Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 29
Hugur minn reikar oft til löngu
liðinna ára þegar það þótti allt í
lagi að hafa skoðanir á öllum hlut-
um. Þeir sem stóðu upp úr létu
sér ekki nægja að fá einn sjónar-
hól málefnis heldur vildu fá hann
jafn langt til vinstri og hægri og
mögulegt var. „Hann er áskrif-
andi að Þjóðviljanum“ heyrðist
hvíslað „og líka Morgunblaðinu
og Tímanum. Hverslags maður er
þetta eiginlega?“ Pólitísk umræða
yfir matarborðinu, í vinnunni, við
vini sína, er að verða deyjandi
íþrótt, frelsið til að tjá hug sinn á
heilbrigðan hátt er að hverfa í
lognmollu og ládeyðu þess sem
enginn skilur. „Hvað fæ ég fyrir
minn snúð?“ heyrist spurt.
Í dag er það kúgunin og lág-
kúran sem ræður ríkjum. „Ekki
tjá þig, þá gætirðu misst vinn-
una,“ er tönnlast á, hugsunin nógu
stutt og hagsmunatengd og á
hraðbergi viðvörunin: „Þú getur
sjálfum þér um kennt að vera að
gaspra þetta. Þú ert nú meira
flónið.“
Þessi þróun í okkar samfélagi
er ekki jákvæð, jafnvægi í skoð-
unum vantar, gagnrýni í hugsun,
lestur margra sjónarmiða ekki á
boðstólum og stærstu eða næst
stærstu stjórnmálaöfl samfélags-
ins, til samans, standa ekki í
blaðaútgáfu í dag. Hér er ég að
tala um Samfylkinguna og Fram-
sóknarflokkinn og líka Vinstri-
Græna. Ekki batnar það þegar
stjórnmálaflokkarnir fara að leita
uppi vinsældarmálefnin til að
trekkja að kjósendur, horfa í aðra
átt ef málefnið er lítið eða snertir
dreggjar samfélagsins, hratið,
úrkastið sem gæti þó verið ég eða
þú.
Góðfúslega viðurkenni að það
er dálítið hart að setja þetta svona
fram en hér kemur „góð spurn-
ing“ eins og unga fólkið myndi
segja: Nú er vitað að drykkja á
áfengum miði hefur aukist um
300% á undanförnum árum og
hvaða flokkur, stjórnmálaafl,
ætlar að frábiðja sér allt brenni-
vínssull í kringum þessar kosn-
ingarnar, nú og eftirleiðis? Ég les
stórar auglýsingar í blöðum,
annan hvern dag, um áhyggjur af
velferð þegnanna, forvarnarátak
í einu og öðru en sé hvergi minnst
á þetta mikilvæga fyrsta skref.
Og svo má líka spyrja hvenær við
ætlum að gera brennivíninu,
drykkjunni, jafn lágt undir höfði
og reykingunum og biðja þá unn-
endur vinsamlegast að halda sig
utandyra við iðju sína rétt eins og
fólkinu er gert með smávindling-
ana, í veislum, samkomum, hjá
hinu opinbera og á matsölu- og
vínveitingarstöðum almennt. Nei,
þessi ávani er of útbreiddur og
tilmælin ekki nógu vinsæl fyrir
væntanlegar borgar- og bæjar-
stjórnarkosningar. Hvergi er þó
efast um skaðsemi reykinga og
drykkju á heilsu okkar.
En bölvaldurinn brennivínið
nær þó sínu lengra í skaðsemi
sinni, sljóvgar siðferðiskenndina,
ýtir undir öfga og ofbeldi jafn
gagnvart börnum sem fullorðn-
um og svo má áfram telja. En
svona er nú margt skrýtið í okkar
veröld. Reykingarnar fyrst og
svo kannski vínið á eftir.
Höfundur er í framboði fyrir
Reykjanesbæjarlistann.
Bölvaldur samfélagsins
UMRÆÐAN
ÁFENGI
KONRÁÐ K. BJÖRGÚLFSSON
RITHÖFUNDUR
Fyrir nokkrum
árum efndi
núverandi
meirihuti borg-
arstjórnar til
atkvæða-
greiðslu um
hvort Reykja-
víkurflugvöll-
ur ætti að vera
kyrr eða víkja.
Síðan þegar
niðurstöður
lágu fyrir var
haft á orði að þær væru aðeins leið-
beinandi. Ég hef alla tíð fylgst með
umræðum um flugvöllinn og sitt
sýnist hverjum um hvar hann sé
best geymdur. Allir segjast hafa
rétt fyrir sér í þeim efnum. Það er
víst óhagganleg staðreynd að
núverandi flugvallarstæði í Vatns-
mýrinni er eitt það besta sem völ er
á í borgarlandinu. En er það nú
svo?
Ég hef átt tal af nokkrum mönn-
um sem fullyrða að Álftanesið sé
allra best kjörið sem staður fyrir
innanlandsflugvöll höfuðborgarbúa
og þeirra, sem þangað vilja leita.
Ég hef engan einasta mann heyrt
afneita þessari fullyrðingu. Þar er
veðurfar langhagstæðast og land-
kostir hentugastir. Sá sem fullyrðir
þetta hvað mest er góður vinur
minn aldraður, sem hvorki hefur
neytt áfengis eða tóbaks þrátt fyrir
einhvern vilja, en honum flökrar
við þessum vímugjöfum og hann er
með afbrigðum rökfastur.
Nú er það svo að landrými er
mikið á Álftanesinu. En þar hefur
mikið verið byggt síðustu árin og
þar er aðsetur forseta lýðveldisins.
Þar eru engin húsdýr lengur og þar
eru ekki beljurnar leiddar undir
naut lengur. Nú vill svo til að banda-
ríski herinn er að hverfa af Miðnes-
heiðinni og skilur eftir sig tóm. Þar
sem sú staðreynd virðist ljós að
Álftanesið sé besti staður fyrir inn-
anlandsflugvöll, þá ætti að leggja
fram áætlun um að rýma nesið.
Fólkið sem þar býr gæti fengið við-
legubúðir í yfirgefnum byggingum
hersins á Keflavíkurflugvelli.
Landið þar sem Reykjavíkurflug-
völlur er nú ætti að láta Álftaness-
búa hafa og þannig væri byggðin
þétt verulega í höfuðborginni.
Á þessu ári eru 295 ár frá fæð-
ingu Skúla Magnússonar landfóg-
eta, sem reysti myndarlegt stór-
hýsi í Viðey. Í Viðey er nú þegar
fyrirtaks aðsetur fyrir forseta vorn
og hugsanlega ríkisstjórn. Þar
hefur hámenning íslensk risið hvað
hæst. Í Viðey var starfrækt klaust-
ur og prentsmiðja og mikil útgerð,
svo að menningin drýpur af hverju
strái. Bessastaðir eru því miður
tákn danskrar kúgunar og yfir-
gangs tilmargra alda. Vonandi næst
fullkomin sátt um þessa laus. Það
yrði öllum landslýð til góðs og
myndi upphafja embætti forseta
vors til mikillar virðingar.
Slíkan flugvöll, Álftavöll, ætti
að taka í notkun 2011. Aðsetur for-
seta lýðveldisins yrði um leið flutt
til Viðeyjar. Það væri verðugt að
sýna 300 ára minningu Skúla Magn-
ússonar landfógeta virðingu með
þessum hætti.
Flugvöll-
inn burt
GÍSLI HELGASON
FORMAÐUR
BLINDRAFÉLAGSINS