur kjóll með fallegu mynstri sem minnir helst á dýrindis postulín. Fæst í Oasis. ANNA SUI Sætur blómakjóll sem smellpassar inn í tískustraumana sem nú má sjá í verslununum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ANNA SUI Rómantískt og fallegt. Endurbætt útgáfa Skeifan 4 S. 588 1818 FR ÉT TA B LA Ð IÐ / > Aviator sólgleraugu ...verða sjúklega nauðsynleg í sumar. Vertu á undan öllum öðrum og sýndu þau núna!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.