Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 9
Miklar breytingar eiga sér nú
stað á Laugaveginum og frek-
ari breytingar eru í vændum.
Nú þegar árið hefur stigið inn á
þröskuld sumarsins er ekki annað
en eðlilegt að Laugavegurinn fari
að koma sér í sumargírinn. Eftir
smá niðursveiflu hefur Lauga-
vegurinn tekið við sér á ný á und-
anförnum misserum og sjást
breytingar á þessari stærstu
verslunargötu okkar Íslendinga
dag frá degi. Enn sér heldur ekki
fyrir endann á þessum breyting-
um þar sem nú þegar er hafin
vinna við að rífa niður gömul hús
og reisa ný í staðin.
Nýjustu breytingar á Lauga-
veginum og nágrenni eru breytt
staðsetning ýmissa verslana.
Tískuvöruverslanirnar Glamúr,
Spúutnik og KronKron fluttu
allar nýlega í betri húsnæði á
Laugaveginum og þá hefur versl-
unin Belleville verið opnuð þar
sem KronKron var áður. Á laug-
ardaginn verður líka blásið til
veislu að Laugavegi 70 en þar
opnar GuSt fatahönnun nýja
verslun og vinnustofu, þar sem
íslensk hönnun verður í hávegum
höfð.
Önnur verslun sem má kalla
hálfgerða goðsögn á Laugavegin-
um, Lífstykkjabúðin, ætlar að
flytja sig um set og í maí verður
opnuð ný verslun í skemmtilegu
húsnæði á horni Barónsstígs og
Laugavegar, beint á móti Reykja-
vík Pizza Company. Ný leikfanga-
verslun verður einnig opnuð við
Hlemm í maí og einnig verður
verslunin Fatboy brátt opnuð.
Þessar öru breytingar akkúrat
núna má að vissu leyti rekja til
þess að ferðamenn fara brátt að
streyma upp og niður verslunar-
götuna góðu en tvær „ferða-
mannavænar“ verslanir voru
einnig opnaðar í apríl. Önnur
þeirra er Islandia á Bankastræti
og hin er Cintamani sem býður
upp á útivistarvarning og þar er
einnig hægt að bóka ferðir um
Ísland. steinthor@frettabladid.is
Hræringar á Laugaveginum
Hið nýja húsnæði Lífstykkjabúðarinnar sem opnuð verður í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Edda Hauksdóttir er fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar
Stellu í Bankastræti. Hún segir
að það sé mjög gott að vera
með verslun í miðbænum.
Foreldrar Eddu stofnuðu Stellu
árið 1942 svo hún hefur lengi
fylgst með rekstrinum. „Ég er eig-
inlega alin upp á bak við búðar-
borðið og er búin að vera hér í
fullu starfi síðan 1977,“ segir
Edda.
Í Stellu er mikið úrval af snyrti-
vörum, sokkabuxum og alls konar
fylgihlutum. „Við erum með
þýskar snyrtivörur sem heita Bio-
droga og Sans Soucis og svo erum
við með ítalskar förðunarvörur
sem heita Diego Dalla Palma og
Kiko en á bak við ítölsku merkin
eru ungir strákar sem eru rosa-
lega klárir í litauppsetningu svo
litirnir sem við erum með eru
mjög flottir,“ segir Edda.
Eddu finnst mjög gott að vera
með verslun í Miðbænum. „Við
eigum rosalega góðan fastan við-
skiptavinahóp svo verslunarmið-
stöðvarnar taka ekkert frá okkur
en við sérhæfum okkur líka í
ákveðnum snyrtivörum sem ekki
er hægt að fá annars staðar.“
Alin upp á bak við
búðarborðið
Edda Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Stellu sem var stofnuð af foreldrum hennar árið
1942. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Á Löngum laugardegi er kjörið
að kíkja á þann fjölda af
uppákomum sem eru í tilefni
dagsins.
Í tilefni af Löngum laugardegi
þann 6. maí ætlar Þróunarfélag
Miðborgarinnar að standa fyrir
fjölskylduskemmtun á Austur-
velli. Þar verður einnig haldin
glæsileg sölusýning bílaumboð-
anna.
Veltibíll verður til prufu á Aust-
urvelli og leiktæki fyrir börnin.
Veitingahúsin við Austurvöll taka
þátt í gleðinni, verða með aðstöðu
til að sitja úti og njóta veitinga
ásamt því að veita tilboð allan dag-
inn.
Dj Geir Flowent skemmtir gest-
um úr sérstökum hljóðbíl ásamt
útvarpsstöðinni Kiss FM sem verð-
ur með beina útsendingu frá Aust-
urvelli. Einnig mun leggja góðan
blómailm yfir svæðið þar sem
blómabúðir miðborgarinnar ætla
að standa fyrir blómamarkaði.
Í versluninni KVK ætlar söng-
konan Lay Low spilar á gítar og
syngja fyrir gesti og gangandi. Í
versluninni verða einnig veitt góð
tilboð af íslenskri hönnun og boðið
upp á veitingar. KVK er til húsa að
Laugavegi 27.
Skemmtun á Löng-
um laugardegi
Á Austurvelli verður nóg um að vera á Löngum laugardegi. Fjölskylduskemmtun sem
höfðar til allra aldurshópa.