Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 62
5. maí 2006 FÖSTUDAGUR38
Stuttverkahátíðin Margt smátt,
sem nú verður haldin í þriðja sinn,
er samstarfsverkefni Borgarleik-
hússins og Bandalags íslenskra
leikfélaga. Vilborg Árný Valgarðs-
dóttir, framkvæmdastjóri Banda-
lagsins, segir Borgarleikhúsið
hafa átt frumkvæði að hátíðinni
en markmiðið frá upphafi var að
vekja athygli á því góða starfi sem
unnið er í íslensku áhugaleikhús-
hreyfingunni í ritun og flutningi
styttri leikverka en mörg félög
innan hennar hafa lagt sérstaka
rækt við þetta leikhúsform.
Hátíðin er nú haldin í þriðja
sinn en í fyrsta skipti að vori.
„Enda þótt sýningar hafi verið
ágætlega sóttar afréðum við að
kanna hvort aðsóknin yrði enn
meiri að vori en hausti,“ segir Vil-
borg. Átta aðildarfélög í Bandalagi
íslenskra leikfélaga taka þátt í
hátíðinni en þrettán stuttverk, sem
langflest eru samin af leikskáldum
innan raða þess, verða flutt á Litla
sviði Borgarleikhússins í kvöld.
„Flest félögin semja, leikstýra og
flytja verkin sjálf en hvert
stuttverkanna er um fimmtán
mínútur að lengd. Fólk á öllum
aldri sækir oftast sýningarnar en
hafa ber í huga að aðeins er um
eina sýningu að ræða.“
Nánari upplýsingar um
Stuttverkahátíðina er að finna á
vefsetri Bandalags íslenskra
leikfélaga og Borgarleikhússins. ■
ÚR LEIKRITINU HANNYRÐIR EFTIR SIGURÐ H. PÁLSSON Stuttverk úr öllum áttum sýna
grósku í íslenskri leikritun.
Margt smátt gerir eitt stórt
Eldri félagar í Karlakór Reykjavík-
ur halda árlega lokatónleika í
Digraneskirkju á sunnudaginn.
Kórinn er skipaður liðlega fimmtíu
félögum úr Karlakór Reykjavíkur
sem að sögn Kjartans Sigurjóns-
sonar kórstjóra hafa viljað minnka
aðeins við sig en halda þó ótrauðir
áfram að syngja. Á efnisskrá tón-
leikanna eru íslensk og erlend söng-
lög sem kórinn hefur flutt í gegn-
um árin. „Karlakór Reykjavíkur
fagnar 80 ára starfsafmæli á þessu
ári en kór eldri félaganna 40 ára
afmæli,“ segir Kjartan og útskýrir
að mörg laganna séu kórfélögunum
hjartfólgin og hafi fylgt þeim lengi.
„Við bjuggum til dæmis til spyrpu
úr lögum sem Kvartettinn Leik-
bræður sungu hér í eina tíð en svo
vill til að báðir eftirlifandi Leik-
bræðurnir, Friðjón Þórðarson og
Ástvaldur Magnússon, syngja ein-
mitt með okkur í kórnum.“
Einsöngvari á tónleikunum verð-
ur Óskar Pétursson tenór og með-
leikari Bjarni Þór Jónatansson.
Það stendur til að gefa út
hljómdisk með kórnum í tilefni af
afmælisárinu og munu kórfélag-
arnir taka upp þráðinn við hljóðrit-
anir í haust. Tónleikarnir í Digra-
neskirkju hefjast kl. 17.00.
- khh
Gamalkunnir tónar
ELDRI FÉLAGAR Í KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Flytja hjartfólgin íslensk og erlend lög í Digra-
neskirkju á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI
Útskriftartónleikar Gróu Mar-
grétar Valdimarsdóttur fiðluleik-
ara fara fram í Salnum í kvöld kl.
20. Gróa Margrét hefur spilað með
ýmsum sinfóníuhljómsveitum og
má þar nefna Orkester Norden,
Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík, Hljómsveit Óperustúd-
íós Austurlands og Sinfóníuhljóm-
sveit unga fólksins en hún hefur
verið konsertmeistari í þremur
síðastnefndu sveitunum.
Á efnisskrá tónleikanna verða
verk eftir Bach, Jón Nordal,
Brahms, Pablo de Sarasate og
Eugène Ysaÿe en meðleikarar eru
Árni Heimir Ingólfsson og Richard
Simm.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir. - khh
Fiðlutónar í Salnum
GRÓA MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR FIÐLU-
LEIKARI Útskrifast frá tónlistardeild LHÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MAÍ
2 3 4 5 6 7 8
Föstudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Kvintett Egils Benedikts
Hreinssonar leikur á vegum
Jazzakademíunnar, jazzklúbbs
Háskóla Íslands. Aðgangur ókeypis
og öllum heimill meðan húsrúm
leyfir.
17.00 Hljómsveitin Hate Breath
heldur tónleika í 12 Tónum á
Skólavörðustíg 15. Léttar veitingar
í boði.
20.00 Guðbjörg Sandholt heldur
útskriftartónleika í Íslensku óperunni.
Guðbjörg útskrifast úr söngdeild
Tónlistarskólans í Reykjavík.
20.00 Gróa Margrét Valdimars-
dóttir fiðluleikari heldur útskriftar-
tónleika í Salnum í Kópavogi.
Meðleikarar eru Árni Heimir
Ingólfsson og Richard Simm.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
22.30 Skátar, Mongoose og
Bobby Breiðholt halda föstu-
dagspartý á vegum Grandmother
Records á Grand Rokk.
■ ■ OPNANIR
15.00 Nemendur í Fjölmennt,
fullorðinsfræðslu fatlaðra,
opna ljósmyndasýningu í
Hafnarborg. Sýningarstjóri er Gréta
Guðjónsdóttir ljósmyndari.
17.00 Þrettán myndlistarnemar úr
Garðabæ opna málverkasýningu í
húsnæði Bókasafns Garðabæjar.
Sýningin verður opin til 26. maí.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Danshljómsveit Friðjóns
leikur fyrir dansi í Vélsmiðjunni á
Akureyri. Húsið opnar kl. 22.
Hljómsveit Geira Sæm og Tryggva
Hubner verða með dansleik á
Kringlukránni.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
Sýningu Þorvaldar Þorsteinssonar
á Café Karolínu lýkur í dag.
Þorvaldur sýnir ljósmyndaröð sem
birta sýnishorn af markaðssetningu
og landkynningu Íslands á uppboðs-
vefnum eBay.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
��������������������������������� �����������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������
������������ �������������� �� �����������
���������������� ��� ��������������������� ������
��������� ��� �������� ���������������
�������������� ��������������������������������������������������
������������������
������� ���������� �����������
��������������
������ �������������
��������� ��� ������� ���������������
��������� ��� �������� ���������
��������� ��� �������� ����������
���������� ��� �������� ���������������
����������������������������������� ��������
��������������� �������������������
Hljómsveit Geira Sæm
og Tryggvi Hubner
með dansleik
um helgina
Stór og fjölbeittur sérréttaseðill
ásamt tilboðsseðli öll kvöld.