Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 66
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR42 Silvía Night fékk höfðinglegar mótttökur í Eistlandi í gær. Hún kom fram í síðdegis- þætti í ríkisútvarpinu og tekið var viðtal við hana í sjónvarpinu. Þegar blaðið náði í hana var hún að undirbúa sig fyrir fjöl- mennan blaðamannafund með öllum stærstu miðlum Eistlands. Ekki fékkst við- tal við stjörnuna vegna anna hjá henni. Silvía er á þvælingi um Evrópu. Hún verður í Finnlandi í dag og fer í viðtal hjá finnska ríkissjónvarpinu. Silvía er ekki ein um að spóka sig um í löndum keppinaut- anna fyrir Eurovision. Hin sænska Carola, sem enn er spáð öðru sæti hjá veðbönk- unum, er í Slóveníu. Þar hitti hún sló- venska keppandann, Anzej Dezan, og reyndi fyrir sér á slóvensku. Bæði þurfa þau að keppa í undanúrslitunum, en samkvæmt veðbönkunum situr Anzej eftir. Rúmenski keppandinn, Mihai Traist- ariu, fór einnig til Slóveníu og verður á næstu dögum á Möltu og í Belgíu, en þaðan fór belgíska Kate Ryan til Kýpur, svo nokkur dæmi séu nefnd. Bæði Kate og Mihai er spáð góðu gengi, en hann á tryggt sæti í aðalkeppninni. Í Aþenu er keppnissviðið í ólympísku höllinni nær tilbúið. 250 menn leggja lokahönd á uppsetninguna. Sviðið verður þrettán metra vítt, allt úr plexígleri. Á heitasta vef aðdáenda keppninnar, oikoti- mes.com, er greint frá því að Silvíu hafi verið boðið í japanskt sjónvarp. Hún sé einnig hársbreidd frá því að landa plötu- samningi við Sony. Í samningnum sé ákvæði um að hún mæti í japanska MTV. Eins og alþjóð veit heillaði Silvía Japana upp úr skónum nýlega. Annars greinir finnska blaðið Ilta Sanoma frá því að aðalsöngvari finnsku hljómsveitarinnar Lordi hafi tognaði á fæti á tónleikum í Hämeenlinna. Togn- unin er ekki svo alvarleg að hann geti ekki keppt í undankeppninni í Euro- vision þann átjánda, en fregnir um að Lordi verði dregið úr keppni hafa engan byr fengið og þeir halda ótrauðir áfram. Aðstandendur tónlistarhátíðarinn- ar Iceland Airwaves, sem verður haldin verður í miðborg Reykja- víkur í áttunda sinn 18. til 22. okt- óber, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljóm- sveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni í ár. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytj- endur koma fram á Airwaves 2006 og er áfram stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Meðal þeirra rúmlega þrjátíu flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Til að sækja um að koma fram á hátíðinni þarf að fylla út eyðu- blað á www.icelandairwaves.com sem undir liðnum „Industry“ og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgi- gögnum. Þau gögn sem skulu fylgja umsókn eru diskur með tónlist og diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Umsóknir vegna Airwaves MAMMÚT Hljómsveitin Mammút spilaði í fyrsta sinn á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. MIHAI TRAISTARIU Rúmenska keppandanum er spáð góðu gengi í aðalkeppn- inni. Rúmenar sendu danslag í fyrra, urðu í fjórða sæti og ákváðu að reyna annað danslag í keppninni í ár. EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Silvía Night slær í gegn í Eistlandi Pönkarinn ódauðlegi, Iggy Pop, hélt tónleika í Listasafni Reykja- víkur í fyrrakvöld ásamt hljóm- sveit sinni The Stooges. Ágætis stemning myndaðist þó svo að ekki hafi verið troðfullt á tónleikunum. Iggy var í essinu sínu, glansandi ber að ofan og í bláum gallabuxum eins og honum einum er lagið, og söng alla helstu slagara sína. Iðaði hann vítt og breitt um sviðið eins og ormur í transi og átti að vonum auðvelt með að fanga athygli viðstaddra. Eftir eitt uppklapp tók hann lagið Little Electric Chair og fór síðan af sviðinu í hinsta sinn eftir heldur stutta tónleika. Hljómsveit- in Dr. Spock hitaði upp fyrir Iggy og stóð sig með prýði. Ódauðlegur pönkari ALVÖRU PÖNKARI Bjartur Gunnlaugsson skartaði þessum forláta hanakambi. Halla Kristjánsdóttir stendur við hlið hans. DR. SPOCK Rokksveitin Dr. Spock sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis hitaði lýðinn upp með skemmtilegri sviðsframkomu. IGGY POP Pönkarinn síungi iðaði um sviðið í einkennisbúningi sínum, bláum gallabuxum, einum fata. Honum til halds og trausts voru félagar hans úr hljómsveitinni goðsagna- kenndu, The Stooges. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON Hljómsveitin Sign spilar þann 19. maí á tónlistarhátíðinni Great Escape í Brighton í Englandi. Í framhaldi af því mun sveitin fara í tónleikaferðalag í boði rokk- tímaritsins Kerrang sem stendur yfir frá 21. til 26. maí. „Kerrang! er það tímarit sem hefur hvað mest áhrif í okkar geira og það er gott að fá stuðning hjá þeim,“ segir Ragn- ar Zolberg, söngvari og gítarleik- ari Sign. „Við erum að safna aðdá- endum í Bretlandi og byggja upp eftirspurn eftir tónleikahaldi fyrir hljómsveitina og þetta er góður stökkpallur fyrir okkur.“ Sign er að fylgja eftir útgáfu á plötu sinni, Thank God for Silence, í Bretlandi en platan fékk jákvæða dóma í þungarokkstímaritinu Playpower sem gaf plötunni 8 af 10 mögulegum í einkunn. Í dómnum sagði m.a. að Sign væri markaðs- vænt jaðarband sem spilaði klass- ískt gítarrokk í ferskum búning. Þá verður lagið When Demons Win á safnplötu sem fylgir tímarit- inu Metal Hammer sem kemur út 10. maí nk. Tímaritið Kerrang! birtir einnig heilsíðuviðtal við hljómsveitina í næsta hefti sínu. Sign er komið á mála hjá einni stærstu bókunarskrifstofu Bret- lands, The Agency, og er ráðgert að hljómsveitin haldi allavega í eina aðra tónleikaferð til Bretlands í sumar. Þá hefur sveitinni verið boðið að spila á Subverse-klúbbnum í Bretlandi sem rekinn er af Visible Noise, sem er plötufyrirtæki Lost Prophets og Bullet for My Valent- ine. Til að hita upp fyrir tónleika- ferðina til Bretlands mun Sign spila á Akureyri, Ísafirði, í Reykja- vík og Götusmiðjunni dagana 12. til 16. maí. Sign ferðast í boði Kerrang SIGN Hljómsveitin Sign nýtur vaxandi vinsælda í Bretlandi um þessar mundir. SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! Vinningar verða afhendir hjá BT Sm áralind. Kóp avogi. M eð þ ví að taka þ átt ertu kom inn í SM S klúb b. 99 kr/skeytið. FRUMSÝND 28. APRÍL MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SENDU SMS SKEYTIÐ JA HOF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR • TÖLVULEIKIR • VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.