Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 4
4 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR FLUGVÖLLUR Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, spurði á Alþingi í gær hvort þjóðin hefði efni á að byggja 10 til 12 milljarða króna flugvöll ef Reykjavíkurflugvöllur yrði að víkja. Í umræðum í gær á Alþingi um ráðstafanir á Keflavíkurflugvelli lýsti hann efasemdum um þá stefnu framsóknarmanna í Reykjavík að byggja nýjan flug- völl á Lönguskerjum. „Ég hef efa- semdir um þá leið vegna þess að hún er dýrari en sú leið sem mér hugnast,“ sagði Hjálmar. Hann efaðist um það stefnumið fram- sóknarlistans í Reykjavík að þjóð- arsátt næðist um þá lausn. Hjálmar kvaðst taka undir með samgönguráðherra að flytja bæri innanlandsflugið til Keflavíkur. „Ef til þess kemur að flugvöllur- inn fari úr Vatnsmýri, að þá telji hann skynsamlegast og hagkvæm- ast að nýta flugvöllinn í Keflavík.“ Hjálmar benti á að yfirstandandi samgöngubætur og frekari bætur í náinni framtíð yrðu til þess að stytta ferðatímann milli vallarins og höfuðborgarsvæðisins í um 20 mínútur. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, lýsti andstöðu við hugmyndir Hjálmars og Lönguskerjahug- myndina. „Nú fyrir borgarstjórn- arkosningarnar er enginn flokkur sem boðar það að flytja Reykja- víkurflugvöll til Keflavíkur... Það er mikil bót í umræðunni að menn skuli vera fallnir frá þeim hug- myndum að flytja innanlandsflug- ið til Keflavíkur... Nú er aðeins tekist á um það hvort flytja eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og eitthvert annað innan höfuðborg- arinnar eða í nágrenni hennar,“ segir Kristinn. Hann segir að umræðan um að flytja völlinn til Keflavíkur snúist um að ganga á hagsmuni fólks utan höfuðborgarsvæðisins. „Mér finnst reyndar miklu meiri rök fyrir því að flytja millilandaflugið frá Keflavík til Reykjavíkur.“ Kristinn telur víst að kosninga- baráttunni í Reykjavík ljúki í sátt um að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. „Ef Lönguskerja- flugvöllur er kostur, þá dæmir sá kostur flugvöllinn úr leik vegna þess að ef hagkvæmt er að hafa flugvöll á Lönguskerjum þá er hægt að vera þar með íbúðabyggð. Og það er væntanlega miklu meira upp úr því að hafa að byggja íbúð- arhúsnæði og atvinnuhúsnæði þar en að byggja flugbrautir,“ sagði Kristinn. johannh@fretetabladid.is HJÁLMAR ÁRNASON KRISTINN H. GUNNARSSON FLUGVÖLLUR Á LÖNGUSKERJUM Borgarstjórnarflokkur framsóknarmanna vill færa flugvöllinn úr Vatnsmýri á Löngusker. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 04.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,06 72,4 Sterlingspund 132,81 133,45 Evra 90,77 91,27 Dönsk króna 12,171 12,243 Norsk króna 11,715 11,783 Sænsk króna 9,737 9,795 Svissneskur franki 58,16 58,48 SDR 106,34 106,98 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,1538 LAGERSALA 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ! OPIÐ 11-19 FELLSMÚLA 28 (GAMLA WORLD CLASS HÚSINU) Framsóknarmenn deila innbyrðis um Löngusker Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson, þingmenn Framsóknarflokksins, lýsa efasemdum og beinni andstöðu við það stefnumið Framsóknarlistans í Reykjavík að flytja Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker. DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur en þar hafði maðurinn verið dæmd- ur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið. Fyrir rúmum tveimur árum lamdi maðurinn annan mann í andlitið, í heimahúsi á Seltjarnar- nesi, með þeim afleiðingum að hann fékk mikla áverka í andliti. Meðal annars brotnuðu þrjár framtennur. - mh Dæmdur fyrir árás: Skilorð fyrir harkalega árás SPARISJÓÐIR Einar Oddur Kristj- ánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hafa sameiginlega lagt fram frum- varp um slit sparisjóða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þegar sparisjóður breytir rekstr- arformi sínu, skuli ráðstafa eigin fé hans, öðru en stofnfé, til sveit- arfélags þar sem sjóðurinn hefur starfað eða stjórn eða samþykktir hafa skilgreint sem viðskipta- svæði hans. Flutningsmenn segja að undan- farin misseri hafi staðið átök um rekstur og starfsemi sparisjóða. Þeir hafi á löngum tíma byggt upp eigið fé, annars vegar í eigu stofn- fjáreigenda en hins vegar annað eigið fé. „Almenningur fengi eign sína afhenta í samræmi við uppruna- legan tilgang viðkomandi spari- sjóðs um uppbyggingu í sínu hér- aði. Þetta væri í samræmi við samþykktir sparisjóðanna. Stofn- fjáreigendur mundu halda sínu,“ segir Lúðvík. Flutningsmennirnir undrast að stjórnvöld hafi ekki enn gripið til aðgerða í ljósi umrótsins um sparisjóðina í land- inu. Sagan geymi dæmi þess að aðilar hafi komist yfir fé við sam- bærilegar aðstæður án þess að hafa átt skýra kröfu til þess. - jh Tveir þingmenn stærstu flokkanna sameinast um frumvarp um slit sparisjóða: Fólkið fái eign sína afhenta SPARISJÓÐUR Megnið af eigin fé sparisjóða er ekki eign stofnfjáreigenda. Þingmennirn- ir tveir telja að íbúar í héraði sparisjóðsins eigi rétt á að fá þessa eign afhenta komi til slita á sjóðnum. BRETLAND, AP Baráttusamtök fyrir réttindum ófæddra barna hafa brugðist harkalega við fréttum af 63 ára gamalli breskri konu sem komin er sjö mánuði á leið. Barnasálfræðingurinn Patricia Rashbrook á tvö börn fyrir, en er nýgift og gekkst undir frjósemis- aðgerð erlendis, og var notast við egg úr yngri konu, að sögn læknis hennar á Ítalíu, sem jafnframt bætti við að eldra fólk reynist iðu- lega betri foreldrar. Hjónin verja rétt sinn til að vera aldraðir foreldrar og segjast fullkomlega fær um að sjá fyrir barninu. - smk Ófrísk á sjötugsaldri: Öldruð móðir sætir ásökunum ALDRAÐIR FORELDRAR Patricia Rashbook, 63 ára, og eiginmaður hennar, John Far- rant, eiga von á barni eftir tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tveir á sjúkrahús Ökumenn fólks- bíls og jeppa voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Snæfellsnesvegi, við Borgarnes, á þriðja tímanum í gær. Meiðsl þeirra voru ekki lífshættuleg. Lögreglan í Borgarnesi telur beltin hafa bjargað ökumönnunum en bifreiðarnar eru báðar ónýtar. LÖGREGLUFRÉTTIR Játaði líkamsárás Karlmaður hlaut skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vesturlands fyrir líkamsárás við Hótel Stykkishólm í desember síðastliðnum. Gekkst maðurinn greiðlega við brotinu. Sektaður fyrir torfæruakstur Maður hefur verið dæmdur til að greiða 25 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið KTM torfærubifhjóli á nokkur hundruð metra kafla utan vega í suðurhlíð Selja- fells í Helgafellssveit. Hjólför mynduðust í hraunmölina sem er lítillega gróin mosa og grasi. DÓMSMÁL Björn Ingi og umræða á þingi: Hreppapólitík Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík, kallar umræðurnar á Alþingi hreppapólitík. Framboðin í Reykjavík vilji ekki að Reykja- víkurflugvöllur fari til Kefla- víkur. „Nefnd á vegum samgöngu- ráðherra og borgarstjórnar hefur skoðað sérstaklega tvö flugvallarstæði, ann- ars vegar Hólmsheiði og hins vegar Löngusker. Forsvarsmenn Flugfélags Íslands hafa þegar lýst því yfir að þeim lítist betur á Löngusker,“ segir Björn Ingi á vefsíðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.