Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 1. maí 2006 5 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Talið er að Starinn (Sturnus Vulgaris) hafi verpt fyrst á Hornafirði um 1940. Tveir stofnar voru í landinu í nokkurn tíma upp úr 1960, þ.e. á Hornafirði og í Reykjavík. Stofninn á Hornafirði var lítill, um 20 til 25 pör, og hefur nær horfið þaðan. Upp úr 1970 fór Reykjavíkurstofninn að dreifast um Suðurnes, Suðurland og Vesturland og hefur verið að færa sig vestur, norður og austur þó í litlum mæli sé enn. Starinn er mjög duglegur fugl og kemst inn um göt og glufur á ótrúlegan hátt. Helstu varpstaðir eru undir þakskeggjum, í ófrágengn- um húsum og sumarbústöðum og nálægt matvælafyrirtækjum, versl- unum og ruslagámum. Á veturna er fuglinn dökkur á búkinn með silfruðum doppum á bringunni, gulleitan gogg og rauð- leitar lappir. Í sumarbúningi er hann brúnleitur með silfruðum doppum á brjósti og grænni slikju á hálsi, gult nef og ljósar fætur. Stærðarmunur er á fuglunum og er kvenfuglinn stærri. Það er karlfuglinn sem syngur og lætur vel í sér heyra til að draga að sér kvenfugl en síðar til að draga athygli frá hreiðrinu. Starinn er alæta og einn vinsæl- asti matstaður hans er staðir þar sem sorp og rusl er urðað og staðir þar sem matur fellur til eins og t.d. við fóðurstöðvar, hafnarsvæði og matvælafyrirtæki. Telja má að star- inn beri með sér campylobacter, salmonellu, E-coli og fleiri bakteríur sökum þess hve víða hann kemur við. Ef fólk verður vart við stara og fuglinn búinn að koma sér upp hreiðri og jafnvel verpa í húsakynn- um manna borgar sig að bíða þar til ungarnir eru farnir úr hreiðrinu, en eitra þá strax fyrir flónni, taka hreiðr- ið og eitra aftur og loka inngangin- um fyrir staranum. Ýmis tæki eru til varnar staranum eins og glitborðar, fuglaklístur og gaddar sem settir eru á hús og ljóskastara svo fuglinn geti ekki sest. Önnur tegund af stara, rósastari, lifir á heitari stöðum í Evrópu en hefur ekki komið hingað svo vitað sé. Starinn er alfriðaður fugl og ekki er heimilt að drepa hann eða steypa undan honum sé hann kominn með egg í hreiður eða unga. Þó er í lagi að eitra fyrir flónni ef ungar eru ekki komnir úr eggjum sbr. lög um dýravernd nr. 15/1994 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fugum og spendýrum nr. 64/1994. Sækja verður um leyfi til umhverfis- ráðuneytis til að farga fuglinum eða hreiðri hans. Nauðsynlegt er fyrir meindýra- eyða að sækja um slík leyfi strax á vorin. Staraflóin eða fuglaflóin nærist á blóði og stekkur milli fórnarlamba hvort heldur eru dýr eða menn. Kett- ir bera flóna inn í mannabústaði en skógarþrestir og maríuerlur bera líka með sér fuglafló. Flóabit veldur oftast miklum óþægindum eins og bólgu í kring- um bitstað, sviða og kláða. Hægt er að fá smyrsl í lyfjaverslunum til að lina óþægindin, sem hverfa smám saman eftir að búið er að úða heim- ilið en sumir þurfa þó að leita læknis til að fá sýklalyf. Flóin fer í mann- greinarálit og bítur bara útvalda og oft er bara einn bitinn í fjölskyldu á heimili þar sem fló er á ferðinni. Bit flóarinnar eða stunga er áþekkt sprautunálarstungu. Varnar- efni er notað við skordýraeitrun inni í híbýlum manna til að drepa flóna. Efninu er blandað saman við vatn í ákveðnum hlutföllum eftir stærð rýmis sem úða á og sprautað úr þrýstikút. Varnarefnið er langvirkt efni og hefur um þriggja mánaða eiturvirkni. Mjög nauðsynlegt er að úða í alla sökkla, glugga og gardín- ur, þar sem opnanleg fög eru, undir rúm og sængurföt. Þvo þarf sæng- urföt og önnur föt eftir að búið er að úða. Til þess að drepa flóna þarf að úða hreiðurstað áður en aðgengi að hreiðri er lokað og eftir að búið er að hreinsa út hreiðrið. Æskilegt er að fólk sé í burtu í um fjórar klukkustundir eftir að búið er að úða. Eftir að ungar eru farnir úr hreiðri eru strax komnir aðrir íbúar í hreiðrið en það eru lirfur hús- og fiskiflug- unnar og einnig lirfur ýmissa annarra flugna. Þá hafa egg tínusbjöllunnar og tínusbjöllur greinst í hreiðrum stara eftir að þau hafa verið yfirgefin. Við réttar aðstæður er mjög algengt að fló fari af stað að leita að fórn- arlambi eftir að fuglar eru farnir úr hreiðri en það geta líka liðið allt að tvö ár þar til flóin fer af stað. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfsskír- teini gefið út af Umhverfisstofnun og athuga einnig hvort meindýraeyð- irinn hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi og hvort viðkomandi skírteini séu í gildi. Það er nauðsyn- legt að óska eftir nótu fyrir þjónustu meindýraeyða svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi ef með þarf. Ef viðkomandi er félagi í Félagi meindýraeyða er fagmaður á ferð. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um meindýr og varnir 2004. University of California. Stari - Starafló Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. F ít o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.