Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 16
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Markmiðið er að kynna allt það helsta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða á sviði ferðaþjónustu, atvinnulífs og mannlífs,“ segir Jón Páll Hreinsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar. „En við erum ekki aðeins að reyna að fá fólk til að heimsækja okkur heldur viljum við einnig fá fólk til að flytja vest- ur.“ Fulltrúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fara engan meðal- veg í þeirri áeggjan sinni og bjóða byggingarlóð í happdrættisvinn- ing að sögn Guðmundar Guðlaugs- sonar bæjarstjóra Vesturbyggðar. „En þarna verða einnig Gísli Súrsson til að hrista upp í fólki, galdramaður frá Ströndum og svo munu aðrir Strandamenn halda fyrirlestur um hrútaþukl en ég þekki lítið til þeirrar iðju svo ég get fátt um þetta þukl sagt annað en það að ég veit að menn stunda þetta grimmt á Ströndum,“ segir Jón Páll og ekki er laust við að smá hrollur fari um kappann. Sælgæti þeirra Vestfirðinga, harðfiskurinn, verður þar borinn á borð og mun sérstök dómnefnd þjóðþekktra manna dæma hann eftir bragði og útliti. „Svo mun fjöldi tónlistarmanna stíga á stokk og má þar nefna Jón Kr. Ólafsson og Heiðu Ólafsdóttur frá Ströndum en hana þekkja margir úr Idolinu,“ segir Jón Páll. Það er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem stendur að sýning- unni í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Í tengslum við sýninguna boðar Fjórðungssamband Vestfirðinga til málþings um breytta atvinnu- stefnu á Vestfjörðum á morgun. Að sögn Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambandsins og Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða, verður þar rætt um nýja framtíðarsýn fyrir lands- hlutann en á Fjórðungsþingi Vest- fjarða árið 2003 var samþykkt ályktun um að sú framtíðarsýn ætti að byggjast á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og nýtingu landshlutans með þeim hætti að tekið yrði eftir hér á landi sem og erlendis. „Við munum einnig varpa fram þeirri spurningu hvort stjórnvöld vilji styrkja okkur í þessari stefnu líkt og þau hafa gert við stór- iðjuna,“ segir Aðalsteinn. jse@frettabladid.is Ásgeir Óskarsson, trommuleikari Stuðmanna, hefur í nógu að snúast þessa dagana en hann hefur verið önnum kafinn við að spila á trommur við hin ýmsu tækifæri. Stuðmenn lifa góðu lífi og leika á dansleikjum víða um land á næstu mánuðum. Stuðmenn hafa um árabil verið ein virkasta og vinsælasta hljómsveit landsins og hefur Ásgeir verið meðlimur í henni lengi. Hann hefur verið upptekinn við aðra hluti á síðustu misserum. „Þessa dagana er ég að vinna með hljómsveit sem sett var saman fyrir upptökur á plötu sem gefin var út á þessu ári. Samtals eru í henni átta hljóð- færaleikarar í henni. Upphaflega kom hljóm- sveit saman fyrir tónlistaratriði í Kastljósinu á Ríkisútvarpinu, en við ákváðum að halda áfram að spila eftir það. Enn hefur ekki verið fundið nafn á hljómsveitina en það kemur vonandi einhvern tímann.“ Ásgeir segir íslenskt tónlistarlíf vera í miklum blóma og nefnir sérstaklega að Mugison og reggísveitin Hjálmar séu skemmtilegar. Hann vonast til þess að geta fylgst betur með íslensku tónlistarlífi á næst- unni en vegna tímaskorts segist Ásgeir ekki hafa getað fylgst nægilega vel með því sem er að gerast. „Það er aug- ljóslega mikil gróska í tónlistar- lífinu hér á landi. Því miður hef ég ekki komist á nógu marga tónleika til þess að fylgjast vel með því sem er að gerast. Vonandi kemst ég á fleiri tónleika á næstunni.“ Meðfram spilamennsku hefur Ásgeir kennt á trommur. „Ég var með eitt námskeið fyrir skömmu og það var ljómandi skemmtilegt. Annars fer mest af mínum tíma í að spila en ég reyni að sinna leið- beinandastarfinu inni á milli. Það gefur mér mikið og er lærdómsríkt fyrir alla tónlistarmenn.“ Ásgeir fer til Frakklands í júní þar sem hann kemur fram ásamt Birni Thoroddsen, Gunnari Hrafns- syni og Agli Ólafssyni. Auk þess eru mörg verkefni framundan með Stuðmönnum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSGEIR ÓSKARSSON Spilar með nafnlausu bandi Vestfirskir víkingar, galdramenn, hrútaþuklarar og tón- listarmenn láta ekki sitt eftir liggja á sýningunni Perlan Vestfirðir sem hefst í dag. Þar gefst gestum meðal annars tækifæri á að vinna byggingarlóð í happdrættisvinning. STRANDA- KONAN HEIÐA Heiða sem gerði garðinn frægan í Idolinu í fyrra er ein skrautfjöðurin enn í menningarlífi Vestfirðinga. Hún mun stíga á stokk í Perlunni. ��� ��� ��� ��� ����������� ������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������ ��������� ��������� Bjóða byggingarlóð í happdrættisvinning GÍSLI SÚRSSON OG ÞÓRARINN HANNESSON Gísli Súrsson, eða leikarinn Elfar Logi Hannesson, og tónlistarmaðurinn Þórarinn Hannesson munu stíga á stokk í Perlunni en vonandi fer þá betur á með þeim en þegar þessi mynd var tekin. Sædís Alda Karlsdóttir er með yngstu frambjóðendum í sveitarstjórnarkosn- ingunum í ár ef ekki sá yngsti. Hún varð átján ára þann 17. mars en framboðslisti L-list- ans í Grundarfirði var samþykktur daginn fyrir afmæl- isdag hennar eða degi áður en hún fékk kosningarétt. Hún er í áttunda sæti listans. „Það sem ég vil helst berjast fyrir eru íþrótta- og tómstundamál,“ segir hún. „Til dæmis vil ég að við fáum hér í Grundarfirði tómstundahús þar sem starfsemin yrði með svipuðum hætti og í Hinu húsinu í Reykjavík,“ segir hún en þýtur svo heim á leið til próflesturs sem er engu minni prófraun en kosningabar- áttan sem framundan er. - jse Yngsti fram- bjóðandinn SÆDÍS ALDA KARLSDÓTTIR „Helsta ógn fugla í þéttbýli er kett- ir,“ segir Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur sem á sunnu- dag ætlar að leiða áhugasama í allan sannleika um hvernig laða má fugla að húsagörðum. Steinar vinn- ur í Blómálfinum við Vesturgötu á veturna en hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar á sumrin og á athafnasvæði þess er hvergi kött að sjá. Fuglalífið er því mikið og fjörlegt. „Eiturefni sem fólk úðar á tré og runna hefur líka sitt að segja enda fjandsamleg fuglum. Þau eyða möðkum og lirfum sem er ein aðal- fæða fugla, sérstaklega meðan þeir eru með unga í maí og júní. Fólk ætti því að vega og meta hvort það þurfi að úða á plönturnar og það er rétt að hafa í huga að þessi efni eru ekki fyrirbyggjandi heldur verka aðeins þegar orðið er vart við skað- valdinn. Það er því örugglega eitr- að allt of mikið og að óþörfu.“ Steinar segir val á réttum plönt- um stuðla að auknu fuglalífi í görð- um og bendir á að grenið henti vel til hreiðurgerðar. Þá skapi reynir og hlíðaramall fæðu fyrir fuglana enda ber þeirra hreint lostæti. Einnig er snjallt að koma sér upp hreiðurkössum og baðskálum því fuglar þurfa að baða sig eins og aðrar skepnur. Og Steinar velkist ekki í vafa um kosti þess að fuglar haldi sig í húsagörðum. „Þeir halda niðri sníkjudýrum og svo er yndis- legt að vakna upp við fuglasöng á morgnana.“ ■ LÖÐUM AÐ FUGLA Í GARÐA Steinar Björg- vinsson garðyrkjufræðingur kennir fólki kúnstina í Grasagarðinum í Laugardal á sunnudag klukkan 11. Auðvelt að laða fugla í garða Sko okkur! „Þið hafið gert réttu hlutina. Opnað ykkur fyrir umheim- inum, eruð menntuð og mikill frumkvöðlaandi í menningu ykkar.“ FREDERIC MISHKIN, HAGFRÆÐI- PRÓFESSOR VIÐ COLOMBIA-HÁ- SKÓLANN, ÞEGAR HANN KYNNTI SKÝRSLU SÍNA UM ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF. FRÉTTABLAÐIÐ Viðkunnanleg rottuhola „Þetta verður svona rottuhola sem gaman er að heimsækja.“ JÓNAS HALLDÓRSSON SEM FLYTUR ANTÍKBÚÐ SÍNA Í KJALL- ARA VIÐ HLEMM. FRÉTTABLAÐIÐ -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • S: 554 7200 • www.hafid.is Grillvertíðin er hafin hjá prinsinum Landsins mesta úrval af grillfisk Opið Laugardaga frá 10-14 10% afsláttur af öllu á Laugardögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.