Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 8
8 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR
VEISTU SVARIÐ
1 Hvað heitir bandaríski hagfræðing-urinn sem hélt fyrirlestur um íslenskt
efnahagskerfi í New York í fyrradag?
2 Gaslindir þjóðar í Rómönsku-Am-eríku hafa verið þjóðnýttar. Í hvaða
landi?
3 Hvað heitir kvennasveitin sem Nylon-sönghópurinn ætlar að hita
upp fyrir á næstunni?
SVÖR Á BLS. 54
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
FRÁBÆRT VERÐ OG
RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR!
Rafstýrð leðursæti, 17" álfelgur, 4x4, litað gler, 6 diska geislaspilari,
3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
15
9
0
Nissan X-Trail Elegance 3.250.000 kr.
NISSAN X-TRAIL
BORGAÐU MINNA
FYRIR MEIRI LÚXUS!
NISSAN X-TRAIL HEFUR HLOTIÐ ÓTAL
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR ...
BANDARÍKIN, AP „Þú munt deyja
vælandi,“ sagði Leonie Brinkema,
dómari í máli Zachariasar Moussa-
oui, þegar hún hafði kveðið upp
dóminn yfir honum í gær. Sjálfur
lét Moussaoui engan bilbug á sér
finna: „Ég verð frjáls og frelsun
mín verður sönnun þess að við
erum hermenn Guðs og þið eruð
her Satans,“ sagði hann eftir að
dómurinn hafði verið kveðinn upp.
„Guð verndi Osama bin Laden,“
bætti hann síðan við.
Hann talaði ekki í meira en
fimm mínútur, en þá hafði dómar-
inn áminnt hann um að nota ekki
dómsuppkvaðninguna til þess að
flytja pólitíska ræðu.
Hann er eini maðurinn sem hlot-
ið hefur dóm fyrir árásirnar á
Bandaríkin 11. september árið
2001. Sjálfur sat hann reyndar í
fangelsi meðan árásirnar voru
gerðar, en dómurinn er byggður á
því að hann hafi haft vitneskju um
árásirnar fyrir fram og hafi því
getað komið í veg fyrir þær með
því að greina stjórnvöldum frá
vitneskju sinni í tæka tíð.
Kviðdómur komst að þeirri nið-
urstöðu á miðvikudag að Moussa-
oui ætti að hljóta lífstíðarfangels-
isdóm. Moussaoui verður nú
sendur í rammgirt fangelsi í Colo-
rado, þar sem hann fær ekki að
eiga nein samskipti við umheim-
inn.
Frönsk stjórnvöld sögðust í gær
hugsanlega ætla að krefjast þess
að Bandaríkjamenn framseldu
Moussaoui svo hann gæti afplánað
dóm sinn í Frakklandi. Moussaoui
er franskur ríkisborgari af mar-
okkóskum uppruna.
Víða í bandarískum fjölmiðlum
mátti aftur á móti heyra hneykslis-
raddir út af því að kviðdómurinn
komst að þeirri niðurstöðu að
Moussaoui hlyti ævilangt fangelsi í
stað þess að verða líflátinn.
Móðir hans, Aicha El Wafi, sem
er búsett í Frakklandi, vandaði á
hinn bóginn frönskum stjórnvöld-
um ekki kveðjuna í gær.
„Sonur minn verður grafinn lif-
andi vegna þess að Frakkland hafði
ekki hugrekki til að andmæla
Bandaríkjamönnum,“ sagði hún og
hvatti frönsku stjórnina til þess að
láta nú loks til sín taka í máli sonar
síns.
„Ég er ekki sammála hugmynd-
um og orðum sonar míns í réttar-
salnum,“ sagði hún, en bætti því
við að það væri „vegna orða hans,
litarháttar hans, kynþáttar hans,
sem hann var dæmdur í ævilangt
fangelsi.“ gudsteinn@frettabladid.is
MÓÐIR MOUSSAOUIS Móðir hins dæmda
sakar frönsk stjórnvöld um að hafa ekki
beitt sér nægilega í máli hans. Hér sést
hún ásamt lögmanni sínum í Frakklandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þið eruð
her Satans
Zacharias Moussaoui segist verða frjáls, þrátt fyrir
að hafa verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómar-
inn segir að hann muni „deyja vælandi“.
DÓMSMÁL Nektarstaðurinn Óðal
hefur verið sýknaður í héraðs-
dómi af kröfu dansara um ríflega
435 þúsund króna laun.
Brasilísk kona hóf störf, ásamt
tveimur öðrum í september 2003.
Áður en tíu daga atvinnuleyfið
rann út var samningurinn fram-
lengdur og samið um að hún ynni á
staðnum fram í mars fyrir 150
þúsund krónur á mánuði. Hún
hætti í janúar. Ágreiningur er
milli konunnar og eigenda Óðals.
Hún segist hafa verið rekin en
hann neitar því. Vitni, sem störf-
uðu á Óðali, sögðust aldrei hafa
heyrt um að hún hefði verið rekin
og því var Óðal sýknað. - gag
Nektarstaðurinn Óðal:
Sýknaður af
kröfu dansara
ZACHARIAS MOUSSAOUI Moussaoui gaf sigurmerki þegar hann kom í réttarsalinn í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TÓNLISTARHÚS Jón Bjarnason, þing-
maður vinstri grænna, kveðst ekki
mótfallinn tónlistarhúsi. „En þing-
ið og fjárlaganefnd hafa ekki feng-
ið að sjá samninginn sem felur í
sér 6,5 milljarða skuldbindingar
ríkissjóðs. Þetta er fráleitt og ég
óskaði eftir því á fundi fjárlaga-
nefndar að samningurinn um millj-
arðastyrk til einkafélags yrði
afhentur. A.P. Möller og sjóður í
einkaeigu gaf Dönum nýverið
óperuhúsið á Hólminum í Kaup-
mannahöfn. Það var umdeilt. Hér
styrkir ríkið einkaaðila um millj-
arða og skattborgarar fá ekkert að
vita,“ segir Jón.
Sérstök heimild var veitt fjár-
málaráðherra á fjáraukalögum
fyrir árið 2005 til að ganga til samn-
inga um byggingu og rekstur tón-
listarhúss Reykjavíkur.
Þetta tekur ríkisendurskoðandi
fram eftir að hafa afhent fjárlaga-
nefnd greinargerð og segir að
umrædd heimild hafi ekki komið til
umræðu á fundi hans með fjárlaga-
nefnd. Formaður og varaformaður
nefndarinnar telja að einungis
Alþingi geti heimilað skuldbinding-
ar um byggingu tónlistarhússins.
Engu að síður telur ríkisendurskoð-
andi að gera hefði átt grein fyrir
fjárskuldbindingunum við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2006
og telur að úr því þurfi að bæta. - jh
Fjárlaganefnd fái aðgang að trúnaðarsamningi um byggingu tónlistarhúss:
Fráleitt að fá ekkert að vita
JÓN BJARNASON „Ég óskaði eftir því á fundi
fjárlaganefndar að samningurinn um millj-
arðastyrk til einkafélags yrði afhentur.“