Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 24
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.461 +2,31% Fjöldi viðskipta: 631 Velta: 18.612 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 60,00 +1,52% ... Alfesca 3,81 +0,53%... Atorka 5,80 +0,87% ... Bakkavör 49,20 +2,29% ... Dagsbrún 5,30 +0,57% ... FL Group 18,20 +2,25% ... Flaga 3,98 +3,65% ... Glitnir 16,90 +1,20% ... KB banki 743,00 +3,48% ... Kögun 74,00 +0,00% ... Landsbankinn 21,00 +1,94% ... Marel 70,70 +0,57% ... Mosaic Fashions 17,60 +1,15% ... Straumur- Burðarás 16,70 +2,45% ... Össur 107,00 +0,47% MESTA HÆKKUN Flaga +3,65% KB banki +3,48% Bakkavör +2,50% MESTA LÆKKUN MARKAÐSPUNKTAR... Ingólfur Helgason, forstjóri Kaup- þings banka hf. á Íslandi, hefur keypt 500.000 hluti í bankanum á genginu 750 krónur á hlut. Á hann eftir viðskiptin 3.300.075 hluti í bankanum. Glitnir banki hf. hefur lokið við kaup á 50,1 prósenti hlutafjár í UNION Group ASA í Noregi. Fjármálaeftir- lit í Noregi og á Íslandi hafa veitt Glitni banka formlegt samþykki fyrir kaupunum. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur í apríl 17,7 milljarðar króna en innflutning- ur 27,4 milljarðar. Vöruskiptajöfn- uður var því óhagstæður um 9,7 milljarða. Stjórn bresku kráarkeðjunnar Mit- chells & Butlers hefur hafnað yfir- tökutilboði frá fjárfestingahópi undir forystu Roberts Tchenguiz upp á 550 pens á hvern hlut. Stjórnin segir að boðið endur- spegli ekki raunverulegt virði pöbbakeðjunnar sem hefur vaxið hvað hraðast innan geirans. Boðið hljóðaði upp á 2,7 millj- arða punda auk vaxtaberandi skulda að upphæð 1,6 milljarða punda en samanlagt gerir þetta 570 milljarða króna. Að tilboði Tchenguiz koma meðal annars KB banki, Apax Partners, HBOS og Barclays Capi- tal. KB banki og Tchenguiz hafa starfað náið saman í fjárfestingum og reka saman Laurel-kráarkeðj- una. Hlutabréf M&B féllu niður í 500 pens á markaði í Lundúnum í gær. M&B rekur um tvö þúsund pöbba, meðal annars þá sem reknir eru undir merkjum O´Neill og Har- vester. - eþa M&B segja lágt boðið Stýrivextir óbreyttir í Evrópu Bæði Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Bretlands tilkynntu í gær að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu eru 2,5 prósent en þeir voru síðast hækkaðir um 25 punkta í mars. Stýrivextir í Bretlandi hafa hins vegar staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Fréttaveitan Bloomberg segir frá því að Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðla- banka Evrópu, hafi gefið til kynna á fundi stjórnar bankans að vaxtahækkun sé ekki ólíkleg um næstu mánaðamót. Hagvöxtur á evrusvæðinu fari hratt vaxandi, olíuverð sé í hæstu hæðum og mikil eftirspurn eftir lánum sem kyndi undir verðbólgu. Að sögn breska ríkisútvarpsins fylgist breski seðlabankinn jafnframt náið með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu. Engar líkur eru hins vegar á öðru en að Seðla- bankinn hér hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðun- ardegi, 18. þessa mánaðar. Húsnæði hækkar víðar í verði en hér Að sögn félags norskra fasteignasala hefur fasteigna- verð hækkað nokkuð í Noregi á milli mánaða en verð á húsnæði er 13 prósentum hærra nú en í apríl í fyrra. Þá hefur fasteignaverð hækkað um heil 9 prósent það sem af er þessu ári. Fasteignaverð hækkaði um 1,9 prósent á milli mars og apríl, samkvæmt félaginu. Sölusamningar voru hins vegar færri í apríl en mars. Ástæðan er páskahelgin en þá voru mörg fyrirtæki lokuð. Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten tók að meðaltali 23 daga að selja hverja fasteign í Noregi, en það er heldur lengri tími en tekið hefur að moka út íbúðum hér, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Peningaskápurinn... Sjávarútvegsteymi Glitnis hefur sent frá sér ítarlega skýrslu um bandarískan sjávarútveg. Megin niðurstöður eru þær að vinsældir sjávarafurða í Banda- ríkjunum fari mjög vaxandi en 88 prósent af neyslunni eru innflutt- ar vörur. Innflutningur á sjávaraf- urðum jókst um 66 prósent frá 1995 til ársins 2004. Með aukinni stærð markaðar- ins vex krafan um að fyrirtæki innan iðnaðarins renni saman í stærri og hagkvæmari einingar til að geta veitt bandarísku stórversl- anakeðjunum betri kjör og þjón- ustu. Mikill vöxtur er í einstökum tegundum á borð við lax, rækju og eldistegundina tilapia. Enn er Alaska ufsinn vinsælasta tegund- in á borðum bandarískra neyt- enda. - eþa Glitnir sér tækifæri í Bandaríkjunum HUMARVEIÐAR VIÐ AMERÍKU Í nýrri skýrslu sem Glitnir vann um bandarískan sjávarút- veg kemur fram að vinsældir sjávarafurða fari þar vaxandi. NORDICPHOTOS/AFP Krónan styrktist talsvert í gær og endaði gengisvísitalan í 124,6 stigum sem var 2,50 prósenta hækkun frá deginum áður. Krón- an styrkist mest gagnvart jeni og bandaríkjadal, sem kostaði rúma 71 krónu í dagslok. Greiningardeild KB banka telur að skýrsla um fjármála- stöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í New York á miðvikudaginn, hafi haft jákvæð áhrif á markað- inn og fullvissað erlenda aðila að neikvæð umræða um íslenskt efnahagslíf hafi verið of hávær. Úrvalsvísitalan hækkaði einn- ig mikið eða um 2,31 prósent í nærri nítján milljarða viðskipt- um. Endaði Úrvalsvísitalan í 5.461 stigi eftir að hafa farið yfir 5.500 stig um tíma. Af stóru fyrir- tækjunum hækkaði gengi KB banka mest eða um 3,48 prósent, Straumur-Burðarás um 2,45 pró- sent og Bakkavör og FL Group um tæp 2,3 prósent. Landsbank- inn hækkaði um tæp tvö pró- sent. Mikill kaupáhugi var á skulda- bréfamarkaði í gær og námu heildarviðskipti með skuldabréf ellefu milljörðum króna. Að mati KB banka er vaxandi áhugi erlendra fjárfesta fyrir íslensk- um skuldabréfum, einkum verð- tryggðum, eftir veikingu krón- unnar að undanförnu og vegna væntinga um mikla verðbólgu á næstunni. - eþa FJÖR Á INNLENDUM FJÁRMÁLAMARKAÐI Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,3 prósent í gær á sama tíma og krónan styrktist mikið og skuldabréf hækkuðu í verði. Líf og fjör á öllum mörkuðum Krónan styrkist talsvert, verðmæti hlutabréfa og skuldabréfa hækkaði. Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson seðla- bankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að viðskiptabankar dragi úr útlánum og að staða Íbúðalánasjóðs sé óvið- unandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða. Þjóðhagslegt ójafnvægi hefur auk- ist frá því að Seðlabanki Íslands gaf síðast út rit um fjármálastöð- ugleika fyrir ári síðan. Bankinn kynnti síðdegis í gær nýja úttekt á fjármálastöðunni þar sem yfir- skrift aðfararorða hennar er „vandasöm sigling framundan“. Í fyrra var niðurstaða greiningar bankans sú að fjármálakerfið væri í meg- inatriðum traust þrátt fyrir mikla siglingu og það þyrfti næstu árin að glíma við ójafnvægi. Sú niður- staða er óbreytt þótt horf- ur séu nú í fyrsta sinn síðan í nóvember 2001 sagðar neikvæðar. „En boðarnir framundan eru nú sýnilegri og meiri,“ sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, þegar hann kynnti skýrsluna. Davíð segir að frá því í fyrra hafi tvennt gerst, annars vegar hafi aukist ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum og hins vegar orðið umskipti í fjármögnun viðskipta- bankanna. Þar koma meðal annars til neikvæð umræða um íslenska hagkerfið og fleiri hlutir. Þá geta sveiflur í gengi krónunnar í kjöl- far mikils viðskiptahalla og verð- lækkun eigna haft töluverð áhrif á skuldsett heimili og fyrirtæki, auk rekstrarskilyrða fjármála- fyrirtækja. „Gengislækk- unin kom bæði fyrr og hraðar en vonast var til,“ segir Davíð en bætir við að til lengri tíma sé hún þó holl, enda hafi gengið verið orðið töluvert hærra en samrýmst hafi getað jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. „Viðbrögð við breytt- um aðstæðum eru þegar hafin og mikilvægt að þétt sé haldið um stjórnvölinn og gætt fyllstu varfærni,“ segir Davíð og áréttar að á umbrotatímum sé ávallt áhætta fyrir hendi, en hlutverk skýrsl- unnar sé að meta getu fjármála- kerfisins til að mæta hugsanlegu áfalli. Hann segir breyttar aðstæð- ur krefjast þess að bankarnir hægi á vextinum, enda bendi allt til að aðgengi þeirra að fjármagni og kjör verði ekki eins hagstæð og verið hafa. „Bankarnir hafa sagt við okkur að þeir séu byrjaðir að draga úr útlánum en við sjáum það ekki með skýrum hætti enn,“ segir hann en áréttar um leið að Seðla- bankinn treysti þó fyllilega orðum bankanna um að málið sé á réttri leið, en vari um leið við því að við þessar aðstæður sé viðbúið að útlánatap þeirra eigi eftir að auk- ast. „En við vildum gjarnan sjá skýrari merki um að menn hefðu dregið úr lánum.“ Davíð segir að staða Íbúðalána- sjóðs sé óviðunandi og brýnt að koma á boðuðum breytingum á rekstri hans. Hann segur skilning bankans vera þann að ný lög um sjóðinn eigi að liggja fyrir um næstu áramót. „Og seinna má það ekki vera,“ bætir hann við, en tekur ekki afstöðu til þess hvaða rekstrarform skuli taka við. „Meg- inatriðið er að ekki er hægt að vera með sérstakan sjóð með rík- isábyrgð í samkeppni við bank- ana.“ Sömuleiðis sagði Davíð Seðla- bankann ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort rétt væri að sameina Fjármálaeftirlitið bankanum, en benti á að báðar stofnanir væru til- tölulega litlar með tilliti til manna- forráða og að þróunin hefði víða frekar verið í þá átt að sameina slíkar stofnanir. olikr@frettabladid.is TRYGGVI PÁLSSON Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla- bankans hafði yfir- umsjón með nýrri skýrslu bankans. BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS Jón Sigurðsson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson seðlabankastjórar við upphaf kynningarfundar bankans á skýrslu um fjármálastöðugleik- ann. Bankinn er bjartsýnn á stöðugleika fjármálakerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabankinn segir vanda- sama siglingu framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.