Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 8

Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 8
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 3 28 78 0 5 /2 0 0 6 Lokaútkall í næstu viku Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is 4.900 kr. í viku* Verð á mann 49.900 kr. í 2 vikur *Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði. Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir í næstu viku Flug Til Brottför Hlið Ath. FI 964 Krít, Elisso 29. maí 4 Uppselt KK 644 Marmaris, Faber 30. maí 1 Lokaútkall FI 940 Portúgal, Brisa Sol 30. maí 2 Lokaútkall FI 902 Mallorca, Marina Plaza/Cala Millor Park 30. maí 3 Lokaútkall Fi 906 Benidorm/Albir, La Colina 31. maí 2 Lokaútkall Takm arka ð fram boð Fyrs tur k emu r - fy rstu r fæ r! BRETLAND, AP Níu manns sem grun- aðir eru um aðild að hryðjuverk- um voru handteknir í víðtæku skyndiáhlaupi bresku lögreglunn- ar í gær. Tveimur þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur, en sjö sitja enn í haldi. Hryðjuverkin sem mennirnir eru grunaðir um að hafa átt þátt í voru öll framin, eða áttu að verða framin, utan Bretlands, að sögn talsmanna lögreglunnar í Manchester, sem þó vildu ekki gefa upp hvaða land var um að ræða. Samkvæmt fréttum breska rík- isútvarpsins hófst áhlaup um 500 lögreglumanna klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudagsins og var húsleit gerð í átján húsum víðs vegar um England. Talsmaður lögreglunnar gaf engar frekari upplýsingar um hina handteknu aðrar en þær að þeir væru grunaðir um að hafa stutt við hryðjuverk erlendis. „Hér er, í dag, ekki um beina ógn við Bretland að ræða,“ sagði Michael Todd, yfirlögregluþjónn í Manchester. „Hér er um stuðning við hryðjuverk erlendis að ræða. Það gæti þýtt fjármögnun, að veita hryðjuverkamönnum stuðning og hvatningu.“ Todd sagði lögreglu hafa safn- að upplýsingum um málið „í að minnsta kosti ár, við höfum fylgst með fjárstuðningi við hryðjuverk erlendis“. Hann varðist fregna bresku fréttastofunnar Press Association um að hinir handteknu væru taldir tengjast hryðjuverkum í Írak, en sagði tvo fangana hafa verið tekna höndum undir lögum um hryðju- verkavarnir. Talsmenn breska innanríkis- ráðuneytisins staðfestu að minnst fimm hinna handteknu væru ekki breskir ríkisborgarar og að þeir væru í haldi samkvæmt innflytj- endalögum Bretlands, sem heim- ila yfirvöldum að vísa fólki úr landi, ef talið er að vera þess í Bretlandi geti ógnað öryggi lands- manna. Lögreglumenn í Manchester, Birmingham og nágrenni, London, Liverpool og Middlesbrough tóku þátt í leitinni. smk@frettabladid.is Níu manns handteknir Breska lögreglan handtók níu manns í gær vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Um 500 lögreglu- menn tóku í gær þátt í víðtækri leit vegna málsins. HÚSLEIT Lögreglumenn og starfsmaður tæknideildar lögreglunnar fyrir utan eitt hinna átján húsa sem leitað var í. Breska lögreglan handtók í gær níu manns í tengslum við meint hryðjuverk utan Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að allt að sex ársverk lækna í heilsugæslunni fari einungis í að gefa tilvísanir til hjartalækna, eftir að uppsögn samn- ings þeirra við Tryggingastofnun tók gildi um þarsíðustu mánaðamót. Þetta segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. „Það er erfitt að sjá hve margar tilvísanir eru nauðsynlegar til þess að mæta þessu, því þær hafa gildi í fjóra mánuði. Hver tilvísun er fyrir fleiri en eitt skipti í sumum tilvik- um og í öðrum kýs fólk að fara beint til hjartalæknisins,“ segir Sigur- björn. Hann bætir við að gera megi ráð fyrir 260 viðtölum af þessum toga á hvern lækni á mánuði. Hver læknir vinni um það bil 10 mánuði á ári. Starfandi heimilislæknar séu 180 talsins. Áætla megi að um sé að ræða allt að fimm prósenta álags- aukningu á starfandi heimilislækna vegna þessa. Sigurbjörn kveðst alls ekki hafa „heyrt menn stynja undan vinnu- álaginu“ en frekar sé borið því við að þetta fyrirkomulag hafi spillt samskiptum sjúklinga og heimilis- lækna. „Þetta er þvinguð framkvæmd þar sem sjúklingarnir hafa ef til vill ekkert djúpan skilning á því að lenda allt í einu í þessu amstri,“ segir Sigurbjörn. „Við viljum ekki fá þvingað fólk til okkar. Það vill enginn læknir. Enn á ný verða heim- ilislæknarnir á milli í deilu sér- greinalækna og stjórnvalda.“ - jss SIGURBJÖRN SVEINSSON Segir Læknafélag Íslands hafa rætt tilvísanamálið. Áhrif uppsagnar á samningi hjartalækna við TR á störf heimilislækna: Um sex ársverk í tilvísanir SAMFÉLAGSMÁL Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hefur afhent þakkarbréf til þeirra fjöl- mörgu sem hafa styrkt starf Fjöl- skylduhjálpar síðasta árið. Einnig tók nýr verndari við en það er Bryndís Schram. Yfir fimmtíu eintaklingar og fyrirtæki hafa aðstoðað Fjölskyldu- hjálp sem úthlutar matvælum og ððrum nauðsynjum til þeirra sem minnst mega sín. Hátt í 16.000 manns leituðu til Fjölskylduhjálpar í fyrra. Fjölskylduhjálp hefur feng- ið aukið húsrými þar sem meðal annars er gert ráð fyrir setustofu fyrir þá sem leita sér aðstoðar. - gþg Fjölskylduhjálp Íslands: Afhenda þakkabréf Fáir á sjó Árni Sigurbjörnsson, vaktmaður hjá vaktstöð siglinga, segir fáa hafa verið á sjó síðustu þrjá daga, og fæstir í gær: „132 skip og bátar voru á sjó um hádegi. Flest voru 684 skip yfir sólarhringinn á sjó þann 9. maí.“ Brælan hafi haldið mönnum heima. SJÓSÓKN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.