Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 74
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR50 FÓTBOLTI Eftir margra mánaða vangaveltur er arftaki Svens Göran-Eriksson loksins fundinn. Steve McClaren hættir með Middlesbrough eftir tímabilið og tekur við liðinu eftir HM í sumar en hann er núverandi aðstoðar- landsliðsþjálfari. Luiz Felipe Scolari var fyrsti kostur enska knattspyrnusambandsins, en þegar hann afþakkaði starfið var McClaren næstur á listanum og skrifaði hann undir fjögurra ára samning í gær. „Þér hlotnast ekki meiri heið- ur en að vera boðið þetta starf og augljóslega er þetta mjög stór stund fyrir mig. Þetta er gríðar- leg áskorun, en ég tek henni með opnum örmum. Ég hef notið tím- ans hjá Middlesbrough til fulln- ustu og ég er mjög þakklátur klúbbnum. Þetta var aftur á móti tilboð sem ómögulegt var að hafna,“ sagði McClaren. „Í augnablikinu er úrslitaleik- urinn í UEFA-bikarkeppninni í algjörum forgangi hjá mér áður en ég fer að vinna með Sven að undirbúningi fyrir HM í sumar. Síðan mun ég snúa mér að undir- búningi fyrir undankeppni EM 2008,“ sagði McClaren sem hefur verið viðloðinn enska landsliðið frá því að hann var aðstoðarmað- ur Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. McClaren verður á hliðarlín- unni með Eriksson á HM í sumar og góður árangur Englands þar gæti hækkað hann mikið í áliti á efasemdarmönnum, sem eru margir á Englandi. Slakur árang- ur í Þýskalandi myndi samstund- is setja McClaren undir mikla pressu, en ljóst er að starfið er ekki tekið með sældinni. - hþh Steve McClaren tekur við enska landsliðinu: Meiri heiður er ekki til Í SKÝJUNUM „Ég er ótrúlega stoltur,“ sagði McClaren þegar hann var útnefndur knattspyrnustjóri Englands í gær. NORDICPHOTOS/AFP HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 2 3 4 5 6 7 8 Föstudagur ■ ■ LEIKIR  19.30 Fylkir og Fram mætast í deildarbikar HSÍ í handbolta í Árbænum.  19.30 Valur og Haukar mætast í deildarbikar HSÍ í handbolta í Laugardalshöll. ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.  19.30 Motorworld á Sýn.  20.00 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttaþáttur. Deildabikar kvenna: VALUR-ÍBV 26-24 Mörk Vals: Alla Georgijsdóttir 8, Ágústa Edda Björnsdóttir 6, Arna Grímsdóttir 3, Kristín Collins 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3, Anna Guðmundsdótt- ir 1, Drífa Skúladóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 26. Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 8, Simona Vintila 8, Ragan Karen Sigurðardóttir 5, Elísa Sigurðardóttir 1, Elísa Viðarsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Florentina Grecu 25. Enska úrvalsdeildin: MAN.CITY-ARSENAL 1-3 0-1 Frederik Ljungberg (30.), 1-1 David Sommeil (38.), 1-2 Jose Antonio Reyes (78.), Jose Antonio Reyes (84.). SUNDERLAND-FULHAM 2-1 1-0 Antony Le Tallec (32.), 2-0 Chris Brown (57.), 2-1 Thomaz Radzinsky (76.). Heiðar Helguson spilaði allan leikinn fyrir Fulham. Danska knattspyrnan: ÁLABORG-SILKEBORG 1-0 1-0 Poul Hübertz Hörður Sveinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku báðir allan leikinn fyrir Silkeborg. Norska knattspyrnan: STABÆK-ROSENBORG 1-1 0-1 Thomas Helstad (63.), 1-1 Daniel Nannskog (79.). Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stabæk. ÚRSLIT GÆRDAGSINS Lúxus sturta m/eimbaði og sambyggðum saunaklefa með ofni kr. 251.000,- 180x100x220 sm. Nuddpottur m/útvarpi kr. 338.000,- 238x218x100 sm. Hringlaga nuddpottur m/útvarpi kr. 287.000,- 220 sm Sturtuklefi m/nuddstútum kr. 92.000,- 100x100x219 sm. Hornbaðkar m/nuddstútum kr. 116.000,- 150x150x64 sm. Klefi m/infrarauðum geislum. Indælt að hafa t.d. í kjallara eða bílskúr verð 214.000,- 160x105x190 sm. FÓTBOLTI Arsenal vann góðan úti- sigur á Manchester City í gær, 1-3. Frederik Ljungberg kom Arsenal yfir en David Sommeil jafnaði metin fyrir City í fyrri hálfleik. Jose Antonio Reyes átti góðan dag fyrir Arsenal og hann lauk sókn sem hann byrjaði sjálfur með frá- bæru marki á 78. mínútu. Reyes gulltryggði svo sigurinn eftir undirbúning Thierry Henry. Heiðar Helguson lék allan leik- inn fyrir Fulham sem tapaði mjög óvænt fyrir Sunderland, sem fyrir löngu er fallið. Antony Le Tallec kom Sunderland yfir og Chris Brown jók forystuna. Thomas Radzinsky minnkaði muninn en Sunderland bjargaði sér þar með frá því að vera fyrsta liðið í sögu enska boltans til að vinna ekki heimaleik á keppnistímabili. - hþh Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gærkvöldi: Arsenal á sigurbraut HANDBOLTI „Þetta var ótrúlegt og það gerist varla sætara en þetta. Þetta sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk og það er frábært að geta kvatt Val með titli,“ sagði Berglínd Íris Hansdóttir, mark- maður Vals, en hún er á leiðinni út í atvinnumennskuna í Danmörku. Berglind átti frábæran dag í mark- inu, varði 26 skot, einu fleira en stalla hennar í ÍBV, Florentina Grecu. Hún sigraði þar með í einvígi markmannanna, en báðar báru þær af í sínum liðum í gær. „Ég segi bara að ef liðið mitt sigrar, þá sigra ég bara í einvíginu hvernig sem fer,“ sagði Berglind glaðbeitt og tók við faðmlögum í gríð og erg fyrir frábæra frammistöðu í vetur. Valsstúlkum gekk erfiðlega í byrjun leiks og Eyjastúlkur voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Það var einungis fyrir tilstilli Berglindar að ÍBV náði ekki enn meira forskoti en þeim fimm mörkum sem þær höfðu þegar lokaflautan í fyrri hálfleik gall. Fátt virtist benda til annars en hreins úrslitaleiks í Eyjum um helgina þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik og Eyja- stúlkur sex mörkum yfir, 14-20. Þá hrökk Berglind aftur í gang og Valsstúlkur tóku öll völd á vellin- um. Alla Georgijsdóttir hafði hægt um sig þar til á lokakaflanum þegar hún skoraði meginþorra átta marka sinna í leiknum. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi en Valsstúlkum tókst að jafna leikinn í 24-24 og skoruðu svo tvö síðustu mörkin og tryggðu sér sigurinn. Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV, missti sig á hliðarlín- unni vegna ósættis við dómarana og þrumaði harpixfati Eyjastúlkn- anna upp í blaðamannastúku, en Valsstúlkur leyfðu sér að dansa trylltan stríðsdans í lokin. - hþh Berglind tryggði Val titilinn Valsstúlkur eru deildabikarmeistarar eftir frækinn sigur á ÍBV í Laugardalshöll. Þeim tókst að leggja ÍBV, 26-24, eftir að hafa lent sex mörkum undir í leiknum. Í SIGURVÍMU Berglind gat leyft sér að fagna rækilega í leikslok. Hér hampar hún deildabik- armeistaratitlinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.