Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 68
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Það er gífurlegur sprelligosa- keimur yfir tónlist The Zutons sem gerir það að verkum að það er nánast ómögulegt að taka þau of alvaralega. Yfir þeim er svipuð ára og sveif yfir Madness á sínum tíma. Öll lögin eru hönnuð til þess að skemmta. Það er líka erfitt að sjá þessa sveit spila á tónleikum án þess að fyllast ódrepandi hvöt til þess að hrista beinagrindina örlít- ið. Enda voru heilmargir að sveifla sér með tónlist þeirra í Hafnar- húsinu á síðustu Airwaves-hátíð. Það sem er líklegast mest heill- andi við tónlist The Zutons er hversu tímalaus hún er. Þessi lög, og þessi hljómur gæti alveg eins verið þrjátíu ára gamall. Tónlistin vegur salt einhvers staðar á milli The Commitments og T-Rex eða Rolling Stones. Það ætti því bókað að vera eitthvað sem margir ættu að geta tengt sig við. Kirsuberið ofan á ísnum er svo frábær rokk- söngur Davids McCabe. Rödd hans rifnar örlítið á hárréttum stöðum, sem gerir lögin beittari einhvern veginn. Fyrsta smáskífan, Why Won´t You Give Me Your Love, gefur hárrétta mynd hvernig plata þetta er. Það er nánast eins og The Zutons hafi ákveðið að eyða öllum sínum lífsins sálar kröftum í að reyna gera eins skemmtilega plötu og mögulegt er. Og í þeim geira sem þau eru, þá heyrist mér þeim bara hafa tekist ágætlega til. Ég fékk a.m.k. aldrei þá til- finningu að mig langaði til þess að skipta yfir á næsta lag. Sem segir heilmikið í mínu tilviki, því oft hvílir þungt á skip-takkanum í þessu starfi. Svo gerist líka svolítið á þess- ari plötu sem maður heyrir aldrei. Besta lagið er síðast. Það heitir I Know I´ll Never Leave, og er bæði hugljúft, beitt og svalt á réttum stöðum. Hamrandi gítarar og Robert Plant-legur söngur. Ef The Zutons væri íslensk væri hún bókað á sveitaballa- markaðnum. Og það yrði líka því- lík skemmtun! Þetta er akkúrat tónlistin sem mig langaði alltaf að heyra í Njálsbúð í þau fáu skipti sem ég rataði þangað. Mér fannst rigningin nefnilega ekkert sér- staklega góð. Þetta er tónlist sem er svo trú grunni rokksins að jafn- vel afi þinn gæti haft gaman af þessu. Birgir Örn Steinarsson Einn, tveir og rokka! THE ZUTONS TIRED OF HANGING AROUND Niðurstaða: Önnur breiðskífa stuðboltanna í The Zutons stenst allar væntingar, og gott betur. Ávísun á gott skap, dillandi mjaðma- hreyfingar og töffaralegan lúftgítar. Ólátabelgurinn og forsprakki hljómsveitarinnar Babyshambles, Pete Doherty, er í vondum málum eftir myndbirtingu The Sun á föstudaginn en þar sést hann sprauta heróíni í handlegg stúlku sem liggur meðvitundarlaus á klósettgólfi. Stúlkan, sem er 21 árs og mikill áhangandi Dohert- ys, hefur fylgt honum og hljóm- sveitinni í þrjú ár og er að sögn vina algjörlega með hann á heil- anum. Doherty á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist fyrir athæfið en hann segist hafa verið að taka blóð úr handlegg stúlk- unnar í listrænum tilgangi og ætlað að nota það sem málningu í listaverk sitt. Doherty hefur oftar en ekki gerst sekur um lögbrot vegna fíkniefnaneyslu og mun eflaust ekki sleppa með áminn- ingu í þetta skiptið. Það verður síðan að koma í ljós hvort kærasta Petes, Kate Moss, sætti sig við þessa framkomu. Moss ætlaði að gefa kærastanum sínum eitt tækifæri í viðbót en parið er nýbyrjað saman aftur eftir að Moss kom úr meðferð. Enn og aftur í vondum málum HRIKALEG AFGLÖP Söngvarinn Pete Doherty gæti verið í verulega slæmum málum vegna myndar sem birtist í bresk- um fjölmiðlum. Miðasala á tónleika danska plötu- fyrirtækisins Crunchy Frog á Nasa 26. maí hefst í dag. Hljómsveitirnar Heavy Trash, Powersolo og The Tremelo Beer Gut munu troða upp ásamt íslenskri gestasveit sem verður valin á næstu dögum. Aðalnúmerið á tónleikunum er rokkabillýbandið Heavy Trash sem Jon Spencer úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore leiða ásamt Matt Verta Ray. Miðasala fer fram í Skífunni og á midi.is og er miðaverð 1.800 krónur auk miðagjalds. Miðasala hefst í dag HEAVY TRASH Hljómsveitin Heavy Trash spilar á Nasa 26. maí. Sveitapilturinn og sjónvarps- stjarnan Gísli Einarsson heldur áfram að flakka um landið í sumar í þættinum Út og suður á RÚV. Þetta verður fjórða þáttaröðin sem Gísli vinnur fyrir sjónvarpið en alls verða þættir sumarsins 16 talsins. Eins og í fyrri þáttum mun Gísli grafa upp skemmtilegt fólk sem fæst við áhugaverða hluti. „Það er svo yfirdrifið nóg af áhugaverðu fólki hér á Íslandi að ég færi létt með að fylla nokkrar þáttaraðir,“ segir Gísli sem segir engan skort vera á viðmælendum. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá næsta sunnudag, strax að loknu Kastljósi en þá heimsækir Gísli tvær listakonur úr Reykjavík. Síðasta sumar var Gísli tölu- vert gagnrýndur fyrir klæðaburð sinn sem var sagður sundurleitur og mörgum fannst hann æði oft líta út fyrir að vera nýkominn úr víðavangshlaupi. „Ég hef verið að lesa tískublöðin í vetur og ráðfært mig við stílista svo það verður meira lagt upp úr útlitinu í sumar,“ segir Gísli og hlær. Hann segist þó ekki ætla að vera í jakkafötum og með bindi nema þar sem það á við og gúmmískórnir verða að sjálf- sögðu á sínum stað. Það hefur ann- ars verið brjálað að gera hjá Gísla í vetur. Auk þess að sinna starfi fréttamanns á Vesturlandi fyrir RÚV þá hefur hann komið fram á ýmsum uppákomum að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum í viku í vetur og þar að auki skrifar hann vikulega pistla í blaðið Skessu- horn. -snæ Út og suður í nýjum fötum MEÐVITAÐUR UM TÍSKUNA Gísli hefur kynnt sér nýjustu tískustraumana og ráðfært sig við stílista fyrir næstu þáttaröð. Hljómsveitin Skátar spilar á Grand Rokki á föstudag ásamt Mongoose og Bobby Breiðholti. Skátar eru að vinna að nýrri plötu sem hefur fengið vinnuheitið Einu sinni eitthvað, ávallt eitthvað. Er hún væntanleg á markað síðla sumars. Hljómsveitin Retron mun jafnframt sýna gagnvirkt mynd- bandsverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30 og kostar 500 krónur inn. Skátar spila SKÁTAR Hljómsveitin Skátar spilar á Grand Rokki í kvöld. Trúbadorinn Halli Reynis heldur tvenna útgáfutónleika í kvöld og annað kvöld klukkan 22.00 á Kaffi Rósenberg. Þar mun hann kynna nýjustu plötu sína, Leiðin er löng, auk þess sem hann mun taka gömul og góð lög. Halli skrifaði nýverið undir útgáfusamning við Músík ehf. um útgáfu næstu plötu sinnar sem er væntanleg í september. Á þeirri plötu verður hann með hljómsveit sinni en á nýju plötunni er hann einn með kassagítarinn. „Þessi diskur er sá fyrsti sinn- ar tegundar hérna. Það er klárlega út af því að menn hafa ekki þorað þessu áður,“ segir Halli og á þar við að ekki hafa menn áður tekið upp plötur hérlendis einir með kassagítarinn í hljóðveri. Íris mun hita upp fyrir Halla í kvöld en Hilmar Garðarsson hitar upp á laugar- dagskvöld. Fagnar nýrri plötu HALLI REYNIS Trúbadorinn Halli Reynis heldur tvenna útgáfutónleika á föstudags- og laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 PRIME kl. 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA! DOLBY DIGITAL POWER SÝNING Í SMÁR ABÍÓ KL. 23.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.