Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 12
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Mannréttindasam- tökin Amnesty International saka Bandaríkin um að hafa ekki aflagt pyntingar á föngum í tengslum við stríð sitt gegn hryðjuverkum. „Vísbendingar halda áfram að skjóta upp kollinum um að víð- tækar pyntingar og önnur ómann- úðleg eða niðurlægjandi meðferð sé stunduð á föngum í haldi Bandaríkjanna í Afganistan, Guantanamoflóa á Kúbu, Írak og víðar,“ segir í skýrslu samtak- anna til nefndar á vegum Sam- einuðu þjóðanna gegn pynting- um. Á fundi nefndarinnar, sem hefst í Genf í næstu viku, verður fjallað um það hvernig Bandaríkin hafa staðið sig í að framfylgja ákvæðum alþjóðasamnings Sam- einuðu þjóðanna gegn pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum við refsingar. Amnesty fullyrðir í skýrslunni að engir háttsettir bandarískir yfirmenn hafi verið dregnir til ábyrgðar fyrir þau dæmi sem komið hafa fram í dagsljósið um pyntingar eða slæma meðferð á föngum. „Þótt Bandaríkjastjórn haldi áfram að fordæma pyntingar og illa meðferð eru þessar yfirlýsing- ar ekki í samræmi við það sem tíðkast í reynd,“ segir Curt Goer- ing, aðstoðarframkvæmdastjóri Amnesty International í Banda- ríkjunum. - gb FANGELSIÐ Í GUANTANAMO Á KÚBU Bandaríkjamenn eru sakaðir um að stunda enn pyntingar og illa meðferð á föngum. Amnesty International ásaka bandarísk stjörnvöld: Hafa ekki stöðvað pyntingar SKIPULAGSMÁL Ragnar Sverrisson, talsmaður verkefnisins Akureyri í öndvegi, segist reiður Samfylk- ingunni á Akureyri fyrir að vilja hverfa frá gerð sjávarsíkis í miðbæ Akureyrar. „Þetta er ekkert annað en skemmdar- verk á verðlaunatillögunni og til þess fallið að fæla öfluga fjárfesta frá aðkomu að upp- byggingu miðbæjarins,“ segir Ragnar. Ásgeir Magnússon skipar fjórða sæti á framboðslista Samfylk- ingarinnar á Akureyri og í kosningablaði Sam- fylkingarinnar segir hann gerð sjávarsíkis ekki á forgangslista flokksins. Jafnframt segir hann kostnað við gerð síkisins geta numið allt að milljarði króna. Ragnar segir kostnaðarhug- myndir Samfylkingarinnar frá- leitar. „Heildarkostnaður við gerð bátaskurðarins fer ekki yfir 250 milljónir króna sam- kvæmt útreikningum Siglinga- stofnunar. Samfylkingin fer því með hreint bull og er að stefna þessu verkefni í voða,“ segir Ragnar. - kk Talsmaður Akureyrar í öndvegi ævareiður Samfylkingu: Fæla fjárfesta frá miðbænum RAGNAR SVERRISSON Tals- maður Akureyrar í öndvegi segir Samfylkinguna fara með bull varðandi kostnað við gerð sjávarsíkis í miðbæ Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK LÖGREGLUMÁL Aldís Þorbjarnar- dóttir, fimmtug kona í Kópavogi, segir leigubílstjóra hafa valdið því að hún fótbrotnaði illa aðfaranótt sunnudags. Bílstjórinn segir atvik- ið hafa verið hreint óhapp, byggt á mistökum af sinni hálfu. Konan ætlar að kæra. „Þetta var dýr leigubíll, í þess orðs fyllstu merkingu,“ segir Aldís, sem nú er í gifsi frá tám og upp að hné á hægri fæti. „Ég fór í leikhús á laugardagskvöldið og síðan út að skemmta mér og neytti áfengis eins og gerist og gengur. Ég var svo á gangi upp Laugaveginn þegar leigubíllinn var stöðvaður hjá mér, án þess að ég veifaði. Skömmu síðar veifaði ég bíl og þá var sami bíllinn kominn aftur. Bílstjórinn ók mér heim, en þegar til átti að taka var ég ekki með nema 1000 krónur handbærar, þar sem ég hafði skilið greiðslukortin mín eftir heima. Ég sagði við bílstjórann í gríni, um leið og ég rétti honum forláta silfur- hring sem ég hafði fengið í fimm- tugsafmælisgjöf, að það væri best að hann tæki hringinn sem trygg- ingu, meðan ég skytist inn eftir korti til að greiða eftirstöðvarnar, sem voru 950 krónur.“ Aldís kveðst síðan hafa stigið út úr bílnum. Hafi þá ekki skipt nein- um togum, bílstjórinn hefði komið út, sagt sér að „svona tíðkaðist ekki hér,“ og hrint sér þannig að hún féll við í götuna. „Ég fékk lost við sársaukann þegar fóturinn kubbaðist í sundur og missti meðvitund,“ segir Aldís. „Vitni var að þessum atburði sem hringdi strax í lögreglu og sjúkra- bíl. Þann tíma sem ég lá þarna stóð bílstjórinn ógnandi yfir mér og skipaði mér í sífellu að koma með peningana.“ Aldís var flutt á sjúkrahús þar sem gerð var bráða- aðgerð á fæti. Spengja þurfti tví- brotið beinið og negla saman á tveimur stöðum, að því er sést á röntgenmynd. Hún verður frá vinnu í þrjá mánuði og síðan tekur við endurhæfing. „Ég er einstæð móðir með tvö börn og missi nú margra mánaða laun, auk aukavinnunnar sem ég hef tekið,“ segir Aldís. Silfurhring- inn kveðst hún ekki hafa fengið aftur, en bílstjórinn segist ekkert kannast við þann þátt frásagnar- innar. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils Bæj- arleiða, segir atvik af þessu tagi algert einsdæmi. Leigubílstjórarn- ir ráði sjálfir afleysingamenn á sína bíla, en stöðin komi þar hvergi nálægt. jss@frettabladid.is Sakar leigubílstjóra um tvöfalt fótbrot Aldís Þorbjarnardóttir, fimmtug kona í Kópavogi, sakar leigubílstjóra um að hafa valdið tvöföldu fótbroti. Bílstjórinn segir slysið óhapp. Aldís, sem er óvinnufær, ætlar að kæra málið til lögreglu. FÓTBROTIN EFTIR BÍLFERÐ Aldís ætlar að kæra til lögreglunnar í Kópavogi, en hjá rannsóknardeildinni þar fengust þær upplýs- ingar að skýrsla um málið væri tilbúin og konan hefði boðað skriflega kæru. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.