Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.05.2006, Qupperneq 10
10 1. maí 2006 MÁNUDAGUR Björn Bjarki Þorsteins- son bæjarfulltrúi er nýr forystumaður sjálfstæðismanna í hinu nýja nafnlausa sveitarfélagi í Borg- arfirðinum. Hann skipaði annað sæti á lista flokks- ins í Borgarbyggð í síðustu kosningum en tekur nú við forystuhlutverkinu af Helgu Halldórsdóttur sem ákvað að draga sig í hlé. „Það er mikill hugur í okkar fólki og við erum með vel mann- aðan lista af fólki víða að úr héraðinu,“ segir hann. Sjálfstæðismenn í Borgarbyggð hafa verið í meirihlutasamstarfi með L-listanum undanfarin tvö kjörtímabil og lætur Björn Bjarki vel af samstarfinu. Hann segir flokkinn þó ganga óbundinn til kosninga. „Við viljum þó eindregið halda Páli Brynjarssyni áfram sem bæjarstjóra.” Af lykilmálefnum á komandi kjör- tímabili nefnir Björn Bjarki fræðslumálin en í nýju sveitarfélagi verða sex grunn- skólar sem hann vill að verði áfram starfræktir undir einni fræðslunefnd. „Svo eru það málefni aldraðra, það þarf að stækka dvalarheimilið og fjölga hjúkrunarrýmum og almennt bæta kjör aldraðra eftir því sem hægt er.“ Björn Bjarki segir D-listann ekki í neinni loforðasamkeppni við aðra flokka um framkvæmdir á næsta kjör- tímabili. „Við lítum á það sem lykilatriði í nýju sveitarfélagi að menn upplifi sig sem eina heild og ávinni sér traust íbúanna,“ segir hann. Björn B. Þorsteinsson D-lista: Traust íbúanna er lykilatriði Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður hefur verið oddviti í Borg- arfjarðarsveit á yfir- standandi kjörtímabili en tekur nú að sér forystuhlutverkið á lista framsóknar- manna í hinu nýja sveitarfélagi í Borg- arfirði. Hann telur að meginverkefni nýrrar sveitarstjórnar á komandi kjörtímabili verði að móta nýtt sveitarfélag. „Við þurfum öll að leggja okkur fram um að búa til skemmtilegt samfélag,“ segir hann. Skipulagsmál verða einnig áberandi að mati Sveinbjarnar enda eru þau mis- jafnlega langt komin í sveitarfélögunum fjórum sem sameinast. „Það tekur tíma að samræma þessi mál og enn fremur þjónustugjöld sem eru mismunandi.“ Framsóknarmenn í Borgarbyggð hafa verið í minnihluta í sveitarstjórn undanfarin tvö kjörtímabil og á því vill Sveinbjörn sjá breytingar. „Við höfum áhyggjur af því að D-listi og L-Listi hafi ákveðið að halda áfram samstarfi og halda okkur þar með úti. Við stefnum því ótrauð á að ná hreinum meirihluta í kosningunum og treystum á að óháðir kjósendur fylki sér um B-listann. Það er annað hvort við eða þeir og auðvitað erum við í þessari baráttu til að hafa völd og áhrif.“ Sveinbjörn segir að kjósendur verði að átta sig á því að aukist ekki fylgi B- listans muni D-listi og L-listi taka saman höndum á ný. „Og þá verður þetta bara eins og það hefur verið í Borgarbyggð undanfarin tvö kjörtímabil.“ Sveinbjörn Eyjólfsson B-lista: Kominn tími til að breyta Finnbogi Rögnvalds- son bæjarfulltrúi fer fyrir Borgarlistanum í nýja sveitarfélaginu í Borgarfirði. Hann var í forystu fyrir Borgarbyggðarlistann í Borgarbyggð við síðustu kosningar. „Það eru auðvitað talsverðar breytingar á skipan listans, enda eiginlega um nýtt framboð að ræða,“ segir Finnbogi. Góð sátt er um skipan listans að hans sögn enda hafi verið mikið og gott samstarf milli fólks í sveitarfélögunum fjórum fyrir sameininguna. Hann gerir frekar ráð fyrir að listinn vilji halda áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem verið hefur í Borgarbyggð, verði úrslit kosninganna á þann veg. Um megináherslumál listans segir hann að skipulags- og samgöngumál verði ofarlega á blaði og nefnir þar sérstaklega breytingar á legu þjóðvegar eitt um sveitarfélagið. Auk þess segir hann að samskipti ríkis og sveitarfélaga hljóti að verða fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. „Það þarf að endurskoða frá grunni tekju- stofna sveitarfélaga og verkaskiptingu þeirra og ríkisins,“ segir hann og bætir því við að þetta sé eitt brýnasta hags- munamál sveitarfélaga um allt land á komandi árum. „Sveitarfélögin í landinu standa ekkert of vel fjárhagslega og það er ekki síst þess vegna sem nauðsynlegt er að endurskoða tekjustofna þeirra og jafnframt öll samskipti þeirra við ríkið,” segir Finnbogi. Finnbogi Rögnvaldsson L-lista: Nýtt framboð á gömlum grunni KOSNINGAR Borgfirðingar og Mýra- menn ganga að þessu sinni til sveitarstjórnarkosninga í nýju og sameinuðu sveitarfélagi, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Kosið verð- ur um nafnið samhliða kjöri til sveitarstjórnar en sveitarfélögin sem mynda nýja sveitarfélagið eru Borgarbyggð, Borgarfjarðar- sveit, Hvítársíðuhreppur og Kol- beinsstaðahreppur. Þrír listar bjóða fram að þessu sinni: Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur og Borgarlistinn, sem samanstendur af Samfylking- arfólki, vinstri grænum og óháð- um. Þetta eru sömu listar og buðu fram í Borgarbyggð við síðustu kosningar nema hvað Borgarlist- inn hét þá Borgarbyggðarlistinn. Í Borgarfjarðarsveit var sjálfkjörið síðast en í Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi var óhlut- bundin kosning þar sem enginn listi bauð fram. Allir listarnir bjóða fram fólk víða úr héraðinu. Í Borgarbyggð gengu síðustu kosningar ekki þrautalaust fyrir sig. Svo mjótt var á munum milli fjórða manns B-lista og annars manns L-lista að grípa varð til hlutkestis sem L-listinn vann. B- listi kærði þá kosninguna og end- aði málið hjá félagsmálaráðuneyt- inu, sem úrskurðaði að kosið skyldi að nýju. Fór sú kosning fram í desemberbyrjun 2002 og varð niðurstaðan sú að Framsókn- arflokkur fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Borg- arbyggðarlistinn tvo. Þeir síðar- nefndu mynduðu meirihluta og af samtölum við forystumenn þess- ara lista nú má ráða að þeir muni halda samstarfi áfram fái þeir til þess stuðning. Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð voru níu og verða það áfram í hinu nýja sveitarfélagi. ssal@frettabladid.is Sveitarfélag í mikilli sókn Íbúar í Borgarfirði og á Mýrum kjósa í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi síðar í mánuðinum. Búist er við spennandi kosningum um það hvort B-listanum tekst að koma D- og L-lista frá völdum. Í Borgarfirði kjósa menn í nýju sveitarfélagi að þessu sinni en hinn 23. apríl í fyrra samþykktu íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps að sameinast og tekur sameiningin formlega gildi eftir komandi kosningar. Enn sem komið er hefur sveitarfélagið ekki hlotið nafn, en um það verður kosið samhliða kosningum til sveitarstjórnar. Þá má búast við að farið verði í hönnun nýs byggðarmerkis að kosningum loknum. Íbúafjöldi 1. des. 2005: 3.625 KOSNINGAR 2006: Efstu menn B-lista: 1. Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumaður 2. Jenný Lind Egilsdóttir snyrtifræðingur 3. Finnbogi Leifsson bóndi 4. Sigríður G. Bjarnadóttir skrifstofumaður 5. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Efstu menn D-lista: 1. Björn Bjarki Þorsteinsson bæjarfulltrúi 2. Torfi Jóhannesson rannsóknarstjóri 3. Ingunn Alexandersdóttir leikskólastjóri 4. Þórvör Embla Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri 5. Bernhard Þór Bernhardsson forseti viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst Efstu menn Borgarlistans L-lista: 1. Finnbogi Rögnvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi 2. Sigríður Björk Jónsdóttir, sagnfræðingur og MBA 3. Haukur Júlíusson jarðýtustjóri 4. Þór Þorsteinsson framkvæmdastjóri 5. Ingibjörg Daníelsdóttir kennari Borgarfjörður SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 BORGARFJÖRÐUR FRÁ BORGARNESI Borgarnes hefur verið þungamiðja sveitarfélagsins Borgarbyggðar og verður eflaust þunga- miðja hins nýja nafnlausa sveitarfélags Borgfirðinga. ÚTBOÐSMÁL Hæsta tilboð í húsnæði Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins í Mjóddinni var rúmar áttatíu milljónir króna en síðasti dagur til þess að skila inn tilboði til Ríkis- kaupa var í gær. Guðjón Ármann Jónsson, einn eigenda lögfræðistofunnar Koll- ekta, átti hæsta tilboð í húsnæðið. Vínbúð ÁTVR hefur verið flutt að Stekkjarbakka 6 og er nú í sama húsnæði og verslunin Garðheim- ar. Í svari Árna Mathiesen fjár- málaráðherra við fyrirspurn Sig- urjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, kom fram að fasteignamat húsnæðisins í Mjóddinni hefði verið tæpar 46 milljónir króna. Hæsta boð í hús- næðið er því rúmum 35 milljónum yfir fasteignamati húsnæðisins. Áætlaður kostnaður við flutn- ing verslunarinnar úr Mjóddinni í Garðheima er um fimmtán millj- ónir króna. Verðmat á húsnæðinu lá ekki fyrir þegar Árni Mathiesen svar- aði fyrirspurn Sigurjóns en gert var ráð fyrir því að það lægi fyrir áður en fresturinn til þess að skila inn tilboði í húsnæði rynni út, en hann rann út í gær. Ekki náðist í Guðjón Ármann Jónsson í gær þar sem hann var á leið til útlanda. - mh Hæsta tilboð í húsnæði ÁTVR í Mjóddinni var 35 milljónum yfir fasteignamati: Bauð 80,7 milljónir króna í húsnæðið VERSLUN ÁTVR Í GARÐHEIMUM Flutningurinn á verslun ÁTVR úr Mjóddinni í Garðheima kostar með innréttingum um fimmtán milljónir króna. VIÐURKENNDI FRAMHJÁHALD John Pres- cott, varaforsætisráðherra Bretlands, kemur af ríkisstjórnarfundi í Downing-stræti 10. Hann hefur staðfest að hafa í tvö ár haldið framhjá með ritara í ráðuneyti sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.