Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 28
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR28 Í framhaldi af þeirri vinnu sem hrundið var af stað með íbúaþingi og samkeppni um endurskipulagn- ingu miðbæjarins sem félagið Akureyri í öndvegi stóð fyrir hefur mikil umræða átt sér stað um skiplagsmál á Akureyri og er það vel. Skipulagmál eru flókinn og vandasamur málaflokkur og það hvernig til tekst skiptir alla íbúa miklu máli og ræður miklu um þróun og uppbyggingu byggð- ar. Því ber að fagna allri umræðu og skoðanaskiptum um þennan mikilvæga málaflokk. Hver bað um að síki yrði grafið? Það er mikill misskilningur hjá vini mínum Ragnari Sverrissyni ef hann heldur að það standi ein- hver allsherjar hallelújakór Akur- eyringa á bak við þá hugmynd að grafa síki upp í miðbæ Akureyrar til að mynda skjól og sól. Ég ætla a.m.k. að fullyrða að síki eitt og sér myndar hvorugt. Hvort sem Ragnari líkar betur eða verr þá eru um þennan þátt í þeim skipu- lagshugmyndum sem nú eru til umfjöllunar mjög skiptar skoðan- ir. Fráleitar kostnaðartölur Ragnar kallar þá þær tölur sem ég sló fram sem áætlaðan kostnað við gerð þessa mannvirkis bull og vísar þar til „vandaðrar áætlunar“ frá Siglingamálastofnun um að kostnaðurinn við gerð síkisins verði 250 milljónir. Ég skal fús- lega viðurkenna að þetta er gróf áætlun og a.m.k hærri talan gæti verið of há ef alls aðhalds er gætt, en ég fullyrði þó að 250 milljónir eru út úr korti. Miðað við verð á lengdarmetra í stálþili og viðlegukant þá kostar síkið og umgjörð ekki undir 350 milljónum. Þá á eftir að reikna með gerð brúar yfir fjórar akrein- ar Glerárgötunnar með tilheyr- andi breytingum og hækkun á Glerárgötunni, flutning á öllum lögnum sem um þetta svæði liggja, niðurrif, flutning og endurbygg- ingu á skólpdælustöðinni, gerð göngubrúar yfir fremsta hluta sík- isins, lýsingu á svæðinu, tengingu við önnur svæði í miðbænum o.s.frv. Snjöll lausn orðin að pólitísku bitbeini Samfylkingin telur að þessa miklu fjármuni eigi að nýta til þarfari þjónustu við bæjarbúa. Um það snýst pólitík, Ragnar minn, að verulegu leyti. Að forgangsraða verkefnum. Það er því heimsins eðlilegasti hlutur að það sem einn telur snjalla lausn og beri að ráð- ast í strax sé ekki á forgangslista stjórnmálaafls sem telur önnur verkefni í bæjarfélaginu brýnni. Eins og fram kemur í minni grein telur Samfylkingin á Akur- eyri margar af þeim hugmyndum sem verið hafa til umfjöllunar varðandi uppbyggingu miðbæjar- ins áhugaverðar. Við teljum óráð að mjókka Glerárgötuna sem þá um leið segir að þeir bygginga- reitir sem auglýstir voru fyrir skemmstu eru stærri en við vilj- um sjá á þessu svæði. Það er ekki þar með sagt að ekki megi byggja á hluta bílastæða miðbæjarins. Þær framkvæmdir verða þó að taka tillit til þess að Akureyringar eiga í dag 11.400 bíla sem notaðir eru daglega og þeir þurfa pláss. Tillögur að endurskipulagningu Það voru sendar inn um 150 tillög- ur að endurskipulagningu mið- bæjarins á Akureyri í þeirri hug- myndasamkeppni sem Akureyri í öndvegi stóð fyrir. Aðeins ein þessara tillagna, sú sem fékk fyrstu verðlaun dómnefndar (ekki Akureyringa), gerði ráð fyrir því að grafið yrði síki inn í miðbæ Akureyrar. Sú tillaga sem unnið hefur verið eftir við endurskoðun aðalskipulagsins er samsuða úr nokkrum þeirra hugmynda sem verðlaun fengu í keppninni. Sam- fylkingin er einfaldlega þeirrar skoðunar að hægt sé að búa til lif- andi og skemmtilegan miðbæ á Akureyri án þess að hundruðum milljóna sé varið í þennan eina þátt einnar af þeim 150 tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppn- inni. Höfundur skipar 4. sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar á Akureyri. Er síki allsherjarlausn? UMRÆÐAN RAGNARI SVERR- ISSYNI KAUP- MANNI SVARAÐ ÁSGEIR MAGNÚSSON FRAMBJÓÐANDI Bakþankar Davíðs Þórs Jónsson- ar í sunnudagsblaði Fréttablaðs- ins 30. apríl sl. eru um fordóma og fer hann sérstaklega inn á for- dóma sína, og glímu sína við þá, gagnvart heimavistarskólum úti á landi. Tilgreinir hann Mennta- skólann að Laugarvatni sérstak- lega þar sem dóttir hans sýndi því áhuga að sækja um námsvist í þeim framhaldsskóla. Vonandi verður það ekki þannig í hugum þeirra sem lásu bakþanka Davíðs Þórs að sleggju- dómar þeir sem hann notar sem áhöld í gagnrýni sinni verði það sem sitji eftir í hugum fólks eftir lesturinn og gagnrýni hans á for- dómana snúist upp í andhverfu sína. Sú hætta er þó fyrir hendi, vegna framsetningar hans í grein- inni. Jafnvel má vera að Davíð Þór hafi skaðað það góða starf sem unnið er í heimavistarskól- um úti á landi og lítillækkað starfsmenn og nemendur Mennta- skólans að Laugarvatni, fyrr og nú. Vonandi vekur grein Davíðs Þórs fólk þó öllu frekar til umhugsunar um eigin fordóma og þekkingarskort á því hvað og hvernig það er að búa og starfa úti á landi og á því hvernig heima- vistarskólar eru, því fordómar eru börn vanþekkingarinnar. Hvernig er Menntaskólinn að Laugarvatni, heimavistarskóli á hentugum stað í sveit? Besta svarið fæst með því að kynna sér viðhorf þeirra sem hafa útskrif- ast þaðan sem stúdentar, hvað viðskiptavinurinn hefur að segja, hvaða reynslu hann hefur. Það er vænlegt til árangurs að kynna sér heimasíðu skólans og koma í heimsókn á staðinn. Skoða skól- ann og það sem hann hefur fram að færa. Kynna sér aðbúnað, námsframboð, starfsfólk og þjón- ustu. Það er nefnilega þannig í dag að framhaldsskólar landsins eru í samkeppnisumhverfi og ímynd þeirra er eitt það mikil- vægasta í markaðssetningunni. Þeir eru stofnanir í þjónustu almennings og eru og eiga að vera mjög vandir að virðingu sinni. Mjög öflugt og faglegt starf er unnið í Menntaskólanum að Laugarvatni. Kennarar eru nán- ast allir með réttindi framhalds- skólakennara, langflestir þeirra með framhaldsnám eftir bachelor- gráðu og margir þeirra með mast- ers-gráðu. Þegar starf er auglýst sækja að jafnaði vel menntaðir og reyndir framhaldsskólakennarar um. Þeir eru að sækja um starf í góðum skóla þar sem gerðar eru kröfur. Vel er haldið utan um heimavistarmál, þrír starfsmenn eru þar í vistargæslu á vöktum, félags- og íþróttalíf er öflugt og skólinn útskrifar góða stúdenta vel undirbúna fyrir nám í háskól- um. Gengi nemenda úr ML í háskólanámi sýnir að þeir eru mjög vel staddir faglega og félagslega. Öflugt kynningarstarf er unnið, þar sem sérstaklega er vísað til sérstöðu skólans sem bekkjarkerfisskóla með stúdents- brautirnar þrjár, skóla sem er með starfs- og námsaðstæður á við það besta sem þekkist, skóla þar sem ævilöng vinátta myndast nemenda í millum og milli nem- enda og starfsmanna. Þetta er menntaskóli með mikla sögu og ríkar hefðir en um leið skóli sem er nútímalegur og í mikilli þróun tæknilega. Það er góður undir- búningur undir nám í háskólum og sérskólum hérlendis sem erlendis, undir lífið og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi að fara í Menntaskólann að Laugarvatni og útskrifast þaðan sem stúdent. Það er val starfsmanna skól- ans að starfa og búa á Laugar- vatni eða í nágrenni, vegna þess að þar líður þeim og fjölskyldum þeirra vel. Það er val þeirra að búa úti á landi. Það er einnig val nemenda ML að sækja einmitt í þann skóla, vegna þess að hann veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám, þar eru áhugasamir nemendur og góðir starfsmenn. Að lokum vil ég bjóða Davíð Þór og dóttur hans hjartanlega velkomin í heimsókn í Laugardal- inn, þann fagra fjallasal, til að kynna sér málin. Það er besta vopnið gegn fordómum. Mannlíf úti á landi er öflugt, menning fjöl- breytt og gróskumikil og það eru góðir framhaldsskólar úti á landi. Það er gott að búa úti á landi. Það er gott að vera nemandi eða starfsmaður í Menntaskólanum að Laugarvatni. Fordómar eða fræðsla UMRÆÐAN BAKÞÖNKUM SVARAÐ HALLDÓR PÁLL HALLDÓRSSON SKÓLAMEISTARI MENNTASKÓLANS AÐ LAUGARVATNI Vonandi vekur grein Davíðs Þórs fólk þó öllu frekar til um- hugsunar um eigin fordóma og þekkingarskort á því hvað og hvernig það er að búa og starfa úti á landi og á því hvernig heimavistarskólar eru, því fordómar eru börn vanþekk- ingarinnar. Í Fréttablaðinu hinn 1. maí birtist heilsíðuauglýsing frá Alþýðusam- bandi Íslands þar sem tíundaðir eru áfangasigrar þess í réttinda- baráttu launafólks. Tilefnið er 90 ára afmæli sambandsins og er auðvitað allt gott um það að segja að haldið sé upp á merkan áfanga í sögu verkalýðsbaráttu. Það sem stakk í augu við lestur auglýsingarinnar var sú staðhæf- ing að launajafnrétti hefði komist á árið 1948. Allar tiltækar upplýs- ingar um laun á Íslandi sýna svo ekki verður um villst að launa- munur karla og kvenna er hér meiri en á hinum Norðurlöndun- um og er hann þó töluverður þar. Ég velti því fyrir mér hvaða til- gangi slík tilhæfulaus auglýsing þjóni? Hafi einhver gert mistök, þá eiga íslenskar konur heimtingu á því að ASÍ biðjast afsökunar á birtingunni. Það er með öllu óþol- andi að í byrjun 21. aldar sé ekki meiri þekking á jafnréttismálum innan ASÍ en birtist í þessari aug- lýsingu. Launamunur kynjanna er eitt af stærstu félagslegu mein- semdum í íslensku samfélagi. Framsækin og meðvituð verka- lýðshreyfing ætti að gera útrým- ingu launamunar karla og kvenna að forgangsverkefni sínu, sérstak- lega í ljósi þess að meirihluti félagsfólks er konur. Þess má geta að aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld í Finn- landi settu sér það markmið í kjarasamningum sem gerðir voru árið 2005 að draga úr launamun milli karla og kvenna um fimm prósentustig fyrir 2015. Ég undirrituð er félagskona í Eflingu og hef þar af leiðandi tekið þátt í að fjármagna gerð þessarar auglýsingar. Peningar verkalýðs- hreyfingarinnar koma frá okkur félagsmönnum hennar og í ljósi þess krefst ég skjótra og afdrátt- arlausra svara við þeim spurning- um sem ég hef hér sett fram. Opið bréf til forseta ASÍ UMRÆÐAN SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR BENSÍNAF- GREIÐSLUKONA SKRIFAR UM LAUNAMUN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.