Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 14
14 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR N‡ir tímar í starfsmenntun verslunarfólks: Emil B. Karlsson, SVfi-Samtök verslunar og fljónustu Education in the danish retail sector and future challenges: Gorm Johansen, Menntará›gjafi hjá Dansk handel & Service Samstarf skóla og atvinnulífs í Danmörku (danska): Herdis Poulsen, varaform. HK Handel í Danmörku N‡ námsskrá fyrir verslunar- og fljónustugreinar: Ólafur Jónsson, ritstjóri námsskrár um Starfsnám fljónustugreina Verslunarfagnám og n‡li›afræ›sla: Hildur Fri›riksdóttir, verkefnisstjóri í Verzlunarskóla Íslands Diplómanám í verslunarstjórnun og vi›skiptafræ›i me› áherslu á smásölu: Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri á Vi›skiptaháskólanum á Bifröst. Fundarstjóri: Stefanía Magnúsdóttir varaforma›ur VR Skráning hjá svth@svth.is e›a í síma 511 3000 N‡ir tímar í verslunarmenntun Fundur á Grand Hótel 6. apríl kl. 8:15 – 10:00 Fylgist me› stærstu breytingu í starfsmenntun á Íslandi Fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á n‡jungum í starfsmenntun E in n t v e ir o g þ r ír 3 62 .0 12 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Utankjör- fundaratkvæðagreiðsla vegna sveitastjórnarkosninganna sem fara fram 27. maí hófst mánudag- inn 3. apríl. Á vef félagsmálaráðuneytisins er athygli kjósenda vakin á því að framboðsfrestur hafi ekki runnið út þó atkvæðagreiðsla sé hafin. Fer hún þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil bók- staf þess lista, þegar um lista- kosningu er að ræða, sem hann vill kjósa og má jafnframt geta þess hvernig hann vill hafa röð- ina á listanum. - sdg Sveitarstjórnarkosningar: Atkvæði greidd utan kjörfundar Velti bíl Maður ók út af vegi við Ytri- Bægisá í Öxnadal aðfaranótt þriðjudags og velti bíl sínum. Ma[urinn meiddist ekki. Grunur leikur á ölvun. Stálu fartölvu Vegfarandi tilkynnti um innbrot í fyrirtæki í Keflavík rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Sá hann tvo dökkklædda menn á hlaupum frá innbrotsstað og í ljós kom að þeir höfðu stolið fartölvu. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki. LÖGREGLUFRÉTTIR VARNARMÁL Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas H. Coll- ins aðmíráll, flaug til Íslands nýlega til skyndifundar við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgis- gæslunnar, og háttsetta embættis- menn frá dóms- og kirkjumála- ráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og yfirmaður Varnarliðs- ins sátu fundinn. Rætt var um samvinnu á milli Landhelgisgæslu Íslands og bandarísku landhelgisgæslunn- ar. Aðmírállinn, sem er einn af þremur æðstu flotaforingjum Bandaríkjanna, var hér síðast í sumar og hefur fundað þrisvar með forstjóra Landhelgisgæsl- unnar á liðnu ári. Tilgangur fund- arins nú, samkvæmt fréttatil- kynningu, var að auka viðbúnað gegn hryðjuverkum og smygli, ásamt samvinnu í þjálfun og björgun. Inntir eftir mikilvægi fundar- ins og hvort íslensk stjórnvöld bindi miklar vonir við samstarf við bandarísku strandgæsluna neituðu Georg Lárusson, Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, og Bjarni Vestmann frá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, að svara. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðs- ins um málið. - shá Fundað um samstarf í björgunarmálum: Leynd hvílir yfir fundi með aðmírál BORGARMÁL „Lagning Sundabraut- ar er algjört forgangsverkefni í okkar augum og við teljum okkur þurfa tryggingu fyrir því að fjár- magn til að leggja hana alla leið liggi fyrir áður en verkið hefst,“ segir Dagur B. Eggertsson, for- maður skipulagsráðs Reykjavík- urborgar. Samfylkingin kynnti tillögur sínar um Sundabraut fyrir íbúum Grafarvogs fyrir skömmu en þar kom fram að meginkrafa þeirra verður að Sundabraut verði lögð alla leið upp á Kjalarnes og þræði alfarið framhjá fjölmennum íbúðahverf- um með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal með hugsanlegri jarðgangnagerð. - aöe Samfylkingin kynnir tillögur fyrir íbúum Grafarvogs: Sundabraut fari alla leið Í Fréttablaðinu á mánudaginn var farið rangt með nafn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, en hann heitir Jónas Þórir Þórisson. LEIÐRÉTTING MÁLIN RÆDD Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M DAGUR B. EGGERTSSON Oddviti Samfylkingarinnar á fundi í Borgarholtsskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.