Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 2
2 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi 2 sæti „ Björgum 19. aldar götumynd Laugavegarins.“ KJARAMÁL Hópur leikskólastarfs- manna á 27 leikskólum Reykjavíkur- borgar, eða á þriðjungi þeirra, fengu ofgreidd laun í febrúar, mars og apríl. Starfsfólkið átti að fá fimm flokka launahækkun en fékk tíu. Einnig eru dæmi um að leikskóla- stjórar, aðstoðarleikskólastjórar og deildarstjórar hafi fengið ofgreidd laun. Ófaglærðir starfs- menn eru ekki í hópnum. Starfs- mennirnir þurfa að greiða mismuninn til baka. „Mistök urðu hjá launadeild- inni. Okkur þykir það miður og við viljum setja kraft í að leiðrétta þau,“ segir Kristján Kristmanns- son, verkefnisstjóri launaaf- greiðslu hjá Reykjavíkurborg. Hann fundaði með leikskólastjórn- um leikskólanna og tveimur full- trúum menntasviðs í gær. „Ég hef hvorki nákvæmar tölur um fjölda starfsmannanna né hve háa upphæð þeir þurfa að greiða til baka,“ segir Kristján: „Málið er í vinnslu.“ Samkvæmt launatöflu Félags leikskólakennara má reikna með að starfsmennirnir hafi fengið á bilinu 13.766 til 15.750 krónum hærri laun en þeim bar. Þeir þurfa því að greiða allt að rúmum 46 þúsund krónum til baka hver. Mistökin urðu við breytingarnar á laununum eftir 28. janúar þegar laun starfsmanna Reykjavíkur- borgar voru hækkuð. Þrír launa- fulltrúar sjá um launagreiðslur til starfmanna leikskólanna og gerði einn, sem er nýr í starfi, mistök við breytingarnar. Kristján segir að mistökin hafi uppgötvast þegar leikskólastjórar höfðu samband við launadeildina með áhyggjur vegna hás launakostnaðar skól- anna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, segir að ákveðinn friður hafi myndast um leikskóla- málin þegar borgin tók af skarið og hækkaði laun borgarstarfsmanna: „Þegar svona mistök uppgötvast, á hvorn veginn, er eðlilegt að leið- rétta þau. En það er alltaf verra þegar laun eru ofgreidd heldur en vangreidd. Ákveða þarf í samstarfi við starfsmennina á hve löngum tíma þau verða endurgreidd.“ Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, hafði ekki heyrt af mistökunum. Hún sagði að þau yrði skoðuð kæmu þau inn á borð félagsins. gag@frettabladid.is Leikskólakennarar fengu ofgreidd laun Mannleg mistök urðu til þess að leikskólakennarar og yfirmenn þeirra á 27 leik- skólum borgarinnar þurfa að endurgreiða tugþúsundir króna. Starfsmennirnir voru hækkaðir um tíu launaflokka í stað fimm við launabreytingarnar í janúar. LEIKSKÓLAKENNARAR FENGU MEIRA EN ÞEIM BAR Laun leikskólakennara, deildarstjóra, aðstoðarleikskólastjóra og stjóranna sjálfra á 27 leikskólum borgarinnar hafa fengið of mikið greitt í þrjá mánuði. Þessi mynd er frá opnu húsi í Brekkuborg í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VIÐSKIPTI FL Group, næst stærsti hluthafinn í Glitni, hefur keypt hlutabréf í bankanum fyrir rúma 6,3 milljarða króna á genginu 16,7. Þetta er ríflega 2,6 prósent hluta- fjár. Eftir viðskiptin er eignarhlutur FL Group í Glitni kominn yfir nítján prósent. Nemur markaðsvirði hlutarins um 47 milljörðum króna og er þetta stærsta einstaka fjár- festingin í safni FL Group. - eþa FL Group kaupir í Glitni: Á yfir nítján prósenta hlut HANNES SMÁRASON FORSTJÓRI FL Group hefur aukið hlut sinn í Glitni. DANMÖRK Tólf ungir hryðjuverka- menn eru á leið til Danmerkur til að drepa teiknarana sem teiknuðu myndir af Múhameð spámanni fyrir Jótlandspóstinn síðastliðið haust. Þetta hefur palestínski blaðamaðurinn, Hamid Mir eftir heimildarmönnum sínum meðal Talibana. En Hamid varð þekktur fyrir viðtal sem hann náði við Osama Bin Laden. Danskur hryðjuverkasérfræð- ingur segir í viðtali við Politiken í gær að hann telji ólíklegt að menn- irnir kæmust inn í landið ef þeir á annað borð væru á leiðinni. Hann sagði þó að fréttir sem þessar væru mjög sláandi fyrir teiknar- ana sem hafa lifað í ótta frá því að teikningarnar voru birtar. - ks Skopmyndir Jótlandspóstsins: Hryðjuverka- menn á leiðinni DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri var í Hæstarétti í gær dæmd- ur í tólf mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í lyfjaverslun í Reykja- vík. Í dómi Héraðsdóms voru níu mánuðir af tólf skilorðsbundnir en Hæstiréttur sá ekki ástæðu til þess að skilorðsbinda dóminn. Maðurinn ruddist inn í lyfjaversl- un, ásamt öðrum manni, og ógn- uðu þeir starfsmönnum með egg- vopni. Félagi mannsins sem dæmdur var í gær hafði áður verið dæmdur í átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi vegna ránsins en þeim dómi var ekki áfrýjað. - mh Dæmdur fyrir vopnað rán: Ógnaði fólki með eggvopni ÍSRAEL, AP Ísraelska þingið Kness- et samþykkti í gær nýja ríkis- stjórn Ehuds Olmerts forsætis- ráðherra. Olmert segir að helsta verkefni stjórnarinnar verði að draga „endanleg landamæri“ milli Ísraels og svæða Palestínumanna. Þá hyggjast Olmert og félagar hans skipta Jerúsalem upp í þrjá hluta, þar sem Palestínumenn fá til umráða næstum því öll araba- hverfin í austurhluta borgarinnar, en Ísraelar stjórna gyðingahverf- unum í vesturhlutanum auk þess sem Ísraelar hafa einnig yfirráð yfir elsta bæjarhlutanum, þar sem helgidómar jafnt gyðinga, mús- lima og kristinna manna eru stað- settir. Otnier Schiller, þingmaður í flokki Olmerts og einn helsti höf- undur þessara áforma, segir að gamli borgarhlutinn verði „sér- stakt svæði með sérstökum skil- málum,“ en þó undir yfirráðum Ísraelsmanna. Palestínumenn hafa miklar efa- semdir um þessi áform, en Olmert hyggst hrinda þeim í framkvæmd annað hvort með samþykki Palest- ínumanna eða einhliða ef slíkt samþykki fæst ekki. - gb MÚRINN Í PALESTÍNU Palestínumaður sat í gær og beið eftir fari við ísraelska aðskilnaðar- múrinn sem reistur hefur verið milli Ramallah á Vesturbakkanum og Jerúsalem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ríkisstjórn Olmerts tekur við í Ísrael: Hyggst skipta upp Jerúsalem SPURNING DAGSINS Jónas, ættirðu ekki að kalla nýju búðina matargat frekar en rottuholu? Það ætti að kalla hana matarfrat því það er búið að setja mig í megrun. Jónas Halldórsson, antíksali, er að opna nýja verslun sem hann kallar þægilega rottuholu. Hann segist jafnframt vera sá stærsti í brans- anum, bæði að ummáli og úrvali. LÓÐAMÁL Bauhaus hefur samþykkt að greiða 616 milljónir fyrir lóðina við Úlfarsfells. Fermetraverðið nemur um 31 þúsund krónum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir að fermetra- verðið sé hærra en bæði BYKO og Húsasmiðjan greiddu fyrir sína. Hins vegar efist hann um að Bau- haus hefði fengið lóðina hefðu sjálfstæðismenn farið með völdin í öllum bæjarfélögum höfuð- borgarsvæðisins: „Árangurslausar tilraunir Bauhaus til að fá lóð í öðrum sveitarfélögum kristallar það.“ - gag Bauhaus fær lóð: Greiðir 616 milljónir fyrir BAUHAUS TIL ÍSLANDS Bauhaus byggir á minni bláa reitnum en BYKO með öðrum á þeim stærri. STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir, leiðtogi vinstri grænna í borginni, segir ekki sjálfgefið að íbúabyggð rísi á svæði Árbæjarsafnsins verði það flutt út í Viðey. Elliðaárdalur- inn, Heiðmörk og Viðey rammi borgina inn og beri að varðveita. Borgarstjóri ákvað í gær að sam- fara mati starfshóps á kostum og göllum þess að flytja Árbæjarsafn út i Viðey myndi hann skoða hugs- anlega íbúabyggð á svæði þess. Hugmyndir að flutningnum eiga Minjavernd og Þyrping. Dagur B. Eggertsson, Samfylk- ingu, segir að verði af flutningn- um væri spennandi að taka upp tíðar ferjusiglingar frá tónlistar- og ráðstefnuhúsinu um sundin og gera Viðey að aðgengilegri perlu í borgarlandinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir tillöguna einnig spennandi: „Ef af þessu verður þarf að tryggja góðar samgöngur við eyjuna, því mikið af börnum og unglingum fara í safnið og þurfa að geta kom- ist í það á öruggan máta.“ Björn Ingi Hrafnsson, Fram- sóknarflokki, sagðist ekki hafa velt hugmyndinni mikið fyrir sér: „Við höfum talað fyrir að skoða nýtingu Hljómsskálagarðsins í þessu tilliti.“ Allar hugmyndir sem leiði til þess að fleiri njóti Viðeyjar séu af hinu góða. Borgarstjóri ákvað að fela hug- myndina starfshópi sem auk mats- ins á að skoða hvort íbúabyggð geti risið á svæðinu sem Árbæjar- safnið stendur á nú. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, fyrir frjáls- lyndaflokkinn og óháða. - gag Þverpólitísk sátt um að skoða flutning Árbæjarsafns út í Viðey: Íbúabyggð gæti risið á svæðinu í Árbæ VIÐEY Borgarráð ákvað í gær að skoða hugmyndir um að færa Árbæjarsafn út í Viðey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.