Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 64
5. maí 2006 FÖSTUDAGUR40
tonlist@frettabladid.is
> Plata vikunnar
Ghostface Killah: Fishscale
„Ghostface Killah er í fantaformi
og fimmta sólóplatan hans gæti
vel verið hans besta til þessa.
Fyrsta flokks austurstrandar-hip-
hop.“ BÖS
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Jet Black Joe: Full Circle, Lára Rúnarsdóttir: Þögn,
Gnarls Barkley: St. Elsewhere, The Streets: The
Hardest Way to Make an Easy Living, Eurovision:
Song Contest Athens 2006 og Echo and the Bunn-
ymen: Siberia.
Mammút: Mammút
„Fyrsta plata Mammúts hefur að geyma
fjölmörg ljúfsár en kraftmikil gítarrokklög og
með frekari hljóðversvinnu getur hljómsveitin
aðeins orðið enn betri.“
SHA
Morrissey: Ringleader of the
Tormentos
„Morrissey fylgir bestu plötu sinni til þessa
eftir með annarri ágætis plötu. Kappinn er
fullur af sjálfsöryggi þessa dagana, og virðist
njóta þess að vera til... en er samt auðvitað
ennþá á bláu nótunum.“
BÖS
The Vines: Vision Valley
„Þriðja breiðskífa The Vines, og þeirra fyrsta
sem tríó, er hin sæmilegasta plata. Öllu meira
um ballöður en áður og Bítlaáhrifin leyna sér
ekki.“
BÖS
The Streets: The Hardest
Way to Make an Easy Living
„Þriðja breiðskífa The Streets er hrein og klár
vonbrigði. Fljótfærnisleg útgáfa frá listamanni
sem hefði frekar átt að bíða þangað til að
hann hafði upp á eitthvað áþreifanlegt að
bjóða, eins og góð lög og texta.“
BÖS
The Flaming Lips: At War
With the Mystics
„Enn önnur frábær plata frá The Flaming Lips.
Þó þessir menn þrammi sinn stíg ekki varlega
virðast þeir ekki geta misstigið sig. Álíka súr
og síðasta plata með nokkrum popplögum
á milli.“
BÖS
Graham Coxon: Love Travels
at Illegal Speeds
„Sjötta breiðskífa Coxon er hrá pönkuð og
keyrð áfram með sóðalegum gítarstefjum.
Hljómar eins og tilraun til að komast aftur inn
í bílskúrinn.“
BÖS
Ghostigital: In Cod We Trust
„Platan sannar sérvisku og snilligáfu Ghostigital
með dansvænum og taktföstum hip-hop tökt-
um sem blandast við (ó)hljóð í skreytistíl.“
SHA
Yeah Yeah Yeahs: Show Your
Bones
„Önnur breiðskífa Yeah Yeah Yeahs gerir allt
sem hún á að gera. Stenst allar væntingar og á
bara eftir að auka hróður sveitarinnar.“
BÖS
SMS
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Andy Rourke, fyrrum
bassaleikari bresku hljóm-
sveitarinnar The Smiths,
verður plötusnúður á
Manchester-tónleikunum
í Laugardalshöll annað
kvöld auk þess sem hann
mun troða upp á Nasa
ásamt Óla Palla. Freyr
Bjarnason átti gott spjall
við Rourke í heimaborg
hans Manchester.
Á Knott Bar við Castle Street í
Manchester sat Andy Rourke,
bassaleikarinn goðsagnarkenndi
úr The Smiths, sötrandi stóran
bjór ásamt góðvini sínum Mani
[Gary Mounfield], fyrrum bassa-
leikara The Stone Roses, annarri
merkri Manchester-sveit, og
núverandi bassaleikara Primal
Scream.
Eftir að hafa tekið vel á móti
blaðamanni færði hinn hressi
Mani sig yfir á næsta borð til að
rýma til vegna viðtalsins og eftir
sat Andy, sem skartaði ekta
Manchester-hárgreiðslu í anda
félaga sinna frá Manchester,
þeirra Liam Gallagher og Ian
Brown, fyrrum söngvara The
Stone Roses.
Byrjaði fyrir slysni
Andy Rourke segist hafa byrjað
að spila sem plötusnúður fyrir
um það bil fimm árum.
„Þetta byrjaði eiginlega fyrir
slysni. Vinur minn, sem spilaði
áður með Inspiral Carpets, fékk
mig til að vera plötusnúður á
klúbbi í Manchester. Hann sagði
að ég þyrfti ekki að mixa eða
neitt svoleiðis heldur spila bara
plöturnar sem ég fíla. Eftir það
fór síminn að hringja og ég fékk
mér umboðsmann og síðan annan
umboðsmann og það hefur verið
nóg að gera. Ég var að koma heim
út þriggja vikna ferð um Banda-
ríkin,“ segir Andy og virkar bæði
sjálfsöruggur og afslappaður í
návígi.
Framsæknasta hljómsveit Bret-
lands
The Smiths eru eitt af stóru nöfn-
unum í sögu breska poppsins með
söngvarann Morrissey fremstan
í flokki. Starfstími hennar var
ekki langur, eða frá 1982 til 1987,
en áhrifa hennar átti eftir að
gæta víða í tónlist breskra sveita
á borð við The Stone Roses,
Radiohead, Blur, Suede, Oasis,
The Libertines og Doves.
The Smiths gaf út fjórar hljóð-
versplötur á ferli sínum, þar á
meðal hina öflugu The Queen is
Dead, þar sem Andy fékk mikið
hrós fyrir bassaleik sinn. Á meðal
þekktustu laga sveitarinnar eru
Girlfriend in a Coma, Heaven
Knows I´m Miserable Now, Big-
mouth Strikes Again og The Boy
With the Thorn in His Side.
Áður en Andy gekk til liðs við
The Smiths hafði hann spilað á
gítar og bassa í ýmsum rokk-
sveitum, þar á meðal fönksveit-
inni Freak Party, oftast með
skólafélaga sínum Johnny Marr í
för. Þegar Johnny og Morrissey
stofnuðu The Smiths gekk
Rourke fljótlega til liðs við sveit-
ina og var fastur meðlimur allt
til endaloka. Reyndar var hann
rekinn úr sveitinni í skamma
hríð vegna ofneyslu eiturlyfja og
þurfti m.a. að dúsa í fangelsi í
eina viku.
Sjö ára hringrás
Eftir að The Smiths lögðu upp
laupana spilaði Rourke á plötu
Sinéad O´Connor, I Do Not Want
What I Haven´t Got, auk þess sem
hann spilaði eitthvað með Mor-
risey á sólóferli hans. Einnig
hefur Rourke tekið upp og spilað
með The Pretenders, Killing
Joke, Badly Drawn Boy, Aziz
Ibrahim [fyrrum meðlimi The
Stone Roses], og Bonehead, fyrr-
um gítarleikara Oasis.
Mikið hefur verið talað um
Manchester-senuna í gegnum
árin, enda hefur borgin getið af
sér stór nöfn á borð við Joy
Division, New Order, The Smiths,
The Stone Roses, Oasis, James,
Elbow og Badly Drawn Boy.
Andy segir ýmislegt vera að
krauma undir í dag en enn sem
komið er sé senan í töluverðri
lægð. „Ég held að það hafi verið
Tony Wilson [sem kvikmyndin 24
Hour Party People fjallaði að
miklu leyti um] sem sagði að
senan færi í sjö ára hringrás; að
eftir sjö ár kæmu stór nöfn fram.
Það hlýtur því að fara að koma að
því,“ segir hann og glottir. „Það
er allavega kominn tími á það.“
Minnist hann á hljómsveitina
Nine Black Alps sem eina þá efni-
legustu um þessar mundir.
Enginn rígur í Manchester
Andy segir að andrúmsloftið í
Manchester, þegar The Smiths
var uppi, hafi verið skemmtilegt.
„Við spiluðum á tónlistarhátíð
með New Order, The Buzzocks
og öllum stóru nöfnunum og það
var frábært man ég eftir. Það var
aldrei rígur á milli Manchester-
bandanna og allir mjög vingjarn-
legir hver við annan. Á þessum
tíma voru bara nokkur æfingar-
herbergi í borginni þar sem
sveitirnar gátu æft og því voru
allir að hitta alla og góður vin-
skapur myndaðist. Þannig verð-
ur það líklega alltaf, en í London
er til dæmis miklu meiri rígur í
gangi. Hér í Manchester er miklu
afslappaðri stemning í gangi og
hljómsveitirnar fara saman á
djammið og skemmta sér vel
saman,“ segir hann.
Meira lýðræði í Freebass
Andy stofnaði nýverið hljóm-
sveitina Freebass ásamt vini
sínum Mani og Peter Hook úr
New Order. „Þetta er svona Spin-
al Tap-dæmi,“ segir Andy. „Við
erum þrír bassaleikarar en ég
spila á gítar í þetta sinn. Við Mani
áttum í dálitlum erfiðleikum með
að finna söngvara í sveitina enda
vanir góðum mönnum á borð við
Morrissey og Ian Brown. Ég held
að við höfum fundið einn núna
sem lítur ágætlega út og hljómar
líka ágætlega. Við höfum samið
18 lög og vonandi gerum við eitt-
hvað saman á næstu mánuðum,“
segir hann.
„Það er miklu meira lýðræði í
þessari sveit heldur en í The
Smiths þar sem ég fékk bara smá
bita af kökunni en Morrisey risa-
stóran. Ég held að það sé út af
þessu að sveitir eins og U2 halda
velli. Þær skipta öllu jafnt á milli
sín en þegar söngvararnir eða
þeir sem semja lögin vilja eiga
allan heiðurinn af velgengninni
held ég að þá fari að halla undan
fæti.“
Andy er einnig að hasla sér
völl í útvarpinu og hóf nýverið
störf á útvarpsstöðinni XFM í
Manchester þar sem hann verð-
ur með þátt á hverju föstudags-
kvöldi. Er hann spenntur fyrir
verkefninu og segir það eðilegt
framhald af því að vera plötu-
snúður.
Stanley Clarke í uppáhaldi
Fjölmargir hafa haft áhrif á bas-
saleik Andy í gegnum tíðina.
Fyrst nefnir hann hljómsveitina
Echo and the Bunnymen þegar
hún var að byrja sinn feril, en sú
sveit spilar einmitt í Höllinni
annað kvöld ásamt Andy, Badly
Drawn Boy, Elbow, Trabant, For-
eign Monkeys og Benna Hemm
Hemm.
„Ég hlustaði líka mikið á
gamla tónlist þar sem bassaleik-
arinn var mikið notaður. Ég
hlustaði mikið á Stanley Clarke
og Motown-tónlist. Þegar þú eld-
ist áttarðu þig á því að minna er
meira. Það skiptir meira máli
hvað þú spilar ekki heldur en
hvað þú spilar. Ég held að stíllinn
sem ég noti núna sé óþekkjanleg-
ur frá því að ég var í The Smiths.
Ég er samt mjög stoltur af því
efni sem við gerðum og horfi
stundum til baka og hugsa: Hvað-
an kom þetta eiginlega? Ég held
að ég hafi verið andsetinn eða
eitthvað,“ segir hann og hlær.
Framtíðarupptökustjóri
Hvað varðar framtíðaráform
segist Andy ætla að halda áfram
sem plötusnúður auk þess sem
hann hefur trú á að Freebass geti
gert fína hluti.
Hann segist einnig vel geta
hugsað sér að gerast upptöku-
stjóri og reyna um leið að koma
öðrum sveitum á framfæri. Að
auki var hann einn af helstu
hvatamönnum tónleika sem voru
haldnir í Manchester fyrr á
árinu. Þar komu margir af þekkt-
ustu listamönnum Manchester-
borgar á góðgerðartónleikum
fyrir bættum krabbameinsrann-
sóknum. Stefnir Andy að því að
halda tónleikana á hverju ári í
framtíðinni og láta þannig gott af
sér leiða til styrktar mætu mál-
efni.
Allir eru vinir í Manchester
ANDY ROURKE Andy Rourke er fyrrverandi liðsmaður The Smiths. Hann verður plötusnúður
í Laugardalshöll annað kvöld og á Nasa síðar um kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
1. TOOLVICARIOUS
2. PEARL JAMWORLD WIDE SUICIDE
3. THE EDITORSALL SPARKS
4. RED HOT CHILI PEPPERSDANI CALIFORNIA
5. CHARLATANSBLACKEND BLUE EYES
6. THE VINESDON´T LISTEN TO THE RADIO
7. RICHARD ASHCROFTMUSIC IS POWER
8. WULFGANGMACHINERY
9. DIKTALOSING EVERY DAY
10. FOO FIGHTERSNO WAY BACK
X-DÓMÍNÓSLISTINN
TOPP TÍU LISTI X-FM
TOOL Hljómsveitin Tool er á toppi X-Dóm-
ínóslistans með lagið Vicarious af sinni
nýjustu plötu.
Hljómsveitin CocoRosie, með bandarísku systrunum
Sierra og Bianca Casady innanborðs, heldur tónleika
á Nasa þann 17. maí.
Sveitin, sem hefur gefið út tvær plötur sem hafa
fengið mjög góða dóma, er þekkt fyrir að nota ýmis
hljóð í tónlist sinni, þar á meðal dýrahljóð og leikföng.
Tvö stór tjöld verða sett upp á tónleikunum og því má
búast við miklu sjónarspili.
Í stuttu spjalli við Fréttablaðið sögðust þær hlakka
mikið til tónleikanna á Íslandi og vita ekkert við hverju
þær eigi að búast. Þær hafa verið á tónleikaferð um
Bandaríkin, Evrópu og Ástralíu að undanförnu en
brátt spila þær í Japan, Brasilíu, Kína.
CocoRosie var stofnuð árið 2003 og hafa vinsæld-
ir sveitarinnar farið stöðugt vaxandi. „Við vorum bara
að gera okkar hluti og allt í einu áttum við fullt af
lögum sem við bjuggumst ekki við að nokkur myndi
heyra eða myndi hafa áhuga á að heyra,“ segja þær.
„Við litum allavega ekki á okkur sem hljómsveit eða
eitthvað slíkt.“
Áhrifavaldar CocoRosie eru margir og má þar
nefna Jean Genet, SWV, New Kids on the Block,
Vashti, Lars Von Trier, mömmu þeirra, Línu langsokk,
T-Riza og Bill Cosby. En hvernig myndu þær lýsa
CocoRosie á tónleikum? „Við eru kynæsandi og klikk-
aðar,“ segja þær ákveðnar og lofa miklu stuði á Nasa.
Aðeins eru eftir um 100 miðar á tónleikana og því fer
hver að verða síðastur að tryggja sér miða.
Kynæsandi og klikkaðar
COCOROSIE Bandaríski dúettinn spilar á Nasa 17. maí.