Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 72
48 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Sex af fjórtán þjálfur- um DHL-deildarinnar völdu Heimi Örn sem mikilvægasta leikmann- inn í vetur en fjórir töldu að Sverr- ir hefði verið sá mikilvægasti. Aðrir leikmenn sem fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaðurinn voru Framararnir Jóhann Gunnar, Sigfús Sigfússon og markvörður- inn Egedius Petkevicius, ásamt Patreki Jóhannessyni hjá Stjörn- unni. Kosningin var gerð þannig að þjálfarar deildarinnar voru beðnir um að nefna þrjá mikilvægustu leikmenn tímabilsins að þeirra mati og setja þá í viðeigandi sæti eftir því. Fimm stig fékk leikmað- urinn sem settur var í fyrsta sætið, þrjú stig fyrir annað sætið og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfarar máttu ekki velja leikmenn úr eigin liði. Eins og áður segir hafði Heimir nokkra yfirburði í kjörinu en aðeins þrír þjálfarar höfðu hann ekki í hópi þriggja mikilvægustu leikmanna deildarinnar. „Klárlega sá leikmaður í deildinni sem gerir mest fyrir sitt lið. Frábær leikmað- ur í sókn og vörn. Án hans hefði Fylkisliðið jafnvel ekki orðið á meðal átta efstu,“ sagði einn þjálf- arinn um Heimi og annar rökstuddi val með því að segja Heimi hafa nánast allt: „Fjölhæfnin er hans styrkur. Hann hefur hraða, styrk og leikskilning auk þess sem hann er skotviss með afbrigðum.“ Einn fjögurra þjálfara sem völdu Sverri sem mikilvægasta leikmanninn hafði á orði að án hans hefði Fram aldrei orðið Íslands- meistari. „Ef Sverrir hefði verið hjá einhverju öðru af sex efstu lið- unum hefði það lið líklega unnið deildina.“ Alls fengu tíu leikmenn atkvæði í vali þjálfaranna en auk þeirra sex sem áður hafa verið nefndir fengu einnig atkvæði þeir Birkir Ívar Guðmundsson, Sergei Serenko, Titi Kalandadze og Vladimir Duric. Heimir Örn var óumdeilanlega leiðtoginn í spútnikliði Fylkis í vetur og er vel að viðurkenning- unni kominn. Heimir skoraði 124 mörk í 25 leikjum, eða fimm mörk að meðaltali í leik, en auk þess er Heimir af flestum talinn í hópi öfl- ugustu varnarmanna deildarinnar. „Þetta er mikill heiður og gaman að enda tímabilið með svona viðurkenningu. En ég vil nú meina að allt Fylkisliðið eigi stærstan þátt í þessu,“ sagði Heim- ir við Fréttablaðið í gær, hógværð- in uppmáluð. „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið mitt besta tíma- bil á ferlinum. Þetta er búið að ganga vel, ég neita því ekki, en það er erfitt að segja hvað veldur. Ég æfði vel áður en tímabilið hófst og svo tók ég meiri ábyrgð en ég hef áður gert. En svo kom fljót- lega í ljós að við erum einfaldlega með hörkulið með fullt af strákum sem geta tekið af skarið,“ segir Heimir sem þó hefði viljað enda tímabilið á öðrum nótum. „Ég er ekki sáttur við frammi- stöðu mína í síðustu leikjum tíma- bilsins þar sem ég var eins og byrjandi. En ég held að ég hafi náð að rífa mig upp í leiknum gegn Fram í deildarbikarnum,“ sagði Heimir og glotti en hann er á leið til Danmerkur þar sem hann hefur samið við úrvalsdeildarliðið Bjerr- ingbro-Silkeborg. „Þetta er búið að vera í bígerð lengi og ég vona að ég geti verið atvinnumaður í einhver ár. Ég tel að þetta sé eðlilegt skref fyrir mig á þessum tímapunkti og hlakka mikið til,“ segir Heimir. Hann stendur ekki á svari þegar hann er spurður um mikilvægasta leik- mann deildarinnar að sínu mati. „Ég hefði valið Birki Ívar.“ vignir@frettabladid.is Heimir Örn mikilvægastur í vetur Heimir Örn Árnason, fyrirliði Fylkis, er mikilvægasti leikmaður DHL-deildarinnar í ár að mati þjálfara deildarinnar. Heimir fékk alls 41 stig í kjörinu, 10 stigum meira en Sverrir Björnsson hjá Fram. Þeir félagar höfðu mikla yfirburði í kjörinu en þriðji varð Jóhann Gunnar Einarsson hjá Fram með 13 stig. SÁ MIKILVÆGASTI OG SÁ BESTI UNGI Heimir Örn Árnason, mikilvægasti leikmaður DHL- deildarinnar í vetur að mati þjálfara deildarinnar, sést hér halda Sigfúsi Páli Sigfússyni, besta unga leikmanninum að mati þjálfara, föstum tökum í leik Fram og Fylkis í Safamýr- inni í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Sigfús Páll Sigfússon, hinn 20 ára gamli leikstjórnandi Íslandsmeistara Fram, hafði mikla yfirburði í kjöri þjálfara DHL-deildarinnar á besta unga leikmanni deildarinnar. Ólíkt kosningunni um mikil- vægasta leikmann deildarinnar voru þjálfararnir aðeins beðnir um að nefna eitt nafn þegar kom að því að velja besta unga leik- manninn, en skilyrðið var að við- komandi væri gjaldgengur í U- 21 árs landslið Íslands. Alls voru það níu þjálfarar sem völdu Sigfús bestan en aðrir sem fengu atkvæði voru þeir Jóhann Gunnar Einarsson, sam- herji Sigfúsar hjá Fram, sem fékk þrjú atkvæði, og Arnór Þór Gunnarsson hjá Þór sem fékk tvö atkvæði. Sigfús átti magnað tímabil fyrir Fram í vetur og stjórnaði leik Íslandsmeistaranna af mik- illi festu, þrátt fyrir að hafa verið að stíga sín fyrstu spor sem lyk- ilmaður í liðinu. Sigfús var með rúm þrjú mörk að meðaltali í leik í vetur en gaf ófáar stoðsending- ar á samherja sína sem skiluðu mörkum. - vig Besti ungi leikmaður DHL-deildarinnar: Sigfús með yfirburði SIGFÚS PÁLL SIGFÚSSON Besti ungi leikmaður DHL-deildarinnar, að mati meirihluta þjálfara deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MIKILVÆGASTI LEIKMAÐURINN Nafn, félag Stig Heimir Örn Árnason, Fylki 41 Sverrir Björnsson, Fram 31 Jóhann Gunnar Einarsson, Fram 13 Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 12 Sigfús Sigfússon, Fram 11 Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni 8 Sergei Serenko, Fram 3 Edgevicisius, Fram 5 Vladimir Duric, Selfoss 1 Titi Kalandadze, Stjörnunni 1 BESTI UNGI LEIKMAÐURINN Nafn, félag Stig Sigfús Sigfússon, Fram 9 Jóhann Gunnar Einarsson, Fram 3 Arnór Þór Gunnarsson, Þór Ak. 2 SVERRIR BJÖRNSSON Var frábær í hjarta varnarinnar hjá Fram í vetur oig gekk einn þjálfarinn svo langt að segja að hefði eitthvert annað lið en Fram haft Sverri innanborðs hefði það lið líklega orðið Íslandsmeistari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Peter Harrison, fyrrverandi umboðs- maður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að meintur áhugi Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, á íslenska landsliðsmanninum komi sér ekki á óvart. Harrison sagði við Frétta- blaðið að litlu hefði munað að Eiður Smári gengi til liðs við Man. Utd. fyrir nokkrum árum síðan, þegar Harrison var umboðsmaður hans. Harrison vildi ekki fara nákvæmlega út í hversu mikill áhugi Man. Utd á Eiði Smára var en staðfesti að hann hefði verið verulegur. „Það munaði ekki miklu að Eiður hefði farið þangað,“ sagði hann. Nokkrir enskir netmiðlar fjalla um mál Eiðs Smára og hugsanlega för hans frá Chelsea. Er hann orðaður við Man. Utd, Tottenham og nú einnig Blackburn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær telur blaðið Manchester Evening News sig hafa heimildir fyrir því að Eiður vilji spila á Old Trafford og heldur því fram að Ferguson hafi lengi verið aðdáandi leik- mannsins. Á heimasíðu blaðsins gefst lesendum kostur á að segja sitt álit á mögulegum kaupum Man. Utd á Eiði og er ljóst að sitt sýnist hverjum um ágæti landsliðsfyrirliðans. Nokkrir Íslendingar tjá sig eru þeir sammála um að Eiður yrði mikill fengur fyrir Man. Utd. Bresku netverj- arnir furða sig hins vegar margir hverjir á því að Eiður skuli vera falur á aðeins fjórar millj- ónir punda, eins og Manchester Evening News leiddi líkur að. Tveir líkja Eiði við Teddy Sheringham og segja hann því geta orðið frá- bæran fyrir þá rauðklæddu en aðrir segja hann vera of líkan Wayne Rooney sem leikmaður og því hafi Alex Ferguson ekkert að gera við íslendinginn. Flestir eru þó á því að Eiður sé mjög hæfileikaríkur leikmaður sem hafi alla burði til að gera góða hluti undir stjórn Fergusons. FYRRUM UMBOÐSMAÐUR EIÐS SMÁRA: MUNAÐI LITLU AÐ HANN FÆRI TIL MAN. UTD FYRIR ÞREMUR ÁRUM Meintur áhugi United kemur ekki á óvart SAMSETT MYND/KIDDI FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen fær einkunnina 6 hjá stuðnings- mannaklúbbi Chelsea fyrir frammistöðu sína með Chelsea á leiktíðinni. Allir þeir leikmenn sem komið hafa við sögu hjá Chel- sea á leiktíðinni eru vegnir og metnir og fær Eiður lægstu ein- kunnina af framherjunum. „Stóð sig oftast vel þó að tæki- færin hafi ekki verið mörg, eink- um vegna góðrar frammistöðu Essiens. Sýndi hins vegar ekki þann stöðugleika sem hann þarf til að tryggja sér fast sæti í liðinu. Eina vikuna var hann „ljóshærður Maradona“ þá næstu var hann ekki svipur hjá sjón.“ Svona hljóm- ar umsögn stuðningsmanna- klúbbsins um frammistöðu Eiðs Smára á leiktíðinni. John Terry varð efstur í kjöri stuðningsmannanna og sá eini sem fékk 10 í einkunn, en Frank Lamp- ard, Joe Cole og William Gallas fengu allir einkunnina 9. - vig Eiður Smári Guðjohnsen: Fær 6 í einkunn fyrir tímabilið EIÐUR SMÁRI Átti miðlungsleiktíð, að mati stuðningsmanna Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES > Blikar fá Namibíumann Landsbankadeildarlið Breiðabliks mun á morgun fá til sín varnarmann á reynslu að nafni Oliver Risser. Hann kemur frá Namibíu og hefur leikið ellefu landsleiki fyrir þeirra hönd en liðið er í 163. sæti á heimslista FIFA. Risser hefur leikið með varaliði Borussia Dortmund en hefur verið að koma sér í fullt form í neðri deildunum í Þýskalandi eftir að hafa meiðst illa fyrir ári. Risser er 25 ára gamall varnarmaður, 188 cm á hæð og 84 kg. Hann mun leika æfingaleik með Blikum gegn KR á sunnudaginn. Breiðablik hefur þegar fengið til sín annan erlendan leikmann, Stig Krohn Haaland, sem einnig er varnarmaður en hann kom til Blika frá Noregi. FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH báru sigur úr býtum í Deildabikar karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík í úrslitaleiknum sem fram fór í fyrradag. Þetta er þriðja árið í röð sem FH-ingar vinna þessa keppni. Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmunds- son komu FH í 3-0 í fyrri hálfleik og stefndi allt í stórsigur Íslands- meistaranna. Keflvíkingar neit- uðu þó að gefast upp og náðu með miklu harðfylgi að minnka mun- inn í 3-2 þegar um 20 mínútur voru eftir en mörk liðsins skoruðu Simun Samuelson og Hólmar Örn Rúnarsson. Lengra komust Suður- nesjamennirnir hins vegar ekki og stóðu FH-ingarnir því uppi sem sigurvegarar. - vig Deildabikar karla: FH meistarar BIKARINN Á LOFT Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði FH, hampaði deildabikarnum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Olsen ekki til Fylkis Fylkir hefur ákveðið að semja ekki við vinstri bakvörðinn Rasmus Olsen. Hann heillaði hvorki forráðamenn né þjálfara liðsins, Leif Garðarsson, á æfingum í vikunni, né í æfingaleik gegn Víði á þriðjudaginn og heldur því aftur til síns heima í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.