Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 9 Miklar breytingar eiga sér nú stað á Laugaveginum og frek- ari breytingar eru í vændum. Nú þegar árið hefur stigið inn á þröskuld sumarsins er ekki annað en eðlilegt að Laugavegurinn fari að koma sér í sumargírinn. Eftir smá niðursveiflu hefur Lauga- vegurinn tekið við sér á ný á und- anförnum misserum og sjást breytingar á þessari stærstu verslunargötu okkar Íslendinga dag frá degi. Enn sér heldur ekki fyrir endann á þessum breyting- um þar sem nú þegar er hafin vinna við að rífa niður gömul hús og reisa ný í staðin. Nýjustu breytingar á Lauga- veginum og nágrenni eru breytt staðsetning ýmissa verslana. Tískuvöruverslanirnar Glamúr, Spúutnik og KronKron fluttu allar nýlega í betri húsnæði á Laugaveginum og þá hefur versl- unin Belleville verið opnuð þar sem KronKron var áður. Á laug- ardaginn verður líka blásið til veislu að Laugavegi 70 en þar opnar GuSt fatahönnun nýja verslun og vinnustofu, þar sem íslensk hönnun verður í hávegum höfð. Önnur verslun sem má kalla hálfgerða goðsögn á Laugavegin- um, Lífstykkjabúðin, ætlar að flytja sig um set og í maí verður opnuð ný verslun í skemmtilegu húsnæði á horni Barónsstígs og Laugavegar, beint á móti Reykja- vík Pizza Company. Ný leikfanga- verslun verður einnig opnuð við Hlemm í maí og einnig verður verslunin Fatboy brátt opnuð. Þessar öru breytingar akkúrat núna má að vissu leyti rekja til þess að ferðamenn fara brátt að streyma upp og niður verslunar- götuna góðu en tvær „ferða- mannavænar“ verslanir voru einnig opnaðar í apríl. Önnur þeirra er Islandia á Bankastræti og hin er Cintamani sem býður upp á útivistarvarning og þar er einnig hægt að bóka ferðir um Ísland. steinthor@frettabladid.is Hræringar á Laugaveginum Hið nýja húsnæði Lífstykkjabúðarinnar sem opnuð verður í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Edda Hauksdóttir er fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Stellu í Bankastræti. Hún segir að það sé mjög gott að vera með verslun í miðbænum. Foreldrar Eddu stofnuðu Stellu árið 1942 svo hún hefur lengi fylgst með rekstrinum. „Ég er eig- inlega alin upp á bak við búðar- borðið og er búin að vera hér í fullu starfi síðan 1977,“ segir Edda. Í Stellu er mikið úrval af snyrti- vörum, sokkabuxum og alls konar fylgihlutum. „Við erum með þýskar snyrtivörur sem heita Bio- droga og Sans Soucis og svo erum við með ítalskar förðunarvörur sem heita Diego Dalla Palma og Kiko en á bak við ítölsku merkin eru ungir strákar sem eru rosa- lega klárir í litauppsetningu svo litirnir sem við erum með eru mjög flottir,“ segir Edda. Eddu finnst mjög gott að vera með verslun í Miðbænum. „Við eigum rosalega góðan fastan við- skiptavinahóp svo verslunarmið- stöðvarnar taka ekkert frá okkur en við sérhæfum okkur líka í ákveðnum snyrtivörum sem ekki er hægt að fá annars staðar.“ Alin upp á bak við búðarborðið Edda Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Stellu sem var stofnuð af foreldrum hennar árið 1942. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Á Löngum laugardegi er kjörið að kíkja á þann fjölda af uppákomum sem eru í tilefni dagsins. Í tilefni af Löngum laugardegi þann 6. maí ætlar Þróunarfélag Miðborgarinnar að standa fyrir fjölskylduskemmtun á Austur- velli. Þar verður einnig haldin glæsileg sölusýning bílaumboð- anna. Veltibíll verður til prufu á Aust- urvelli og leiktæki fyrir börnin. Veitingahúsin við Austurvöll taka þátt í gleðinni, verða með aðstöðu til að sitja úti og njóta veitinga ásamt því að veita tilboð allan dag- inn. Dj Geir Flowent skemmtir gest- um úr sérstökum hljóðbíl ásamt útvarpsstöðinni Kiss FM sem verð- ur með beina útsendingu frá Aust- urvelli. Einnig mun leggja góðan blómailm yfir svæðið þar sem blómabúðir miðborgarinnar ætla að standa fyrir blómamarkaði. Í versluninni KVK ætlar söng- konan Lay Low spilar á gítar og syngja fyrir gesti og gangandi. Í versluninni verða einnig veitt góð tilboð af íslenskri hönnun og boðið upp á veitingar. KVK er til húsa að Laugavegi 27. Skemmtun á Löng- um laugardegi Á Austurvelli verður nóg um að vera á Löngum laugardegi. Fjölskylduskemmtun sem höfðar til allra aldurshópa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.