Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 22
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR22
hagur heimilanna
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
Anna Sigríður Ólafsdóttir,
doktor í næringarfræði
5 sæti
„ Heilnæmt
og öruggt
umhverfi.“
■ Friðrik Valur Karlsson, matreiðslu-
meistari á Friðriki V á Akureyri, er
með góð ráð undir hverju grilluðu rifi.
Friðrik Valur segir að áður en grillið er
hitað sé hentugt að strjúka grindina með
olíu til að koma í
veg fyrir að hráefnið
festist á grindinni.
Hann segir best að
snúa fiski aðeins
einu sinni þegar
hann er grillaður því
ella sé hætta á að
hann losni í sundur.
Þegar grillpinnar
úr tré eru notaðir
er gott að láta þá
liggja í bleyti í vatni í tvo tíma áður en
hráefnið er þrætt upp á þá. Þetta kemur í
veg fyrir að pinnarnir brenni.
GÓÐ HÚSRÁÐ
GOTT AÐ BLEYTA
GRILLPINNA ÚR TRÉ
„Ein bestu kaup sem ég hef gert
voru þegar ég keypti tvær vandaðar
fluguveiðistangir í Sjóbúðinni á Akur-
eyri fyrir tæpum áratug,“ segir Bjarni
Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri
Hildings á Akureyri. Önnur stöngin
var tvíhenda en hin einhenda, báðar
af gerðinni Sage, og hafa þær reynst
Bjarna Hafþóri afskaplega vel. „Ég
man ekki hvað stangirnar kostuðu en man þó að
þessum kaupum fylgdu töluverð fjárútlát. Það sem
stendur upp úr í minningunni, og ástæða þess
að ég tel þetta á meðal minna bestu kaupa, var
sú yndislega vellíðan eftir að ég ákvað að kaupa
þessar tilteknu stangir. Ég hafði nefnilega velt því
lengi fyrir mér hvernig stangir væri best að kaupa
enda fer ég ekki nema vel vopnaður í veiði,“
Talandi um vopn og veiðar þá rifjast upp fyrir
Bjarna Hafþóri önnur góð kaup. „Í fyrra keypti ég
hálfsjálfvirka haglabyssu af gerðinni
BREDA í Hlaði á Húsavík. Byssuna notaði
ég til rjúpnaveiða síðastliðið haust og
gerði svo góðan túr að af tilliti við veiði-
málastjóra þá ræði ég það ekki frekar.“
Bjarni Hafþór hefur ekki fláð feitan gölt
í öllum sínum viðskiptum og bílarekstur
hans hefur oftar en ekki verið kostn-
aðarsamur. „Ómeðvitað felur maður
verstu kaupin yfirleitt einhversstaðar í horni hugans
og þar fá þau að vera óáreitt. Sumir kalla þetta
gleymsku en ég bráðnauðsynlegan sáluhjálparhæfi-
leika. Ég hef átt marga gamla og misgóða bílana
um dagana og þar sem ég er ekki bíladellukall geri
ég ekki aðrar kröfur til bíla en ég komist á þeim í
veiðiferðir og um hálendið. Miðað við viðgerðar- og
rekstrarkostnað myndu eflaust margir álykta sem
svo að oft hafi ég gert slæm kaup í bílaviðskiptum,“
segir Bjarni.
NEYTANDINN: BJARNI HAFÞÓR HELGASON, AKUREYRI
Tillitssamur í garð veiðimálastjóra
Þegar sumarið kemur fara
margir að huga að sólar-
landaferðum. Að mörgu
er að hyggja og eitt af því
sem þarf að taka með í
reikninginn er kostnaður
við símanotkun. Flestir
Íslendingar taka símann
með í fríið en það eru ekki
allir sem átta sig á þeim
kostnaði sem því fylgir.
Upplýsingar frá símafyrirtækjun-
um sýna að það er að öllu jöfnu
ódýrara að láta hringja í sig heldur
en að hringja sjálfur heim. Þegar
hringt er í íslenskan farsíma í
útlöndum borgar sá sem hringir
sama taxta og innanlandssímtal en
viðtakandinn borgar þann kostnað-
inn sem fylgir því að hringja á milli
landa.
Bæði hjá OgVodafone og
Símanum er gjaldskrá í
útlöndum skipt upp í
svæði og fer kostnaður-
inn eftir því hvar maður
er.
Hjá Símanum er
Spánn á svæði 2 og sam-
kvæmt gjaldskránni
kostar 99 krónur mínút-
an að hringja til Íslands
en 109 krónur ef við-
skiptavinurinn er með
frelsi. Móttekið símtal
þegar maður er á Spáni
kostar hins vegar 39,90
krónur á mínútu.
Hjá OgVodafone kost-
ar 81 krónu á mínútu að
hringja til Íslands frá
Spáni og móttekið símtal
kostar 37 krónur að því
gefnu að viðskiptavinurinn
sé skráður í Vodafone World
en annars eru samsvarandi verð
89 og 39 krónur. Ef ferða-
frelsi er notað hækkar
reikningurinn umtals-
vert en þá kostar 109
krónur ef hringt er en 41
krónur fyrir að taka við
símtali.
Ef hringt er í talhólf
frá útlöndum er það
jafn dýrt og að hringja
heim. Það er hægt að
loka fyrir talhólfið áður
en farið er út þar sem
það er greitt fyrir þau
símtöl sem fara í tal-
hólfið og það getur
reynst dýrt þegar
maður er í útlöndum. Á
heimasíðum Símans og
OgVodafone fást nánari
upplýsingar um milli-
landasímtöl og vert er
að kynna sér málin vel
áður en af stað er farið.
gudrun@frettabladid.is
Dýrt að hafa talhólf
tengt í útlöndum
Kostnaður við að tjalda er mjög misjafn á
milli tjaldsvæða. Fréttablaðið gerði lauslega
könnun á 7 tjaldstæðum um landið og
reyndist ódýrast að tjalda á Ísafirði þar sem
borgað er fyrir hvert tjald. Á flestum tjald-
stæðunum var þó borgað fyrir manninn og
ókeypis fyrir börnin.
Í verðkönnun blaðsins var miðað
við fjögurra manna fjölskyldu. Á þeim
tjaldstæðum sem haft var samband við var
hvergi verðmunur á því hvort fjölskyldan
tjaldaði hefðbundnu tjaldi eða tjaldvagni
og fellihýsi. Í Ásbyrgi og í Skaftafelli þarf að
borga sérstaklega fyrir að fara í sturtu og í
Ásbyrgi og á Ísafirði er boðið upp á afnot af
þvottavél og þurrkara.
Að sögn Ragnars F. Kristjánssonar
þjóðgarðsvarðar í stærsta þjóðgarði heims,
í Skaftafelli, er opið þar allt árið og dæmi
um það að fólk komi jafnvel í janúar til
að tjalda. Flestir gestirnir eru ferðafólk en
aðeins 30 prósent gesta eru Íslendingar og
17 prósent þeirra eru Þjóðverjar.
- gþg
Ódýrast að tjalda á Ísafirði:
Fólk tjaldar í Skaftafelli allt árið um kring
■ Skaftafell:
Heildarkostnaður: 1.800 krónur.
600 krónur á mann fyrir nóttina.
Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára.
Salernisaðstaða, heitt vatn og rafmagn.
■ Skógar:
Heildarkostnaður: 1.500 krónur.
500 krónur á mann fyrir nóttina.
Ókeypis fyrir börn yngri en 14 ára.
Salernisaðstaða, heitt vatn, ekki rafmagn.
■ Hallormsstaðir (Þurshöfðavík):
Heildarkostnaður: 1.950 krónur.
650 krónur á mann fyrir nóttina.
Ókeypis fyrir börn 12 ára og
yngri.
Salernisaðstaða, heitt
vatn, rafmagn.
■ Ísafjörður:
Heildarkostnaður:
800 krónur.
800 krónur fyrir tjald.
Salernisaðstaða, heitt vatn,
rafmagn, sturta.
■ Ásbyrgi:
Heildarkostnaður: 1.200 krónur.
600 krónur á mann fyrir nóttina.
Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára.
Salernisaðstaða, heitt vatn, rafmagn.
■ Ólafsvík:
Heildarkostnaður: 1.200 krónur.
300 krónur fyrir tjaldið og 300 krónur
fyrir manninn.
Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.
Salernisaðstaða, heitt vatn, sturta, ekki
rafmagn.
■ Skútustaðir við Mývatn:
Heildarkostnaður: 1.950 krónur.
650 krónur á mann fyrir
nóttina.
Ókeypis fyrir 12 ára
og yngri.
Salernisaðstaða,
heitt vatn, ekki
rafmagn.
VERÐ Á TJALDSTÆÐUM
Sé gert ráð fyrir að yfirstandandi kuldakafli verði
ekki landlægur hér á fróni í sumar má slá því föstu
að fleiri og fleiri hugsa sér til hreyfings í sumar. Sem
undanfarin ár eru línuskautar sívinsælir, ekki síst þar
sem smátt og smátt fer fjölgandi stígum og vegum
þar sem hægt er að stunda slíkar íþróttir án þess að
hafa áhyggjur af umferðinni.
Ýmsar verslanir selja línuskauta hvers konar
en lausleg könnun leiddi í ljós að verðin eru æði
misjöfn. Slá má því föstu að hægt er að kaupa
sæmilega línuskauta frá fimm þúsund krónum og
allt upp í 30 þúsund krónur eftir merki og gæðum.
Barnastærðir má finna ódýrar á stöku stað en gera
má ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda þurfi að
eyða allt að 40 til 50 þúsundum ef öll fjölskyldan
hefur hugsað sér að renna sér saman þetta sumarið.
■ Hvað kosta... línuskautar
Ýmsir verðflokkar
Miklar endurbætur hafa staðið yfir um hríð í Sundlaug Seltjarnarness en nú er þeim
að mestu lokið og hefur verið ákveðið af því tilefni að opna hana formlega á nýjan
leik í dag, uppstigningardag, með pompi og pragt. Verða veitingar í boði fyrir alla
milli klukkan 14 og 16 en laugin verður opnuð eldsnemma í fyrramálið fyrir gestum.
Verður frítt í laugina í heila viku af þessu tilefni og gestir hvattir til að kynna sér
endurbætta laugina.
❚ Verslun og þjónusta
Frítt í sund á Seltjarnarnesi
Garðaeigendur allir skulu hafa hugfast að úðun
garða í því þurra og kalda veðri sem geisað hefur
að undanförnu er með öllu gagnslaus samkvæmt
ábendingum sérfræðinga Umhverfisstofnunar.
Er ítrekað fyrir fólki að aðeins skuli gripið til þess
ráðs að úða þegar og ef skaðvaldar hafa klakist úr
eggjum sínum og sjást með berum augum. Þess
utan skal gæta þess að fá fagmenn til að úða en
þeir einir hafa réttindi til þess frá stjórnvöldum.
❚ Verslun og þjónusta
Gagnslaus garðaúðun
* samkvæmt tölum Hagstofu Íslands
77
,9
t
on
n
75
,9
t
on
n
2002 2003
78
,9
t
on
n
62
,2
t
on
n
2004 2005
Útflutningur á íslensku sælgæti