Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 78
5. maí 2006 FÖSTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Myndasögubúðin Nexus, ásamt
um tvö þúsund verslunum víða um
heim, mun á laugardag taka þátt í
„Free Comic Book Day“ þar sem
gefin verða sérútgefin mynda-
sögublöð frá ýmsum útgefendum.
Þetta er fimmta árið sem þessi
dagur er haldinn og hafa vinsæld-
ir hans aukist ár frá ári.
Hátt í tvær milljónir blaða
verða gefnar víða um heim. Nexus
mun gefa yfir eitt þúsund blöð
fyrir börn og fullorðna, meðal
annars Superman, Batman, Andr-
és og félaga, Simpsons-fjölskyld-
una, glæpasögur og drama.
„Það eru fyrirtæki úti í Banda-
ríkjunum sem taka sig saman og
prenta sérstaklega blöð fyrir
þennan dag,“ segir Þórhallur
Björgvinsson, umsjónarmaður
myndasagna hjá Nexus. „Þetta
hefur verið gert í kringum útgáfu-
dag kvikmynda og nú er X-Men 3
á leiðinni. Þetta er gert til að auka
vinsældir myndasagna og við
höfum alltaf tekið þátt,“ segir
hann og bætir við að langar bið-
raðir hafi myndast fyrir utan
Nexus undanfarin ár.
Viðburðurinn byrjar klukkan
14.00 í Nexus og verða blöðin gefin
á meðan birgðir endast. Fer það
eftir aðsókn hvort fólk fær eitt
blað eða fleiri gefins. - fb
Þúsund myndasögur gefnar
ÞÓRHALLUR BJÖRGVINSSON Myndasögu-
búðin Nexus mun gefa yfir eitt þúsund
blöð á laugardaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON
HRÓSIÐ
...fær stúlknasveitin Nylon sem
mun hita upp fyrir hina vinsælu
hljómsveit Girls Aloud á tónleika-
ferð þeirra.
LÁRÉTT:
2 gáski 6 í röð 8 keyra 9 keyra 11
klafi 12 glatast 14 móðir 16 í röð
17 andi 18 pota 20 þreyta 21 spik.
LÓÐRÉTT:
1 teikning af ferli 3 guð 4 skotskífa
5 draup 7 veitti gleði 10 karlfugl 13
skilaboð 15 vingjarnleiki 16 hrós 19
bardagi.
LAUSN:
Um daginn var ég að ræða ákveðinn mann við
vinnufélaga minn. Þegar ég hafði lokið mér af að lýsa
honum sagði hann: ég skil, hann er sem sagt A4 týpan.
Mér fannst þessi lýsing hans stórkostleg þar sem hún
sagði allt sem ég vildi segja með þessum tveimur stöf-
um. Týpan sem ég hafði verið að lýsa fyrir honum var
gæi sem var akkúrat og hundrað prósent að öllu leyti.
Hann klæddi sig eins og klipptur út úr Boss auglýsingu,
vann vinnu sem var skotheld og stabíl, kom fram við
mig eins og ég væri merkilegasta kona í heimi og sagði
aldrei neitt hið minnsta vitlaust. Einhverra hluta vegna
gekk þetta þó ekki upp hjá okkur. Ég hef margoft spurt
mig að því hvers vegna ég henti mér ekki í arma hans
og leyfði hamingjunni að hefjast.
Ég er ansi hrædd um að staðreyndin sé sú að það sem
er of akkúrat sé akkúrat það sem má alls ekki. Það er
samt svo hrikalegt að segja það því allar, eða flestar,
erum við að leita að manni sem er fullkominn. Það
lítur hins vegar út fyrir að einhver lítill djöfull á öxlinni
á mér hafi sagt við mig: hey... ekkert krydd, ekkert fjör!
Og ég asnaðist til að hlýða.
Þegar ég fór að ræða þetta við vinkonurnar komumst
við að því að við vorum flestar sammála um að við leit-
uðum allar í menn sem væru næstum því fullkomnir
en hefðu þó einhverja hnökra til að vera ósáttar við.
Okkur þótti mjög erfitt að viðurkenna staðreyndina og
fannst við heldur sorglegar eftir umræðuna.
Ein vinkonan sagðist reyndar hafa fundið hinn full-
komna mann. Og að hann væri einmitt akkúrat gæinn
sem okkur finnst stundum aðeins of lítið spennandi.
Nema hvað, hann væri ekki bara akkúrat heldur hefði
hann svo miklu meira í sér falið að það gerði allt betra,
og svo miklu betra! Hann er víst þannig að ofan á
hundraðprósentin sem hann var búinn að sýna henni
hafði hann farið með hana á mótorhjól, í köfun og
í ævintýraóvissuferð út á land. Og allt þetta eftir að
hafa verið að deita í aðeins einn mánuð! Þá sagði hún
okkur að sér fyndist hann svo óendanlega spennandi
þar sem hann væri í því að koma
henni á óvart með óvæntum
dinnerum, ferðum og leyndri
ævintýraþrá. Ég er ekki frá því að
hún hafi einmitt fundið hinn eina
sanna fullkomna mann.
Mig grunar að við séum of fljótar
að stimpla menn. Að við gefum
þeim ekki tækifæri á því
að sýna okkur allt sem í
þeim býr og förum of
fljótt að fela okkur og
finna afsakanir hvers
vegna við komumst
ekki á næsta deit. Eins
og svo oft áður ráðlegg
ég okkur öllum að gefa
fólki séns á að sanna sig
og skína.
REYKJAVÍKURNÆTUR: HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST AKKÚRAT MENN SKÍNANDI FÍNIR!
A4 týpan
LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 rs, 8 aka, 9 aka, 11
ok, 12 ferst, 14 mamma, 16 lm, 17
sál, 18 ota, 20 lú, 21 fitu.
LÓÐRÉTT: 1 graf, 3 ra, 4 skotmál, 5
lak, 7 skemmti, 10 ara, 13 sms, 15
alúð, 16 lof, 19 at.
Gumball 3000 kappaksturinn hefur að vonum vakið mikla athygli hér
á landi enda keppa íslenskir fjárfestar
á borð við Hannes Smárason og Jón
Ásgeir Jóhannesson við stórstjörnur
í kappakstri. Eins og greint var frá í
vikunni flýgur flugvél frá Icelandair með
þotuliðið innanborðs á milli staða en
heimasíðan alk.com/gumball býður
upp á skemmtilega þjónustu því þar
geta íslenskir áhugamenn um ökuleikni
ríka fólksins fylgst með þeim aksturs-
leiðum sem keppendur keyra. Í gær
voru auðkýfingarnir staddir í Phuket en
síðan verður gert stutt hlé
því á morgun er farið til
Salt Lake City og þaðan
keyrt til Las Vegas en frá
spilaborginni í Nevada
er brunað til Los Angeles
þar sem Hugh Hefner
tekur á móti þreyttum
ferðalöngum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Iggy Pop og hljómsveitin The Stooges, tryllti lýðinn í Listasafni Reykjavík-
ur í fyrrakvöld. Á meðal þeirra sem
hlýddu á pönkarann síunga
var rithöfundurinn Einar
Már Guðmundsson,
tónlistarspekúlantinn Dr.
Gunni, tónleikahald-
arinn Grímur Atlason,
tónlistarkonan Rósa
Guðmundsdóttir og
sjónvarpskonan Dóra
Takefusa. Svo virtist sem
Iggy hefði staðið undir
væntingum því flestir
gengu út með bros á vör
inn í nóttina.
VEISTU SVARIÐ
svör við spurningum á bls. 8
1 Frederic Mishkin
2 Bólivíu
3 Girls Aloud
I llugi Jökulsson og Jónas Örn Helgason áttust við í fyrri undanúr-
slitaviðureign Meistarans í gærkvöldi.
Úrslitin hafa vafalítið komið mörgum á
óvart því Illugi var talinn sigurstranglegri
en verkfræðineminn ungi. Illugi hafði
eins stigs forskot á Jónas þegar kom að
síðustu spurningu, en valflokkurinn var
þess eðlis að Illugi var handviss um að
andstæðingurinn vissi svarið. Ritstjórinn
fyrrverandi lagði því allt undir en gat
ekki svarað. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins kom Logi Bergmann,
stjórnandi þáttarins, að máli við Illuga,
sem tjáði honum að hann hefði vitað
svarið en minnið hefði brugðist sér á
ögurstundu. Yngsti keppandinn í Meist-
aranum færist því einu
skrefi nær því að hreppa
fimm milljónir en hver
andstæðingur hans
verður skýrist í næstu
viku þegar Erlingur
Sigurðsson og Inga
Dóra Ingvarsdóttir
mætast.
- fgg / fb
Sigurjón Sighvatsson verður áber-
andi á kvikmyndahátíðinni í Cann-
es. Heimildarkvikmyndin Zidane,
andlitsmynd 21. aldarinnar, hefur
verið valin í flokkinn Official Sel-
ection á Cannes-kvikmyndahátíð-
inni. Myndin gerist á rauntíma og
fylgist með knattspyrnugoðsögn-
inni Zinidine Zidane í leik með
félagsliði sínu Real Madrid á móti
Villarreal. Þá var stuttmyndasafn-
ið Destricted valið í Critics Week á
sömu hátíð en hún kemur einnig úr
smiðju Sigurjóns auk þess sem
The Hawk is Dying verður kynnt.
Kvikmyndaframleiðandinn er
öllum hnútum kunnugur í Cannes
enda vann hann Gullpálmann árið
1992 með hinni mjög svo umdeildu
Wild at Heart í leikstjórn Davids
Lynch auk þess að hafa mætt með
myndir á borð við Arlington Road
og In Bed with Madonna. Fram-
leiðandinn var staddur í Kaup-
mannahöfn þegar Fréttablaðið
náði tali af honum og var að vonum
mjög ánægður með þennan heiður.
„Það er mjög erfitt að komast
þarna að en auðvitað er eitt að
komast inn en annað að skila
árangri,“ segir Sigurjón.
Heimildarmyndin um Zidane er
utan keppni en til marks um þá
eftirvæntingu sem ríkir í kringum
hana að þá eru bæði þriðja X-Men
myndin og Da Vinci Code í sama
flokki. „Myndin verður sýnd
22. maí og síðan dreift í fjögur
hundruð kvikmyndahús víðs vegar
um Frakkland,“ bætir Sigurjón við
en það var varla til að draga úr
spennunni að Zidane tilkynnti að
hann hygðist leggja skóna á hill-
una eftir heimsmeistarakeppnina í
Þýskalandi. „Þetta er algjör tilvilj-
un því við ákváðum að gera hana
fyrir nokkrum árum. Henni var
síðan frestað um eitt ár vegna fjár-
skorts,“ útskýrir Sigurjón sem
þurfti lengi að kljást við stjórn-
endur Real Madrid um leyfi til að
gera myndina. „Hún einblínir á
listformið sem þessi vinsælasta
íþrótt heims er í stað úrslitanna.“
Destricted er af allt öðru meiði
en heimildarmyndin um Zidane en
það eru sjö stuttmyndir sem reyna
sig við mörkin á milli listar og
erótíkur. „Klámiðnaðurinn er hálf-
gert bannorð en engu að síður
getur hver helvita maður
sem kann á netið nálgast
það,“ segir Sigurjón sem
er þekktur fyrir að fara
ótroðnar slóðir í sinni kvik-
myndagerð. Myndin
vakti mikla athygli á
Sundance-hátíðinni
og verður því for-
vitnilegt að sjá
hvernig Frakkar
taka henni.
Árið hjá Sigur-
jóni hefur verið
gott því hann
hlaut Menningar-
verðlaun DV
fyrir framlag sitt
til kvikmyndagerðar, A Little Trip
to Heaven var valin besta myndin
á spennumyndahátíð í Frakklandi
auk þess sem Gargandi snilld
hefur farið sigurför um heiminn.
„Það er gott að vera ennþá að gera
kvikmyndir sem valdar eru á bestu
kvikmyndahátíðirnar og fólki
þykir áhugavert að sjá.“
freyrgigja@frettabladid.is
SIGURJÓN SIGHVATSSON: ÁBERANDI Á CANNES-KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI
Með knattspyrnugoðsögn
og erótík upp á arminn
SIGURJÓN SIGHVATSSON Kvikmyndaframleiðandinn er öllum hnútum kunnugur á Cannes-
hátíðinni enda vann hann Gullpálmann árið 1992 fyrir Wild at Heart.FRÉTTABLAÐIÐ / TEITUR
ZIDANE Heimildarkvikmyndin um
þessa miklu knattspyrnugoðsögn
hefur verið valin í Official Selection
flokkinn á Cannes-hátíðinni.
opið alla laugardaga 10-14
GRILLPINNAR
KRYDDLEGINN LAX
LÚÐA, STEINBÍTUR,
KEILA, LANGA OG
SILUNGUR
SIGNA GRÁSLEPPAN ER KOMIN
1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7