Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 26
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Venja hefur staðið til þess að ljúka þingstörfum í hæfileg-um tíma fyrir sveitarstjórnarkosningar. Starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir að svo yrði einnig að þessu sinni. En ekki verður ávallt á allt kosið. Þingmenn áttu ýmislegt ósagt þegar að lokadegi kom. Niður- staðan varð sú að fresta fundum Alþingis fram á sumar. Eru það skynsamleg viðbrögð? Á ýmislegt er að líta í því efni. Alla jafna er það svo að vilji ríkisstjórna stendur helst til þess að hafa þinghald sem styst. Þær vilja garnan losa sig við þingið. Ástæðan er einföld: Stjórnarandstaðan er vettvangslaus þegar þingstörf liggja niðri. Hún knýr því yfirleitt á um lengra þing- hald og styttri þinghlé. Þetta á ekki sérstaklega við núverandi ríkisstjórn. Fremur má segja að þetta sé algild tilhneiging í reiptogi stjórnar og stjórnarandstöðu á öllum tímum. Reyndar fer því fjarri að þetta sé sérstakt íslenskt fyrirbrigði. Víða erlendis eru þó sterkari hefðir um þingtíma. Árlegur þingtími er þannig í flestum tilvik- um lengri en hér tíðkast. Ef til vill eru þar minni áhöld um þing- lausnir af þeim sökum. Um allnokkurt árabil hefur gætt tilhneigingar til þess að stytta þingtímann og lengja þinghlé. Hefðbundin sjónarmið sýn- ast helst hafa legið þar að baki. Stjórnarandstaðan hefur ekki andæft þessari þróun. Vera má að hún hafi ekki talið sig hagnast á lengra þinghaldi. Sú ályktun gengur þó gegn lögmálinu. Sú spurning vaknar réttilega vegna þeirrar ákvörðunar sem nú hefur verið tekin hvort yfirleitt sé gild ástæða til þess í nútímaþjóðfélagi að sníða starfsáætlanir Alþingis að sveitar- stjórnarkosningum eins og hefð er fyrir. Ástæða er til að draga það í efa. Þannig var ráð fyrir því gert að störf þingsins féllu niður áður en framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosning- anna rynni út. Þó að eiginleg kosningabarátta hafi styst hér á síðustu áratug- um er hún eigi að síður lengri en almennt gerist í Evrópu. Ekkert hlé var til dæmis gert á störfum breska þingsins vegna sveitar- stjórnarkosninga sem fram fóru á Bretlandi í gær. Með hliðsjón af gömlum siðum gæti verið hæfilegt að miða starfsáætlun Alþingis við að gera hlé á störfum þess viku fyrir sveitarstjórnarkosningar. Rúmar þrjár vikur eru í engu sam- hengi við nútímann. Ríkisstjórnin kennir málþófi stjórnarandstöðunnar um að mál hennar hafa ekki öll náð fram að ganga á þessum tímapunkti. Ugglaust er talsvert til í því. Þó að málþóf skili sjaldnast miklu til röksemdafærslunnar er það eigi að síður hluti af því lýðræð- islega jafnvægi sem sérhver löggjafarsamkoma byggir á. Við það verða allar ríkisstjórnir að sætta sig. Mál geta einnig verið þannig vaxin að gildar málefnaástæður kunna að vera til þess að taka lengri tíma en starfsáætlun segir til um til þess að skoða þau og ræða. Það hlýtur að fara eftir atvikum, einkum þegar þingtíminn er stuttur. Þá sjaldan að halda hefur þurft sumarþing eins og nú er áformað hafa þingstörf haft tilhneigingu til þess að dragast nokkuð á langinn. Það er einfaldlega jafn gott að teygja lopann á sumrin eins og í annan tíma. En hvað sem því líður var að öllu virtu skynsamlegt að taka lengri tíma til umþóttunar og umræðu um ýmis þau mál sem verið hafa á dagskrá þingsins. Sum þingmál eru einfaldlega enn óþroskuð. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Frestun þingfunda: Málefni, málþóf og kosningar „Af hverju er kosningabaráttan svona róleg?“ Svona spyr höfundur Staksteina í Mogganum í gær og heldur áfram: „Elztu menn muna ekki svona rólega kosningabaráttu vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík eða sveitarstjórnar- kosninga almennt.“ Þar með endurómar höfundur spurningar sem heyrst hafa víða um land síð- ustu dagana. Af framhaldi greinarinnar má ráða að Staksteinahöfundur er fyrst og fremst að hugsa um baráttuna í Reykjavík en fullyrða má að svip- aða sögu virðist vera að segja að minnsta kosti frá öllum stærri þétt- býlissveitarfélögum. Kosningabar- áttan virðist óvenju sein af stað og þar til í gær hefur umræðan frá Alþingi yfirskyggt hina pólitísku umræðu síðustu vikur. Frestun þingstarfa kann að valda breytingu, en það mun koma í ljós. En spurning Staksteina, og raunar fleiri, er engu að síður áhugaverð, hvers vegna er kosn- ingabaráttan ekki átakameiri en raun ber vitni? Ekki er nokkur vafi á því að í þessu eins og í flestum öðrum málum liggur skýringin í samspili fjölmargra þátta. Þó er ein skýring sérstaklega áberandi og vert að draga hana fram sér- staklega. Hún lýtur að stefnumál- um framboðanna. Fullyrða má að það gæti orðið afar snúin æfing fyrir hvaða stjórn- málafræðing sem er að greina niður hugmyndafræðilegar áhersl- ur í stefnumálum hinna ýmsu flokka - t.d. í Reykjavík eða á Akur- eyri svo dæmi séu tekin. Ef það próf yrði lagt fyrir hóp stjórnmála- fræðinga og gamalreyndra stjórn- málaskýrenda að fara yfir stefnu- skrár flokkanna án þess að vita hvaða flokkur hefur hvaða stefnu- skrá - þeir fengju semsé í hendur hauslausar stefnuskrár - og segja til um hvaða stefna ætti við hvaða flokk, er hætt við að þeir lentu í miklum vandræðum. Vissulega snúast sveitarstjórnarmál iðulega um praktísk mál og það er vel þekkt að sú hugmyndafræðilega flokkaskipting sem gildir á lands- vísu riðlast iðulega í sveitarstjórn- armálum. Þetta er þó alls ekki algilt og oft hefur verið tekist á með hugmyndafræðilegum undir- tónum - t.d. um félagslegar áhersl- ur - sérstaklega í stærri sveitar- félögum. Í þeim kosningum sem nú fara í hönd virðist hins vegar sem áhersl- ur flokkanna muni í öllum grund- vallaratriðum verða mjög svipaðar og beinast að hinni hugmynda- fræðilegu miðju. Félagslegar áherslur, eiginlega kratískar, eru áberandi, ekki síst gagnvart eldri borgurum. Meira að segja mál sem hugsanlega gætu skerpt línur milli flokka, s.s. skipulagsmál, hafa verið sett í farveg sem slævir átök- in. Það á að minnsta kosti við um stærri flokkana, t.d. í flugvallar- málinu í Reykjavík og varðandi Dalsbraut og Íþróttavöllinn á Akur- eyri. Miðjusæknin er ekki tilviljun né er þetta í raun séríslenskt fyrir- bæri, en útreikningar og athuganir ráðgjafa og spunameistara flokk- anna sýna einfaldlega að í því felist tækifærin, í því felist möguleikinn á að vera talinn alvöru framboð sem fólk treysti til að stjórna. Miðjusæknin er niðurstaða pólit- ískra markaðsrannsókna. Ýmislegt bendir til að þessi þróun nú gangi lengra og sé víðtækari en oft áður, og fyrir vikið eru átökin hvorki eins skörp né hatrömm. Þetta hefur tvenns konar afleiðingar í för með sér. Í fyrsta lagi minni almennan áhuga á kosningabaráttunni og lík- legt er að hún muni vara skemur en ella. Almennur áhugi er meiri fyrir pólitískum öldugangi en þegar lágsjávað er. Mjög líklegt er ennfremur að einmitt þessi kröft- uga sókn inn á miðjuna spilli fyrir þeim flokkum sem til þessa hafa talið það sína sérstöðu að vera á miðjunni. Enginn vafi er á því að í þessu liggur rótin að þeim vanda sem Framsóknarflokkurinn hefur verið að mæta í skoðanakönnunum nánast um allt land núna, vanda sem hefur raunar verið að ágerast smám saman undanfarin ár. Fram- sókn er ekki lengur ein teboðinu á hinni pólitísku miðju - þar er orðið fullt út úr dyrum. Í öðru lagi mun einsleitnin og miðjusækni pólitíkurinnar þýða að kosningabaráttan mun snúast upp í pólitíska fegurðarsamkeppni og ímyndarkapphlaup þar sem dags- form stjórnmálaforingja og aug- lýsingar munu hafa mikið að segja. Þegar mismuninn milli flokkanna er helst að finna á bögglauppboði einstakra hugmynda úr einhverj- um almennum hugmyndabönkum og tæknilegum útfærslum - sem ekki tengjast beint neinni grund- vallarpólitík - ræður sölumennsk- an ríkjum. Í slíkri sölumennsku hafa allir flokkar hins vegar tæki- færi. Auglýsingar munu skipta máli, en mest mun þó mæða á for- ustumönnum framboðanna, því í kosningabaráttu af þessu tagi vegur þeirra frammistaða og útgeislun þyngst á endanum. Margmenni á miðjunni Í DAG KOSNINGA- BARÁTTAN BIRGIR GUÐMUNDSSON Félagslegar áherslur, eiginlega kratískar, eru áberandi, ekki síst gagnvart eldri borgurum. Meira að segja mál sem hugs- anlega gætu skerpt línur milli flokka s.s. skipulagsmál, hafa verið sett í farveg sem slævir átökin. Frambjóðendum Samfylkingarinn- ar er nú tíðrætt um traust og trú- verðugleika. Trúverðugleika þeirra verður líklega best lýst með þeirri kosningabaráttu sem þau heyja þessa dagana gegn ríkisstjórninni. Þessi aðferð hefur tvo kosti. Sam- fylkingin þarf ekki að svara til saka fyrir eigin orð og gerðir, og það svarar enginn málflutningi þeirra enda verða alþingiskosning- ar ekki fyrr en að ári. Þetta er slæg aðferð en ekki mjög trúverðug. Er það trúverðugleiki um fjár- mál borgarinnar að heildarskuldir hennar voru 5 milljarðar þegar R- listaflokkarnir komust til valda 1994 en verða a.m.k. 130 milljarðar eftir tæp þrjú ár? Og að þetta ger- ist á mesta hagsældartímabili í sögu þjóðarinnar. Er það trúverð- ugleiki að hækka útsvarsstuðulinn í 13,03% og nýta sér þannig hæsta leyfilega álagningarstuðul í fyrsta sinn í sögu borgarinnar? Er það trúverðugleiki að ganga fram fyrir skjöldu með dæmalausu lóðabraski og skipulegum lóðaskorti til þess eins að hækka lóðaverð, hækka þar með íbúðaverð, hækka fasteigna- mat og þar með fasteignaskatta sem borgin síðan hagnast á meðan borgararnir blæða? Er það trú- verðugleiki að hækka fasteigna- gjöldin um 26% með holræsaskatt- inum einum saman? Og er það trúverðugleiki í málefnum eldri borgara að á valdatíma R-listans hefur ekki verið byggð ein einasta félags- og þjónustumiðstöð og engin þjónustuíbúð en í valdatíð sjálfstæðiamanna voru byggðar átta félags- og þjónustumiðstöðvar og fjöldinn allur af þjónustuíbúð- um? Ó nei. Fráfarandi borgarstjóri, Stein- unn Valdís, var með Umræðuna hér í gær þar sem hún fjallaði um falskan tón frambjóðenda sjálf- stæðismanna. En hún gleymdi að geta þess að R-listakórinn var lagð- ur niður fyrir níu mánuðum vegna þess að hann hélt ekki lagi. Höfundur skipar 10. sæti á lista sjálfstæðismanna. Trúverðugleiki borgarstjóra UMRÆÐAN TRAUST OG TRÚVERÐUGLEIKI MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI vald.org Frelsi Íslands Eiturlyfjaböðlarnir sækja að Íslenskri æsku. ,,Stjórnmálamennirnir sitja hjá” sayno.is, vortex.is/sayno, www.metaphor.dk/guillotine/pages/guflash.html sayno@vortex.is Þess er óskað að landsmenn leggi þessu átaki til fjárhagslegan stuðning!!! Svavar Sigurðsson s. 699 3357. Kt. 190237-2069 Banki:1101-26-111557 Gömlu húsin út í Viðey Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylk- ingarinar, hefur nú viðrað þá hugmynd að byggja safn um sögu Reykjavíkur úti í Viðey. Þó að Dagur hafi viðrað hugmyndina á hann hana ekki, heldur kemur hún frá Minjavernd og Þyrpingu. Gert er ráð fyrir að flytja fjölmörg hús úr Árbæjarsafni og koma þeim fyrir á austurhluta Viðeyjar. Byggja upp bryggju í gömlum stíl og tengja safnið meginlandinu með ferjusiglingum frá fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem á næstu árum mun rísa við Faxagarð. Þetta er ekki fyrsta hugmyndin um upp- byggingu í Viðey. Áður hafa verið reifaðar hugmyndir um íbúðarbyggð og ekki fyrir svo löngu síðan var rætt um byggingu golfvallar. Borgarstjóri kannar málið Borgarráð fól í gær Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að kanna kosti og galla hugmyndarinnar. Fljótt á litið hefur hugmyndin nokkra kosti. Vel er hægt að færa rök fyrir því að safn um sögu Reykjavíkur eigi heima úti í Viðey. Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós að eyjan var byggð á 10. öld. Þar var reist kirkja og klaustur og svo má ekki gleyma því að Viðeyjarstofa, bústaður Skúla Magnússonar landfógeta og fyrsta steinhús landsins, var byggð þar árið 1775. Við fyrstu sýn eru ókostirnir fyrst og fremst þeir að safnið yrði ekki beint í alfaraleið. Þá má reikna með því að ein- hver andstaða verði við það að byggja íbúðir á því græna svæði sem Árbæjar- safn stendur á. Einhvern veginn hljómar hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar um að flytja safnið í Hljómskálagarðinn alltaf betur og betur. Eiður Smári á förum Ýmislegt bendir til þess að besti knattspyrnumaður Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen, yfirgefi Chelsea í sumar. Það sem helst ýtir undir þennan orðróm er að Michael Ballack er á leiðinni til Chelsea og þar með verður staða Eiðs Smára erfið. Yfirlýsing Peter sKeny- on, ráðamanns í Chelsea, um að þrír leikmenn verði látnir fara í sumar gefur þessum sögusögnum einnig byr undir báða vængi sem og fundur Arnórs Guð- johnsen, sem er umboðsmaður sonar síns, með ráðamönnum Chelsea fyrr í vikunni. Nú þegar hafa borist fregnir af því að Manchester United og Blackburn hafi áhuga á Eiði Smára.Totten- ham og Arsenal hafa einnig verið nefnd. trausti@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.