Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 10
10 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR KOSNINGAR Tveir listar hafa kynnt framboðslista sína í Garðabæ, Sjálfstæðisflokkur og Bæjarlist- inn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í meirihluta í Garðabæ á kjörtímabilinu, eins og öll önnur, síðan flokkspólitískar kosningar hófust í bænum. Samfylking og Framsóknarflokkur hafa setið í minnihluta á kjörtímabilinu og bjóða nú saman ásamt óháðum sem Bæjarlistinn. Að sögn Stein- þórs, sem leiðir Bæjarlistann, hefur það aldrei áður gerst að minnihlutaflokkarnir sameinist á þennan hátt. „Ástæðan fyrir þessu er að minnihlutinn hefur unnið mjög vel saman í nefndum og í bæjarstjórn. Framboðið hefur verið í undirbúningi frá því í des- emeber 2004.“ Að sögn Steinþórs hefur mestur styr staðið um skipu- lagsmálin og þá helst varðandi uppbyggingu miðbæjarins sem Bæjarlistinn vill fara að klára. Erling, oddviti D-lista, segir mikið verk hafa verið unnið í skipulagsmálunum og nýtt aðal- skipulag fyrir allan bæinn liggi nú fyrir. „Mjög fagmannlega var staðið að því með víðtæku samráði við íbúa bæjarins.“ Íbúaaukning í Garðabæ var 4,5 prósent á seinasta ári og mikil ásókn í að flytja til bæjarins að sögn Erlings. „Ástæða þess að íbúðaverð er hátt er sú að það er mikil eftirspurn.“ - sdg Sjálfstæðisflokkur og Bæjarlisti bjóða fram í Garðabæ: Tveggja flokka barátta um völdin Garðabær fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar árið 1976 og voru íbúar þá 4.108. Garðabær er sjötta stærsta sveitarfélag landsins með 9.423 íbúa samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember árið 2005. ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002 Fjöldi íbúa á kjörskrá: 6.178 Fjöldi greiddra atkvæða: 5.033 (81,5%) Fjöldi auðra og ógildra seðla: 127 Listi óháðra og framsóknarmanna í Garðabæ (B) 1.307 atkv., 2 fulltr. Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 2.659 atkv., 4 fulltr. Garðabæjarlistinn - Listi Bæjarmála- félags Garðabæjar (S) 940 atkv., 1 fulltr. Bæjarfulltrúar B-listans: Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sigurlaug Garðarsdóttir gjaldkeri Bæjarfulltrúar D-listans: Ásdís Halla Bragadóttir framkvæmdastjóri Erling Ásgeirsson framkvæmdastjóri Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Páll Hilmarsson framkvæmdastjóri Bæjarfulltrúar S-listans Sigurður Björgvinsson skólastjóri KOSNINGAR 2006 D-listi Sjálfstæðisflokks 1. Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 2. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 3. Ragnhildur I. Guðbjartsd., flugfreyja. 4. Stefán Snær Konráðsson fram- kvæmdastjóri 5. Sturla Þorsteinsson kennari Bæjarlistinn, sameiginlegur listi Samfylkingar, Framsóknarflokks og óháðra 1. Steinþór Einarsson skrifstofustjóri 2. Sigrún Aspelund húsfreyja 3. Hjördís Eva Þórðardóttir sálfræðinemi 4. Þorgeir Pálsson hagfræðingur 5. Bergþóra Sigmundsdóttir lögfræðingur Erling Ásgeirsson framkvæmda- stjóri leiðir lista sjálfstæðismanna í Garðabæ að þessu sinni en hann var í öðru sæti listans síðast. Allar götur frá því flokkspólitískar kosningar hófust í bæjarfélaginu hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta bæjarstjórnar. Meðal helstu stefnumála D-listans að þessu sinni að sögn Erlings eru málefni fjölskyld- unnar og þá sérstaklega eldri bæjarbúa. „Við leggjum einnig áherslu á valfrelsi í skólum og sjálfstæði þeirra,“ segir hann. Af öðrum forgangsmálum listans nefnir hann traustan fjárhag bæjarins og umhverfis- og skipulagsmál. „Við höfum unnið mikið í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili og má þar nefna nýtt aðalskipulag fyrir allan bæinn.“ Hann segir mikla eftirspurn eftir búsetu í Garðabæ og bendir á að íbúaaukning hafi verið 4,5 prósent á síðasta ári samanborið við 1,5 prósenta landsmeðaltal. „Útsvar hjá okkur er með því lægsta sem gerist og við erum með lægstu fasteignagjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur verið hornsteinninn í stefnu D-listans að halda traust- um fjárhag og álögum á íbúana í lágmarki,“ segir Erling. Erling Ásgeirsson D-lista: Traust fjármálastjórn Steinþór Einarsson Bæjarlista: Uppbygging miðbæjarins Steinþór Einarsson skrifstofustjóri er efsti maður á Bæjarlistanum, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Framsóknarflokks og óháðra kjósenda, en þessir hópar hafa ekki boðið fram sameiginlega áður. „Minnihlutinn hefur unnið vel saman í nefndum og í bæjarstjórn þannig að þetta lá beinast við,“ segir Steinþór. Helstu stefnumál Bæjarlist- ans snúa að sögn Steinþórs að skipulagsmálum, álögum og þjónustu. „Við viljum klára uppbyggingu miðbæjarins þannig að hann þjóni sem best hagsmunum íbúa, atvinnulífs og þjónustu.“ Lækkun þjónustugjalda er einnig á stefnuskránni og segir Steinþór Garðabæ með ein hæstu þjónustugjöld af stærri sveitarfélögum. „Einnig viljum við að bæjarfélagið úthluti lóðum til yngra og eldra fólks til að sporna við brott- flutningi þessara hópa.“ Hann segir Bæjarlistann enn fremur vilja taka upp viðræður við ríkið um Hafnarfjarðarveginn. „Umferðarþunginn þarna er gífurlegur og við viljum setja veginn í stokk og tengja þannig Ásana og Sjálandshverfið betur við sjálfan bæinn,“ segir Steinþór. GARÐABÆR Garðabær SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 GARÐABÆR íbúar Garðabæjar hafa um tvo skýra valkosti að velja í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkur hefur stýrt bænum frá því flokkpólitískar kosningar hófust en minnihluta- flokkarnir hafa nú sameinast í einu framboði. MÆÐUR GEFA BRJÓST Nýtt heimsmet var sett í Maníla á Filippseyjum í gær þegar samtals 3.738 mæður komu saman og gáfu börnum sínum brjóst. Tilgangurinn var að hvetja mæður til brjóstagjafar. Nýja metið sló út annað sem sett var árið 2002 í Kalíforníu í Bandaríkjunum, þar sem 1.130 mæður gáfu börnum sínum brjóst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Ekki er útlit fyrir að danski herinn verði kallaður heim frá Írak 1. júlí eins og stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa farið fram á. Sagði Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra í viðtali við dönsku sjónvarpsstöð- ina TV2 að ekki hefði verið tekin ákvörðun innan ríkisstjórnarinnar um málið. Lét hann þessi ummæli falla í kjölfar frétta um að Danir hygðust fækka í herliði sínu um 100 manns, en nú eru 500 danskir hermenn í Írak. Mogens Lykketoft, málsvari Jafnaðarmannaflokksins í utan- ríkismálum og fyrrum formaður flokksins, sagði í ræðu sinni hinn 1. maí að flokkurinn myndi ekki styðja áframhaldandi veru hers- ins í Írak, en þingmenn flokksins greiddu í byrjun árs atkvæði með framlengingu á störfum hersins í Írak til 1. júlí. Samkvæmt frétt Politiken í gær er von á nýju frum- varpi frá Per Stig Møller, utanrík- isráðherra Dana, um málið hinn 18. maí. - ks Anders Fogh Rasmussen segir ákvörðun ekki enn hafa verið tekna: Danir líklega áfram í Írak DANSKUR HERMAÐUR Í ÍRAK Óvissa ríkir um framhald veru danskra hermanna í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot. Hann hefur alls sjö sinnum áður komist í kast við lögin. Fann lögregla talsvert magn kannabisefna og amfetamíns við húsleit hjá manninum í lok árs 2004 og að auki skotvopn sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Hefur maðurinn áður hlotið dóma vegna þjófnaða og fíkniefnabrota en þar sem hann játaði brot sín fús- lega og sex ár voru liðin frá síð- asta dómi ákvað dómari að skil- orðsbinda dóminn. - aöe Átta sinnum í kast við lögin: Sakamaður slapp á skilorði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.